Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 Viðskiptaráðherra: Fundur með sendi- herrum íslands í Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi Forsætisráðherrar Norðurlandanna hittust í fyrradag í Stokkhólmi, en þeir sátu forsætis- nefndarfund Norðurlandsráðs. Ráðherrarnir eru frá vinstri: Steingrímur Hermannsson, Káre Willoch, Noregi, Poul Schliitter, Danmörku, Olof Palme, Svíþjóð og Kalevi Sorsa, Finnlandi. AP.-símamynd. „ÞESSI fundur hefur verid mjög gagnlegur og hann er haldinn til undirbúnings fundi viöskiptaráö- herra Noröurlandanna, sem hefst í Stokkhólmi á morgun, fóstudag," sagöi Matthías A. Mathiesen viö- skiptaráðherra í samtali viö blaöa- mann Morgunblaösins í gær. Ráð- herrann, sem nú er í Stokkhólmi, var þá nvkominn af fundi sem hald- inn var í sendiráði íslands í Stokk- hólmi aö frumkvæði hans, en á fund- inum voru auk Matthíasar sendi- herrarnir Benedikt Gröndal í Sví- þjóð, Einar Ágústsson í Danmörku og Páll Ásgeir Tryggvason í Noregi og ráöunevtisstjóri viöskiptaráöu- neytisins, Ásgeir Þórhallsson, Jón Júlíusson og Hjálmar W. Hannes- son frá sendiráðinu í Stokkhólmi. „Þessi fundur með sendiherrun- um er haldinn til þess að ræða viðskiptamál á Norðurlöndunum, milli íslands annars vegar og hinna Norðurlandanna hins vegar, en þau hafa sem kunnugt er verið okkur óhagstæð að því leyti að við flytjum mun meira inn frá þessum löndum en nemur útflutningi þangað," sagði viðskiptaráðherra. „En einmitt Norðurlönd „sem heimamarkaður" er eitt helsta viðfangsefni ráðherrafundarins að þessu sinni og norræns samstarfs í dag.“ Sjávarútvegsráðherra: Hafrannsóknastofnun kanni veiðimöguleika á djúpslóð Sjávarútvegsráöherra hefur óskað eftir þvi við Hafrannsóknastofnun aö kannaöir verði möguleikar á aö halda rannsóknaskipi úti á djúpslóö meö það í huga, aö íslensk fiskiskip geti stundað veiðar þar. Þetta kom fram í samtali blm. Morgunblaðsins við ráðherrann um möguleika á veið- um íslendinga á alþjóðlegum haf- svæðum, s.s. við Rockall, Jan Mayen og á Reykjaneshrygg í vestur. Hugmyndir um þetta hafa komið fram að undanförnu á opinberum vettvangi, m.a. í ræðu Eyjólfs K. Jónssonar á Alþingi og pistli Jó- hanns J. E. Kúld í Þjóðviljanum í fyrradag, sem sagt var frá í Mbl. í gær. „Það er ljóst, að djúpslóð í kringum okkur hefur ekki verið nægilega könnuð," sagði Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, í samtalinu við Mbl. „Það er t.d. vitað um Rockall-svæðið, að þar hafa komið upp ýsugöngur og að menn hafa veitt allt að tíu þús- und tonnum af ýsu. En klakið hef- ur stundum misheppnast, enda er landgrunnið þar lítið. Þarna tel ég að séu einhverjir möguleikar en ekki miklir. Þá er vitað að Rússar hafa verið að veiða karfa á Reykjaneshrygg og einnig lang- hala og gulllax. Við erum hér í ráðuneytinu að kanna hvernig megi auka rannsóknir okkar á þessum stofnum og veiðimöguleik- um.“ Halldór Ásgrímsson benti á, að sl. vor hefði verið hafist handa um Keflavík: Lýst eftir manni LÖGREGLAN lýsti í gær eftir 26 ára manni, Steven Edward, sem fór að heiman frá sér í Keflavík um klukk- an 16 á miövikudag. Síðan hefur ekki til hans spurst. Steven Edward er Englending- ur, en kvæntur íslenskri konu og búsettur í Keflavík. Er hann fór að heiman var hann klæddur Ijósbrúnum mokkajakka, í bláum gallabuxum og á gönguskóm. Ferðatösku hafði hann meðferðis. Kdward er dökkhærður með dökkt alskegg. Þeir sem kynnu að hafa orðið ferða hans varir eru beðnir að láta lögregiuna í Keflavík vita. athugun á veiðimöguleikum við strendur Bandaríkjanna og að einnig væri mikill áhugi á að ná samningum við Grænlendinga um rækjumiðin á miðlínu milli land- anna. „Það er mjög mikilvægt mál,“ sagði ráðherrann. „Hvað varðar Jan Mayen-svæðið þá er það mál, sem sjálfsagf er að hafa augun opin fyrir. Raunar er unnið eftir þeim línum hér í ráðuneytinu að reyna að nýta þá stofna, sem við nýtum ekki í dag. Það er ýmis- legt, sem kemur til greina,“ sagði Halldór. Guðjón Kristjánsson, formaður Ráðning Sveins af- greidd í borgarstjórn Á FUNDI borgarstjórnar í gær var ráðning Sveins Björnssonar verk- fræðings í stöðu forstjóra Strætis- vagna Reykjavíkur samþykkt með 19 samhljóða atkvæðum, en borgarfull- trúar kvennaframboðsins greiddu ekki atkvæði. Sigurður E. Guðmundsson, borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins lét við afgreiðslu málsins bóka sérstak- lega að hann lýsti eindregnum stuðningi við ráðningu Sveins i þetta embætti vegna gagngers kunnugleika hans á málefnum fyrirtækisins. Það væri stefna jafnaðarmanna að við ráðningu manna i embætti eða almenn störf eigi hæfnin ein að ráða og ekki stjórnmálaskoðanir þeirra, en Sveinn Björnsson væri varaborgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þessi stefna gengi í berhögg við stefnu Sjálfstæðisflokksins, svo sem ber- lega hefði komið í ljós er Björgvin Guðmundsson var hrakinn úr starfi framkvæmdastjóra BÚR, vegna þess að hann er jafnaðar- maður og var einn af oddvitum vinstri meirihlutans í borgarstjórn 1978-1982. Davíð Oddsson, borgarstjóri sagði vegna þessarar bókunar að málflutningur borgarfulltrúans væri með ólíkindum. Hann gæfi í skyn að Björgvin Guðmundsson hefði verið hrakinn úr starfi vegna stjórnmálaskoðana sinna, en slíkar aðferðir þekktust ekki hér á landi. Borgarfulltrúinn hefði lýst hæfi- leikum Sveins Björnssonar, en teldi svo furðu sæta að hann gæti stutt ráðningu hans. Sagði borgarstjóri ennfremur að ekki væri venja að gera einstakar embættisveitingar eða persónur manna að umræðu- efni í borgarstjórn. Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, sagði það skoðun sína, að áður en farið væri að tala um veiðar á djúpslóð þyrfti tvennt að gera: „I fyrsta lagi þarf að verðleggja vöruna áður en farið er af stað og í öðru lagi þarf að breyta lögum og reglum um möskvastærð. Þetta eru mest smáar tegundir og það næst eng- inn árangur fyrr en menn átta sig á því, að með 135 og 155 mm. möskva er ekki hægt að veiða þennan fisk. Og svo þarf vitaskuld að senda skip á þessi svæði og ganga úr skugga um hvort þar er nýtanlegur fiskur. Það þýðir ekk- ert að vera með þetta endalausa kjaftæði um veiðimöguleika ef menn vilja ekki gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en farið er af stað.“ Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, tók í sama streng: „Ég held að nokkuð mikið þurfi að breytast í útgerð- arháttum okkar íslendinga áður en slík veiði fer að verða arðvæn- leg. Miðað við tilkostnað veiða í dag tel ég ekki að þetta sé nein augljós gróðalind. Það er ekkert undarlegt þótt menn sjái ýmsa möguleika eins og aflabrögð hafa verið hér við landið undanfarið — en ég sé þessa möguleika ekki. Mér finnst alveg óhætt að vera raun- sær í þessum efnum," sagði Óskar Vigfússon. Sjá grein eftir Eyjólf Kon- ráð Jónsson á bls. 10. Fólskuleg árás: Rotaður og rændur í fyrrakvöld var gerð fólskuleg árás á mann um fertugt í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var á gangi í Pósthússtræti þegar ráðist var fyrirvaralaust á hann skammt frá Hótel Borg og maðurinn sleg- inn í rot. Hann saknaði jakka, frakka, skilríkja og ávísanaheftis þegar hann kom til sjálfs sín. Maðurinn var illa til reika, hel- kaldur, kjálkabrotinn og illa leik- inn í andliti. Lögreglan kom að manninum skömmu síðar og flutti hann í slysadeild Borgarspítalans. Þar var gert að sárum hans. Rann- sóknalögreglan ríkisins rann- sakar mál þetta. Árásarmaður- inn eða mennirnir eru ófundnir. Loðnuveiðarnar síðasta sólarhring: Sjö bátar með 4.180 tonn SJÖ bátar tilkynntu um loðnuafla á síðasta sólarhring, samtals 4.180 tonn, samkvæmt upplýsingum er Morgunblaðið fékk hjá Andrési Finnbogasyni, framkvæmdastjóra loðnunefndar, síðdegis í gær. Bát- arnir eru eftirtaldir: Súlan 800 tonn, Keflvíkingur 450 tonn, Hrafn 550 tonn, Gull- berg 450 tonn, ísleifur 630 tonn, Guðmundur Ólafur 300 tonn og Vikingur með 1000 tonn. Þjóðhagsstofnun lætur eins og um áramót hefjist árið núll — en það er misskilningur segir Davíð Oddsson borgarstjóri, þá byrjar 1984 „Borgarstjórnarmeirihlutinn hafði ákveðið frá byrjun þessa kjörtímabils, að lækka þá álagn- ingarstuðla sem tekjur borgarinn- ar byggja á og var fasteignagjalda- stuðullinn lækkaður þegar á sl. ári,“ sagði Davíð Oddsson borgar- stjóri er Mbl. ræddi við hann í tilefni þeirrar staðhæfingar er komið hefur fram í fjölmiðlum að la-kkun útsvarshlutfallsins úr 11,88% í 11,00% þýði 40% hærri greiðslubyrði útsvarsgreiðenda vegna breyttra verðbólguforsenda. „Menn verða að hafa það í huga að verðbólgan stefndi í tæp 140% á fyrri hluta ársins 1983, og meðal- verðbólga milli áranna 1982 og 1983 verður um 80%),“ sagði borg- arstjóri ennfremur. „Það er því út í bláinn að miða greiðsluhlutfall einstaklinga við þetta sérstæða verðbólguár ann- ars vegar og hjöðnunartímabil næsta árs hins vegar. Eðlilegast er að miða greiðsluþunga út- svarsins við það ár sem tekju- stofnalög sveitarfélaganna voru ákveðin og þá er ljóst að með lækkunaráformum sjálfstæðis- manna í borgarstjórn er að því stefnt að greiðsluþunginn verði minni en þá var. Þessi stuðull verður síðan áframhaldandi skattastuðull á útsvar ef okkar hugmyndir ná fram, og mun þá greiðsluþung- inn milli áranna 1984 og 1985 lækka verulega frá greiðslu- þunganum milli áranna 1983 og 1984. Forsenda ríkisvaldsins vegna ársins 1983 var sú að verð- bólgan yrði 42%, en eins og ég sagði fyrr stefnir í að hún verði 80% á árinu 1983. Það verður til þess að sveitarfélögin hafa safn- að miklum skuldum. Ef árin 1983 og 1984 eru þannig gerð upp saman, þá er hagur sveitarfélag- anna nánast óbreyttur og tölur Þjóðhagsstofnunar í þessu sam- bandi því ærið villandi því stofn- unin kýs að láta eins og árið núll. hefjist um næstu áramót. Það gerist hins vegar ekki, heldur byrjar þá árið 1984, sem er í beinu áframhaldi af árinu 1983,“ sagði Davíð Oddsson borgar- stjóri að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.