Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 11 Iðja, félag verksmiðjufólks: Fjöldi alþýðu- heimila ramba á barmi gjaldþrots MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Iðju, félagi verksmiðjufólks: „Almennur fundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks, haldinn 28. nóv- ember, fagnar þeim mikilvæga sigri, sem unnist hefur í barátt- unni um samningsréttinn. Nú ríð- ur á, að verkafólk treysti enn sam- tök sín og samheldni og fylgi þess- um sigri eftir í komandi kjara- Ljóðakver: Snúningurinn ÚT ER komið í Reykjavík ljóða- kverið Snúningurinn eftir Kristin Sæmundsson. Það er fyrsta bók höfundar, sem er 17 ára gamall. Bókin er 42 blaðsíður að stærð og myndskreytt af Bessa Jónssyni. samningum við atvinnurekendur. Það ástand sem skapast hefur hjá launafólki í kjölfar þeirrar miklu kjaraskerðingar, sem dunið hefur yfir síðustu mánuði, er með öllu óviðunandi. Ljóst er að kjara- skerðingin hefur lagst með mest- um þunga á þá tekjulægstu og er nú svo komið, að laun þeirra duga engan veginn fyrir brýnustu nauð- synjum. Fjöldi alþýðuheimila rambar á barmi gjaldþrots og hreint neyðarástand blasir við, fá- ist ekki leiðrétting á kjörum þessa fólks nú þegar. Því telur fundur- inn, að mikilvægasta verkefnið í komandi kjarasamningum og það, sem hafa verður algjöran forgang, sé að tryggja þeim sem lökust hafa kjörin umtalsverðar kjara- bætur hið fyrsta, t.d. með veru- legri hækkun lágmarkstekna. Það þolir enga bið.“ Kisubörnin kátu Nýtt barnaleikrit á hljómplötu KISUBÖRNIN kátu heitir nýtt Gísli Rúnar Jónsson færði barnaleikrit, sem SG-hljómplötur ævintýrið í leikbúning og annast hafa gefið út á hljómplötu og tón- leikstjórn. Flytjendur eru leik- snældu. Hér er um að ræða gamalt endur hins vinsæla Úllen dúllen ævintýri sem upphaflega var sýnt í doff-leikflokks, þau Sigurður Sig- Walt Disney-kvikmynd og síðan urjónsson, Edda Björgvinsdóttir, gefið út í bók hér á landi í þýðingu Þórhallur (Laddi) Sigurðsson og Guðjóns Guðjónssonar. Gísli Rúnar Jónsson. Jólakaffi Hringsins HIÐ ÁRLEGA jólakaffi Kvenfélags- ins Hringsins verður haldið á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 4. des- ember kl. 14.00. Á boðstólum verður kaffi og heimabakaðar kökur. Þá verða ým- is skemmtiatriði og happdrætti. Allur ágóði fer' til kaupa á lækn- ingatækjum fyrir Barnaspítala hringsins. Samtök um sögukennslu FUNDUR til undirbúnings stofnun- ar samtaka kennara og annars áhugafólks um sögukennslu verður haldinn á morgun, laugardaginn 3. desember, í stofu 301 í Arnagarði og hefst kl. 2 e.h. Boðað er til fundarins í fram- haldi af ráðstefnu um sögukennslu á öllum skólastigum, sem haldin var 29. október. Allir, sem áhuga hafa á málefninu, eru velkomnir á fundinn. Alltaí í skemmtilegum íélagsskap ^uAÍt« Með einhverjum öðrum Theresa Charles Med einhverjum öðrum Rósamunda hrökklaðist úr hlutverki „hinnar konunnar", því það varð deginum ljósara að Norrey mundi aldrei hvería írá hinni auðugu eiginkonu sinni, - þrátt íyrir loíorð og fullyrðing- ar um að hann biði aðeins eítir að fá skilnað. Hversvegna ekki að byrja upp á nýtt með ein- hverjum öðrum? (Sartland Segðu já. Samantha Barbara Cartland Segdu já, Samantha Samantha var ung og saklaus og gœdd sér- stœðri fegurð og yndisþokka, Grœn augu henn- ar virtust geyma alla leyndardóma veraldar. Sjálí áttaði Samantha sig ekki á því fyrr en hún hitti David Durham og varð ástíangin aí honum, að hún var aðeins íáíróð og óreynd lítil stúlka, en ekki sú líísreynda sýningarstúlka, sem mynd- ir birtust aí á síðum tízkublaðanna, ' Else-Marie Nohr Einmana Lóna á von á barni með unga manninum, sem hún elskar, og hún er yíir sig hamingjusöm. En hún haíði ekki minnstu hugmynd um, að hinar sérstöku aðstœður í sambandi við þungunina haía stoínað lífi bœði hennar sjálírar og barns- ins í hœttu. - Hugljúf og spennandi ástarsaga. ELSE-MAPIE IMOHR CINMANA Eva Steen Hann kom um nótt Bella vaknar nótt eina og sér ókunnan mann standa við rúmið með byssu í hendi. Maðurinn er hœttulegur morðingi, sem er á flótta undan lögreglunni og œtlar að þvinga hana með sér á ílóttanum. Hún hatar þennan mana en á nœstu sólarhringum verður hún vör nýrra og hlýrri tilíinninga, þegar hún kynnist ungum syni morðingjans. Euo Stecn Hpnn Kom um noTT t Erik Nerlöe r Ast og blekking Súsanna var foreldralaust stofnanabarn, sem látin var í svokallaða heimilisumönnun hjá stjúpíoreldmm Torbens. Með Torben og henni takast ástir og hún verður óírísk. Þeim er stíað sundur, en mörgu’m ámm seinna skildi hún að hún heíur verið blekkt á ósvííinn hátt. Og það « versta var, að það var maðurinn, sem hún haíði giízt, sem var svikarinn. ^ ^ . ErikNitkv ASTOG BLEKKING SIGGE STARK Engir karlmenn, takk ***&$$%*** Kj LO Sigge Stark Engir karlmenn, takk í sveitarþorpinu var hlegið dátt að þeim íurðu- íuglunum sex, sem höíðu tekið Steinsvatnið á leigu. Þœr hugðust reka þar búskap, án aðstoð- ar hins sterka kyns, - ekki einn einasti karlmað- ur átti að stíga fœti inn íyrir hliðið. - En Karl- hataraklúbburinn fékk fljótlega ástœðu til að sjá eítir þessari ákvörðun. Else-Marie Nohr Systir María Nunnan unga var hin eina, sem möguleika hafði á að bjarga ílugmanninum sœrða, sem svo óvœnt hafnaði í vörzlu systranna. En slíkt björgunarstarí var lííshœttulegt. Yíir þeim, sem veitti óvinunum aðstoð, voíði dauðadómur, - og ílugmaðurinn ungi var úr óvinahernum. Æsi- lega spennandi og íögur ástarsaga. 252 SYSTIR MARlA Sigge Stark Kona án íortíðar Var unga stúlkan í raun og vem minnislaus, eða var hún að látast og vildi ekki muna fortíð sína? Þessi furðulega saga Com Bergö er saga undarlegra atvika, umhyggju og ljúísárrar ástar, en jafnframt kveljandi aíbrýði, sársauka og níst- andi ótta. En hún er einnig saga vonar, sem ást- in ein elur. ÁNFOI SIGGE STARK KONA ORTIÐAR Já, þœr eru spennandi ástarsögurnar irá Skuggsjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.