Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 t Faðir okkar, lengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRDUB BJARNASON, Hringbraut 97, andaðist í Landspítalanum miövikudaginn 30. nóvember. Pálmi Þórðarson, Jón Þóröarson, María Jakobsdóttir, Hjördís Þórðardóttir, Vilhjálmur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET DUNGAL, andaöist 1. desember. Elín Dungal, Ásta Dungal, Örn Jónsson og barnabörn. Eiginmaöur minn, t SVEINN GUÐNASON, Ijósmyndari tré Eskifiröi, Mávahlíö 39, Reykjavík, lést 1. desember. Gerða Kristjánsdóttir. Móöir okkar, t SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR frá Ísafírði, andaöist í dvalarheimilinu ber. Fyrir hönd vandamanna. Hrafnistu í Reykjavík þann 29. nóvem- Siguröur K. G. Sigurösson, Þröstur Guöjónsson. t HERDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Bjarnarstíg 6, Reykjavík, fyrrum kennari við Húsmæðraskóla Reykjavíkur, lést i Borgarspítalanum aöfaranótt 30. nóvember. Aðstandendur. t Otför móður okkar og tengdamóður, ELÍNAR ÞÓROARDÓTTUR, Sandvfk, Eyrarbakka, fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 3. desember kl. 13.00. Bílferö frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11 árdegis. Börn og tengdabörn. t Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdafööur og afa, ÞORSTEINS MAGNÚSSONAR frá Vestmannaeyjum, Litlahjalla 7, Kópavogi. Guörún Gunnarsson, Bjarni Gunnar Sveínsson, Unnur Helgadóttir, Elín Þorsteinsdóttir, Magnús Þorsteinsson, Sigurður Þorsteinsson, Herdís Þorsteinsdóttir, Anne Hedvig Þorsteinsdóttir og barnabörn. Sæmundur Vilhjálmsson, Kristín Sigurðardóttir, Aldís Gunnarsdóttir, Ólafur Kristmannsson, t Hugheilar þakkir til allra þeirra fjölmörgu ættingja og vina er auösýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför ÓLAFAR SVEINSDÓTTUR frá Viðfiröi. Fyrlr hönd ættingja, Grímur Hallgrímsson, Margrét Kolbeinsdóttir, Hildur Magnúsdóttir og fjölskyldur. Guðmundur Geir Jónsson — Minning Fæddur 8. desember 1951 og var vinskapur okkar enn meiri Dáinn 28. október 1983 þegar við kynntumst konuefnum Guðmundur Jónsson fæddist í Reykjavík 8. desember 1951, sonur hjónanna Ernu Olsen og Jóns Ág. Ólafssonar. Hann ólst upp suður með sjó og í Reykjavík. Fór hann í Sjómannaskólann og lauk fiski- mannaprófi 2. stigs 1972. Guð- mundur var á fiskibátum hér við land bæði sem stýrimaður og skip- stjóri. Hann réð sig til fiskveiða í Persaflóa og var árið 1977 við þau störf hjá Sameinuðu furstadæm- unum. Árið 1979 réðist hann til Sameinuðu þjóðanna og var við kennslu og þjálfun við fiskveiðar í Kenya það ár. Eftir að hann kom heim var hann við sjómennsku næstu árin á ýmsum skipum, en ræður sig á Sandey II 1982 sem stýrimaður en skipstjóri frá síð- astliðnu sumri. Á þessari stuttu upptalningu sést, að Guðmundur var vel þekktur sem gætinn og áreiðanlegur sjómaður þó ungur væri að árum, aðeins 32 ára, þegar hann ferst af slysförum þegar Sandey II hvolfir hér nánast á ytri höfn Reykjavíkur. Ég kynntist Guðmundi fyrst þegar við vorum á síldveiðum í Norðursjónum sumarið 1974. Þá strax tókust með okkur góð kynni okkar sem eru systur. Vinátta okkar Guðmundar stóð því í þessi tæp 10 ár. Hann var heimakær og góður félagi og gott til hans að leita með öll vandamál. Guðmund- ur var lífsgiaður og það setti svip sinn á allt heimilislíf og umhverfi hans. Guðmundur kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Guðrúnu Björk Eggertsdóttur, 26. desember 1978. Þau eiga þrjú börn: Eggert Thor- berg fæddur 1976, Jón Ágúst fæddur 1979 og Inga Björk fædd 1982. Það er erfitt fyrir okkur að sætta okkur við það, að sjá eftir góðum vini og félaga í hafið hér rétt innan seilingar, en enginn má sköpum renna. Þótt við verðum að sætta okkur við þetta er harmur eftirlifandi ástvina hans mikill. En minningin um Guðmund er svo góð og sterk, að hún veitir okkur frið. Við, sem þessi fátæklegu orð ritum, viljum þakka fyrir þá gleði, sem Guðmundur veitti okkur á heimili sínu og vottum þér Gunna mín, börnunum og öðrum nánum ættingjum Guðmundar innilega samúð okkar. Agnar og María Friðborg dóttir — Fædd 1. september 1910 Dáin 23. nóvember 1983 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Mér komu í hug hendingar úr þessum sálmi er ég heyrði sviplegt áfall frænku minnar góðu, hennar Fíu í Stangarholtinu. Hugurinn hvarflaði til horfinna daga þegar ég, lítill snáðinn, var í heimsókn í höfuðborginni og gisti hjá Fíu. Allt var framandi ungum augum en Fía og Haukur áttu skýringar og svör við hinum ólíkustu spurn- Guðjóns- Minning ingum. í mínum hug voru þau samofin borginni og ég átti erfitt með að ímynda mér annað án hins. Oft síðan hefur fjölskylda mín átt athvarf í Stangarholtinu. Heimili þeirra stóð ætíð opið vin- um og vandamönnum enda ríkti þar hlýja og góðvild sem engan lét ósnortinn. Nú, að leiðarlokum, þegar Haukur og Fía eru horfin bak við móðuna miklu, vil ég þakka gæsku þeirra og góðvild. Blessuð sé minning þeirra. Friðborg Guðjónsdóttir fæddist 1. sept. 1910 í Heydalsseli í Hrúta- firði. Foreldrar hennar voru hjón- in Ingibjörg Sæmundsdóttir og Guðjón Ólafsson. Friðborg ólst úpp í stórum systkinahópi. Árið 1935 gekk hún það gæfuspor að giftast Hauk Jónssyni frá Helga- dal í Mosfellssveit. Haukur andað- ist 1981. Þau eignuðust 2 dætur, Ingi- björgu gifta Hannesi Péturssyni og Svandísi gifta Nikulási Magn- ússyni. Vina- og frændfólkið á Akureyri t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför HJÁLMARS BJARNASON, fyrrverandi deildarstjóra. Ragnhildur Sóley Steingrímsdóttir, Gunnhildur Ingibj. Bjarnason, Sigríöur Bjarnason, Sverrir Guövarösson, Hörður Bjarnason, Bryndís Bjarnason, Emil Nicolai Bjarnason, Lís Bjarnason, Ingibjörg Björnsdóttir, Jeannette Bjarnason, börn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö við fráfall móður okkar, LAUFEYJAR ÓSKAR BENEDIKTSDÓTTUR, Arahólum 4. Sérstakar þakkir til starfsfólks Borgarspftalans 7A. Benedikt Sigurðsson, Grátar Sigurðsson, Erla S. Siguröardóttir, Haukur Atli Sigurösson. Enn einu sinni týnast líf í greip- um Ægis. Nístandi sársaukinn sker og við spyrjum sem fyrr? Af hverju: Öll þessi slys Allur þessi sársauki Öll þessi þjáning Af hverju, af hverju, af hverju ... Því fáum við aldrei svarað, en reynum að svara sjálf, Tíminn, hann var kominn en hvar er, vonin? Þetta mun Guðs vera vilji, þó enginn það skilji Þetta eigum að bera hvernig má það vera? Já, hvernig, eilíft er þessi staða að koma upp, það verður víst ætíð þannig á meðan mannkynið lifir hér á jörð. Á hverjum degi lesum við og heyrum um slys og þjáningar fólks, en einhvern veginn stendur það oft stutt við í huga okkar, þangað til það heggur úr okkar ranni. Þá lömumst við, vanmátt- urinn er alger. Andartakið er dýrmætt, það sýnir sig best á svona stundum eins og þegar mb. Sandey II fórst hér við nefið á okkur, þó skjótt væri brugðist við og allt væri gert sem í mannlegu valdi stóð, dugði það ekki til. Und- irstrikar það vanmátt okkar enn frekar. í þessum hræðilegu slys- um, hvar sem þau gerast, er feðr- um, sonum, bræðrum, eiginmönn- um, mæðrum, dætrum og systrum kippt í burtu fyrirvaralaust úr sendir dætrunum, tengdasonunum og barnabörnunum innilegustu samúðarkveðjur. M.A. í dag kveðjum við með sárum trega kæra systur og mágkonu. Fráfall hennar bar að með svo sviplegum hætti, að við höfum enn varla áttað okkur á, að hún sé okkur með öllu horfin. Hennar nánasta fjölskylda á nú um sárt að binda, þeirra missir er mestur. Við sem höfum átt með þeim nána samfylgd biðjum hollvætti að veita þeim þor og styrk til að bera hið þunga áfall. Við skiljum ei né skynjum, að svo snögglega skyldi klippt á lífs- þráð hennar. Hún vildi öllum gera gott og hjálpar hennar var einkar gott að njóta, og við hjón fórum ekki varhluta af því. Það var hið ljúfa viðmót, jafn- aðargeð og einlægur innileiki hennar, sem varpar björtum ljóma á endurminningarnar. Hún var sífellt að gera öðrum greiða, aðstoða og hjálpa. Hún var gædd svo miklum mannkærleika að fá- gætt var. Eiginmaður Friðborgar var Haukur Jónsson frá Helgadal í Mosfellssveit. Hann lést 6. júlí 1981. Friðborg verður ekki svo kvödd að ekki sé minnst heimilisins, því gaf hún allt, sem hennar gjöfula hjarta gat veitt. Um það voru þau hjón ákaflega samhent. Hver stund, sem við dvöldum á þeirra notalega heimili er bundin ljúfum minningum. Og nú, þegar við stöndum yfir moldum hennar lútum við höfði í þögulli bæn og þökk. Hvíl í friði. Matthildur, Kjartan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.