Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 29 Hótel Loftleiðir: Danskt jólaborð verður í Blómasal SÉRSTOK jóladagskrá verður að Hót- el Loftleiðum í desember að venju. Danskt jólaborð verður í Blómasal frá 1. desember og er salurinn skreyttur á danska vísu. Sérstakur afsláttur er veittur fyrir hópa. Frá sama tíma verð- ur einnig hægt að fá jólaglögg og pip- arkökur í veitingasölum hótelsins. Aðventukvöld verður sunnudag- inn 4. desember. Barnakór Mýrar- húsaskóla syngur undir stjórn Hlín- ar Torfadóttur, Módelsamtökin sjá um tískusýningu, kynning verður á snyrtivörum og Einar örn Einars- son tenórsöngvari syngur. Þá verður einnig happdrætti, og skartgripir frá Kórus prýða víkingaskipið í Blómasal. Lúsiukvöld verður 11. desember. Þá kemur Lúsía frá Söngskólanum i Reykjavík ásamt fylgdarmeyjum, barnakór syngur og einnig verður tískusýning. Kúnígúnd skreytir vík- ingaskipið. Loks verða jólapakka- kvöld 17. og 18. desember. Ingveldur Hjaltested syngur jólalög, tískusýn- ing verður fyrir alla fjölskylduna, Barnakór Kársnesskóla syngur og dregið verður um fjölda vinninga auk aðalvinnings fyrir öll kvöldin, sem er flugfar fyrir tvo til Kaup- mannahafnar. Rammagerðin sér um skreytingar víkingaskips þessi kvöld. Kynnir á öllum kvöldunum verður Hermann Ragnar Stefánsson, segir í frétt frá Hótel Loftleiðum, sem Morgunblaðinu hefur borist. Vestmannaeyjar: Bergey fékk á sig brotsjó Vestmannaeyjum, 30. nóvember. SKUTTOGARINN Bergey VE fékk á sig brotsjó f gærkveldi, þar sem skipið var á veiðum suðvestur af Surtsey. Gluggi f brú brotnaði og sjór komst í tæki skipsins. Engin slys urðu á mönnum. Bolungarvík: Fullveldisfagn- aður á laugardag Aftakaveður gerði hér sfðdegis í gær. Rauk veðurhæðin upp f sem jafngildir 14 vindstigum af suð- austri. Það var um klukkan 22 f gærkveldi sem Bergey fékk á sig hnút sem skall á brú skipsins, braut glugga og varð talsvert tjón á tækj- um skipsins þegar sjórinn flæddi um þau. Skipstjórinn á Bergey, Sigurður Sigurjónsson, sagði f samtali við Mbl., að hann hefði aldrei fyrr verið á sjó f verra veðri en því sem skyndi- lega skall á í gærkveldi, eins og hendi væri veifað. - HKJ Nú er rétti tíminn til aö hyggja aö jólamálningunni Nú málum viö með Hörpusilki }íaK&l HINN árlegi 1. desemberfagnaður sjálfstæðisfélaganna f Bolungarvfk verður haldinn f Félagsheimilinu laug- ardaginn 3. desember næstkomandi og hefst klukkan 19.30. Ræðumaður kvöldsins verður Geir H. Haarde, formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, og aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Flutt verður tónlist og skemmtiat- riði. Ennfremur verður lesið úr ný- útkominni bók um dr. Bjarna Bene- diktsson, fyrrum formann Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráð- herra. Að loknu borðhaldi og skemmti- dagskrá verður stiginn dans. það var þess virði að gera sér erindi í verslunina til hans þegar ég þóttist vita að tími væri til þess að setjast að búðarbaki. Var þá oft glatt á hjalla þegar frændi reyndi að kenna mér að flaka fisk. Dáðist ég oft að þolinmæði hans þegar ég eyðilagði hverja ýsuna af annarri, en þá skemmti hann sér vel. Hefi ég hvorki fyrr né síðar séð það verk unnið hraðar né betur en þegar Júlfus flakaði, enda vand- virkur og vanur. Júlíus Halldórs- son var ákaflega hlýr og einlægur maður og því notalegt að vera í návist hans. Væri drungi hvers- dagslífsins svolítið þrúgandi, var alltaf hægt að lífga upp á sálarlíf- ið með því að heimækja Júlfus, sem var f senn glaðvær og hressi- legur maður. Oft sagði hann mér spaugilegar sögur frá fyrri árum, hafði næmt skopskyn og sagði vel frá. Ekki hafði ég þekkt hann lengi þegar mér varð ljóst hvern mann hann hafði að geyma. Hann var næmur tilfinningamaður og góðhjartaður í þess orðs rétta skilningi. Sakna ég því míns góða frænda. Júlfus mun ekki hafa gengið heill til skógar hin siðari ár og finnst mér ekki ósennilegt að hann hafi haft hugboð um að hverju fór. Tók hann því með stakri hugarró. Hann andaðist á heimili sínu hér í Reykjavík þann 25. þ.m. Öllum aðstandendum Júlfusar Halldórssonar sendi ég og fólk mitt allt innilegar samúðar- kveðjur um leið og ég kveð góðan frænda og vin. Megi hann hvíla í friði. Jóhannes R. Snorrason Q /tmefa HOLLAND HMFAPOR 18/8 gœðastál og spegilslípað — með og án 24 karata gullhúð VERÐSÝNISHORN: „PRINSESS” 18/8 24 karata 6 manna sett 24 hlutir stól: gullhúð: — í gjafakassa 6 manna sett 30 hlutir 2.650.- 3.610.- — í gjafakassa 3.070.- 4.150.- hnífur, gaffall, skeið (3 stk.) 330.- 470.- teskeið 70.- 90.- kðkugaffall 70.- 90.- desertskeið 105.- 145.- sósuskeið 232.- 305.- sallatsett (2 stk.) 325.- 427.- tertuspaði (með sög) 232.- 305.- súpuausa — allt í gjafakössum 520.- 695.- Spyrjiö um munsturheitín: Btóm — Flétta — Múrsteinn — Venus — Perla — Rokkokó og nýja munstrið Prinsess. Kynnið ykkur gæöi og útlit. GERID VERÐSAMANBURÐ IÉKK-KKI§T1LL Laugaveg 15 sími 14320 FULL BÚD AF FALLEGUM GJAFA VÖRUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.