Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 19 Linton Kwesi Johnson (lengst t.v. í fremri röð) ásamt Dennis Bovell og hljómsveit hans. Ljósm. Hafiífti Viiheimsson Linton Kwesi leikur með sveit Dennis Bovell í Sigtúni í kvöld REGGAE-stjarnan Linton Kwesi Johnson heldur ásamt hljómsveit Dennis Bowells tónleika í veitinga- húsinu Sigtúni kl. 22 í kvöld, föstu- dag. Linton Kwesi Johnson er lík- ast til virtasti reggae-hljómlist- armaður heimsins um þessar mundir. Hann fæddist á Jamaica árið 1952, en fluttist ungur til Englands, þar sem hann hefur dvalið síðan og beitt sér mjög fyrir auknum réttindum hör- undslitaðra í Bretlandi. Þótt Linton Kwesi Johnson sé virt tónskáld er hann ekki síður kunnur fyrir kveðskap sinn. Hef- ur hann sent frá sér þrjár Ijóða- bækur auk þriggja hljómplatna. Komur reggae-hljómsveita til landsins hafa ekki verið tíðar. Sveit Dennis Bowells með Linton Kwesi Johnson í fylkingarbrjósti er önnur í röðinni á eftir Babatunde Tony Ellis, sem kom hingað til lands fyrir rúmu ári. Aðventuhátíð á Siglufirði SiglufirAi, 1. dcsembcr. 117. uppboð Klausturhóla: Fjöldi gamalla og fágætra bóka UNDANFARIN ár hefur verið haldin aðventuhátíð í Siglufjarðarkirkju á aðventunni. Siglfirðingar hafa kunnað vel að meta framlag allra þeirra sem að hátíðinni hafa staðið, en þar hafa margir listamenn og leikmenn lagt hönd á plóginn. Margir hafa haft orð á því, að jólin væru nær en áður, eftir að hafa tekið þátt og notið þess sem flutt er á þessari árlegu kirkjuhátíð. í þetta sinn má helst nefna eftirfarandi dag- skráratriði: kirkjukór og barnakór Grunnskóla Siglufjarðar flytja jóla- og þjóðlög. Stjórnendur: Rób- ert Cummins og Elías Þorvalds- son. Samleikur á fiðlu og flautu, einleikur á píanó og básúnu, kvartett fyrir flautu. Helgileikur- inn Lútersrósin verður fluttur af nemendum úr Grunnskóla Siglu- fjarðar. Ræðu kvöldsins flytur Bjarki Arnarson, en dagskrár- atriðum lýkur með hugleiðing- arorðum sóknarpresins sr. Vigfús- ar Þórs Árnasonar. Það er von þeirra sem að hátíðinni standa, að sem flestir megi njóta og finna að helg jól eru enn á nýjan leik í ná- lægð. Hátíðin verður í Siglufjarð- arkirkju sunnudaginn 4. desember og hefst klukkan 20.30. — mj. KLAUSTIJRHÓLAR, listmunaupp- boð Guðmundar Axelssonar, efna til 117. uppboðs fyrirtækisins laugar- daginn 3. desember kl. 14.00 í upp- boðssalnum að Skólavörðustíg 6B, Breiðfirðingabúðinni gömlu. Að þessu sinni verða seldar bækur og rit af ýmsu tagi, gamalt og nýlegt, fágætt og sérstætt margt. í uppboðsskrá, sem blaðinu hefur borizt er bókunum skipt eft- ir efnum: Ýmis rit, trúmálarit, ferða- og landfræðibækur, ævi- minningar, ljóð, blöð og tímarit, vísnaskýringar, fornritaútgáfur, leikrit, æviskrár, þjóðsögur og sagnaþættir, ættfræði, saga lands og lýðs. Það er sérstætt við þetta upp- boð, að þar verða seld ýmis rit frá eldri tíma um allskyns hagnýta sýslu, mörg þessara rita eru nú æði sjaldfengin orðin. Má þar t.d. nefna: Stutta matreiðslubók fyrir sveitaheimili eftir Þóru Grönfeldt, Lítið smíðakver frá Akureyri 1868, Kennslubók í skák eftir Pétur Zóph., Tækifærisrétti og Græn- metisrétti eftir Helgu Sigurðar- dóttur o.m.fl. Af öðrum sérstæðum ritum, sem sjaldan koma fram má t.d. nefna Gerska ævintýrið eftir Halldór Laxness, frumútg., en önnur útg. þessa verks kom nú fyrir nokkrum dögum, Safn Fræðafélagsins 1.—12. bindi, Æfi- sögu Jóns Indíafara, eldri útgáf- una 1908, fyrstu bók Benedikts Gröndals Sveinbjarnarsonar, Kvæði og nokkrar greinar, Kbh. 1853, tímaritið Líf og list 1950—1954, Ákæruna, blað ungra íslenzkra þjóðernisjafnaðarmanna 1933—1934, íslenzk sagnablöð, undanfara Skírnis, tímarits Bókmenntafélagsins 1.—10. deild, Strandamenn, ættarskrá Stranda- manna, Ættir Skagfirðinga, hinar eldri eftir Pétur Zophóníasson, Árbækur Espólíns 1.—12. deild og margt fleira merkra og fáséðra bóka og rita. Bækurnar verða sýndar að Skólavörðustíg 6B í dag, föstudag, á verzlunartíma kl. 13—18, en uppboðið hefst á laugardag kl. 14.00. Boð í tilefni afmælis Broadway VEITINGAHÚSIÐ Broadway er tveggja ára í dag, föstudag, og veröur vinum og velunnurum boöið í afmælisveizlu í kvöld í tilefni dagsins, eins og segir í frétt frá Broadway. Dagskráin hefst klukkan 20 með lúðrablæstri og flugelda- sýningu. Gestum verður boðið upp á jólaglögg milli klukkan 20 og 22. Tízkusýning verður, Björgvin Halldórsson söngvari rifjar upp vinsælustu lögin á Broadway sl. tvö ár, Graham Smith, Laddi og Jóhann Helga- son koma fram, og loks leikur hljómsveit Gunnars Þórðar- sonar fyrir dansi til klukkan 3 eftir miðnætti. Síríus Kbnsum suðusúldadaði Gamla góða Síríus Konsum súkkulaðið er í senn úrvals suðusúkkulaði og gott til átu. Það er framleitt úr bestu hráefnum, er sérlega nærandi og drjúgt til suðu og í bakstur, enda jafnvinsælt í nestispökkum ferðamanna og spariuppskriftum húsmæðra. Síríus Konsum er vinsælast hjá þeim sem velja bara það besta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.