Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 17 Kasparov sýndi ekki vígtennurnar Skák Margeir Pétursson EFTIR fjögurra daga frí frá taflmennsku var búist við því að Gary Kasparov myndi reyna sitt ýtrasta til að yfirbuga Vikt- or Korchnoi í fimmtu einvíg- isskákinni sem tefld var í Lond- on í gærkvöldi. En Sovétmaður- inn tvítugi virðist enn ekki reiðubúinn til að taka á öllu sem hann á til eftir óvænt tap í fyrstu skák einvígisins og eftir fremur rólega skák var samið jafntefli eftir aðeins 21 leik. Korchnoi hefur því enn for- ystu í einvíginu, hefur hlotið þrjá vinninga gegn tveimur vinningum Kasparovs, sem var þó almennt álitinn mun sigurstranglegri fyrirfram. Byrjanaval Kasparovs kom mjög á óvart í skákinni í gær. Hann beitt hinni rólegu kat- alónsku byrjun sem vart get- ur talist hæfa hvössum skákstíl hans vel. Korchnoi lét þetta ekki koma sér úr jafnvægi og eins og í fyrri skákum einvígisins tefldi hann af miklu öryggi, einfald- aði taflið hægt og bítandi, og þegar jafnteflið var samið átti hann hann hálftíma fram yfir Kasparov á klukkunni. Þegar Korchnoi teflir til jafn- teflis virðist hann hartnær ósigrandi, jafnvel fyrir Kasp- arov. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Viktor Korchnoi Katalónsk byrjun 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. g3 Hér leikur Kasparov venju- lega 3. Rf3, en í fyrstu og þriðju skákunum hafði hann ekki erindi eða erfiði með þeim leik. Merki um undan- hald? 3. — d5, 4. Bg2 — dxc4, 5. Rf3 — c5, 6. 0-0 — Rbd7, 6. — Rc6, er tízkuleikurinn í stöðunni, en það virðist regla í þessum einvígjum að fara lítt troðnar slóðir í byrj- unum. 7. Ra3 — Rb6, 8. Rxc4 — Rxc4, 9. Da4+ — Bd7, 10. Dxc4 — b5, 10. — Bd6 hefur einnig ver- ið leikið í stöðunni, en þá gef- ur 11. Be3 hvítum betra tafl. 11. Dc2 —Hc8, 12. dxc5 Hér kom 12. Bg5 einnig til greina því hvítur vinnur peðið til baka eftir 12. — cxd4, 13. Dd3. 12. — Bxc5, 13. Db3 — 0-0, 14. Re5, — Db6, 15. Bg5 — Hfd8, 16. Df3 Staðan hefur einfaldast það mikið að Kasparov á ekki hægt um vik með að mynda sér sóknarfæri. Með 16. Bxf6 — gxf6,17. Rg4 — Kg7, veikir hann að vísu svörtu kóngs- stöðuna, en hefur ekki bol- magn til að láta kné fylgja kviði. 16. — Be7, 17. Rxd7 — Hxd7, 18. Hacl — Hcd8!, 19. Dc6 Endatafl yrði hvítum hag- stætt því hann hefur biskupa- parið. 19. — Da5, 20. a3 — b4, 21. Bf4 — Rd5, og hér var samið jafn- tefli. m iKili x Wíííii. M" ÍB %!S§ ■ a s Höfundar og útgefendur, talið frá vinstri: Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Árni Grétar Finnsson, Birgir Isl. Gunnarsson, Ólafur Egilsson, Brynjólfur Bjarnason, Geir Hallgrímsson, Ólöf Benediktsdóttir, Pétur Olafsson, Gylfi Þ. Gíslason, Ásgeir Pétursson, Agnar Kl. Jónsson og Baldur Möller. Ljósm. Mbl. ól.K. Magnússon. Bókin um Bjarna Benediktsson: Ævi og störf Bjarna í samtíðarmanna augum BÓKIN um Bjarna Benediktsson, sem Almenna bókafélagið gefur út og kom út í gær, 1. desember, er rituð af sextán samtíðarmönnum Bjarna, sem allir þekktu hann náið. Á blaðamannafundi í gær, sem hald- inn var með höfundum og útgefend- um, sagði Ólafur Egilsson, sendi- herra, m.a., en hann annaðist útgáf- una, að höfundarnir segðu frá at- burðum í bókinni sem þeir upplifðu með Bjarna eða hafa af öðrum ástæðum sérstaklega góða aðstöðu til þess að fjalla um. Þættirnir sex- tán hefðu því allir sérstakt sögulegt gildi, og mætti því ætla að með út- gáfu bókarinnar væri bjargað frá glötun ýmsum upplýsingum frá einu viðburðaríkasta tímabili íslandssög- unnar og um mann sem átti flestum stærri þátt í sköpun þeirrar sögu. Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Almenna bókafé- lagsins, kynnti í upphafi fundar- ins í gær aðdragandann að útgáfu bókarinnar og sagði að mikil vinna lægi að baki útkomu henn- ar. Hann sagði samvinnu við höf- unda og umsjónarmann, ólaf Eg- ilsson, hafa verið frábæra og væri árangurinn bezta vitnið þar um. ungl og sendiráð ... „Með hliðsjón af því, sem að framan er sagt um möguleikann að nota bún- aðinn til móttöku frá öll- um símafjarskiptagervi- tunglum yfir Atlantshafi og þar með t.d. sending- um, sem ætlaðar eru Skyggni, er það skoðun mín, að sendiráðið eigi að fá formlegt leyfisbréf, þar sem móttaka er einskorð- uð við rússneska gervi- tunglið. Það er svo annað mál, hvernig hægt er að líta eftir að ákvæði leyfis- bréfsins séu haldin.“ fyrir. Við hefðum ekki fengið að sjá enskan knattspyrnuleik í sjónvarp- inu á laugardaginn, ef Ríkisútvarp- ið hefði ekki greitt fyrir upptöku efnisins og sendingu þess upp í gervitungl. Sendandi og móttakandi sjónvarpsefnisins álíta sig hafa tryggt réttarlega eign sína á efninu með því að senda það sem símafjar- skipti. Hefði ekki legið á, mundu þeir hafa sent það í pósti. Á síðastliðnum vetri flutti versl- un í Reykjavík inn og setti upp loftnet og búnað til að taka á móti sendingum frá gervitungli. Tiðni- svið það, sem loftnetið og móttökubúnaðurinn nær yfir, er eingöngu ætlað til símafjarskipta en ekki fyrir hljóðvarps- eða sjón- varssendingar í almenningsþágu. Verslunin stillti loftnetið inn á rússneskt gervitungl og komst þar inn á sjónvarpsefni, sem verið er að dreifa til sjónvarpsstöðva í Sovét- ríkjunum (og líklega Kúbu) til áframhaldandi dreifingar. Búnað- inn má nota til að hlusta hvers kon- ar símafjarskipti, sem fara um gervitungl þau sem eru yfir Atlantshafi. Fræðilega gat verslun- in farið að hlusta samtöl, sem fara um jarðstöðina Skyggni enda þótt samtalsgæðin hefðu verið miklu lé- legri en simanotendur eiga að venj- ast vegna þess að loftnetið er ekki nema tíundi hluti af loftneti Skyggnis í þvermál. I tilkynningu, sem símastjórn Sovétríkjanna sendi alþjóða- fjarskiptastofnuninni árið 1976 um rússneska gervitunglið, sem hér um ræðir, segir að því sé ætlað að flytja talsíma, skeyti og myndskeyti ásamt dagskrárefni hljóðvarps og sjónvarps. Samkvæmt alþjóðasátt- málanum um fjarskipti bar Pósti og síma tvímælalaust að stöðva mót- töku á þessum fjarskiptum. Til þess að sýna sem mesta lipurð í málinu samþykkti Póstur og sími að búnað- urinn mætti standa uppi meðan leitað væri heimildar frá Sovét- ríkjunum að taka á móti og nota sjónvarpsefni það, sem um gervi- tunglið fer. Heimildin fékkst ekki og var sú ástæða gefin að ekki væri verið að dreifa efninu til almenn- ings. Eigendur verslunarinnar féll- ust að svo búnu á að nota ekki bún- að sinn lengur. Að því er viðkemur uppsetningu þessa búnaðar í rússneska sendiráð- inu og ummælum Póst- og síma- málastjóra í því sambandi þá er auðvitað gengið út frá því af hans hálfu að sendiráðið fái sjálfkrafa leyfi frá sínum stjórnvöldum til að taka á móti sjónvarpsefninu og ef til vill öðrum sendingum, sem um gervitunglið rússneska fara. Með hliðsjón af því sem að framan er sagt um möguleikann að nota bún- aðinn til móttöku frá öllum símafjarskiptagervitunglum yfir Atlantshafi og þar með t.d. sendi- ngum, sem ætlaðar eru Skyggni, er það skoðun mín að sendiráðið eigi að fá formlegt leyfisbréf þar sem móttaka er einskorðuð við rússn- eska gervitunglið. Það er svo annað mál, hvernig hægt er að líta eftir að ákvæði leyfisbréfsins séu haldin. Að álykta að sú munnlega heim- ild, sem sendiráðið hafi fengið sé tilnefni þess að hver sem er megi taka á móti og dreifa því sjónvarps- efni, sem símastjórnir eru að flytja milli landa fyrir sjónvarpsstöðvar og stúdíó, hefur ekki lagalegar for- sendur og er ekki réttlætanleg gagnvart þeim, sem leggja í kostnað við að búa til sjónvarpsefni. tíústar Arnar er yfirrerkfræðingur Pósts og síma. Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins, afhendir Ólöfu Benediktsdóttur, systur dr. Bjama heitins Benediktssonar, fyrsta eintak bókarinnar, en hún ritar fyrsta þátt hennar um bernskuheimili og uppvaxtarár Bjarna. Brynjólfur sagði það og vel við hæfi að Almenna bókafélagið gæfi út bók um Bjarna. Hann hefði ver- ið einn af stofnendum félagsins og formaður þess meðan honum ent- ist aldur. Brynjólfur bað Óiaf Eg- ilsson síðan að kynna efni bókar- innar og afhenti síðan systur Bjarna, ólöfu Benediktsdóttur, fyrsta eintak bókarinnar. Ólafur Egilsson sagði bókina geyma sextán þætti um Bjarna Benediktsson. Bókinni væri skipt í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn fjallaði um æviskeið hans. Þá þætti rituðu Ólöf Benediktsdóttir, mennta- skólakennari og systir Bjarna, Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, Birgir ísl. Gunnarsson, alþingis- maður, Agnar Kl. Jónsson, sendi- herra, Ásgeir Pétursson bæjarfó- geti og Jónas H. Haralz banka- stjóri. Miðhluti bókarinnar hefur fyrirsögnina „Svipmyndir". Þann hluta rita: Matthías A. Mathiesen, ráðherra, Árni Grétar Finnsson, lögfræðingur, Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, Davíð Ólafsson, Seðlabankastjóri, og Magnús Jónsson, bankastjóri. Þriðji og síðasti hluti bókarinn- ar ber yfirskriftina „Skyggnst um öxl“. Þar rita greinar Pétur Ólafsson, forstjóri, Gylfi Þ. Gísla- son, fyrrv. ráðherra, Andrew G. Gilchrist, sendiherra, Matthías Johannessen, ritstjóri, og Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra. í formála bókarinnar segir m.a.: „Bókin má að því leyti kallast ævisaga — og þá í nýju formi — að í fyrsta hluta hennar er rakið æviskeið Bjarna frá að hann vex upp í andrúmslofti rammíslenskr- ar menningar og lifandi þjóðmála- áhuga á mannmörgu heimili for- eldra sinna við Skólavörðustíg uns hann nær að leiða þjóðina klakk- laust í gegnum erfiðustu efna- hagsáföll sem á lýðveldinu höfðu dunið. í öðrum hluta er brugðið upp svipmyndum af einstökum at- burðum eða starfsvettvangi. í lok- in bera nokkrir menn niður á víð og dreif á ferli hans og fylla þann- ig út í myndina. Þar er m.a. að finna frásagnir af ritstjórnar- störfum Bjarna sem ella hefðu átt heima í fyrsta hlutanum." Bókin um Bjarna Benediktsson er prýdd fjölda mynda frá starfs- ferli hans. Nafnaskrá og atriðis- orðaskrá fylgja verkinu. Bókin er 262 bls. að stærð. Hún er unnin 1 Prentsmiðjunni Odda. Sandey II seld á staðnum ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða flakið af sanddæluskipinu Sandey II til sölu, þar sem það marar í kafi í grennd við Engey utan við Reykja- vík. Skipinu hvolfdi þar í lok októ- ber sl. með þeim afleiðingum að fjórir skipverjar fórust. Það er Tryggingamiðstöðin hf. sem auglýsir skipið til sölu, en það fyrirtæki er nú eigandi Sand- eyjar II ásamt með erlendum endurtryggjendum. Fallið hefur verið frá áætlunum um að snúa skipinu við og gera við það enda dugar vátryggingaverðmæti þess ekki fyrir kostnaði við slíka að- gerð, skv. upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Þóri Konráðssyni, for- stjóra Könnunar hf., er hafði ver- ið falið að annast hluta af þeirri hlið málsins. Skipið er þannig talið glatað og ónýtt eigendum sínum, eða það sem kallað er á alþjóðlegu tryggingamáli „constructive total loss“. Tryggingamiðstöðin mun óska eftir tilboðum í skipið. Reiknað er með að hægt verði að nýta ein- hver tæki og búnað úr flakinu en að sjálfur skrokkurinn verði á endanum seldur í brotajárn. Kvaðir eru um að skipið verði fjarlægt þaðan sem það er nú, sagði Þórir Konráðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.