Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 27 þessu lífi. Það er óbætanlegt tjón fyrir þjóðina að missa ailt þetta fólk. Einn þessara manna var Guð- mundur Geir Jónsson skipstjóri á Sandeynni. Snemma beygðist krókurinn, ungur hóf hann störf á sjó og menntaðist til þeirra starfa, þó hann reyndi sig á fleiri sviðum. Þó ungur væri að árum átti hann tiltöluiega langa starfsævi að baki, eða hálfa sína ævi. Allt er hann tók sér fyrir hendur ein- kenndist af ríkri ábyrgðartilfinn- ingu og áhuga, uppskar hann sam- kvæmt því. Gæfumaður var hann í einkalífi, giftist ungur Guðrúnu Eggertsdóttur frá Melum í Mela- sveit, stendur hún nú ein með þrjú ung börn, tvo unga drengi og stúlku á öðru aldursári. Já, í einkalífi var ábyrgðartilfinningin söm og í öðru, þannig að til fyrir- myndar mætti vera. Hann, eins og fleiri í þessu þjóðfélagi, var búinn að byggja myndarlegt hús yfir fjölskylduna. Þó dugnaður sé í því, fannst mér ég finna að mestu máli skipti fjölskyldan, og ábyrgðar- tilfinningu fann ég í viðhorfi gagnvart brostnum hjónaböndum og sambærilegum þáttum í mann- legum samskiptum. Minna væri um andlegan sársauka, ef allir ættu slíka tilfinningu. Nú er aðventan hafin og jóla- undirbúningur einkennir þjóðfé- lagið á þessum árstíma. Mörgum verða jólin erfið, er þau undir- stfika tómleika auðs sætis. En við skulum vona, að sá sem gaf okkur jólin, gefi öllum þeim fjölskyldum sem um sárt eiga að binda lífsins ljós og styrk til að komast smám saman yfir sorgina og söknuðinn. Því lífið heldur áfram. Það ljós hefur reynst þjóðinni það besta í öllum áföllum. Veit ég að fjöl- skyldu Guðmundar Geirs, eða Geira eins og hann var kallaður, er meðvitundin um æðri forsjón í blóð borin. Guð gefi að henni tak- ist að leiða þau öll á farsælan hátt í gegnum sinn mikla missi. Matthildur Björnsdóttir Minning: Guðmundur Baldvins- son Hamraendum Hann var jarðsettur þann 29. f.m. að Kvennabrekku í Miðdölum. Guðmundur leit dagsins ljós á heimili foreldra sinna að Hamra- endum 18. ágúst 1906, en þar voru Baldvin Baldvinsson gildur bóndi þar að sögn samtíðarmanna og kona hans, Halldóra Guðmunds- dóttir frá Feilsmúla í sömu sveit, og voru þau hjón Dalamenn í ættir fram. Þeim varð sjö barna auðið en af þeim komust aðeins þrjú á legg, þau Aðalsteinn, Steinunn og Guðmundur. f fóstri hjá þeim var Benedikt, bróðursonur Baldvins, fram á fullorðinsár. Guðmundur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Gróu Sigvaldadóttur skipstjóra í Stykkishólmi Valentínssonar og konu hans, Guðlaugar Sigvalda- dóttur frá Ólafsey, einni af ótelj- andi eyjum Breiðafjarðar. Guð- mundur og Gróa gengu í hjóna- band 1931 og tóku þá við búsfor- ráðum á föðurleifðinni og eignuð- ust fjögur mannvænleg börn, talin í aldursröð: Halldóra, gift Lúðvík Þórðarsyni bifreiðastjóra, þau eiga tvö böm, Gyðu og Guðmund Steinar. Sigvaldi, giftur Sonju Símonardóttur, þeirra börn eru Gróa Svandís, Símon, Jakobína Björk og Friðrikka Alda. Steinar, látinn, lét eftir sig eina dóttur, Steinu sem búsett er í Reykjavík, Baldvin, trésmiður í Búðardal, kvæntur Sigríði Björgu dóttur undirritaðs, þau eiga tvö börn, Guðmund og Eddu Maríu. Fyrstu kynni af þeim hjónum Guðmundi nafna mínum og Gróu nöfnu konu minnar byrjuðu er séra Eggert mágur minn var sett- ur inn í prestsembættið að Kvennabrekku og tók við búsfor- ráðum þar þá strax og ákveðinn í að nýta jörðina. öll útihús voru í mestu niðurníðslu, engin hlaða og ekkert fjárhús, svo nú þurfti að taka til hendi. Einhvern veginn æxlaðist hluturinn þannig að Guð- mundur mun hafa séð aumur á hinum ungu prestshjónum því hafist var handa. Nauðsynlegustu viðgerðum lokið, nýtt fjárhús og hlaða reist af grunni. Guðmundur var meistarinn hann var smiður góður á tré og járn, verklaginn og útsjónarsamur að sögn þeirra sem gerst þekktu. Ungu presthjónin voru góðvinir Gróu og Guðmundar og mátu þau mikils alla tíð og var það gagnkvæmt. Eftir að Guð- mundur hætti búskap og Sigvaldi tók við föðurleifðinni, gafst hon- um betri tími til að sinna sínum hugðarefnum. Bar þar hæst tón- listina, sem hann hafði alið með sér alla tíð. Hann var mikill frammámaður í tónlistarlífi Dala- manna og átti í fórum sínum tölu- verða lagasmíði með eigin texta og ýmislegt fleira í bundnu og óbundnu máli. Hann var heill haf- sjór í ættfræði og átti mikinn og góðan bókakost. Guðmundur var góður afi sem fræddi börnin af háttvísi og góðum siðum. Hans er sárt saknað af vinum og samtíðar- fólki. Gróu og ástvinum öllum biðjum við, kona mín, ég og fjöl- skylda okkar syðra, guðs blessun- ar. Gudm. Kristjánsson Lokað frá hádegi vegna jaröarfarar GUÐMUNDAR GEIRS JÓNSSONAR, skipstjóra, Nesbala 80. Hjólbarðaverkstœði Vesturbæjar. Fisher Hi Fi System 350 er frábært sett, hvort sem litiö er á tæknihliðina eöa útlitiö. Vegna velheppnaörar hönnunar er veröiö mun lægra en menn búast viö. Hljómtækjasettiö System 350 hefur alla hluti aöskilda, plötuspilara, magnara meö tónjafnara, útvarp, segul- band en þannig eru tóngæöin frá Fisher tryggð. MAGNARI: 2x25 sinusvött. 5 banda grafískur tónjafnari. „Auto-Loudness“ ÚTVARP: FM-LW-MW. Ljósadíoöur fyrir fínstillingu á útvarpsstöövum. Ster- íó/Mónó-skiptlr fyrlr FM-bylgjuna PLÖTUSPILARI: Hálfsjálfvirkur, reimdriffnn meö .Synchronous AC" rafmótor. Beinn tónarmur meö stillingar fyrir nálar- þunga og hliöarrásun. Lyfta fyrlr tónarm. SEGULBAND: .Metal", „Chrome" og „Normal" stillingar. „Dolby Nr." Snertitakkar. hraöspólun. „Record mute" stilling. HÁTALARAR: Frábærir „3way“ hatalarar 75 sinusvött. Pottþóttur hljómur og vandaöur frágangur. SKAPUR: Glæsilegur svartur viöarskápur meö glerhurö og glerloki. Hilla fyrir segulbandsspólur og grindur fyrir hljómplötur Veröiö gleöur alla Aöekns24.950,- stg. FISHER WtVkJAVIK SIMI WM SJÖNVARPSBÚMN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.