Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 Demantar eilífðarskart Kjartan Asmundsson gullsniiður, Aðalstræti S. Góóan daginn! Lambsdorff sviptur þinghelgi? Bonn, 1. desember. AP. Þingskaparnefnd vestur-þýska sambandsþingsins mælti með því í dag, að neðri deild þingsins svipti Otto Lajnbsdorff efnahagsmála- ráðherra þinghelgi hans, svo að saksóknaranum í Bonn væri kleift að ákæra hann fyrir að hafa þegið mútur. Nefndin var sammála í áliti sínu og verður það nú lagt fyrir neðri deild sambandsþings- ins. Er gert ráð fyrir því, að deild- in fallist á nefndarálitið og að Lambsdorff kunni að verða svipt- ur þinghelginni strax á morgun, föstudag. Lensidælur Lensi- og sjódælur fyrir smábáta meö og án flot- rofa. 12 og 24 volt. Einnig vatnsdælur (brunndælur) fyrir sumarbústaði, til aö dæla út kjöllurum o.fl. 220 volt. Mjög ódýrar. Atlas hf Armula 7. simi 26755. Reykjavik TURBULENCES, ilmurinn, sem túlkar síbreytileik konunnar, en undirstrikar jafnframt persónueinkenni hennar. TURBULENCES er afurð náttúrunnar. Angan engri lík, - frá blómum og jurtum óspilltrar náttúru. Samsetningin er síðan fullkomnuð í háborginni París. TURBULENCES frá REVILLON FRANSKUR SEIÐUR FYRIR NÚTlMAKONUR Lafði Diana Laföi Diana leikur sjálfa sig í kvikmynd Lundúnum, 1. desember. AP. LAFÐI DIANA, prinsessa af Wales, mun leika í 50 mínutna heimild- armynd sem sýnd verður í BBC-sjónvarpinu breska á Þorláksmessudag næstkomandi. Heimildarmyndin heitir „Prinsessan og fólkið" og er um fyrsta ár lafði Di sem tilvonandi Bretadrottning. í fréttatilkynningu sem kom frá BBC í gær stóð að í myndinni væri fjallað um hvernig Diana breyttist úr hlédrægri stúlku í sjálfsöruggan heimsborgara sem unnið hefur hug og hjörtu millj- óna með hrokalausu og frjáls- mannlegu fasi sínu. Uppistaðan í heimildarmyndinni verða kvik- myndir frá ferðum Lady Di og Karls Bretaprins til ýmissa landa, kvikmyndir sem ekki hafa sést i sjónvarpi fyrr. BBC til- kynnti jafnframt að fyrirtækið myndi verja 10 milljónum punda í jóladagskrá sína að þessu sinni. LEGUKOPAR Legukopar og fóöringar- efni í hólkum og hellum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. Atlas hf Armúli 7 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík START- fundur f lengra lagi Genf, 1. desember. AP. ÞEIR Viktor P. Karpov og Edward L Rowny, samningamenn Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna í viðræðum þjóðanna um fækkun langdrægra kjarnaorkuflauga áttu fund í gær sem stóð í hálfa fjórðu klukkustund. Var það einn lengsti fundurinn í 17 mánaða ferli START viðra'ðnanna. Að fundinum loknum var tilkynnt að næsti fundur yrði á þriðjudaginn í næstu viku. Ekkert var gefið upp um árang- ur viðræðna þeirra Karpovs og Rownys, en velt var vöngum yfir fundarlengdinni. Þá virtist það ekki standa START-viðræðunum fyrir þrifum að það slitnaði upp úr viðræðum þjóðanna um fækkun meðaldrægra kjarnorkuvopna fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.