Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 16 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 20 kr. eintakiö. „Halinn“ í hæstarétti Nú bíða um 150 mál til- búin til flutnings í hæstarétti. Þetta þýðir að biðtími einkamála fyrir rétt- inum er tæplega eitt og hálft ár frá því að mál eru fullbúin þar til þau eru flutt. Þessi „hali“ í hæstarétti kom til umræðu á alþingi á þriðju- daginn þegar dr. Gunnar G. Schram spurði Jón Helgason, dómsmálaráðherra, hvort hann ætlaði að leggja frum- varp til laga um nýjan dómstól, lögréttu, fyrir það þing sem nú situr. I svari ráðherrans kom fram að lík- lega yrði þetta frumvarp ekki endurflutt nú í vetur en unnið væri að því að kanna hver yrði kostnaðurinn við að breyta dómstólaskipaninni með því að koma lögréttu á fót. Frumvarpið hefur fjórum sinnum verið lagt fram á al- þingi. Friðjón Þórðarson, fyrrum dómsmálaráðherra, benti á að þingmenn hefðu greinilega ekki mikinn áhuga á að koma á fót lögréttu. Til að minnka málahalann í hæstarétti hafa þingmenn valið þann kost að fjölga hæstaréttardómurum úr fimm í átta og um nokkurra mánaða skeið voru dómarar í hæstarétti ellefu. Eftir fjölg- un dómenda í átta getur hæstiréttur starfað í tveimur deildum. Þór Vilhjálmsson, forseti hæstaréttar, telur deildaskiptinguna breyta eðli hæstaréttar. Hann sé ekki lengur hæstiréttur sem hafi að aðalhlutverki að dæma mikilvægustu mál og stuðla að réttareiningu, heldur al- mennur dómstóll til að sinna áfrýjunarmálum af öllu tagi, þar á meðal smámálum. Lögrétta yrði einn dómstóll með aðsetri í Reykjavík sem tæki til landsins alls. Lög- rétta myndi fjalla um stærri mál sem fyrra dómsstig en sem annað dómsstig um smærri mál og yrði þá ekki unnt að áfrýja þeim til hæstaréttar. Dómsstig í land- inu yrðu með öðrum orðum þrjú en hvert mál gæti þó að jafnaði aðeins farið fyrir tvö þeirra. Fyrir þá sem snúa sér til dómstóla skiptir að sjálf- sögðu mestu að tryggt sé að dómendur leysi úr málum af réttsýni með tilliti til allra málavaxta og í samræmi við landslög. Mönnum er jafn- framt mikils virði að mál lendi ekki í undandrætti fyrir dómstólunum. í mörgum til- vikum getur skjót niðurstaða skipt málsaðila jafn miklu og efnisatriði hennar. Allir eru og sammála um að ekki sé unnt að sætta sig við „hal- ann“ í hæstarétti. Um það er hins vegar deilt, hvaða leið eigi að fara til að hraða af- greiðslu dómsmála. Því er ekki að leyna að þingmenn eru ekki þeir einu sem hafa hikað í afstöðu til lögréttunnar og það er ekki kostnaðarhliðin ein sem vefst fyrir mönnum. Yrði lögréttu komið á fót í Reykjavík væri tekin fjöður úr hatti héraðs- dómara og sýslumanna utan höfuðborgarinnar. Þetta mál eins og svo mörg önnur strandar á togstreitu milli manna í höfuðborginni og utan hennar. Líklega er það þessi togstreita sem veldur mestu um tregðu þingmanna. Hún verður ekki metin til fjár hversu lengi sem dómsmálaráðherra lætur starfsmenn sína reikna. Vörugjaldið Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og formaður fjár- hags- og viðskiptanefndar efri deildar alþingis, hefur lýst því yfir að hann muni standa í vegi fyrir afgreiðslu á frumvarpi um framleng- ingu vörugjalds nema það verði lækkað úr 30% og 24% í 15%. Nái frumvarp um fram- lenginu vörugjaldsins ekki fram að ganga fyrir áramót fellur vörugjaldið niður. Eyjólfur Konráð Jónsson rökstyður afstöðu sína meðal annars með vísan til stjórn- arsáttmálans en í honum er boðað að skattar og tollar sem leggist með miklum þunga á ýmsar nauðsynjavör- ur verði lækkaðir. Þess er nú beðið hvernig ríkisstjórnin og þingflokkar hennar bregðast við eindreginni kröfu Eyjólfs Konráðs Jónssonar um lækk- un vörugjaldsins. Ekki er vafi á því að eftir- stöðvar verðbólguveislunnar munu leggjast þungt á allan almenning á næsta ári í mynd opinberrar skatt- heimtu. Eftir-á-greiðsla skatta kemur mönnum vel í óðaverðbólgu en hefur öfug áhrif þegar jafn rösklega er slegið á bólguna og raun ber vitni. Á einn eða annan veg er nauðsynlegt að létta á skatta- klónni. # Milli 200 og 300 manns voru í Háskólabíói og fylgdust með hátíðardagskránni í gær. Ljósm. Mbl. KEE Fullveldisfagnaður stúdenta: Hátíðardagskrá í Háskólabíói STUDENTAR héldu hátíðarsam- komu í tilefni af fullveldisdegi fs- lands, í gær, 1. desember. Um morg- uninn var haldin stúdentamessa í háskólakapellunni, klukkan 14 hófst hátíðardagskrá í Háskólabíói og í gærkvöldi var haldinn dansleikur að Hótel Sögu, þar sem hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar lék fyrir dansi. Þetta var í fyrsta sinn í tólf ár, sem Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, gekkst fyrir fullveldis- fagnaði stúdenta. Á hátíðardag- skránni í Háskólabíói, voru a milli 200 og 300 mannns. Sólveig Anna Bóasdóttir, guð- fræðinemi, prédikaði í stúdenta- messunni. Dagskráin í Háskólabíói hófst á þvi að Gunnar Jóhann Birgisson, formaður Vöku setti há- tíðarsamkomuna. í ræðu sinni sagði hann m.a. að sennilega væru þeir ófáir, sem litu á fullveldisdag- inn sem sérstakan hátíðisdag stúd- enta og væri það vegna þess að undanfarin ár hefði það komið í hlut stúdenta við Háskóla íslands að halda minningu fullveldisdags- ins á lofti. Þá ávarpaði Guðmundur Magn- ússon, háskólarektor, samkomuna, bauð menn velkomna og óskaði þeim til hamingju með daginn. Hann minntist og á að þetta væri í fyrsta sinn, sem hann ávarpaði há- tíðarsamkomu stúdenta á fullveld- isdaginn, frá því hann tók við emb- ætti. Pétur Jónasson lék einleik á gít- ar. Hann lék fyrst tilbrigði við gervit eyri er hann að panta símtal við einn viðtakanda, en kærir sig ekki að á samtalið sé hlustað i viðtækj- um landsmanna. Póstur og sími kemur í veg fyrir að slíkt eigi sér stað í fyrsta lagi með því að nota ekki tíðnisvið útvarps til að flytja samtalið milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar heldur í staðinn eitthvert þeirra tíðnisviða, sem ætlað er fyrir símafjarskipti, og í öðru lagi með því að koma í veg fyrir uppsetningu símafjarskiptatækja nema sérstök heimild hafi verið gefin. Hið sama gildir, þegar hringt er milli landa. I alþjóðafjarskiptasáttmálanum eru ákvæði, sem skylda aðildarríkin til að gera allar mögulegar ráðstafanir til að tryggja leynd símafjarskipta. Nú eru símafjarskipti fleira en eingöngu símtöl. T.d. getur verið um að ræða skeyti, myndsendingar, data og tónlist. Sjónvarpssími er notaður til að geta haldið fund á fleiri en einum stað samtímis. Og ekki hvað síst er sjónvarpsefni flutt sem símafjarskipti. 1 fréttatíma sjónvarpsins sjáum við á hverju kvöldi myndir, sem sendar hafa ver- ið um gervitungl á símafjarskipta- rásum. Efnið er tekið saman af fréttastofu erlendis, sem selur Ríkisútvarpinu það og reyndar fleiri sjónvarpsstöðvum. Ef almenningur gæti tekið við efninu um leið og það kemur frá gervitunglinu mundi Ríkisútvarpið sennilega missa áhuga á því að kaupa það til útsend- ingar í dagskrá sinni og fréttastof- an mundi fljótt hætta að búa til þáttinn, ef engin greiðsla kæmi Um sjónvarp, — eftir Gústav Arnar Að undanförnu hefur talsvert verið skrifað í fjölmiðlum um upp- setningu loftnets á rússneska sendi- ráðinu í Reykjavík, en hið sama loftnet hafði áður verið uppi á húsi verslunar einnar í borginni. Nokk- urs misskilnings hefur gætt í um- fjöllun um þetta mál og er þess vegna gerð hér tilraun til að út- skýra það. Þráðlausum fjarskiptum eða radíósendingum er að jafnaði skipt í tvo flokka; annars vegar er út- varpssendingar (hljóðvarp og sjón- varp), sem ætlaðar eru öllum al- menningi, og hins vegar símafjar- skipti. Frá upphafi hefur þessum flokkum fjarskipta verið haldið að- greindum. Það hefur alltaf verið samkomulag um það á alþjóðavett- vangi að úthluta mismunandi tíðni- sviðum fyrir útvarps- og símaþjón- ustu. Við getum t.d. hlustað á hljóð- varp á langbylgju, miðbylgju, stuttbylgju eða metrabylgju (FM) án þess að fá truflanir frá símtöl- um. Framleiðendur viðtækjanna taka að sjálfsögðu mið af úthlutuð- um tíðnisviðum, þegar þeir smíða tækin, og að jafnaði gefur tækið möguleika á hlustun á einni eða fleiri af þessum bylgjum. Ef frá eru talin afnotagjöld, sem flest ríki leggja á viðtækin, er notkun þeirra í einkaþágu alveg frjáls. Nákvæm- lega hið sama gildir um sjónvarp. Útvarpsstöðvar, hverju nafni sem nefnast, gera sér ljóst, að með sendinu dagskrár á þeim tíðnisvið- um, sem úthlutuð eru fyrir hljóð- varp og sjónvarp eru þær að gefa dagskrárefnið frjálst til einkanota, og verða þess vegna að standa rétt- höfum, þ.e. þeim aðilum, sem búið hafa til efnið, skil á greiðslu fyrir það. Þegar kemur að símafjarskiptum gegnir nokkru öðru máli. Þau eru ekki ætluð nema einum aðila eða í mesta lagi afmörkuðum hóp og skiptir hér ekki máli hvort um er að ræða línur og stengi eða radíó. Þeg- ar símnotandi í Reykjavík lyftir símtóli sínu og velur númer á Akur- Erá stúdentamessu í Háskólakapcllu í „Guardáme las vacas", eftir Luis de Narvaéz, því næst lék hann „Madr- ones“ eftir Torroba og síðast lék Pétur „Choros" nr. 1 eftir Villa- Lobos. Næstur tók til máls Davíð Oddson, borgarstjóri, en hann flutti hátíðarræðu dagsins. Hann sagði m.a. í ræðu sinni að sagan kynni ekki að greina frá neinu dæmi þess, að ráðist hefði verið á ríki vegna þess að andstæðingar þess hefðu talið það hafa yfirburði í vopnum og vopnabúnaði. Hin dæmin væru fleiri en upp yrði tal- ið, þar sem varnarlaus bráð hefði verið freisting, sem herveldi gátu ekki staðist. Ný íslensk hljómsveit, sem ber heitið „Guðjón Guðmundsson og íslandssjokkið" flutti nokkur frum- samin lög og því næst las Matthías Jóhannessen úr eigin verkum. Hann las úr viðtalsbók sinni við Tómas Guðmundsson, „Svo kvað Tómas", og ljóðabókum sínum, gær. Sólveig Anna Bóasdóttir prédikaði. Ljósm. Mbl. KEE. „Jörð úr Ægi“ og „Hólmgönguljóð". Kvartett Menntaskólans í Kópa- vogi flutti fjögur lög frá árunum 1960—1970 í eigin útsetningu. Hrönn Geirlaugsdóttir og Guðni Þ. Guðmundsson léku samleik á fiðlu og píanó. Fyrst léku þau „Ástaróð" eftir Edgar og síðan „The easy winners" eftir Scott Joplin. Ólafur Arnarson, tannlækna- nemi, flutti ræðu stúdents. í ræðu sinni sagði ólafur m.a. að við yrð- um fyrst og fremst að standa vörð um þjóðfélag okkar og vera forfeðrum okkar og mæðrum þakklát fyrir þá arfleifð sem þau létu okkur í té: Hið frjálsa full- valda ríki. Þakklæti okkar sýndum við best með því að berjast sameig- inlega fyrir friði, frelsi og mann- réttindum, íslendingum og öðrum til handa. Karlakórinn Fóstbræður lauk hátíðardagskrá á fullveldisfagnaði stúdenta, 1. desember 1983, með því að syngja nokkur íslensk lög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.