Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 12 Unga fólkið lét sig ekki vanta og hér má sjá það með jólaljósin. Aðventuhátíð Aðventuhátíðir voru haldnar í mörgum kirkjum við upphaf að- ventu sl. sunnudag. Aðventuhátiðir hafa verið haldnar í Bústaða- sókn um langt árabil og ætíð verið vandað til dagskrár. Að þessu sinni hélt Jón Helgason kirkjumálaráðherra ræðu kvöldsins og margt annað var til skemmtunar, t.d. mikill söngur. Að lokum voru jólaljósin tendruð. Mikið fjölmenni var á hátíðinni. Á myndinni má þekkja Hermann Ragnar Stefánsson, vígslubiskups- hjónin sr. Ólaf Skúlason og frú Ebbu, biskupshjónin hr. Pétur Sigur- geirsson og frú Sólveigu, og Jón Helgason, kirkjumálaráðherra. Ljósm. SÞ. Arni Vilhjálmsson, prófessor, formaður ársskýrslunefndar Stjórnunarfélags íslands, til hægri, afhendir Halldóri H. Jónssyni, stjórnarformanni Eimskipafélags íslands, verðlaun og viðurkenningu fyrir beztu ársskýrsluna. Morgunblaðió/Kristján Ginarsson. Eimskip hlaut árs- skýrsluverðlaun Stjórnunarféiagsins Stykkishélmur: 20 ára afmæli Snæfellings Stykkishólmi 1. desember. Á ÞESSU ári eru liðin 20 ár frá stofnun Hestamannafélagsins Snæ- fellings. Hestaeigendafélög í Snæ- fellsncss- og Hnappadalssýslu er að- ilar að Snæfellingi og vinna þau sameiginlega að hrossaræktarmál- um og standa saman að mótum á Kaldármelum, þar sem félagið hefir byggt upp ágæta aðstöðu til kapp- reiða og góðhestasýninga. Núverandi formaður Snæfell- ings er Ragnar Jónatansson, Hell- issandi, en fyrsti formaður félags- ins var séra Árni Pálsson í Söðuls- holti. Næsta laugardagskvöld, annað kvöld, munu félagar Snæ- fellings minnast þessara tíma- móta með fagnaði í Félagsheimil- inu í Stykkishólmi. — Fréttaritari Hafnarfjörður: Samkirkju- legar helgi- stundir Á þeirri aðventu, sem nýhafín er, verða samkirkjulegar helgistundir í Kapellu St. Jósefssystra í Hafnar- fírði Töstudagskvöldin 2. og 16. des- ember frá kl. 19.30—20.00. Munu þær taka mið af stefjum aðventunnar, iðruninni og undir- búningnum. Hin fyrri þeirra verð- ur í kvöld. Prestarnir Hubert Oremus og Gunnþór Ingason leiða þessar helgistundir. EIMSKIPAFÉLAG íslands fékk ársskýrsluverðlaun Stjórnunarfélags íslands, en þau voru afhent við lok námstefnu félagsins um notkun ársreikninga, en alls sendu 17 fyrir- tæki og stofnanir inn ársreikninga sína til samkeppninnar. nI heild er ársskýrslan fram- úrskarandi góð. Ársreikningur er settur fram á skýran og læsilegan hátt og gefur lesandanum færi á að gera sér góða grein fyrir fjár- hagsstöðu fyrirtækisins og rekstr- arafkomu. Annað lesmál árs- skýrslunnar, þ.e. skýrsla stjórnar- formanns, þættir úr starfsemi fé- lagsins svo og myndir og töflur gæða ársreikninginn lífi og veita gagnlega sýn í framtíð félagsins," segir í niðurstöðum dómnefndar um skýrsluna. Iðnaðarbanki íslands fékk sér- stök verðlaun fyrir ársskýrslu sína og sömu sögu er að segja af fyrirtækinu Johan Rönning hf. Þorkell Sigurlaugsson, forstöðu- maður áætlunardeildar Eimskips, flutti erindi á námstefnunni, sem fjallaði um sjónarmið stjórnenda varðandi ársskýrslur. Þar sagði Þorkell, að hafa bæri sjö atriði sérstaklega að leiðarljósi, stað- reyndir um atriði, sem skipta máli, skýrslan yrði að vera skilj- anleg og skýr, áreiðanleg og hreinskilin. í henni þyrfti að vera góð yfirsýn yfir starfsemina. Hún verði að vera hlutlæg og hlutlaus gagnvart einstökum hópum. Hún þurfi að vera birt tímanlega og vera samanburðarhæf í tíma. „Ef skapast á grundvöllur fyrir fjármagnsmarkað hér á landi, er nauðsyn að fyrirtækin gefi sem sannastar og ítarlegastar upplýs- ingar um fyrirtækið og afkomu þess, og noti ársskýrsluna til hins ýtrasta. Hafa skal þarfir hinna ýmsu hagmunaaðila í huga,“ sagði Þorkell ennfremur í erindi sínu. Töfrar ljósbrotsins njóta sín til fulls í tærum Kosta Kristal. KOSTA BODA Bankastræti 10, sími 13122 LÍÐUR ÞÉR ILLA í svartasta skammdeginu Lausnin er Bláa lónið Já, þeir eru margir íslendingarnir sem eru búnir að fá nóg af stressi og orðnir steinuppgefnir á öllu. Nú erum viö búin aö opna Bláa lóniö sem er 1. flokks hvíldarhótel og stendur viö hiö frábæra Bláa lón. Dvöl þar hressir, bætir og kætir alla. GISTING AÐEINS: Herbergi ein nótt kr. 1.000 .... tyrir 2 m/fullu taeói kr. 1.600 ..... »yrir 1 m/fullu fnói kr. 2.200 ......tyrir 2 3 dsgar m/fullu f«ói kr. 4.500 . fyrir 1 3 dagar m/fullu faeói kr. 6.000 .fyrir 2 7 dagar m/fullu fteói kr. 10.000 .... fyrir 1 7 dagar m/fullu faeói kr. 14.000 .... fyrir 2 1. flokks herbergi meö baöi og nuddsturtu, sjónvarpi og vídeói á öllum her- bergjum. Allar veitingar á lágu verði. Gott útivistarsvæði í nágrenninu tilvalið til göngutúra og þess háttar. Sund- sprettur í Bláa lóninu gerir öllum gott. Þú færð bót í Bláa lóninu. Bláa lóniö, sími 92-8650.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.