Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 13 Frá blaðamannafundinum. Talid frá vinstri: Örn Guðmundsson, formaður JC-dagsnefndar, Markús Atlason í JC-dagsnefnd, Guðrún Skúladóttir, for- seti JC-Víkur, Guðmundur Hannesson, forseti JC-Árbæjar, Pétur Kristjáns- son í JC-dagsnefnd, Bárður Steingrímsson, svæðisstjóri, og Lára Pétursdótt- ir, varaforseti JC-Reykjavíkur. MorgunbiaSis/ Friðþjófur JC-félögin í Reykjavík: Kynningardagur 1 meðferð hjólbarða „AÐEINS 30% bifreiða hér á landi aka á löglegum hjólbörðum. Þetta kemur fram í könnunum sem Bflgreinasambandið hefur gengist fyrir,“ sagði Örn Guðmundsson á blaðamannafundi sem JC-félögin í Reykjavík boðuðu til í vikunni. Kynningardagar í meðferð hjól- barða, á vegum JC-félaga í Reykja- vík, standa yfir þessa vikuna. Að sögn Arnar Guðmundssonar mun kynningin einkum felast í greina- skrifum í dagblöðin auk þess sem 30.000 veggspjöldum verður dreift í Reykjavík um næstu helgi. örn sagði að á hverju ári stæði hvert JC-félag að svonefndum JC-degi, en félögin væru sex talsins í Reykjavík og þar sem þau stæðu öll sameiginlega að þessu ákveðna verkefni yrðu kynningardagarnir jafnmargir félögunum, eða sex; frá 30. nóvember til 4. desember. Almenn vanþekking Á blaðamannafundinum kom m.a. fram að JC-menn telja að fólk viti almennt mjög lítið um meðferð hjólbarða og því vildu þeir fræða almenning um hvernig eðlileg með- ferð stuðlar að lengri líftíma og auknu öryggi í akstri. Eina ástæðu fyrir fjölda ólöglegra hjólbarða hér á landi töldu þeir vera hið háa verð þeirra. „Hjólbarðar undir venju- lega fólksbifreið kosta nú 11.200 krónur," sagði Örn, „þar af tekur ríkið til sín 47% eða 5.275 krónur í formi aðflutningsgjalda. Fólk veit yfirleitt mjög lítið um meðferð hjólbarða og mikilvægi þess að þeir séu í góðu ástandi. Meðal þeirra atriða sem fólk getur hæglega gert til að minnka slit hjólbarðans og auka líftíma hans er að hafa ávallt réttan loftþrýsting í barðanum og láta stilla hjól bifreiðarinnar reglulega." Engar gæðakröfur Örn sagði einnig að jafnvel menn sem ynnu á hjólbarðaverkstæðum væru oft ekki starfi sínu vaxnir sakir vanþekkingar á meðferð og gerð hjólbarða. „Hér á iandi eru heldur engar strangar reglur um hvernig hjólbarðar skuli vera. I öll- um nágrannalöndum okkar kveða reglur á um að mynstur hjólbarð- anna skuli vera 1,6 millimetri. í ís- lenskum umferðarlögum segir aft- ur á móti að mynstur þeirra skuli vera að minnsta kosti einn milli- metri. Hér á íslandi er mjög vot- viðrasamt og því er enn meiri ástæða til að hjólbarðar séu gróf- mynstraðir, því í bleytu og hálku renna bílarnir meira til en ella.“ Bílgreinasambandið og Um- ferðarráð hafa aðstoðað Á fundinum kom fram að Bíl- greinasambandið og Umferðarráð hafa veitt JC-félögunum aðstoð við undirbúning kynningardaganna og hefði sú aðstoð ekki verið veitt hefði framkvæmd þeirra verið ógjörningur. Einnig kom fram að þetta verkefni væri endasprettur- inn á Samnorræna Umferðarör- yggisárinu. Guðrún Skúladóttir, forseti JC Víkur, sagði að JC-félög- in væru fyrst og fremst ætluð til að þroska einstaklinginn. „Þetta sam- eiginlega verkefni okkar," sagði hún, „gefur okkur tækifæri til að vinna að stærra og viðameira mál- efni, en þegar við vinnum hvert að sínu verkefninu. Þetta er þáttur í byggðarlagsverkefnum okkar, sem auk þess að þroska okkur sem ein- staklinga, er samfélaginu í heild til góða.“ Hvernig setja má mismunandi geröir hjólbaröa undir bifreiö Þess skal ávallt gæta, að þverbandabarðar (Radial Ply), mega ekki undir neinum kringumstæðum vera á framöxli þar sem skábandabarðar (Cross Ply) eru á afturöxli. Þar sem þverbandabarðar (Radial Ply fabric belted) og þverbandabarðar með stálundirlagi (Radial Ply steel belted) eru notuð á sama ökutæki, eiga þau fyrrnefndu að vera á framöxli og síðarnefndu á afturöxli. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR A I Jóla Sbaksturinn á SLJPER verði .50 Hveiti 5 LBS Pillsbury’s Best "1\/ MóntL ., rertuhjup soog^o.OO Appelsínur 2 kg 59.OO Púðursykur káj480 Flórsykur 2 k8 2 kg.^,f Delicious 79.00 I iimia V lfl • smjorlik] ‘ 50 Möndlur ‘is*. Vökg Ekta U.S.A. möndlur Kökuskraut í gríðariegu „ .Lamba úrvali M-iPa„ og Hamborgara .... hryggur Hangikjot m.00 Læri \ ^ O-0Ö JL LOprkg- Opið til kl. 7 í kvöld A OPIÐ TIL KL. 4 á morgun laugardag AUSTURSTRÆT117 STARMYRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.