Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 15 E1 Pais á Spáni: Koma mátti í veg fyrir flugslysið Madrid. 1. desember. AP. HIÐ áhrifamikla blað „El Pais“ skýrði frá því í dag, að flugstjórn- armenn hefðu ekki látið flugstjóra farþegaþotunnar frá Kolumbíu, sem fórst á sunnudag, vita um, að flug- vélin var í of lítilli hæð. Heldur blað- ið því fram, að „sá möguleiki var fyrir hendi að koma í veg fyrir slys- ið“, ef flugstjórinn hefði verið látinn vita um hæðarskekkjuna nógu snemma. í slysinu fórst 181 maður en 11 lifðu það af. Blaðið segist hafa það eftir áreiðanlegum heimildum, að hæð vélarinnar hafi verið 2.600 fet (um 792 metrar), þegar rétt hæð hefði átt að vera 3.396 fet (1.035 metr- ar). Vélin hafi misst hæð á nokkr- um sekúndum og flugturninn hefði átt að finna það út. Flugturn þessi er í Paracuellos í útjaðri flugvallarins í Madrid. Engin aðvörun var send til flug- stjórans um ranga flughæð vélar- innar. „Ef hæðartapið var að kenna mistökum flugstjórans, þá var sá möguleiki fyrir hendi að koma í veg fyrir slysið, ef hann hefði verið látinn vita strax,“ segir blaðið. E1 Pais segir hins vegar, að eng- in endanleg niðurstaða sé fengin varðandi orsakir slyssins. Kettir njóta góðs af Wells, Englandi. I. desember. AP. ÆTTINGJAR frú Joan Warren, sem lést nýlega 71 árs að aldri á heimili sínu í Wells í Englandi, eru þessa dagana að athuga hvort ekki sé hægt að ógilda erfðaskrá hennar. Frú Warren var nefnilega mikill kattavinur og arfleiddi ýmsar dýra- verndunarstofnanir að öllum auðæf- um sínum. Auðæfin sem um er að ræða hljóða upp á 129.897 pund. Frú Warren átti þrjá ketti, Geoffrey, Jansine og Normu, og voru þeir sjáöldur augna hennar. Sá hún ekki sólina fyrir köttum sínum svo og öllum köttum öðrum sem urðu á vegi hennar. Nágrann- ar hennar sögðu hana aldrei svo mikið sem heilsa sér, hins vegar tók hún ketti sína í faðm sinn hvenær sem færi gafst. Katta- vinafélagið í Bretlandi, samtök dýraspítala og kattaskýli nokkurt í Lundúnum skiptu með sér arfin- um. Konstantín Karamanlis, Grikklandsforseti, (í miðið) ásamt Spyros Kyprianou (til vinstri), Kýpurforseta, og Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, í upphafi fundar þeirra þriggja í forsetahöllinni í Aþenu á miðvikudag. Viðræðurnar snerust um ástandið á Kýpur. AP — Sfmamynd. Eitt aðalvitnanna í Aquino-málinu: Telur ekki óhugsandi að hermaður hafi hleypt af Manila, Filippseyjum, 1. desember. AP. Flugvallarstarfsmaður á flugvell- inum í Manila greindi frá því fyrir nefndinni sem fer með rannsókn Faldir í köldum leyni klefa í þrjár vikur Tilviljun átti mikinn þátt í giftusamlegri björgun Heinekens og bflstjóra hans Amsterdam, 1. desember. AP. ÞAÐ VAR skarpri sjón og næmri skynjun hollenska lögreglu- foringjans Geert van Beek að þakka, aö það tókst að bjarga bjór- framleiðandanum Alfred Heinek- en og bflstjóra hans, Ab Doderer, úr höndum mannræningja á mið- vikudagsmorgun. Leitarflokkur lögreglunnar undir stjórn van Beeks hafði beitt sterkum Ijósum að veggjum, lofti og gólfl í vöru- húsi nokkru í útjaðri Amsterdam og ekki fundið neitt grunsamlegt. Voru leitarmennirnir í þann veginn að yflrgefa húsiö og tilkynntu öðr- um leitarflokki í grenndinni, að þeir hefðu ekkert fundið. Samt sem áður ákváðu þeir að skoða enn einu sinni innsta vegg hússins til þess að leita af sér allan grun. Þegar van Beek var að banka í vegginn á einum stað í höfuð- hæð, þá fann hann, að veggurinn virtist gefa aðeins eftir, eins og eitthvað væri þar fyrir innan. Þegar hann ýtti þéttingsfast á, þá opnuðust skyndilega dyr. Þær höfðu leynst leitarmönnunum sökum þess, að hjarir hurðarinn- ar voru að innanverðu og enginn húnn að utanverðu og greinilega allt gert til þess að fela dyrnar með því að láta enga misfellu sjást á mótum hurðar og dyra- stafs. Þegar inn var komið fundu þeir Heineken og bílstjóra hans, Ab Doderer. Þeir voru í náttföt- um einum fata, en mannræn- ingjarnir höfðu neytt þá til að fara í þau, er þeim var rænt. „Þeir urðu himinlifandi við komu okkar, eins og geta má nærri,“ var haft eftir van Beek. Voru hlekkir mannanna tveggja síðan klipptir í sundur með málmklippum, en að undanskild- um stuttum hléum höfðu menn- irnir verið hlekkjaðir við vegg þann tíma sem þeir höfðu verið fangar. „Það var engin upphitun og því var kalt þarna," sagði van Freddy Heineken Beek. „Doderer var ekki tiltak- anlega illa haldinn af kuldanum, en Heineken var það.“ Það var strax kallað á lækni, sem rannsakaði mennina tvo, en síðan var farið með þá til heimil- is Heinekens, þar sem þeir hittu fjölskyldur sínar. Þess skal get- ið, að Doderer hefur starfað hjá Heineken i 40 ár. Hin árangursríka leit í vöru- húsinu átti sér stað eftir að óþekktur maður hafði bent lög- reglunni á að menn, sem ráku bílaverkstæði og smíðaverkstæði í grennd við vöruhúsið, kynnu að hafa átt hlutdeild í mannráninu. Lögreglan hóf síðan leit þar tveimur dögum eftir að lausn- argjald hafði verið greitt fyrir mennina, án þess að þess sæjust nokkur merki að þeir yrðu látnir lausir. Kröfu mannræningjanna um lausnargjald, sem komið hafði fram fjórum dögum eftir mannránið, hafði ekki verið sinnt, fyrst og fremst af ótta við að blöð og aðrir fjölmiðlar kynnu að fylgjast svo grannt með öllum aðgerðum, að engri leynd yrði við komið og lífi mannanna tveggja yrði stefnt í hættu af þeim sökum, en lausn- arfénu átti að koma fyrir á sér- stökum stað með ákveðnum hætti. Eftir að fengist hafði sönnun fyrir því í síðustu viku með ljósmyndum og blaðaauglýsingu á dulmáli, að þeir Heineken og Doderer væru enn á lífi, var ákveðið að verða við kröfu mannræningjanna um lausnarfé og koma því til þeirra snemma á mánudagsmorgni. Sendimaður lögreglunnar kom síðan lausn- arfénu fyrir á fyrirfram ákveðn- um stað, eftir að hafa ekið í krókum nær 200 km leið, eins og mannræningjarnir höfðu fyrir- skipað. Strax og þeir Heineken og Doderer höfðu verið frelsaðir, greip hollenska lögreglan til snöggra og umfangsmikilla að- gerða gegn þeim, sem grunaðir voru um að hafa staðið að mannráninu. Voru 24 menn handteknir í Amsterdam og nágrannabænum Zwanenburg og eru í þessum hópi þrír menn, sem taldir eru höfuðpaurarnir, en þriggja annarra forsprakka er enn leitað. Allir hinir hand- teknu eru Hollendingar. Jafnframt tókst lögreglunni að ná aftur verulegum hluta af lausnarfénu, en það hafði verið greitt í hollenskri, bandarískri, franskri og vestur-þýskri mynt. Fannst þetta fé á heimilum hinna grunuðu. Aquino-morrtsins, að það væri „hugs- anlegt" að einn hermannanna sem stóð hjá Benigno Aquino hafl hleypt af skoti í sömu mund og stjórnar- andstöðuleiötoginn varð fyrir skoti meints tilræðismanns. Umræddur starfsmaður heitir Jose Orias og var hann tauga- óstyrkur er hann vitnaði fyrir nefndinni. Hélt hann þéttingsfast um litla biblíu er hann rakti fram- burð sinn og sagði að guð væri lögfræðingur sinn. Orias var staddur í stjórnklefa annarrar flugvélar sem þarna var skammt frá. Sagðist hann hafa séð fjóra eða fimm hermenn fylgja Aquino frá flugvélinni, en skyndilega hefði bláklæddur maður skotist að og virst slá Aquino aftan á höfuð- ið með þeim afleiðingum að hann hraut fram. Þegar hér var komið sögu í framburði Orias, greip nefndar- spyrill fram í og spurði hann: „Er hugsanlegt að skot eða hnefahögg hefði getað komið frá einhverjum hermannanna sem voru fyrir aft- an Aquino?" Svar Orias var: „Já, það gæti hafa verið." Orias er fyrsti óbreytti borgar- inn sem yfirheyrður hefur verið í málinu, en nefndin hefur lokið við að ræða við þá hermenn sem þarna voru staddir. Segja allir að Galman hafi skotið Aquino og einn þeirra segist hafa skotið Galman umsvifalaust, fyrst sjö sinnum og síðan skaut annar her- maður níu skotum til viðbótar er hann reyndi að klóra sig á fætur á ný. Þá segja hermennirnir að Galman hafi verið sá eini á svæð- inu sem var bláklæddur er morðið var framið. Fleiri verða yfirheyrð- ir á næstu dögum, en framburður Orias þykir ekki hafa dregið úr þeirri trú margra að Galman hafi ekki verið einn að verki. Arafat í Trípólí Yasser Arafat sést hér umkringdur fréttamönnum á mánudag, þar sem hann hélt því m.a. fram, að Sýrlendingar hefðu notað vopnahléð til þess að safna saman enn meira herliði við Trípólí til að gera árás á hann og stuðningsmenn hans. Dúkkur valda æði í Bandaríkjunum New York, 30. nóvember AP. NÝ DÚKKA, sem fyrir nokkru var sett á markað í Bandaríkjunum, hefur valdið hálfgeröu æði þar vestra og er eftirspurnin eftir henni svo mikil, að fólk leggur það á sig að bíða í biöröð heila helgi til þess eins að geta tryggt sér eina á mánudagsmorgni. Dúkkurnar eru seldar í leik- fangaverslunum og kostar hver þeirra um 540 ísl. kr. en hins vegar hafa verslanirnar enn sem komið er ekki fengið nema um 100 dúkk- ur á dag hver. Á morgnana má sjá þúsundir manna bíða fyrir utan verslanirnar, en þar sem dúkkurn- ar eru aðeins 100, eins og fyrr sagði, má það heita regla, að til meiriháttar slagsmála komi þegar opnað er. Það, sem gerir þessar dúkkur svona eftirsóknarverðar, er að öll- um fylgir þeim fæðingarskírteini, ættleiðingarskjöl og bleyjur og auk þess, sem mestu máli skiptir, er engin dúkkanna alveg eins. All- ar hafa þær sín sérstöku fingraför og engar tvær dúkkur hafa sömu andlitsdrætti. Að sjálfsögðu voru tölvur notaðar við sköpun dúkk- anna og segist framleiðandinn ætla að vera búinn að selja tvær milljónir dúkka fyrir árslok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.