Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 21 Sr. Jón Bjarman heiðurs- forseti ICYE SÉRA JÓN Bjarman, fanga- prestur, hefur nýlega verið gerður að fyrsta heiðursfor- seta alþjóðlegu skiptinema- samtakanna ICYE, Internat- ional Christian Youth Ex- change, sem starfað hafa m.a. hérlendis í tvo áratugi. Heiður þessi féll séra Jóni í skaut á þingi samtakanna í Bog- otá í Kólumbíu á dögunum, en hann hefur verið þingforseti síðan 1977. Lét hann af því starfi nú. Séra Jón Bjarman hefur verið mjög virkur í samtökunum síðan 1966, er hann var æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar. 300-400 íslensk ungmenni hafa á undanförnum tveimur áratugum farið til ársdvalar í mörgum þjóð- löndum. Þátttakendur hérlendis eru þó miklu fleiri, því hingað hafa einnig komið ungmenni frá öðrum löndum til ársdvalar hjá ís- lenskum fjölskyldum og stundað nám og vinnu. Lengst af hafa nemendaskiptin verið á vegum ís- lensku þjóðkirkjunnar, en í haust var endanlega skilið þar á milli og stofnuð sérstök samtök ti! að ann- ast starfsemina hér. Hlutfallslega hefur starf ICYE hvergi í heiminum snert fleiri ein- staklinga og fjölskyldur en hér, að því er séra Jón sagði í símtali við blm. Morgunblaðsins frá New York í gær. Hann er þar 1 fram- haldsnámi í guðfræði og er vænt- anlegur heim um mitt næsta sumar. Ballettmeistararnir Anton Dolin og John Gilpin. Myndin var tekin þegar þeir störfuðu saman hér i landi að uppsetningu i ballettinum Giselle 1976. Ballettmeistararn- ir Anton Dolin og John Giplin íátnir BALLETTMEISTARINN Anton Dolin, einn fremsti dansari og dansa- höfundur i þessari öld, lést sl. fóstudag, 25. nóvember, í París 79 ira að aldri. Anton Dolin er íslendingum að nokkru kunnur, en hann hefur tvívegis komið hingað til lands og sett upp sýningar fyrir íslenska dansflokkinn og Þjóðleikhúsið. Árið 1976 setti Dolin upp sýn- ingu á eigin ballett, Pas de Quatre, með íslenska dans- flokknum á Listahátíð. í mars 1982 setti hann upp ásamt John Gilpin ballettinn Giselle með fs- lenska dansflokknum í Þjóð- leikhúsinu, og hlaut sýningin mikið lof. Gilpin, sem var meðal frægustu dansara síns tíma, lést í september sl. 53 ára að aldri. Áætlað var að Dolin og Gilpin kæmu hingað til lands í byrjun næsta árs og settu upp í samein- ingu sýningu á ballettinum Öskubusku í Þjóðleikhúsinu. Hefur nú verið ákveðið að ball- ettmeistarinn og dansahöfund- urinn Jack Carter stjórni þeirri sýningu, en hann hefur m.a. sett upp Hnotubrjótinn og Svana- vatnið á síðustu árum í Lundún- um. Tvær skáldsögur eftir Franz Kafka TVÆR af sögum Franz Kafka eru komnar út í tilefni af aldarafmæli hans á þessu ári. Iðunn gefur út Hamskiptin í þýðingu Hannesar Péturssonar og Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins gefur út Kéttarhöldin í þýðingu feðganna Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar. Um Hamskiptin segir m.a. í fréttatilkynningu frá Iðunni: „Hamskiptin samdi Kafka árið 1912 og var langlengsta saga höf- undar sem birtist að honum lif- andi. Sagan er mjög sérstæð og áhrifamikil, reyndar um margt ógnþrungin. Hún er fléttuð ýmiss konar tilvísunum og táknum sem eiga sér undirrætur í lífi skálds- ins sjálfs, en öðlast víddir langt út fyrir það, eins og er aðals- merki mikillar ritlistar." Hamskiptin kom út í þýðingu Hannesar Péturssonar, árið 1960 og er sú útgáfa löngu horfin af markaði. Nú hefur Hannes end- urskoðað þýðinguna og breytt henni verulega, svo að í raun er um nýja þýðingu að ræða, segir í frétt útgefanda. í eftirmála þýð- ingar Hamskiptanna rekur þýð- andi æviatriði höfundar og telur rit hans. Hamskiptin eru nú gefin út á íslensku með styrk úr Þýð- ingasjóði. Bókin er 111 blaðsíður. Oddi prentaði. í fréttatilkynningu Menning- arsjóðs segir m.a., að Kafka hafi látið eftir sig þrjár skáldsögur í handriti er hann lést fertugur að aldri úr tæringu á heilsuhæli skammt frá Vínarborg, en vinur hans Max Broad gaf þær út. „Áttu þær heimsfrægð í vændum og mun Kéttarhöldin þeirra víð- kunnust og viðurkenndust, en hún var samin 1914—15. Ef frá er talin skáldsagan Ulysses eftir írska rithöfundinn James Joyce er vafasamt að nokkurt eitt skáldrit hafi haft eins mikil áhrif á þróun skáldsagnagerðar Vest- urlanda á þessari öld og Réttar- höldin.“ Franz Kafka Þýðendur rita eftirmála að bókinni þar sem fjallað er um verkið, höfundinn, túlkun sög- unnar og þýðinguna. Loks er get- ið helstu heimilda þeirrar grein- argerðar. Réttarhöldin er 293 blaðsíður að stærð og bókin sett, prentuð og bundin í prentsmiðjunni Eddu. Sigurður Örn Brynjólfsson gerði kápu en teikning á henni er eftir Franz Kafka. Kéttarhöldin er gef- in út með styrk úr Þýðingasjóði. Stúdentaleikhúsið; „Draumar í höfðinu“ SÝNING Stúdentaleikhússins á „Draumar í höfðinu" verður í kvöld kl. 20.30 í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Sýnd verða leikin atriði úr bókum ungra íslenskra rithöfunda. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar selur ódýrar sængurgjafir og fl. aö Freyjugötu 9. Opiö frá kl. 13—18. Arinhleðsla Upplýsingar i síma 84736. □ Helgafell 59831227 VI — 2. I.O.O.F. 12 = 16512028'/í = Hvítasunnukirkjan Völvufelli 11 Unglingasamkoma f kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Jólafundur Húsmæöra- félags Reykjavíkur veröur haldinn mánudaginn 5. desember kl. 8.30 f Dómus Medica viö Egilsgötu. Fjölbreytt dagskrá eins og venjulega. Ath.: aö strætisvagn nr. 1 stanzar viö dyrnar. Húsmæörafélag Reykjavikur. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferð sunnudaginn 4. des.: Kl. 13. Qönguferö á Vífilsfell (655 m). Athugiö að vera í góöum skóm og hlýjum klæönaöi. Gangan á fjalliö tekur um 1Vi klst. aöra leiö Verö kr. 200,- Brottför frá Umferöarmiöstöö- inni, austanmegin. Farmiöar viö bíl. Feröafélag Islands. Ai ÍHL QJ ÍK VERÐBRÉFAMARKAÐUR HUSI VERSLUNARINNAR SIMI 8 3320 KAUP OG SALA VEÐSKULDABRÉFA Þú svalar lestrarþörf dagsins^ ásíöum Moggans! y? UNT0N KWESI J0HNS0N REGGIBAND DENNIS B0VELL Tónleikar í Sigtúni 2. des. kl. 22:00. Miðaverð 400 kr. Forsala í hljompiötuverslunum. Aldurstakmark 18 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.