Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 Bókhald — Rekstrarþjónusta Tölvubúöin hf. býöur nú upp á alhliða rekstrarþjónustu meö sérhæföu starfsliöi og notkun fullkominna tölva. — Fjárhagsbókhald, merking fylgi- skjala, færsia, afstemmingar og upp- gjör. — Viðskiptamannabókhald, nótuút- skrift. — Áætlanagerð, töfluvinnsla. — Hvers kyns önnur verkefni er krefjast tölvuvinnslu. — Rekstrarráðgjöf og ráögjöf varöandi tölvuvinnslu. Sérhæft starfslið á sviði rekstrarhagfræði og for- ritunar tryggja skjóta og örugga þjónustu fyrir smærri jafnt sem stærri rekstraraðila. REYNIÐ VIÐSKIPTIN. TDLVUBÚDINHF TÖLVUÞJÓNUSTA Skipholti 1, — Sími 25410. BÓKIN SEM BEÐIÐ ER EFTIR Látum Hin margeftirspuröa bók „Látum oss hlæja“ er nú komin í bókaverslanir. Kynnið ykkur þessa saklausu og hlægilegu bók og þiö munuö veina af hlátri. Verndum geöheilsuna í veröbólg- unni og léttum lund meö prestaskopi. Látum oss hlægja, Bókaútgáfan Minning: SólveigBenedikts- dóttir Ármann Fædd 25. desember 1891 Dáin 25. nóvember 1983 Sólveig á Skorrastað lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Nes- kaupstað 25. nóvember sl. nærri 92 ára að aldri. Fékk hún hægt and- lát. Sólveig var fædd á Akureyri 25. desember 1891. Foreldrar hennar voru Jóhanna Jónsdóttir og Benedikt Ólafsson. Sólveig átti eina systur, Jóhönnu, sem búsett var á Akureyri. Var mjög kært með þeim systrum og dvaldi Jó- hanna oft á Skorrastað. Sólveig fór austur á land um tvítugt, en á fyrstu árum þessarar aldar var lífvænlegt á Austfjörðum og kom margt ungt fólk, bæði að norðan og sunnan, til sumardvalar, og ílentist það þá margt ævilangt. Sólveig var vinnukona í Sig- mundarhúsi á Nesi í Norðfirði hjá Stefaníu og Sigmundi Stefánssyni, skósmið. Var þar barnmargt og kom dugnaður ungu vinnukonunn- ar strax í ljós. Hélst vinátta góð með Skorrastaða- og Sigmundar- fólki um alla tíð. 30. desember 1913 giftist Sólveig Guðjóni Ármann og höfðu þau bú- ið í farsælu hjónabandi í 64 ár, þegar Guðjón lést árið 1977 þá 91 árs. Ungu hjónin hófu búskap í Fannardal, innsta bænum í Norð- fjarðarsveit. Þótti sú jörð í þá daga góð bújörð, en þar höfðu for- eldrar föður míns búið, með stór- an barnahóp og komist vel af. Óneitanlega var Fannardalur af- skekktur og erfiðir aðdrættir að vetrarlagi. Eftir 6 ára búskap í Fannardal, keypti Guðjón hluta af kirkjujörð- inni Skorrastað, sem er í miðri sveit, og þar búsældarlegt. Síðar festi Guðjón kaup á Borgum og hafði þar beitarhús um fjölda ára. Voru þau hjón einstaklega dug- leg og samhent. Heimilið var stórt og gestagangur mikill. Sólveig og Guðjón eignuðust 6 börn og ólu upp 2 fósturbörn. Þau misstu son sinn Jón aðeins 6 ára gamlan og var það þeim mikið áfall. Dætur þeirra fimm eru María gift Aðalsteini Jónssyni bónda á Ormsstöðum, Jóna gift Júlíusi Þórðarsyni bónda Skorra- stað, Jóhanna gift Þorláki Frið- rikssyni bónda Skorrastað, Valdís býr á Eskifirði og er gift Jóni Ólafssyni lögregluþjóni, Friðný er búsett á Akranesi og gift Bjarna Aðalsteinssyni málarameistara. Jón Pétursson, fóstursonur þeirra, er leigubílstjóri í Reykja- vík og giftur Guðrúnu Sigurðar- dóttur, Guðveig Sigfinnsdóttir, fósturdóttirin, er búsett í Reykja- vík. Á heimili Guðjóns og Sólveigar dvaldi um 40 ára skeið Árni Jak- obsson og var hann mikill vinur barnanna. Þá var einstæðingur, Guðrún Ólafsdóttir, þar um tugi ára. En hún var oftast kölluð Gunna ólafs og var vinsæl á Norð- firði fyrir hnyttnar lausavísur. Mjög gestkvæmt var á Skorra- staðarheimilinu, þar var kirkju- staður og Guðjón tók mikinn þátt í félagsmálum sveitarinnar og fundir haldnir þar. Sólveig hafði ekki margar frístundir, var hún mjög dugleg og stjórnsöm á þessu stóra heimili. Fóru hinar mynd- arlegu dætur hennar fljótt að hjálpa til og létta undir. Mikil glaðværð ríkti á heimilinu og var fjölskyldan öll mjög söng- elsk. Þá spillti ekki, þegar tengda- sonurinn Þorlákur, sem var mús- íkalskur og lék á hljóðfæri, hóf sambýli á jörðinni. Dvöldu þau Guðjón og Sólveig allt til dauða- dags að Skorrastað hjá Jóhönnu og Þorláki, var umhyggja Jóhönnu fyrir móður sinni einstök. Sólveig Minning: Júlíus Halldórs- son frá Dalvík í dag verður lagður til hinstu hvílu frændi minn og vinur, Júlíus Halldórsson, fyrrum vélstjóri og útgerðarmaður. Hann er annar þriggja bræðra, sem fallið hafa á skömmum tíma fyrir þeim, sem fer með blikandi ljá og skárar af festu og öryggi í röðum okkar. Enginn fær sér undan skotið þeg- ar hann ber að garði og megum við öll sætta okkur við þau forlög, fyrr eða síðar. Júlíus Halldórsson var Svarf- dælingur í báðar ættir, fæddur að Brekkukoti í hinni fögru sveit, þann 2. september árið 1911, sonur hjónanna Guðrúnar Júlíusdóttur frá Syðra-Garðshorni og Halldórs Sigfússonar smiðs frá Brekku. Júlíus flutti ungur með foreldrum sínum frá Brekkukoti til Dalvíkur, þar sem hann ólst upp til fulíorð- insára. Hann var næstelstur sex barna og eru aðeins tvö þeirra enn á meðal okkar. Marianna var elst, hún lést fyrir mörgum árum. Yngri en Júlíus er Jófríður hjúkr- unarkona, þá Sigfús, sem látinn er fyrir fáum árum, síðan Björn, starfsmaður Reykjavíkurborgar, og yngst í hópnum var Brynhildur, sem lést barn að aldri. Hugur Júlíusar beindist fljótt að sjónum, enda ekki óeðlilegt þar sem margir forfeðra hans höfðu verið dugmiklir sjómenn og dalur- inn þétt setinn. Hann fór ungur í vélstjóraskólann á Akureyri og lauk þar prófi. Að því loknu var hann löngum vélstjóri á fiskiskip- um, sem reru frá Dalvík og öðrum verstöðvum. Árið 1934 eignaðist hann bát með föður sínum, sem þeir nefndu Júlíus Daníelsson, eft- ir afa Júlíusar í móðurætt. Hann var þekktur afla- og dugnaðar- maður frá Syðra-Garðshorni. Á þessum báti var Júlíus formaður og sótti sjóinn fast, þótt ekki væri fleytan stór, uns þeir seldu hann til Hríseyjar árið 1938. Við upphaf þessarar útgerðar feðganna, kvæntist Júlíus ungri blómarós af Flótsdalshéraði, Kristínu Sig- marsdóttur. Eignuðust þau þrjú börn, sem öll lifa föður sinn. Þeirra elstur er Eðvarð, skipstóri og útgerðarmaður í Grindavík, kvæntur Elínu Alexandersdóttir, þá Brynjar forstjóri í Neskaup- stað, kvæntur Fríði Björnsdóttur, og Hildur húsfreyja, gift Eiríki Alexanderssyni fyrrv. bæjastjóra í Grindavík, en hann er bróðir Elínar konu Eðvarðs skipstjóra. Eftir að feðgarnir höfðu selt bát sinn til Hrfseyjar, stundaði Júlíus sjóinn í áraraðir, einna lengst á undi sér ekki annarsstaðar en á Skorrastað og vildi alltaf hafa börnin, barnabörnin og lang- ömmubörnin f kringum sig. Hún var sterk kona og hjálpaði til á heimilinu svo lengi sem hún gat. Andlegri reisn, góðri heyrn og ágætu minni hélt Sólveig til dauðadags. Var ánægjulegt að ræða við hana um svo margt, sem á dagana hafði drifið. Það var mikið áfall fyrir Sól- veigu þegar Kristjana Magnús- dóttir, húsfreyja á Skorrastað, lést fyrr á árinu. En þær höfðu búið í raun f sama húsinu að Skorrastað allan sinn búskap. Vinátta þeirra var einlæg. Sólveig kom einu eða tveimur árum síðar en móðir mín, Sesselja, til Norð- fjarðar. En þær voru æskuvinkon- ur þar sem móðir mín ólst upp að Nolli í Höfðahverfi út við Eyja- fjörð en Slveig dvaldi oft að Lóma- tjörn í sömu sveit hjá frændfólki sínu. Þeirra vinátta hélst alla tíð, og hjá báðum fjölskyldum þeirra. Voru gagnkvæmar heimsóknir út á nes og inn í sveit fastir liðir fyrstu búskaparárin. Var það okkur börnunum á Bjarnarborg mikil gleði þegar Guðjón og Sól- veig gistu heima hjá foreldrum mínum. Var þá tekið í spil og glað- værð fram eftir kvöldi. Ég man fyrst eftir Sólveigu þeg- ar foreldrar mínir fóru gangandi inn í Fannardal, þar sem faðir minn hafði alist upp. Þetta var frostaveturinn mikla 1918, en ég var 5 ára. Drógu foreldrar mínir mig á sleða á tunglskinsbjörtu kvöldi. Gistum við svo í eina eða tvær nætur í baðstofu í Fannar- dal. Hún var ekki stór, en það var alla tíð nóg pláss hjá þessum ágætis hjónum. Vingott var mjög með okkur Svalbarðssystkinum og Skorrastaðabörnum. Minnumst við þess, einkum ég og Helga syst- ir mín, að fara á hverju sumri með Maju og Jóni Péturssyni í útreið- artúr, á hestum frá Skorrastað alla leiðina i Botna f Fannardal. Ég fór oft sem barn inn að Skorra- stað og dvaldi þar um stundar- sakir, en Sólveig var mér alltaf einstaklega góð, þótt óskyld væri. Þannig var hún einnig konu minni og sonum. Ólöf Guðmundsdóttir tengda- móðir mín og Sólveig voru miklar vinkonur allt frá því ólöf dvaldi sem ung stúlka í Skálateigi hjá Guðrúnu frænku sinni. Við Svalbarðssystkini öll þökk- um Sólveigu einlæga vináttu. Við Soffía vottum aðstandend- um Sólveigar dýpstu samúð. Jóhannes Stefánsson vélbátnum Gunnari Páls frá Dal- vík og margir Svarfdælingar munu minnast. Júlíus og Kristín fluttu búferlum frá Dalvík til Akureyrar árið 1950 og bjuggu þar uns þau fluttu alfarin til Reykja- víkur árið 1962. Skömmu eftir að Eðvarð lauk skipstjórnarprófum í Sjómanna- skólanum keyptu þeir feðgarnir um 40 lesta bát, sem þeir gerðu út frá Grindavík um nokkurra ára skeið. Reri Júlíus um tíma með syni sfnum, sem er þekktur skip- stjóri og aflamaður, sfðast á skipi sínu Hópsnesi GK. Það var í raun ekki fyrr en Júlí- us var fluttur til Reykjavíkur og hafði sett á stofn fiskverslun við Hjarðarhaga, sem kynni mfn hóf- ust af þessum bráðskemmtilega frænda mfnum. Fann ég fljótt, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.