Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 23 Athugasemd — við álitsgerð Ragnars Aðal- steinssonar hrl. um réttarstöðu stjórnarmanna í hlutafélagi — eftir Jóhann Jakobsson Stjórnarformaður f minnihluta stjórnar hefir því ekki aðstöðu til að hefta framgang ákvarðana meirihlutans og hann verður að lúta vilja meirihlutans." I álitsgerð lögmannsins er hnykkt á þessum úrskurði (settur sem feitletursgrein). I ljósi þess sem um er deilt er þetta vissulega atyglisverð niðurstaða þegar litið er til laga um hlutafélög, lög nr. 32, 12. maí 1978. f 67. grein þess- ara laga segir svo. „Aðalfund skal halda eftir því sem félagssam- þykktir ákveða, þó eigi sjaldnar en einu sinni á ári og aldrei síðar en innan níu mánaða frá lokum hvers reikningsárs." í lok grein- arinnar um frestun á aðalfundi segir um boðun framhaldsaðal- fundar vegna frestunar. „... framhaldsaðalfundar, sem hald- inn skal í fyrsta lagi einum mán- uði og í síðasta lagi tveimur mán- uðum síðar. Frekari frests er ekki unnt að krefjast". Aðalfundur Stálfélagsins var haldinn 7. júlí sl. og stjórnarkjöri þá frestað. Samkvæmt ofan- skráðu átti lokaaðalfundur fé- lagsins því að fara fram 7. sept., hið síðasta. Á fundinum 7. júlí „Lögreglumaður segir: „Meirihluti skal ráða.“ Slík ráðs- mennska skal gilda, að því er best verður skilið, hvort sem það er í samræmi við lög landsins eða ekki.“ var frestur ákveðinn til hausts og þá eðlilega höfð í huga ákvæði laganna þó nákvæmar væri ekki til orða tekið. Ekki er líklegt að athugasemd kæmi fram þó eitthvað drægist umfram þennan tíma, veturnæt- ur gætu dugað sem tímamörk, ef ekkert sérstakt væri að gerast. Þetta á ekki við hér. Gjörbreyting varðandi áætlanir og tilhögun framkvæmda hefir verið gerð. Svokallaður meirihluti stjórnar hefir tekið verkefnið „að koma upp stálveri" í sínar hendur. Formaður stjórnar og varafor- maður eiga þar hvergi nálægt að koma. Engar ástæður eru gefnar. Þetta er staða málsins. Lögmað- urinn segir „Meirihlutinn skal ráða“. Slík ráðsmennska skal gilda, að því er bezt verður skilið, hvort sem það er í samræmi við lög lands- ins eða ekki. Almennar siðareglur mannlegra samskipta virðast ekki vega þungt í máli þessu. Það er vissulega athyglisvert að lög- maður, titlaður sem lögfræðingur félagsins, skuli ekki hafa sam- band við formann áður en álits- gerð, sem hér um ræðir, er birt. Er þetta bara tilsniðin, pöntuð álitsgerð, væntanlega greidd af fjármunum félagsins. Undirrit- aður mun aldrei samþykkja slík- ar greiðslur. Til áréttingar máli mínu og að- gerðum sem fylgdu, vísa ég einnig til 70. greinar laga um hlutafélög. Til upprifjunar fyrir lögmanninn hefi ég í höndum greinargerð framkvæmdastjóra Stálfélagsins, dags. 14. nóv. sl., um fund með margnefndum lögmanni. Þar seg- ir: „Lagalega hefði núverandi stjórn umboð hluthafa, jafnvel til áramóta." Lögin um hlutafélög virðast býsna teygjanleg i hug- arheimi lögmannsins. Eru ekki til einhverjar siðareglur lögmanna sem hefta svona túlkun? Varð- andi þá heiðursmenn, stjórnar- meðlimina þrjá, þá Jón Magnús- son, Leif Hannesson og Svein Sæmundsson, vil ég aðeins segja, að ég ítreka enn að stjórnin er umboðslaus til allra ákvarðana nema til að skila af sér. Tilburðir þessara manna til að fela gjör- ræðisfullar aðgerðir eru ekki svara verðar. (Sjá Morgunblaðið, 25. nóv. ’83.) Jóhann Jakobsson er formaður stjórnar Stálfélagsins bf. Viðskiptavinir athugiö! Vöruafgreiöslur okkar veröa opnar föstudagana 2., 9. og 16. desember til kl. 18.45. EIMSKIP Vöruafgreiösla. Útivinnandi konur Stofnfundur Samtaka kvenna á vinnumarkaöinum, veröur haldinn í Félagsstofnun stúdenta viö Hring- braut, laugardaginn, 3. des. nk„ kl. 13.00. Framsögur — Hópumræöur — Söngur Konur fjölmenniö. Undirbúningsnefndin. Hraðskákmót KR innanfélagsmót verður haldiö fimmtudaginn, 8. des. 1983, kl. 20.00, í félags- heimilinu viö Frostaskjól. Þátttökutilkynningar skulu berast í síma 18177 sem fyrst. Skákstjóri veröur Jóhann Þórir Jónsson. Muniö aö hafa meö ykkur töfl og klukkur. Stjórnin. fltargmifrlfifrife MetsöluHod á hverjum degi! HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík KREDITKORT 139,- Swegmark Nærföt í háum gæðaflokki enlágum verðflokki Vorum aö fá nýja sendingu af vinsæla kvenundirfatnaðinum frá Swegmark. Brjóstahöld með A,B,C og D skálum. Geysilegt úrval. Sími póstverslunar er 30980. Brjóstahöld 219,- Buxur 159,- 199.- 239. Höfum einnig Swegmark leikfimisbúninga. 279,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.