Morgunblaðið - 10.12.1983, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.12.1983, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983 Fundur viðskiptaráðherra Norðurlanda: Átak til eHingar íslensks útflutnings til Norðurlanda Fundur viðskipUráðherra Norður- landa var haldinn í Stokkhólmi dag- ana 1. og 2. þessa mánaðar að frum- kvæði sænska utanríkisviðskiptaráð- herrans Mats Hellström, sem kom til íslands sl. sumar í opinbera heim- sókn í boði Matthíasar A. Mathiesen, viðskiptaráðherra. Fundinn sátu, auk gestgjafans Mats Hellström, þeir Asbjörn Haugstvedt, viðskiptaráð- herra Noregs, Jermu Laine, utanrík- isviðskiptaráðherra Finlands og Matthías Á. Mathiesen, viðskipta- ráðherra íslands, en viðskipta- ráðherra Danmerkur forfallaðist á síöustu stundu. Helstu viðfangsefni fundarins voru: Norðurlönd sem markaðsheild, viöskipti íslands við hin Norðurlöndin og þróun verslun- arviðskipta milli Norðurlanda á und- anförnum árum. Viðskipti íslands við hin Norður- löndin voru tekin á dagskrá sam- kvæmt sérstakri ósk íslendinga en gífurlegur halli hefur verið á vöru- skiptajöfnuðinum við þau mörg undanfarin ár. Ráðherrarnir sýndu þessu máli skilning. Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, rakti viðskipti landsins og hinna Norðurlandanna í ræðu sinni á fundinum og fjallaði um aukna út- flutningsmöguleika íslands. Fyrir nokkru kom fram sú hug- mynd af íslands hálfu, að fengin yrði sérstök fjárveiting af fjárlög- um Norðurlandaráðs til að standa straum að hluta til af átaki til að efla kynningu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu á Norðurlöndunum. Átakið yrði fyrst um sinn fólgið í sérstakri starfsemi til þess að auka markaðshlutdeild íslands meðal hinna Norðurland- anna. Ráðherrarnir lýstu sig allir samþykka þessu og er verið að und- irbúa fjárveitingu af hálfu Nor- Frá fundi viðskiptaráðherra, Matthfasar Á. Mathiesen, í Stokkhólmi 1. desember. Ráöherranum til hægri handar er Benedikt Gröndal, sendiherra í Svíþjóð og Finnlandi. Næst honum stendur Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, og þá Jón Júlíusson, deildarstjóri. Ráðherranum til vinstri handar stendur Einar Ágústsson, sendiherra í Danmörku, næst honum Páll Asg. Tryggvason, sendiherra í Noregi, þá Hjálmar W. Hannesson, sendiráðunautur í sendiráðinu í Stokkhólmi. iHeáður á morgun DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friöriksson. Sr. Hjalti Guömundsson. Messan kl. 2.00 fellur niður. Laugardagur: Barnasamkoma aö Hallveigar- stööum kl. 10.30. Sr. Agnes Sig- uröardóttir. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma i Safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd. Guösþjónusta í Safnaöarheimil- inu kl. 2.00. Organleikari Jón Mýrdal. Jólabingó fjáröflunar- nefndar Arbæjarsafnaðar í hátíö- arsal Arbæjarskóla mánudaginri 12. desember kl. 20.30. Sr. Guö- mundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Vígsluguösþjónusta kl. 2.00. Biskup islands herra Pétur Sigurgeirsson vigir kirkj- una. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. BREIÐHOLTSPREST AK ALL: Börn og fullorönir. Jólasöngvar fjölskyldunnar veröa í Breiö- holtsskóla á sunnudag kl. 11.00 árd. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 2.00. Sr. Solveig Lára Guö- mundsdóttir prédikar, organleik- ari Guðni Þ. Guömundsson. Barnagæzla. Jólafundur Kvenfé- lagsins mánudagskvöld kl. 20.30. Félagsstarf aldraöra á miöviku- dag kl. 2—5. Markús Örn Ant- onsson, forseti borgarstjórnar kemur í heimsókn ásamt fleiri góöum gestum. Æskulýösfundur miövikudagskvöld kl. 20.00. Fundur í yngri deild æskulýösfé- lagsins fimmtudag kl. 15.30. Sóknarnefndin. DIGRANESPRESTAKALL: Laug- ardagur: Barnasamkoma í Safn- aðarheimilinu viö Bjarnhólastíg kl. 11.00. Sunnudagur: Guös- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. KÁRSNESPRESTAKALL: Laug- ardagur: Barnasamkoma í Safn- aöarheimilinu Borgum kl. 11.00. Kökubasar þjónustudeildar safn- aöarins kl. 4.00 sd. Sunnudagur. Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2.00. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stund barnanna kl. 11.00. Söng- ur — sögur — myndir. Guö- sþjónusta kl. 2.00. Prestur sr. Pjetur Maack. Organleikari Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Fjöl- skylduguösþjónusta kl. 11.00. Börn flytja helgileik undir stjórn Margrétar Hróbjartsdóttur. Aö- ventukvöld kl. 20.30, „Gjör dyrn- ar breiöar, hliðiö hátt“. Sr. Sigur- jón Guöjónsson fyrrv. prófastur ræöir um aöventuna og aöventu- sálma. Helga Björk Grétudóttir syngur einsöng meö orgelundir- leik. Kirkjukórinn syngur nokkur lög undir stjórn Sigríöar Jóns- dóttur organleikara. Börn flytja helgileik undir stjórn Margrétar Hróbjartsdóttur, en auk þess veröur almennur söngur. Sr. Ing- ólfur Guömundsson. NESKIRKJA: Laugardagur: Samverustund aldraöra kl. 15.00. Dr. Broddi Jóhannesson kemur í heimsókn. Tískusýning: íslenzkur ullarfatnaöur, stjórn- andi Unnur Arngrímsdóttir. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnu- dagur: Barnasamkoma kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 14.00. Organ- leikari og kórstjóri Reynir Jónas- son. Mánudagur, æskulýösfund- ur kl. 20.00. Miövikudagur, fyrir- bænamessa kl. 18.20. Sr. Guö- mundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Barnaguðsþjón- usta i Ölduselsskólanum kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta í íþróttahúsi Seljaskólans kl. 10.30. Guösþjónusta kl. 14.00 í Ölduselsskóla. Þriöjudagur 13. des., fundur æskulýðsfélagsins kl. 20.00 i Tindaseli 3. Jólafundur Kvenfélags Seljasóknar aö Selja- braut 54, kl. 20.30. Föstudagur 16. des., fyrirbænasamvera Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknar- prestur. SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma i sal Tónlistar- skólans kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 2.00. Sr. Óskar J. Þorláksson fyrrv. dómprófastur prédikar. Fé- lag fyrrverandi sóknarpresta. Guðspjall dagsins: Matt. 11.: Orðsending Jóhannesar. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Laugardagur: Barna- samkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2.00. Sunnudagur: Barnasam- koma í Fellaskóla kl. 11.00. Guösþjónusta í Menningarmiö- stööinni viö Geröuberg kl. 2.00. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Jóla- vaka safnaöarins veröur í kirkj- unni sunnudaginn 11. desember kl. 17.00. Pavel Smid leikur á orgeliö, safnaöarprestur flytur aöventuávarp, Fríkirkjukórinn syngur og Már Magnússon ten- órsöngvari syngur einsöng. Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, flytur ræöu og Auöur Eyvinds les jólasögu. Þá flytur Fríkirkjukór- inn, undir stjórn organistans, tvo þætti úr tékkneskri jólamessu og skólakór Garöabæjar syngur undir stjórn Guöfinnu Dóru Ólafsdóttur. Aö lokum kerta- Ijósahátíö þar sem allir syngja saman jólasálminn víöfræga „Heims um ból“ viö texta sr. Kristjáns Róbertssonar. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 14.00. Organleikari Árnl Arin- bjarnarson. Almenn samkoma nk. fimmtudag kl. 20.30. Æsku- lýösfundir föstudag kl. 17.00 og kl. 20. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugard. 10. des. kl. 10—14, samvera fermingarbarna. Sunnud.: Messa og barnasamkoma kl. 11.00. Börnin taka þátt í upphafi mess- unnar og flytja helgileik viö aö- ventukransinn. Sr. Karl Sigur- björnsson. Messa kl. 2.00 fyrir heyrnarskerta og aðstandendur þeirra. Sr. Miyako Þóröarson. Kvöldmessa og altarisganga kl. 17.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Þriöjud. 13. des. kl. 10.30 fyrirbænaguðsþjónusta, beöiö fyrir sjúkum. Kl. 20.30 spilakvöld í safnaöarsal. Miövikud. 14. des. kl. 22.00 „Náttsöngur", Dómkór- inn flytur aöventu- og jólalög undir stjórn Marteins H. Friö- rikssonar. Fimmtud. 15. des. kl. 20.30 jólatónleikar Tónlistar- skóla Rangæinga. LANDSPÍT ALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Messa kl. 2.00. Sr. Tómas Sveinsson. Mun- ið aöventutónleikana kl. 20.30. Dr. Orthulf Prunner flytur orgel- tónlist eftir L.C. Daquin, J.G. Al- brechtsberber, J.B. Schidermay- er, J. Brams, J.F. Doppelbauer. BORGARSPÍTALINN: Guösþjón- usta kl. 10.00. Sr. Tómas Sveinsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delfía: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Almenn samkoma kl. 20. Ræöu- maður Clarence E. Glad guö- fræöingur. Fórn til innan- landstrúboös. Fjölbreyttur söng- ur. KIRKJA ÓHÁÐA safnaöarina: Messa kl. 14. Organisti Jónas Þórir. Emil Björnsson safnað- arprestur. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Bænastund kl. 20. Lofgerö- ar- og vitnisburöarsamkoma kl. 20.30. Hugleiöing: Jóhannes Ingibjartsson formaður KFUM á Akranesi. Tekiö á móti gjöfum i launasjóö KFUM & KFUK. DÓMKIRKJA KRISTS konungs Landakotí: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga messa kl. 18, en á laugardögum kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugar- dagsskóli í dag i Hóla- brekkuskóla i Breiöholti kl. 14. Sunnudagaskóli á Hernum kl. 11. Bæn kl. 20 og hjálpræöissam- koma kl. 20.30. LÁGAFELLSKIRKJA: Aöventu- hátíð — jólasöngvar klukkan 14. Kirkjukór Lágafellssóknar og barnakór Varmárskóla syngja jólalög. Sr. Jon Kr. isfeld flytur jólahugvekju. Kirkjukórinn. GARÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14. Belcantokórinn syngur undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur. Organisti Þorvaldur Björnsson. Sameiginlegur jóla- fundur Bræörafélagsins og Nor- ræna félagsins í Garöabæ veröur í Kirkjuhvoli kl. 15.30. Sr. Bragi Friöriksson. KAPELLA St. Jósefssystra Garöabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguös- þjónusta kl. 11. Almenn guös- þjónusta kl. 14. Jólatónleikar kórs Víöistaöasóknar veröa í Garöakirkju kl. 20.30. Sr. Sigurð- ur Helgi Guömundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Jóla- vaka viö kertaljós kl. 20.30. Ræöumaöur Haraldur Ólafsson lektor, sellóleikur Gunnar Kvar- an, einsöngur María Eyjólfsdótt- ir, karlakórssöngur, Þrestir og orgeleinleikur Marteinn H. Friö- riksson. Safnaöarstjórn og sókn- arprestur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfiröi: Há- tíöardagskrá í tilefni af 70 ára af- mæli Fríkirkjunnar í Hafnarfiröi. Barnasamkoma kl. 10.30. Hátíö- arguösþjónusta kl. 14.00. Prest- ar sr. Bernharöur Guömundsson og sr. Jón Helgi Þórarinsson. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Sigur- geir Guömundsson rekur sögu kirkjunnar. Hljóöfæraleikur. Eftir messu veröur kaffidrykkja í Fé- lagsheimili iönaöarmanna, Linn- etsstíg 3. Þar veröa flutt ávörp, söngur og upplestur. Kl. 20.30 aöventukvöld. Þar veröur flutt ávarp, kór kirkjunnar syngur undir stjórn organistans, Ester Kláusdóttir les jólasögu, Pétur Jónasson leikur á gítar, kór Fjöl- brautaskólans í Flensborg syng- ur, Höröur Áskelsson ræðir um jólaundirbúning og kennir jóla- sálm. Kór Fríkirkjunnar og kór Fjölbrautaskólans í Flensborg syngja saman undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Helgi- leikur, fermingarbörn flytja og al- mennur söngur milli atriöa. Safn- aöarstjórn. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARKIRKJA: Aö- ventusamkoma kl. 20.30. Fjöl- breytt dagskrá. Sr. Bragi Friö- riksson. YTRI-NJARDVÍKURKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Agnes Sigurð- ardóttir æskulýösfulltrúi Þjóö- kirkjunnar prédikar. Sóknar- prestur þjónar fyrir altari. Kór úr systrafélagi kirkjunnar syngur. Kirkjukórinn syngur og félags- konur lesa ritningargreinar og bænir. Organisti Gróa Hreins- dóttir. Eftir messu er boöiö upp á kaffisopa í safnaöarsal. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Muniö skólabíl- inn. Guösþjónusta kl. 14. Organ- isti Siguróli Geirsson. Sóknar- prestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barna- guösþjónusta kl. 11. Sóknar- prestur. ÞORLÁKSHÖFN: Aöventusam- koma í skólanum kl. 14. Sókn- arprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- messa kl. 11. Aöventusamkoma kl. 20.30. Skólanemendur annast dagskrána. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Barna- messa kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 10.30. Messa kl. 14. Sr. Björn Jónsson. BORGARNESKIRKJA: Aöventu- samkoma kl. 21. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.