Morgunblaðið - 10.12.1983, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 10.12.1983, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983 Demantar Pitt er valið ÍÍÍP 'k Kjartan Ásmundsson, frullsmíðav. Aðalstræti 8. Kl. 2 kemur Magnús Þór Sigmundsson í heimsókn og syngur lög af plötunum Pósturinn Páll, og Draumur Aldamóta- barnsins. Kl. 16 - 17 fáum viö stórkostlega jólasveinaheimsókn. Opiðtilkl.6 HAGKAUP Skeifunni15 Reykjavík LANDSLIDID í handknattleik heldur til Austur-Þýskalande é morgun þar sem það tekur þátt í sterku sex liða móti. Fyrsti leikurinn er á þriðjudagskvðld þegar leikiö er gegn Alsír. Síðan verður leikið gegn A-liði heimamanna, þá gegn Tékkum, Pólverjum og loks næsta laugardag gegn B-liði Austur-Þjóðverja. Kristján Einarsson tók þessa mynd á æfingu liösins í Laugardalshöll í fyrrakvöld en eftir þá æfingu var hópurinn sem fer utan kynntur. Öruggur FH-sigur FH-ingar héldu áfram sigur- göngu sinni í 1. deildinni í hand- bolta í gærkvöldi er j»eir mættu Stjörnunni í Digranesi í Kópa- vogi. FH sigraöi, 30:22, eftir aö staðan haföi verið 16:8 þeim í vil í hálfleik. FH-ingar komust í 8:0 í byrjun leiksins og eftir þaö þurfti ekki aö spyrja aö leikslokum. Þeir höföu tögl og hagldir allan tímann eins og tölurnar bera meö sér. Kristján Arason, Hans Guömundsson og Þorgils Óttar voru atkvæöamestir hjá FH en af Stjörnunum skein Bjarni Bessason. Hann lék sinn besta leik meö liöinu til þessa og skoraöi átta mörk. Mörkin skiptust þannig: FH: Kristján Arason 9, Óttar Mathiesen 7, Hans Guömundsson 6, Atli Hilmarsson 4, Pálmi Jóns- son 2, Sveinn Bragason 1 og Guö- mundur Magnússon 1. Stjarnan: Bjarni Bessason 8, Hannes Leifsson 7, Gunnlaugur Jónsson 3, Hermundur 2, Guö- mundur Þóröarson 1, Sigurjón Guömundsson 1. Slakt í Njarðvík Oskabók íþróttamannsins! ( bókinni Ólympíuleikar að fornu og nýju rekur Dr. Ingim- ar Jónsson sögu Ólympíu- leikanna. Stórfenglegum íþróttaviðburðum og minnis- stæðum atvikum er lýst. Þátt- töku (slendinga í Ólympíu- leikunum eru gerð ítarleg skil. Ólympíuleikar að fornu og nýju er á þriðja hundrað bls. Hana prýða um hálft annað hundrað mynda, þar af marg- ar litmyndir. Ólympíuleikar að fornu og nýju er ómissandi öllum íþróttaunnendum. Æskan Laugavegi 56 sími 17336 Njarðvíkingar sigruðu ÍR 82:77 í slökum leik í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Njarövík í gær- kvöldi. Staöan í hálfleik var 44:37 fyrir heimamenn. Njarövíkingar voru yfir mestall- an tímann, (R-ingar komust aö vísu tvisvar yfir í leiknum en þaö stóö mjög stutt í bæöi skiptin. UMFN skoraöi fyrstu sex stigin en ÍR- ingar sköxuöu á forskotiö og í eina skiptið sem þeir voru yfir í hálf- leiknum komust þeir í 16:14. Síöan komst Njarövík aftur yfir og forysta þeirra var örugg til leikhlés. ÍR-ingar jöfnuöu 48:48 fljótlega í seinni hálfleik og komust síöan yfir 52:48 eftir sex og hálfa mín. Einni mín. seinna voru Njarövíkingar komnir yfir aftur. Er sjö mín. voru eftir fór Hreinn Þorkelsson útaf meö fimm villur og stuttu áöur haföi Gylfi bróöir hans farið út af velli af sömu sökum. Viö þaö döl- uöu ÍR-ingar og UMFN náöi góö- um spretti. Er fjórar mín. voru eftir var 75:64 og sigurinn í höfn og Njarövíkingar léku mjög kæru- leysislega þaö sem eftir var. ÍR- ingar minnkuðu muninn en ógnuöu þó ekki sigrinum. Stigin: Valur Ingimundarson 31, Kristinn Einarsson 22, Gunnar Þorvarðarson 14, Ingimar Jónsson 8, Sturla Örlygsson 4, fsak Jóns- son 2 og Ástþór Ingason 1. ÍR: Gylfi Þorkelsson 18, Agnar Torfa- son 15, Kolbeinn Kristinsson 12, Hjörtur Oddsson 10, Hreinn Þor- kelsson 8, Jón Jörundsson 5, Benedikt Ingólfsson 5, Stefán Kristjánsson 2 og Bragi Reynisson 2. ÓT/SH. Æsispennandi — er KA og Þróttur gerðu jafntefli KA OG ÞRÓTTUR gerðu jafntefli í fyrir norðan í æsispennandi leík, KA. Þróttarar byrjuöu af krafti — komust í 4:0 og KA skoraöi ekki sitt fyrsta mark fyrr en á níundu mín. Þeir náöu aö jafna 6:6 og komust yfir 8:7. í seinni hálfleiknum náöi KA mest þriggja marka forystu, 12:9, og var síöan einu til tveimur mörk- um yfir þar til um miöjan hálfleik- inn er Þróttarar jöfnuöu 15:15. Síöan var jafnt á öllum tölum. Þegar fimm mín. voru eftir haföi KA yfir 18:17 en Páll Björgvinsson jafnaöi eftir gegnumbrot, Þróttur fékk svo fljótlega víti, en Magnús Gauti geröi sér lítiö fyrir og varöi frá Páli Ólafssyni. KA-menn voru í sókn er tvær og hálf mín. voru eftir en misstu bolt- ann. Páll Björgvinsson skoraöi svo nítjánda mark Þróttar er ein og hálf mín. var eftir og þá var allt á suöupunkti í íþróttahöllinni. Stemmningin góö og baráttan í al- gleymingi. Er 40 sek. voru til leiks- loka var brotiö gróflega á Sæm- undi Sigfússyni er hann var kom- inn einn í gegn og Pétur Bjarnason skoraði af öryggi úr vítakastinu og 1. deildinní í handbolta í gærkvöldi 19:19. Staðan í hálfleik var 9:8 fyrir jafnaöi. Þróttur var meö boltann síöustu hálfu mínútuna en tókst ekki aö skora. Einhver misskilingur varö milli dómara og tímavarða á síöustu sekúndunum og eftir nokkurt hlé var ákveöiö aö fimm sekúndur væru eftir af leiknum. Þær sekúnd- ur nægöu Þrótturum til aö taka aukakast og fór Páll Ólafsson inn úr horninu er tvær sek. voru eftir og skaut í þverslá. í sama mund var leikurinn flautaöur af og sluppu KA-menn þar meö skrekkinn. Leikurinn var hnífjafn og úrslitin sanngjörn. Mörk KA: Jón Kristjánsson 4, Pét- ur Bjarnason 4, Magnús Birgisson 2, Jóhannes Bjarnason 2, Jóhann Einarsson 2, Siguröur Sigurösson 2, Erlingur Kristjánsson 2 og Þor- leifur Ananíasson 1. Mörk Þróttar: Páll Ólafsson 6, Páll Björgvinsson 4, Konráö Jónsson 3, Birgir Sigurösson 3, Gísli Óskars- son 3. Jón Kristjánsson var bestur KA-manna ásamt Gauta en hjá Þrótti voru Páll Ólafsson og Kon- ráö bestir. SH/AS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.