Morgunblaðið - 10.12.1983, Page 26

Morgunblaðið - 10.12.1983, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983 Félag skókaupmanna auglýsir opnunartíma skóverslana á laugardögum Laugardaginn 10. desember til kl. 18.00, laugardaginn 17. desember til kl. 22.00 og föstudaginn 23. desember til kl. 23.00. Skókaupmannafélagið. BIFREIDADEILD SAMBANDSINS BILASALA HOFÐABAKKA9 SIMI 39810 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVORU Eigum til fáeina Opel Rekord luxus diesel á mjög hagstæðu verði. Hagstæðir greiðsluskilmálar OPEL REK0RD=j LUXUS DIESEL ‘(Olh Clinrnt’ Ekki bara borðstofu- og svefnher- bergishúsgögn, húsgögn í hol — og reyndar í öll herbergi hússins. Bæklingur fyrirliggjandi, inniheldur yfir 100 gerðir af húsgögnum, öllum í Tudorstíl. Eikin er sérstaklega val- in, handútskorin djúpt og hand- vaxborinn, endurspeglar hið frá- bæra handverk tímabilsins. Fáanlegt í Ijósu, dökku eöa antik. DUNA SíðumiíJa 23 - Sími 84200 Málverkasýning Þor- láks R. Halldórssonar Þorlákur R. Halldórsson, list- málari, opnar í dag, laugardag, málverkasýningu í vinnustofu sinni á Uróarstíg 3. Á sýningunni eru olíu- og pastelmyndir, auk kolkrítarteikninga, alls um 30 verk. Sýningin verður opnuð kl. 14 í dag og verður hún opin frá kl. 14—18 alla daga fram að jólum. Sean Connery í hlutverki njósnarans 007, ásamt Kim Basinger. Bíóhöllin: Segðu aldrei aftur aldrei Nýjasta James Bond-myndin, Never Say Never Again, hefur verid frumsýnd í Bíóhöllinni. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í októ- ber og eru íslendingar þriðja þjóðin í röðinni sem fær að sjá þessa frægu mynd, en í henni snýr Sean Connery aftur; hinn eini og sanni James Bond, segja margir. í samtali við Morgunblaðið, sagði Árni Samúelsson, fram- kvæmdastjóri Bíóhallarinnar, að til hefði staðið að hafa Evrópu- frumsýningu á myndinni hér á landi, þ.e.a.s. tveimur dögum á undan Bretum sem frumsýna hana 15. desember, en einhverra hluta vegna hafi Frakkar orðið á undan. Never Say Never Again, eða Segðu aldrei aftur aldrei, eins og hún nefnist í íslenskri þýðingu, er fyrsta James Bond-myndin sem Sean Connery leikur í, síðan 1971 er hann lék í Demantar eyðast aldrei. Myndin kostaði um 30 milljónir dollara í framleiðslu, en um 10 milljónir dollara komu í kassann fyrstu þrjá dagana sem hún var sýnd. Never er því stærsta haust-opnun kvikmyndar frá upp- hafi. Framleiðandi myndarinnar er Jack Schwartsman, en leikstjóri er Irvin Kershner, sem er frægast- ur fyrir að hafa leikstýrt The Empire Strikes Back (Stjörnustríð 2). Aðrir leikarar í myndinni eru Barbara Carrera, Kim Basinger, Klaus Maria Brandauer og Edward Fox, sem leikur M. Fyrirlestur um einstakl- inginn, samfélag og siðfræði SUNNUDAGINN 11. desember flyt- ur Vilhjálmur Arnason Ph.D. fyrir- lestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki. Fyrirlesturinn nefn- ist, Einstaklingur, samfélag og sið- fræði. í fyrirlestrinum mun Vilhjálm- ur fjalla um þá gagnrýni sem sið- fræði hefur sætt af hálfu Marx- isma annars vegar, en existential- isma hins vegar. Færð verða rök að því að báðar þessar stefnur bendi réttilega á ýmsa vankanta á síðari tíma siðfræði. Jafnframt eru færð rök að því að í þessum stefnum báðum gæti tilhneiginga Þú svalar lestrarþörf dagsins sem standi skynsamlegri siðfræði fyrir þrifum. Að lokum mun Vilhjálmur reifa hugmynd um það hvernig móta megi siðfræði sem tekur mið af marxisma og existentialisma, en forðast villur þeirra. (FrétUtilkynning). Týndi skólatösku með afmælisgjöfum TÍU ára ncmandi Breiðagerðisskóla í Reykjavík týndi í fyrradag skóla- töskunni sinni. í töskunni voru auk skólabók- anna m.a. tveir bílar, annar fjar- stýrður, sem drengurinn hafði fengið í afmælisgjöf. Finnandi töskunnar er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Oddrúnu í athvarfi Breiðagerðisskóla, en síminn þar er 36199.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.