Morgunblaðið - 10.12.1983, Side 2

Morgunblaðið - 10.12.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983 Miðstjórn Sjálfstæðisflokksms: Birgir Isl. Gunnarsson for- maður framkvæmdastjórnar Á FUNDI miðstjórnar Sjálfstæðis- fræðsluráðs, Esther Guðmunds- (lokksins í gær var kosin fimm dóttir, formaður þingflokks, manna nefnd til að vinna að endur- Ólafur G. Einarsson og formaður skoðun á skipulagsreglum flokks- útbreiðslunefndar, en á fundin- ins og prófkjörsreglum, að því er um gær var kosningu í það emb- Kjartan Gunnarsson, fram- ætti frestað. kvæmdastjóri flokksins, sagði í samtali við blm. Morgunblaðisins í gær. Formaður nefndarinnar er Vilhjálmur l>. Vilhjálmsson borg- arfulltrúi. Miðað er við að nefndin skili tillögum sínum fyrir næsta landsfund að tveimur árum liðnum. Á fundinum í gær var Birgir ísl. Gunnarsson alþingismaður einnig endurkjörinn formaður framkvæmdastjórnar flokksins, en auk hans eru sjálfkjörin: formenn fjármálaráðs, Ingi- mundur Sigfússon, formaður Birgir ísleifur Gunnarsson A miðstjórnarfundinum í gær, sem er hinn fyrsti eftir nýlega afstaðinn landsfund Sjálfstæðis- flokksins, var alls kosið í 17 mál- efnanefndir flokksins, sem vinna margvísleg störf að stefnumörk- un og flokksmálum milli lands- funda, að sögn Kjartans Gunn- arssonar. Línulögn RARIK til Kópaskers: Kostnaður 2 millj. kr. á km KOSTTNAÐUR við lagningu stofn- línu til Kópaskers, sem Mbl. skýrði frá í gær, er 2 millj. kr. á kflómetra, en ekki 1 millj. kr., eins og Ingólfur Árnason, rafveitustjóri RARIK á Akureyri, skýrði frá í Mbl. í gær. Hafði Ingólfur samband við Mbl. í gær og óskaði leiðréttingar á þessu. Sagði hann töluna 1 millj. kr. hafa gilt fyrir nokkru síðan, en við nánari athugun hefði komið í Ijós að kostnaðurinn væri kominn í 2 millj. kr. í frétt Mbl. um línulögn þessa í gær er ranglega sagt, að lína þessi sé 135 kílówött, þar átti að standa 135 kílóvolt. Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri viðskiptaráðunneytisins og V.I. Polyakov einn framkvæmdastjóra sovéska ríkisolíuiélagsins og V.P. Andriiachine hjá skrifstofu sovéska verslunarfulltrúans í Reykjavík, undirrita samninginn í gær. Viðstaddir eru meðal annarra fulltrúar olíufélaganna íslensku. ísland og Sovétríkin: Samningar um kaup á 370 þúsund tonnum af bens- íni, gasolíu og svartolíu Formannaskipti í Menntamálaráði SAMNINGUR um kaup á olíum og bensíni frá Sovétríkjunum á árinu 1984 var undirritaður í Reykjavík í gær. Samningur þessi er gerður í framhaldi samningaviðræðna sem fram.fóru milli fulltrúa „V/O Soj- uznefteexport“ annars vegar og full- trúa viðskiptaráðuneytisins og for- stjóra olíufélaganna hins vegar í Moskvu í septembermánuði. Viðskiptaráðuneytið er formleg- ur samningsaðili og undirritaði Þórhallur Asgeirsson, ráðuneytis- stjóri, samninginn fyrir hönd kaupanda, en V.I. Polyakov og V.P. Andriiachine, hjá skrifstofu sovéska verslunarfulltrúans í Reykjavík, fyrir „V/O Sojuznefte- export". Samningur þessi verður síðan framseldur íslensku olíufélögun- um sem annast framkvæmd hans, segir í tilkynningu sem viðskipta- ráðuneytið gaf út í gær. FYRSTI fundur Menntamálaráós, sem kjöriö var á Alþingi 10. nóv- ember sl., var haldinn í gær. Samkvæmt lögum ber Mennta- málaráði að skipta með sér verk- um og var Matthías Johannes- sen, ritstjóri, kjörinn formaður ráðsins. Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri, var kjörin varafor- maður og Sólrún B. Jensdóttir, sagnfræðingur, ritari. Aðrir í ráðinu eru Einar Laxness, sagnfræðingur, og Gunnar Eyj- ólfsson, leikari. Fráfarandi formaður Mennta- málaráðs er Einar Laxness, frá- farandi varaformaður Matthías Johannessen og fráfarandi ritari Áslaug Brynjólfsdóttir. Lýst eftir rauðri Lada Sport AÐFARANÓTT fimmtudagsins var rauðri l,ada Sport-bifreið stolið frá Keldulandi í Reykjavík. Bifreiðin ber einkennisstafina R-34085. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir bifreiðarinnar eða hvar hún sé niðurkomin eru vinsamiega beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. INNLENT Karlsefnismálið: Krafizt framlengingar á gæzluvarðhaldsvist Matthías Johannessen Samkvæmt samningunum selja Sovétmenn Islendingum á næsta ári unnar olíuvörur sem hér segir: Bensín um 70 þúsund tonn, gasolíu um 100 þúsund tonn, svartolíu um 140 þúsund tonn. Hér er um svipað magn af olíu- vörum að ræða og um var samið vegna ársins 1983. Samningur sá sem undirritaður var í dag er efn- islega samhljóða fyrri samning- um. Svo sem undanfarin ár miðast verð á olíuvörum frá Sovétríkjun- um við Rotterdamverð. Hingað til lands kom í sam- bandi við hina endanlegu samn- ingsgerð einn af framkvæmda- stjórum sovéska ríkisolíufélagsins „V/O Soj uznefteexport", V.I. Poly- akov. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur krafist framleng- ingar á gæzluvarðhaldi yfir 31 árs gömlum manni. Hann var úrskurð- aður í 45 daga gæzluvarðhald vegna rannsóknar á fíkniefnasmygli, sem upp kom þegar skipverji á togaran- um Karlsefni var tekinn á hafnar- bakkanum í Reykjavík með 11,3 kfló af hassi. Gæzluvarðhald yfir mann- inum rennur út á sunnudag. Skip- verjinn hefur verið látinn laus. Því var haldið fram í einu dagblaðanna í gær, að þeir „fjár- sterku“ í fíkniefnamálum væru ekki fundnir og var þetta haft eft- ir Ásgeiri Friðjónssyni, dómara í ávana- og fíkniefnamálum. Mbl. bar þetta undir Ásgeir Friðjóns- son: „Fyrirsögnin var bæði vill- andi og röng eins og hún kemur fyrir. Blaðamaður hringdi í mig og spurði mig um þróun fíkniefna- mála almennt en alls ekki tvö ný- leg mál sem nú eru til rannsóknar. Það hefur margoft komið fram hjá þeim sem brotlegir hafa gerst, að helstu fjármögnunarleiðir til kaupa á fíkniefnum eru, að menn skjóti saman, græði á sölu og fá þannig fjármagn til kaupa á fíkni- efnum erlendis. Þá virðist algengt að menn fái gjaldfrest; það er í „kaupstaðarferðum" erlendis fái þeir gjaldfrest og þá gegn því að greiða meira fyrir fíkniefnin síð- ar, allt að tvöfalt. I þau 12 ár sem ég hef verið dómari í ávana- og fíkniefna- málum, þá hafa margar sögur gengið um að fjársterkir menn standi á bak við kaup á fíkniefn- um, en það hefur aldrei sannast. Margvíslegar sögur hafa verið á kreiki í sambandi við fíkniefnamál sem nýlega komu upp. Mér þykir rétt að taka það fram, að svokall- aðir umsvifa- og fjármálamenn, hvorki eru né hafa verið í gæzlu- varðhaldi í þessum málum," sagði Ásgeir Friðjónsson. Bensín- og olíuverðslækkunin: Staðfestir árangur í bar- áttunni við verðbólguna — segir Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra „ÞKSSl lækkun á bensíni og olíum er staðfesting þess að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- og gengismálum er tekin að skila raunverulegum árangri, en þessi verðlækkun kemur til á sama tíma og verðlag á Rotterdammarkaði er stöðugt,** sagði Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra i gær er Morgunblaðið ræddi við hann um ástæður bensín- og olíulækk- unarinr.ar. Matthías sagði verðbólgu- þróunina nú síðustu fjóra mán- uði vera 26% miðað við tólf mánaða tímabil, og hefði því rík- isstjórninni tekist það ætlunar- verk sitt að ná henni niður fyrir 30% um áramót. Ljóst væri að enginn endanlegur sigur hefði unnist í baráttunni við verðbólg- una og áfram þyrfti að vinna að því að koma henni í sama horf og er í helstu viðskiptalöndum Islendinga. Matthías Mathiesen sagði á hinn bóginn augljóst að nú horfði mun betur í þessum efnum en oft áður, og mun hag- stæðara væri að byrja nýtt ár, árið 1984, með um 30% verð- bólgu heldur en að byrja árið með meira en 100% verðbólgu, eins og gert var í ársbyrjun 1983. — Nú skyggðu þó ískyggilegar horfur í sjávarútvegi á þann árangur sem náðst hefði, en við þeim vanda yrði að bregðast með viðeigandi hætti, sagði ráðherr- ann að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.