Morgunblaðið - 10.12.1983, Page 5

Morgunblaðið - 10.12.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983 5 Akureyri: Sigrún Jóns- dóttir sýnir í Sjallanum Akurejri, 8. desember. SIGRUN Jónsdóttir, myndlistar- kona, heldur sýningu þessa viku í Sjallanum á Akureyri. Trúarleg list skipar öndvegi á sýningu hennar, enda er sú list henni hjartfólgnust að eigin sögn. Undirritaður er ekki listfróður og hefur lítið vit á listum, en mik- ið óskaplega fannst honum sýn- ingin falleg og gott andrúmsloft í Mánasalnum þessa dagana. Með- fylgjandi mynd er af listakonunni fyrir framan hið stóra verk henn- ar „Ævi og starf Snorra Sturlu- sonar" og er hún íklædd nýrri gerð prestshökuls, sem sérstaklega er Ljósm. Mbl. — GBerg. ætluð kvenprestum og Sigrún hef- vinsæl og þegar í notkun allvíða ur hannað og reynst hefur afar hér á landi og erlendis. Jólatrjáamark- aðir Ingólfs BJÖRGUNARSVEIT Ingólfs opnar þrjá jólatrjáamarkaói í Reykjavík í dag; á tjaldstæðinu í Laugardal, í Mjóddinni í Breiðholti og í Gróubúð, björgunarstöð sveitarinnar á Grandagarði. Kreditkortaþjónusta verður á öllum stöðunum, segir í fréttatilkynningu frá sveitinni. I frétt frá sveitinni segir; að hún sjái um rekstur björgunarskipsins Gísla J. Johnsen, ásamt slöngu- bátum. Þá á sveitin og rekur þrjá snjóbíla, ásamt vélsleðum, og fjór- ar sjúkra- og torfærubifreiðir. Innan sveitarinnar starfa á annað hundrað sjálfboðaliðar. AB með bók- menntakynningu ALMENNA bókafélagið gengst fyrir bókmenntakynningu í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í dag kl. 14. Verða kynntar þar 6 nýjar bækur og lesið úr þeim: Þessi verk verða kynnt: Ljóð Vilmundar eftir Vilmund Gylfason. Ævar Kjartansson les. Kallaður heim, skáldsaga eftir Agnar Þórð- arson. Helgi Skúlason les. New York, ljóð eftir Kristján Karlsson. Helga Bachmann les. Vængjaslátt- ur í þakrennum eftir Einar Má Guðmundsson. Höfundur les. Mannheimar, ljóð eftir Heiðrek Guðmundsson. Hjörtur Pálsson les. Ferðarispur eftir Matthías Jo- hannessen. Höfundur les. Kynnir á bókmenntakynning- unni verður Eiríkur Hreinn Finnbogason. Norræna húsið: Bandarískur píanóleik- ari heldur tónleika ANTONY de Bedts, ungur banda- rískur píanóleikari, heldur tónleika í Norræna húsinu á sunnudaginn. Antony de Bedts er fæddur 1955 í Atlanta í Bandaríkjunum. Ungur fór hann að læra á píanó og hlaut sín fyrstu verðlaun fyrir leik sinn á það hljóðfæri í California Young Musicians Competition er hann var 8 ára. De Bedts hefur undanfarin ár lagt stund á nám í píanóleik við Tónlistarháskólann í Vín. Kennar- ar hans hafa verið Eduard Mraz- ek, Hans Kann, Georg Ebert og síðan 1978 hefur hann svotil ein- göngu verið undir handleiðslu Noel Flores. Tónleikarnir verða sem fyrr segir í Norræna húsinu sunnudag- inn 11. desember og hefjast kl. 17.00 stundvíslega. Á efnisskrá verða verk eftir L.V. Beethoven, A. Scriabin og R. Shumann. auto motor AÐ GEFNU TILEFNI VILJUM VIÐ BENDA BILAKAUPENDUM Á AÐ LESA ÞESSAR NIÐURSTÖÐUR í BÍLAPRÓFUN HJÁ HINUM GAGNRÝNU ÞJÓÐVERJUM. AUÐVITAÐ ER UNO FREMSTUR I samanburði á sex smábilum hjá hinu virta þýska bílablaði AUTO MOTOR UND SPORT var FIAT UNO i fyrsta sæti. Meðaleinkunn bíl- anna úr þeim 25 atriðum sem prófuð voru varð þessi: FIA T UNO 8.62 VW POLO 8.50 PEUGOT 205 8.02 OPEL CORSA 7.72 FORD FIESTA 7.18 NISSAN MICRA 6.64 UMSÖGN UM EFSTA OG NEÐSTA BÍLINN - þetta eru dómar hinna gagnrýnu þjóðverja. FIA T UNO: ,,Sterkustu hliöar UNO eru hiö pláss- mikla farþega- og farangursrými og frábærir aksturseiginleikar. Auk þess getur maöur veriö mjög ánægöur meö þægindi bilsins og vélargæöi. ” NISSAN MICRA: ,,Eiginleikar MICRA valda vonbrigöum. Þó þetta sé glænýr bill eru þaö einungis eyöslan, veröiö og auka- búnaöurinn sem maöur getur fellt sig viö." UNO sparakstur; meðaltal 3.9 lítrar sá besti 3.7 FIAT ER ENDURSÖLUBÍLL NÚMER EITT EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202 Ford Fiesta 1.1 L 359 Punkte Ein kraftvollcr Motor, Temperament und gutc Verarbeitung - das sind die vresentlichen Voreöge des Fiesta, dem man ansonstcn dentlich anmerkt, dafi er in die Jahre gekommcn ist. Peugeot 205 GR 401 Punktc Im Komfort schlágt dcr Franzose dic Konkorrenten, auch seine vicrtnrige Ka- rosserie bietet hand- feste Vorzúge. Mit den Eahrieistungen ist es jedoch nicht weit her. Nissan Micra GL 332 Punkte Die Kigenschaften des Micra sind enttánschend Obgieích er ein brandnen- es Aoto ist, kann er nur in Verbraucb, Preis und Ausstattung gefallen. Opel Corsa 1.2 S 386 Punkte Gnte Fahrleistungen nnd Motoreigen- schaften steicfanen den Corsa ans. Ka- rosserie und Fahr- werk können höhe- ren Ansprnchen nicht gentigen. VW Polo C 425 Punkte Die magere Serienausstattnng nnd der relalh bohe Verbranch haben den Polo wertvoile Punkte gekostet. Er ist gut verarbeitel, temperamentvoll ond agil. Fiat llno 55 Super 431 Punkte Das gúnstige Raumangebot und ausgezeichnete Fahreigenschaften sind heransragcnde Pluspnnkte des l 'no. Mit dem Komfort und seinen Motorqualitaten kann man ebenfalls sehr zufrieden sein.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.