Morgunblaðið - 10.12.1983, Síða 44

Morgunblaðið - 10.12.1983, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983 -------------------------------------------------‘ Pr'“ s»"a'cll‘ „KJú, ao9'ir\n ^etur sagb, cúS þú Kafi'r ekkj reynt." ást er... ... að segja honum að hann hafi breytt lífi þínu. TM Reo. U.S. Pat. Off.—all rights reserved 01983 Los Angeles Tlmes Syndlcate Er ekki presturinn að fara inn á annarra verksvið? Ég get ekki bannað manninum mínum að stunda helsta tóm- stundagaman sitt hér heima. HÖGNI HREKKVÍSI Vakna þú sem sefur Tómas Björnsson skrifar: „Velvakandi. „Hlutverk móður æðsta hlut- yerk í heimi mannkyns", skrifar Árelíus Níelsson í Velvakanda þ. 16. nóv. sl. og ég er honum 100% sammála. En þetta eru aðeins falleg orð, því að veruleikinn lít- ur því miður allt öðruvísi út. Milljónir kvenna um allan heim, mæður, eiginkonur, systur og dætur, og þar eru íslenskar kon- ur engin undantekning, verða enn þann dag í dag að þola niðurlægingu, kúgun, nauðganir (einnig af eiginmönnum sínum) og misþyrmingar af karl- mönnum. Kynslóð eftir kynslóð hefur börnum þeirra verið fórn- að á alatari stríðsgoðsins. Og kynslóð okkar er vitni að því, að börn eru svelt í hel í milljónatali í örmum mæðra sinna. Þær verða að horfa upp á þjáningar barna sinna án þess að fá nokk- uð að gert. Allt af því að mannkynið, eða réttara sagt karlaveldið, er ótt í að framleiða gjöreyðingarvopn í stað matvæla („Ein milljón doll- ara á mínútu í vígbúnað", Guð- rún Agnarsdóttir, Morgunbl. 15.11. ’83, bls. 30 og „Hernaðar- útgjöld 30 sinnum hærri en þróunaraðstoðin", DV 21/5). Jörðin getur enn fætt 10—12 milljarða manna, segja mat- vælafræðingarnir, og við erum aðeins 4 milljarðar núna, jarðar- búar. Já, það er til nóg af mat handa hungruðum heimi. Guð hefur skaffað nóg handa öllum, en mennirnir vilja ekki deila hver með öðrum, vilja frekar tortíma hver öðrum. Vakna þú, sem sefur, og þá mun Kristur lýsa þér! „Miskunnsemi þrái ég,“ segir Drottinn. Já, mis- kunnsemi með þeim sem eru í þessum heimi; sem líða skort, bæði andlega og líkamlega; sem verða að þola ofríki. Hinir ófæddu eru ekki einu sinni til, þ.e.a.s. eru ekki komnir í þennan miskunnarlausa heim. Guð er að tala um miskunnsemi með þeim sem eru hér á meóal okkar og verða að þjást vegna ofbeldis, kúgunar eða allsleysis. Þó að ég hafi ekki nefnt offjölgunarvandamál mann- kynsins, þá hefur það alls ekki farið fram hjá mér, síður en svo, Árelíus. Ekki heldur hef ég gleymt þessum „milljónum barna sem deyja nú þegar árlega ægilegum hungurdauða og þar með fylgjandi þjáningum og neyð“. Þess vegna er fjölskylda mín með börn frá CCF) Christi- an Children’s Fund eða Borne- fonden) á framfæri. Þar borgum við mánaðarlega vissa upphæð (andvirði ekki meira en 10—12 pakka af sígarettum) og fyrir hana fær barnið mat, læknis- aðstoð og skólagöngu. Við höfum samband við barnið með því að skiptast á bréfum og ljósmynd- um. Að því er varðar fóstureyð- ingar í þessu landi er það engin spurning, að ákvörðunarvald þar um á að vera í höndum kvenna en ekki einhverra karlrembu- svína. Og eins lengi og kvenfólk býr hér við jafn ömurlegar að- stæður og raun ber vitni um (sjá „Hef ekki alltaf átt fyrir mat“, Mbl. 4. nóv. ’83 og „Einstæð móð- ir með 2 börn“, Þjóðviljinn 22.-23. okt. ’83 o.s.frv.), þá mundum við aðeins auka þján- ingar þeirra og erfiðleika, ef við færum að setja frekari skorður en nú eru í gildi við fóstureyð- ingum af félaagslegum orsökum. En fyrst: Gætir þú fundið svo sem „handfylli" af kristnu fólki sem myndi veita þér aðstoð til að bæta þetta ástand? Þá væri e.t.v. hægt að fara að ræða fóstureyð- ingarlög á nýjan leik. Og síðast en ekki síst: „Sjálfur Jesús hefði líklega aldrei fæðst, ef þau lög hefðu gilt í landi hans, sem hér er til umræðu.“?! Heldur þú virkilega, Árelíus, að nokkuð sem mennirnir finna upp á geti komið í veg fyrir ráðs- ályktun Guðs almáttugs? T.d. með því að granda hans eingetna syni, sem hann sendi í þennan heim til að frelsa okkur frá hinu illa afli? Það tókst ekki einu sinni Heródesi með voðaverki sínu, eins og þú bentir sjálfur á. Hvað megnum við mennirnir á móti Guðs vilja? Getur nokkur maður komið í veg fyrir það að barnið sem á að fæðast fæðist? Með þökk fyrir birtingu."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.