Morgunblaðið - 10.12.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.12.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983 3 Lagafrumvarp um veiðar í fiskveiðilandhelginni lagt fram á Alþingi: Ráðherra getur ákveðið skiptingu hámarksafla á milli fiskiskipa Skylt að hafa samráð við sjávarútvegsnefndir Alþingis FRUMVARP um breytingu á lögum um veiðar í fiskveidilandhelgi ís- lands var lagt fram á Alþingi í gær. í frumvarpinu er m.a. ákvæði um það að sjávarútvegsráðherra geti að fengnum tillögum Hafrannsóknar- stofnunar ákveðið hámark þess afla sem veiða má úr einstökum fiski- stofnum á ákveðnu tímabili og einn- ig getur ráðherra skipt hámarksafl- anum á milli veiðarfærategunda og gerða fiskiskipa og einstakra skipa. Þá getur ráðherra ákveðið skiptingu hámarksafla á milli skipa, m.a. með hliðsjón af fyrri veiðum og einnig heimilað flutn- ing á úthlutuðum aflakvóta á milli skipa. Þá er og ráðherra heimilt að setja reglur um leyfilega sókn tiltekinna gerða fiskiskipa og með tilteknum veiðarfærum í ákveðna fiskistofna. Áður en ákvarðanir um áðurgreind atriði eru teknar, skal hafa samráð við sjávarút- vegsnefndir Alþingis, og einnig skal gera nefndunum grein fyrir árangri aðgerða hverju sinni. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um að dragnótaveiðar séu heimil- ar samkvæmt sérstökum leyfum ráðherra, sem hann geti bundið skilyrðum. Þá getur ráðherra og ákveðið að veiðar ákveðinna fiski- stofna skuli háðar sérstökum leyf- um og einnig að veiðar í tiltekin veiðarfæri og veiðar ákveðinna gerða skipa skuli háðar leyfum. Ráðherra getur bundið leyfin skil- yrðum og m.a. takmarkað þau við fiölda skina. stærð eða gerð. BÆKUR 1983 Med Morgunblaðinu í dag fylgir Bóka- skrá Félags bókaútgefenda. Bóka- skráin skiptist í tvennt, annars vegar er kvnning á meginhluta útgáfubóka ársins 1983 og hins vegar heildarskrá yfir útgefnar bækur 1983. borðstofuborð og stólar Stök borð — stakir stólar eða samstætt - Spurningin er bara hvað þú vilt? Þetta er sýnishorn af úrvalinu. Sumt er til — sumt er á leiðinni, svo getur líka þurft að panta eitthvað. ÞÚ GENGUR AÐ GÆÐUNUM VÍSUM. - OG GÓÐUM GREIÐSLUSKILMÁLUM. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Sími 20640 G.S.A. 905 INGRAM HIGH c assina LABARCA ILCOLONNATO CAB413 CAB412 LAROTONDA LC/6 LA BASILICA PICCOLA TENTAZIONE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.