Morgunblaðið - 10.12.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.12.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983 35 Minning: Sveinn Guðnason Ijósmyndari Fæddur 7. maí 1902. Dáinn 1. desember 1983. Sveinn Guðnason, sem hér er minnst rak um langt árabil ljós- myndastofu á Eskifirði, en hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur árið 1944 og starfaði hér síðan, lengst hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Heimili Sveins og konu hans, Gerðu Kristjánsdóttur frá Litlu Tjörnum, var í Reykjavík að Mávahlíð 39. Sveinn fæddist að Dísarstöðum í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, son- ur hjónanna Ólafar Guðmunds- dóttur frá Fossárdal og Guðna Ólafssonar frá Randversstöðum. Guðni og ólöf fluttu að Innri- Kleif í Breiðdal eftir að skriða féll á túnið á Dísarstöðum og ólst Sveinn upp á Innri-Kleif ásamt systkinum sínum flestum, en sam- tals voru þau fimmtán að tölu, þótt aðeins næðu átta fullorðins- aldri því barnaveikin var mjög mannskæð á íslandi á þessum tíma. Sveinn var tvo vetur í barna- skóla á Fáskrúðsfirði ogfluttist til Eskifjarðar tólf ára gamall árið 1914. Þar og á Helgustöðum var Sveinn við sjóróðra og aðra vinnu til ársins 1919, þegar hann sigldi með „fslandinu" til Kaupmanna- hafnar. Næsta árið vann Sveinn hjá ólafi bróður sínum í Give á Jótlandi. Skömmu eftir komuna til Give keypti Sveinn litla ljósmyndavél fyrir 10 til 15 krónur og varð myndavél þessi síðan kveikjan að því að Sveinn fór að huga að því að nema ljósmyndun. Þetta tókst og komst hann á samning hjá ljós- myndara að nafni Rasmundsen á kjörum sem nútíma nemum munu þykja sérkennileg, en fyrir fyrsta námsárið þurfti nemandinn að greiða meistaranum 250 krónur, en fyrir síðasta árið greiddi meist- arinn nemandanum 100 krónur. Að námi loknu sneri Sveinn aft- ur til Eskifjarðar og settist þar að, en að undanteknum Ólafi sem bjó í Danmörku, fluttu öll systkinin frá Innri-Kleif til Eskifjarðar og í Helgustaðahrepp. Fyrsta verk Sveins eftir heimkomuna var að reisa „stúdíó" þar sem hann síðan vann við ljosmyndagerðina. Vart stóð hús þetta lengur en árið, því í norðanroki í ársbyrjun 1924 tók þakið af húsinu og eyðilögðust þar mörg af tækjum Sveins, filmu- birgðir og ljósmyndaplötur. Næst keypti Sveinn gamla barnaskóla- húsið og kom sér vel fyrir þar í góðri vinnustofu. Sveinn giftist Gerðu Kristjánsdóttur 24. október 1922. I þessu húsi bjuggu þau síð- an til ársins 1944 og rak Sveinn ljósmyndastofuna jafn lengi. Sveinn var duglegur Ijósmyndari og vandvirkur. Hann sagði að þau hafi ekki getað lifað af rekstri ljósmyndastofunnar einnar og hefði hann unnið önnur störf jafn- hliða. Þrátt fyrir þetta var Sveinn afkastamikill ljósmyndari. Hann ferðaðist um allar byggðir Suður- Múlasýslu með tjald, sem hann gerði sjálfur, og var vinnustofa hans, og tók myndir af fólki, m.a. fór hann á hverju ári í Eiða og gerði skólaspjöld með myndum af starfsliði og nemendum skólans öll þau ár sem hann starfaði fyrir austan, og sama gerði hann á Hallormsstað eftir að húsmæðra- skólinn tók þar til starfa árið 1930. Hvar sem komið er á heimili á miðhluta Aústurlands má sjá á veggjum myndir, sem Sveinn tók af Austfirðingum á þessum árum. Auk þessarra andlits- og fjöl- skyldumynda er til mikill fjöldi mynda eftir Svein tekinn við ýmis tækifæri, t.d. hópmyndir af leik- flokkum, íþróttaflokkum, lands- lagsmyndir og fleira af því tagi. Þeir sem safna gömlum ljós- myndum eru sammála um að myndir hans séu mjög góðar og sækjast eftir þeim í söfn sín. Skipamyndir tók Sveinn margar og fagrar, en á þeim sigla skipin á spegilsléttum Eskifirðinum með Hólmatindinn eða Hólmaborgina í baksýn. Þessar myndir prýða víða stofuveggi gamalla farmanna, m.a. hér í Reykjavík. Einnig tók Sveinn nokkrar kvikmyndir í sam- vinnu við Guðmund Jóhannesson kaupmann, sem átti kvikmynda- tökuvél og sýningarvél. Eins og fyrr segir gátu Sveinn og fjöl- skylda hans ekki lifað af rekstri ljósmyndastofunnar einnar og vann hann því ýmis önnur störf til að drýgja tekjurnar. Meðal þeirra starfa sem Sveinn tók að sér á Eskifirði var oddvitastarfið, sem hann tók við af Arnfinni Jónssyni, þegar hann flutti til Reykjavíkur seinni hluta árs 1939. Sveinn var oddviti til ársloka 1942 og stóð sig með prýði í því erfiða starfi, en kreppan hafði verið Eskfirðingum erfið og fjárhagurinn var bágbor- inn hjá sveitarfélaginu og fjölda fólks. í þessu starfi nutu mann- kostir Sveins sín ágætlega, dugn- aður hans og nákvæmni ásamt kunnáttu í reikningi komu sér vel í þröngri stöðu hreppsins. Sveinn og Gerða eignuðust eina dóttur, Hildigunni, sem gift er Guðmundi Björgvinssyni, raf- virkja. Eiga þau þrjú börn og átta barnabörn. Einnig ólu Sveinn og Gerða upp bróðurson Sveins, Geir Jónsson, starfsmann hjá Sláturfé- lagi Suðurlands. Sveinn var mikill heimilisfaðir og heimili hans og Gerðu var tíður áfangastaður margra ættmenna þeirra og barn- góð voru þau og ætíð létt og hress, þegár undirritaðan bar að garði hjá þeim með bréf eða skeyti í töskunni á þessum löngu liðnu dögum austur á Eskifirði. Gerðu, Hildigunni, tengdasyn- inum og afkomendunum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Páll Halldórsson. Minning: Anna Halldórs- dóttir - Isafirði Fædd 28. desember 1899 Dáin 30. nóvember 1983 Fáein kveðjuorð til móðursystur minnar. Okkur bregður oft illa við að fá fréttir af svo snöggum ferða- lokum, en síðan áttar maður sig og hugsar um hvað maður hefur að þakka. Hún átti stóran barnahóp, en þrjú þeirra eru farin á undan henni. Ég minnist þess er ég var ung á ísafirði og stödd í Bíóhúsinu þar, þá var Kristján heitinn Ar- inbjarnar læknir kallaður burt af sýningu. Það hafði fallið snjóflóð á Grænagarði og þar missti Anna sitt elsta barn. Eftir það varð mér svo oft hugsað til þeirrar einstöku hugprýði og sálarróar, sem henni var gefin, enda átti það eftir að koma henni vel á lífsleiðinni. Þá minnist ég þess líka, hvað það var gamari að koma í aðalbláberja- veislurnar á Grund og eftir að ég fluttist úr bænum, þá munaði hana ekkert um að fara til berja og senda fjölskyldunni minni ber- in suður. Ekki eru nema örfá ár síðan hún hætti að fara til berja, slíkur var krafturinn í henni alla tíð. Á síðastliðnu vori fór ég vestur og þá var hún nýflutt á heimilið Hlíð á ísafirði og búin að koma sér fyrir í lítilli fallegri íbúð þar. Hún var svo ánægð og henni leið svo vel og öllu svo haganlega fyrir- komið. Þarna undi hún svo vel hag sfnum að hún mátti ekki vera að því að skreppa suður, eins og Ásta dóttir hennar var að reyna að fá hana til að gera. Hún hafði mikið gaman af spilamennsku og einnig fór hún í leikfimi þarna með öldr- uðum, enda var hún á sínum ung- dómsárum í fótboltaliði kvenna á ísafirði, líklega því fyrsta hér á landi. Það er líka gott að vita ekki hvenær kallið kemur og guð gefi Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! að hún frænka okkar sem liggur illa slösuð, þurfi ekki að líða mik- ið. Einnig bið ég góðan Guð að gefa unga manninum styrk. Börn mín og ég þökkum Önnu samveruna og vonum að hún verði fljót að átta sig á nýja tilverusvið- inu. Guðs blessun fylgi Önnu Hall- dórsdóttur. Fjóla Sigmundsdóttir Amma er dáin. Einhver yndis- legasta, blíðlyndasta og hjarta- besta kona sem til var er horfin héðan. Mikil er eftirsjáin og erfitt verður að venja sig við að ekki er hægt að heimsækja ömmu og fá lagað almennilegt kaffi með pönnukökunum hennar. Engin amma lengur til að leita til þegar lífið er leitt og sem alltaf hressti allt og alla i kringum sig með góða skapinu sínu. Áfallið er stórt að missa hana svo sviplega, en gott er þó að vita að það var hamingjusöm og ánægð amma sem kvaddi þennan heim. Á Hlíf undi hún sér vel. Allt þótti henni gott á þessum stað og blómstraði hún þar. Alltaf nóg að gera og mikið um að vera, svo við sögðum okkar á milli að það þyrfti að panta tíma til að komast að hjá henni. En þetta átti vel við ömmu sem aldrei hafði fallið verk úr hendi alla sína ævi. Sem ung stúlka í síldinni, síðan húsmóðir og móðir með stórt heimili og svo öll árin í rækjunum. Eins þegar afi veiktist og sá erfiði tími fór í hönd, sýndi Anna á Grund þann sama dugnað og æðruleysi sem einkenndi hana alla tíð. Hér er góð og mikil kona öll. Ég er þakklát fyrir þá auðnu að hafa átt bestu ömmu ( heimi, og þó kveðjustund sé upprunnin núna, þá er það bara tímabundið. Nú eru myrkir dagar framundan, en þeg- ar krókusarnir hennar blómstra í vor verður það til að minnast brosandi ömmu sem gladdist yfir öllu, hversu smátt sem það var. Anna Ragna Skjótt skipast veður í lofti, segir máltækið og á það ekki síst við um örlög manna og æfiskeið. Engum okkar sem þekktum Önnu hefði komið til hugar, eftir að Anna fluttist inn á Dvalarheimilið Hlíf, ísafirði, í vor, að dvölin yrði ekki lengri, svo vel kunni hún við sig að við höfðum það á orði að hún hefði yngst um tíu ár við flutningana, og vil ég nota tækifærið og þakka fólkinu á Hlíf fyrir hlýtt viðmót til hennar, bæði starfs- og sambýl- isfólki. En þá dundi reiðarslagið yfir og Anna lézt af völdum umferðar- slyss þann 30. nóvember síðastlið- inn. Anna fæddist á ísafirði 28. des- ember 1899. Foreldrar hennar voru Halldór ölafsson múrara- meistari og kona hans Ástríður Ebenezerdóttir. Anna ólst upp í foreldrahúsum ásamt systkinum sínum til 29 ára aldurs er hún giftist Guðbrandi Kristinssyni pípulagningameistara, ísafirði. Hófu þau búskap á Grund og bjuggu þar allan sinn búskap, eignuðust átta börn, og eru nú fjögur á lífi. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörn fimm. Eftir lát Guðbrandar 1981 bjó Anna áfram á Grund, þar til hún fluttist á Dvalarheimilið Hlíf. Anna var kona sem seint gleym- ist þeim er kynntust henni, skap- lyndi hennar var með eindæmum. Álveg sama hvað gekk á, aldrei brá hún skapi, þótt oft hafi verið tilefni til þess. Önnu var gott að sækja heim og alltaf kaffi til á könnunni og þá oftast með pönnu- kökum og rjóma. Ég kveð Önnu með þakklæti í huga. Tengdasonur Matborð og stólar Partner Darling Dallas I.OtllS Chrisler Matborð 5 stærðir — Opið til kl. 6 Vörumarkaöurinnht. Sími 86112 ARMULA 1a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.