Morgunblaðið - 16.12.1983, Síða 48

Morgunblaðið - 16.12.1983, Síða 48
Bítlaæöiö' w FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Eimskip lækkar flutnings- gjöld stykkjavöru um 7% GERT er rið fyrir, að nýja stóla- lyftan í Bláfjöllum verði tekin í notkun fljótlega eftir áramót, en nú er lokið rið að splæsa saman vírinn í lyftuna, en hann slitnaði, eins og kunnugt er af fréttum fyrir nokkru. Starfsmenn íBlá- fjöllum munu vinna að þvíá næst- unni að hengja stólana í lyftuna. Morgunblaðið/ G.R. Lækkunin nemur um 90 milljónum króna á ársgrundvelli EIMSKIP hefur ákveðið aö lækka gjaldskrá fyrir flutning á stykkja- vöru til landsins um 7% frá 19. desember næstkomandi að sögn Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Kimskips, sem sagði þessa lækkun gilda á flutningum frá öllum höfn- um félagsins til landsins. Lækkun- in er jafnvirði 90 milljóna króna á ársgrundvelli. Hörður sagði tvær megin- ástæður vera fyrir því að Eim- skip teldi þessa lækkun mögu- lega að þessu sinni. „Annars veg- ar er um að ræða aukna hag- kvæmni í rekstri félagsins, sem meðal annars hefur skapast með auknum gámaflutningum, fjár- festingu í nýjum tækjum og að- stöðu, endurskipulagningu og endurnýjun á skipastóli félags- ins. Hins vegar er um að ræða bætt rekstrarskilyrði félagsins almennt. Er þar meðal annars átt við lægri vexti á erlendum fjárskuldbindingum og hagstæð- ara olíuverð, en einnig þá festu, sem skapast hefur í efnahags- málum innanlands með minnk- andi verðbólgu og stöðugra gengi íslensku krónunnar," sagði Hörður Sigurgestsson. „Þótt veruleg óvissa ríki nú um þróun efnahagsmála á árinu 1984, og verulegur efnahagssam- dráttur hafi áhrif á afkomu fyrirtækisins, þá telur félagið rétt að bætt afkoma nú komi fram i lækkun á framangreind- um flutningsgjöldum," sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips. Almenn vaxtalækkun 21. desember nk.: Vextir lækka um 5 prósentustig BANKASTJÓRN Seðlabanka íslands hefur ákveðið lækkun almennra inn- láns- og útlánsvaxta frá og með 21. desember nk., en ákvörðun þessi er tekin að höfðu samráði við rikisstjórn og bankaráð. Samkvæmt upplýsingum Mbl. mun almennir vextir lækka á bilinu 3—5 prósentustig, en meðaltalslækkunin er um 5 prósentustig. Vaxtalækkun þessi er fjórða skrefið í þeirri aðlögun vaxta að hjaðnandi verðbólgu, sem hófst 21. september sl. í þessum þremur áföngum hafa vextir algengustu óverðtryggðra inn- og útlána verið lækkaðir um allt að 20 prósentustig og eru dæmi þess að vextir ákveð- inna lánsforma hafi verið lækkaðir um allt að helming á tveimur mán- uðum. Verðbólga hefur verið á hröðu undanhaldi síðustu vikur og mán- uði og er hún nú í námunda við 25%, en við það stig munu útlán og tímabundin spariinnlán skila já- kvæðum raunvöxtum, ef tekið er mið af verðtryggðum lánum, en ekki verða neinar breytingar á ávöxtun þeirra. Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1984 lagt fram í gærkvöldi: Drögum saman tekju- stoftia eins og hægt er — segir Davíð Oddsson, borgarstjóri FRUMVARP að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1984 var lagt fram á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Samkvæmt frumvarpinu eru tekjur borgarinnar áætlaðar um 2.405,4 milljónir króna á næsta ári, en gjöld hins vegar 1.862,7 milljónir króna. Rekstarafgangur, eða fram- kvæmdafé, er því áætlað 542,7 millj- ónir króna. Gert er ráð fyrir, að tekj- ur aukizt um 36% miðað við síðustu áætlun, en gjöld hins vegar um 30%. Rekstrarafgangur, eða fram- kvæmdafé er áætlað að aukist um tæplega 60%. „Þessi áætlun ber vott um það, að borgarstjómarmeirihlutinn reynir að draga saman tekjustofn- ana eins og mögulegt er og að hef- ur verið stefnt. í fyrra var fast- eignagjaldaprósentan lækkuð um 15,8% og þeirri lækkun verður haldið við nú. Að þessu sinni verð- Skýrsla bandarfsks sérfræðings lögð fram í utanríkisnefnd: Getum helgað okkur Reykja- neshrygg og stór svæði hjá Á FUNDI utanríkismálanefndar á mánudaginn lagði utanríkisráð- herra fram lokaskýrslu bandarísks sérfræðings í hafsbotnsmálum, en þar kemur m.a. fram að íslend- ingar geta helgað sér Reykjanes- hrygg og víðáttumikil svæði út frá hlíðum hans. Sérfræðingur þessi vann einnig fyrir ísland í Jan May- en-málinu, og vann þar ómetanlegt starf, að þvi er fram kom í samtali blm. Mbl. við Kyjólf Konráð Jóns- son alþingismann í gær. Sagði Eyjólfur að sérfræðing- urinn væri dr. Talwani, fyrrum forstöðumaður jarðfræðistofn- unar Columbia-háskóla f New York og var skýrsla hans lögð fram sem trúnaðarmál. Sagði Eyjólfur Konráð að á fundi utanríkismálanefndar í gær- morgun, hefði verið ákveðið að fulltrúar þingflokkanna legðu á ráðin um það fyrir jólaleyfi, með hvaða hætti allir þingflokkarnir gætu sameiginlega staðið að undirbúningi samningaviðræðna okkar við Breta, íra og Dani fyrir hönd Færeyinga, en þær verða væntanlega á næstu vik- um. Sagði Eyjólfur að þá yrði væntanlega staðið að viðræðun- um með sama hætti og Jan May- en-viðræðunum á sínum tíma. Aðspurður um skýrsluna sagði Eyjólfur Konráð að hún væri trúnaðarmál, en þó væri engin launung á því að hún styddi mjög sjónarmið íslendinga, sem þeir hafa haldið fram í 4 ár, m.a. með ítrekuðum alþingisályktun um og er það mat hins banda- ríska sérfræðings, að við getum helgað okkur Reykjaneshrygg og víðáttumikil svæði út frá hlíðum hans og einnig ættum vlð mikil réttindi á Rockall-hásléttunni. Þrátt fyrir þetta væri það mat sérfræðingsins að sú stefna ís- lendinga sl. 4 ár að leita sam- starfs við aðrar þjóðir sem uppi hafa kröfur um réttindi á þessu svæði væri rétt. Þá sagði Eyjólf- ur Konráð að enginn vafi væri á því að svæði þetta hefði mikla þýðingu fyrir okkur, bæði hvað varðar nýtingu lífvera og jarð- efna á svæðinu. Geir Hallgrímsson, utanrík- isráðherra, sagði í gærkvöldi að menn væru að gera því skóna að undirbúningsviðræður við Breta og íra vegna þessa máls hæfust seinni hluta janúarmánaðar, en hvað efni skýrslunnar varðaði vildi Geir ekki gefa neinar upp- lýsingar. ur útsvarsprósentan lækkuð úr 11,88% í 11%. Við gerum okkur eigi að síður grein fyrir því, að vegna snarminnkandi verðbólgu verður greiðslustaðan erfið fyrir fólk, en þarna er um varanlega lækkun að ræða, sem mun skila sér í hreinum tekjum, þegar fram líða stundir,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, í samtali við Mbl. „Vegna hins mikla verðbólgu- ástands á þessu ári verður nokkur hallarekstur, en hann verður hreinsaður út á næsta ári. Jafn- framt verður haldið uppi mark- vissum framkvæmdum, sagði Davíð Oddsson ennfremur. Stærstu tekjuliðir frumvarpsins eru tekjuskattur, eða útsvar upp á 1.090,0 milljónir króna og er þar um að ræða tæplega 47% hækkun frá frumvarpi síðasta árs að ræða, fasteignagjöld upp á liðlega 378,7 milljónir króna, sem er um 71,9% hækkun og aðstöðugjöld upp á 380 milljónir króna og er þar um að ræð 43,5%. 1 gjöldum vega félagsmálin þyngzt, en í þau er ætlað að verja liðlega 615,8 milljónum króna, en það er liðlega 59% hækkun frá frumvarpi fyrra árs. Til gatna- gerðar er áætlað að verja tæplega 435,8 milljónum króna, sem er um 1,6% hækkun frá fyrra árs frum- varpi og loks er ætlað að verja 275,2 milljónum króna til fræðslu- mála, sem er um 36,3% hækkun frá frumvarpi síðasta árs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.