Morgunblaðið - 03.01.1984, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANtJAR 1984
20424
14120
KiL
Einbýlishús
5—6 herb.
Með innbyggöum bílskúr á
einum besta stað í Breiö-
holti. Selst folhelt. Tilb. til
afh. fljótl. Mjög góöar teikn-
ingar af hentugu einbýlis-
húsi. Til sýnis á skrifstof-
unni. Ákv. sala.
Engihjalli 4ra herb.
Glæsileg íbúö á 2. hæö, 117 fm.
Kríuhólar 3ja herb.
Falleg og stór íbúð á 1. hæð
með bílskýli. Ákv. sala.
Hraunbær — 3ja herb.
Stór og falleg íbúð á 2. hæð á
einum besta stað í Hraunbæ.
Sérþvottahús.
Bugðulækur —
Sérhæð
Vorum að fá í einkasölu fallega
efri sérhæð. 135 fm, 5—6 herb.
á góðum staö viö Bugöulæk.
Bílskýli.
Ártúnsholt —
hæö og ris
Á góöum stað 150 fm, 30 fm
bílskúr. Selst fokhelt. Teikn. á
skrifstofunni. Ákv. sala.
Skipholt
5—6 herb. góð íbúð á 1. hæð,
117 fm með aukaherb. í kjall-
ara. Til sölu eða í skiptum fyrir
4ra herb. íbúð í sama hverfi.
Vantar 2ja—3ja herb.
400 þús. viö samníng
Höfum veriö beðnir að út-
vega stóra 2ja eða 3ja herb.
íbúð á stór-Reykjavíkur-
svæöinu. Góðar greiöslur í
boði. Öruggur kaupandi.
Vantar í
Árbæjarhverfi
4ra herb. fyrir fjársterkan
kaupanda. Fáar og snöggar
greiöslur í boði fyrir rétta
eign.
Holtsgata —
4ra herb.
Falleg íbúð á 3. hæð öll ný-
standsett.
Hverfisgata — 3ja herb.
Mikiö endurnýjuð íbúð. Ný
eldhúsinnrétting. Nýstandsett
baðherb. með öllum nýjum
tækjum. Ný teppi á gangi og
stofu og margt fleira. Ákv. sala.
Dúfnahólar
3ja herb. góð íbúð á 3. hæð
(efstu) með bílskúrsplötu.
Stórkostlegt útsýni. Skipti
möguleg á 1. hæð á svipuöum
stað, eða í Bökkunum. Ákv.
sala.
Hringbraut —
2ja herb.
Góð 2ja herb. íbúð á 2. hæð
í fjölbýlishúsl á einum besta
stað við Hringbraut. Ákv.
sala.
Snorrabraut — 2ja herb.
á 3. hæð. Ibúöin er í góöu
standi með nýjum gluggum.
Ákv. sala. Laus strax.
Hesthúsabásar —
Kjóavellir
Til sölu eru 4 hesthúsabásar i
glænýju hesthúsi við Kjóavelli
með hlutdeild í hlöðu, kaffi-
stofu, hnakkageymslu o.fl.
.eimasími 52586 — 18163
Sigurður Sigfússon,
sími 30008
Björn Baldursson lögfr.
hagkvæmur
auglýsingamiðill!
J*lor£unl>Iafoií>
Veðurblíða
og hiti á
Costa del Sol
um hátíðirnar
Athugasemd við
sjónvarpsfrétt
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
ferðaskrifstofunni Útsýn:
„Ríkisfjölmiðlarnir hafa haldið
trútt við þá stefnu að minnast
helzt ekki á ferðalög íslendinga
erlendis, nema eitthvað neikvætt
hafi verið til frásagnar. Að vísu
fann bílferjuútgerðin sérstaka náð
fyrir augliti fréttamanna sjón-
varpsins sl. sumar, hvað sem veld-
ur.
Ferðir landans á sólríkasta stað
álfunnar, Costa del Sol, á vegum
Ferðaskrifstofunnar Útsýnar í 20
ár hafa aldrei þótt fréttaefni, fyrr
en nú um jólin, þegar um þær var
sérstaklega fjallað í fréttum 2. dag
jóla á villandi hátt og neikvæðan
að mati áhorfenda sjónvarpsins,
svo að sumir þeirra fundu sig
knúða til að hafa samband við
ættingja sína í Torremolinos, sem
þar dvöldu um jólin á vegum Út-
sýnar og kanna sannleiksgildi
fréttarinnar. Fara hér á eftir um-
mæli hjónanna Ásgeirs Sigur-
jónssonar og Bergþóru Baldvins-
dóttur, Kleppsvegi 36, Reykjavík:
„Við höfðum í dag símasamband
við son okkar vegna hinnar nei-
kvæðu fréttar, sem íslenzka sjón-
varpið birti sl. mánudag, og viljum
lýsa því yfir, að þar er rangt með
farið. Hér er dásamlegt að hvíla
sig í góðu veðri, en hér hefur verið
20—25° hiti síðan við komum
þann 16. desember. Hér er margt
um manninn, hótelið alveg fullt og
vel um okkur hugsað hér. Fólk á
öllum aldri sækir hingað í jóla-
leyfinu til að njóta veðurblíðunn-
ar.“ Það sætir furðu að sjónvarpið
skuli birta slíka frétt, sem tví-
mælalaust er skoðanamyndandi
fyrir almenning, án þess að leita
upplýsinga hjá ferðaskrifstofunni
eða farþegum sjálfum. Gagnstætt
því sem frétt sjónvarpsins gaf til
kynna, dvaldist mikill fjöldi fólks
á Costa del Sol um jólin í góðu
yfirlæti, og svo verður áfram til
vors, en allt gistihúsnæði á Costa
del Sol er þegar uppselt fyrir
sumarið."
Höfóar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
Leitin að „guliskipinuu
hefst aftur að vori
GULLSKIPSMENN hyggjast
halda á Skeiðarársand í vor og
taka upp þráðinn að nýju þar sem
frá var horfið sl. haust eftir að
skipið í sandinum reyndist vera
annað en Indíafarið Het Wapen
van Amsterdam, að því er Kristinn
Guðbrandsson forstjóri Björgunar
hf. sagði í samtali við blaðamann
Mbl. í gær.
„Við erum ákveðnir í að halda
áfram að leita að skipinu og
byrjum iíklega í maf,“ sagði
Kristinn. „Þessa dagana er verið
að athuga með tæki og fleira dót.
Ég á von á að við verðum á svip-
uðum slóðum og við vorum í
fyrra en það er þó óákveðið."
Hann sagði ekkert vera að
frétta af áformum um að ná
þýska togaranum, sem þeir
komu niður á í stað „gullskips-
ins“, upp úr sandinum og selja
hann; það mál væri enn í athug-
un. „Staðan er í rauninni svipuð
og hún var þegar við byrjuðum í
fyrravor," sagði Kristinn Guð-
brandsson.
Undirbúin framleiðsla horm-
ónalyfs úr hryssublóði
Á VEGUM heildverslunarinnar G.
Óiafsson hf. í Reykjavík er unnið aö
tilraunum til framleiðslu á hormóna-
lyfjum úr blóði úr fylfullum hryssum.
Tilraunirnar eru kostaðar af G.
Ólafsson hf. en unnar af Tilraunastöð
Háskóla íslands á Keldum og
Læknadeild Háskólans. Að sögn Ein-
ars Birnis forstjóra G. Ólafsson hf.
hafa tilraunirnar staðið um þriggja
mánaða skeið og hingað til fyrst og
fremst beinst að upplýsingasöfnun og
að finna heppilegustu aöferðirnar til
lyfjaframleiðslunnar en nú færi að
koma að sjálfri tilraunaframleiðsl-
unni.
G. Ólafsson hf. hefur staðið fyrir
söfnun blóðs úr fylfullum hryssum
hér á landi í 4 ár í samvinnu við
hrossabændur. Blóðið hefur verið
selt til lyfjaframleiðenda erlendis
sem nota það til framleiðslu á
hormónalyfi en lyfið er notað til að
stýra tíðahringnum hjá konum og
til hliðstæðra hluta hjá skepnum.
„Þetta hefur gengið skínandi vel
hjá okkur," sagði Einar Birnir um
blóðsöfnunina. „Við, og þá á ég við
okkur alla sem að þessu stöndum,
höfum smám saman verið að kom-
ast upp á lagið með blóðsöfnunina
og erum nú komnir með þá þekk-
ingu sem þar er þörf á. Með þessum
tilraunum með framleiðslu lyfsins
sjálfs erum við að fikra okkur upp
á við í þessu til að vinna þetta sem
mest hér heima. Úr blóðinu er tek-
in ein sérstök tegund hórmóns og
er það gert með nokkurs konar
hreinsun. Vinna okkur hingað til
hefur beinst að því að finna heppi-
legustu aðferðina til þess.“
Einar sagði að mikið framboð
hefði verið af hryssublóði á heims-
markaðnum í ár og þessvegna hefði
minna blóði verið safnað í sumar
en árin á undan. Ef út í framleiðslu
á hormónalyfinu væri farið hér á
landi þyrfti að flytja það mest allt
út, því sáralítil notkun væri á því
hér á landi en það væri spurning
sem ekki væri komið að, hvort
hægt yrði að vinna markað fyrir
lyfið þegar þar að kæmi.
Ragnar S. Halldórsson formaður VÍ:
Ritvilla í áramótagrein
Blac5bnröarfólk
óskast!
Austurbær
Miöbær I
Ármúli 1 —11
Vesturbær
Tjarnargata frá 39
Faxaskjól
í áramótagrein minni í Morgun-
blaðinu þann 31. desember misrit-
aóist eitt orð, þannig að hugmynd-
in um frádrægan tekjuskatt varð
að frádráttarbærum tekjuskatti.
Þessi mistök gefa tilefni til leið-
réttingar og frekari skýringar.
Reynslan hefur sýnt, að ekki
er unnt í kjarasamningum að
bæta hag hinna lægst launuðu
með sérstökum kauphækkunum
þeim til handa. Ástæðan er ekki
sú, að þeir hæst launuðu uni því
illa, heldur verða þá þeir með
næst lægstu launin með sömu
laun og þeir sem áður voru lægst
launaðir. Þá verða þeir óánægð-
Uthverfi
Ártúnsholt
Kópavogur
Hlíöarvegur 30—57
HITAMÆLINGA-
MIÐSTÖÐVAR
fyrir
skip
báta,
og iðnað
Fáanlegar fyrlr sex, átta, tíu, tðlf, sexfán, átján eöa
tuttugu og sex mœllstaöi.
Eln og sama mlöstööln getur tekiö vlö og sýnt
bæöi frost og hlta, t.d. Celclus +200-f850 eöa
0+1200 o.fl.
Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og meö mls-
munandi skrúfgangi fáanlegar
Fyrlr algengustu rlö- og jafnstraumsspennur.
Ljósastafir 20 mm hélr.
Þaö er hægt aö fylgjast meö afgashlta, kæll-
vatnshita. smurolíuhlta, lofthita, kulda í kælum,
frystum, lestum. sjó og „man ekki fleira í bWT í einu
tæki.
Lofaöu okkur aö heyra frá þér
VMtweatu 1«. tw 14680 _ 13280
ir. Þessar kauphækkanir hafa
því fyrr eða síðar tilhneigingu til
að sækja upp launastigann. Af
þessum sökum er mun vænlegri
leið að bæta hag þeirra verst
settu í gegnum tekjuskattskerf-
ið. Frádrægur tekjuskattur gæti
verið slík lausn.
f grein minni var orðið frá-
drægur tekjuskattur notað yfir
hugtakið „negative income tax",
en sú hugmynd byggir á tekju-
jöfnun í gegnum tekjuskatts-
kerfið. Upp að vissu tekjumarki
fá framteljendur greiðslur frá
ríkinu, við jafnvægismarkið er
hvorki greitt úr ríkissjóði né í,
en úr því greiðist tekjuskattur.
Með þessari aðferð mætti ein-
falda skattkerfið verulega, t.d.
sameina tekjuskatt og útsvar, en
einnig gera ýmsar tekjutilfærsl-
ur skilvirkari með því að sam-
eina þær skattkerfinu. Útborgun
þeirra ræðst þá af tekjum, þann-
ig að bætur almannatrygginga
og niðurgreiðslur vöruverðs yrðu
ekki inntar af hendi jafnt til
þeirra lægst launuðu og þeirra,
sem betur eru settir.
Hugmyndin um frádrægan
tekjuskatt hefur verið allítar-
lega könnuð erlendis. Á undan-
förnum árum hefur hún einnig
komið til skoðunar hér. Nú
stendur yfir á vegum Kauplags-
nefndar könnun, sem leiða á í
ljós, hversu stór hópur láglauna-
fólks er. í komandi kjarasamn-
ingum virðist því vænlegra að
kanna þessa hugmynd nánar í
stað þess að stefna stöðugleika
verðlags í hættu með óraunhæf-
um kauphækkunum, sem fyrr
eða síðar æða upp allan launa-
stigann og út í verðlagið.