Morgunblaðið - 03.01.1984, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984
Nauðsynlegt að ná traust-
um tökum á grundvallarfor-
sendum heilbrigðs þjóðlífs
íslendingar.
Árið sem er að líða hefur verið
viðburðaríkt, bæði á innlendum og
erlendum vettvangi.
Innanlands hefur verið gripið til
róttækra aðgerða til þess að rétta
við þjóðarskútuna eftir vaxandi
slagsíðu undanfarinna ára. Það
veit ég að allir íslendingar vilja að
takist, þótt skiptar skoðanir muni
vera um leiðir.
Á erlendum vettvangi hafa þeir
hlutir gerst, sem geta ráðið örlög-
um mannkyns.
Við stöndum því ekki aðeins á
venjulegum áramótum, heldur á
óvenju alvarlegum tímamótum.
Rík ástæða er því til að staldra
við, líta yfir farinn veg og athuga
vel hvar við erum stödd og hvert
við stefnum.
En það er ekki nóg að líta á eitt
ár eða jafnvel tvö, því; „Án
fræðslu þess liðna sést ei hvað er
nýtt.“
Það er ævintýri líkast, hve ís-
lenska þjóðin hefur á skömmum
tíma byggt upp velferðarþjóðfélag
með einhverjum bestu lífskjörum,
sem þekkjast í víðri veröld. Þessi
þróun hefur verið stórstígust síð-
ustu áratugina. Framfarasóknin
til lands og sjávar hófst þó af tölu-
verðum krafti um og eftir alda-
mótin. Einnig er ákaflega
athyglisvert, hve miklu var afrek-
að í fátæktinni fyrir síðustu
heimsstyrjöld, þegar kreppan
mikla gekk yfir heiminn. Þá var
mörgu Grettistakinu lyft. Vegir
voru lagðir, skólar byggðir, grund-
völlur lagður að stóriðju í sjávar-
útvegi, svo fátt eitt sé nefnt. Þess
njótum við nú. Það er á þeim
grunni, sem efnahagur þjóðarinn-
ar hefur tekið gífurlegum fram-
förum undanfarna fjóra áratugi.
Á þeim tíma hefur auður þjóðfé-
lagsins líklega um það bil þrefald-
ast.. Síðasta áratug jókst þjóðar-
framleiðslan jafn mikið á ári að
meðaltali og í Japan, og í engu
öðru landi meira. Um þetta bera
ljósan vott eignir og lífskjör ein-
staklinga og fjölskyldna, og ekki
síður sameiginleg þjónusta í
heilsugæslu, menntun, samgöng-
um, og þannig mætti lengi telja.
í raun er þetta allt afrakstur af
auðæfum til lands og sjávar og at-
orku einstaklinganna.
En þessu lífskjarakapphlaupi
hafa fylgt ýmsir alvarlegir vaxt-
arverkir. Sannast hefur, að mikið
vill meira. Flest undanfarin ár
höfum við íslendingar eytt um-
fram efni. Það hefur þó ekki kom-
*
Aramótaávarp
Steingríms
Hermannsson-
ar forsætis-
ráðherra
ið mjög að sök, því að þjóðar-
framíeiðslan, einkum sjávarafl-
inn, hefur jafnt og þétt aukist og
því unnt að greiða skuldirnar.
Að þessu leyti stöndum við nú
áreiðanlega á krossgötum. Auð-
lindunum eru takmörk sett og þær
auðlindir, sem við höfum fyrst og
fremst nýtt til lands og sjávar, eru
að öllum líkindum fullnýttar.
Lífskjarakapphlaupið hefur
einnig haft mikil og oft skaðleg
áhrif á mannlífið sjálft. Nokkur
atriði vil ég nefna.
Ég er ekki í nokkrum vafa um,
að aukna notkun fíkniefna og eit-
urlyfja má rekja til þeirrar streitu
og þreytu, sem fylgir kapphlaup-
inu við verðbólguna og eftir stöð-
ugt auknum veraldlegum gæðum.
Það er mikið rétt í því, sem Einar
Benediktsson segir í hinu mikla
kvæði Einræður Starkaðar:
„Geðið ber ugg, þegar gengið er hátt,
gleðin er heilust ogdýpst við það smáa'
Með fleiri tómstundum þurfa
menn betri aðstöðu til heilbrigðra
athafna. Ég er sannfærður um, að
fátt er betri fjárfesting fyrir
framtíðina en að skapa æsku
þessa lands og reyndar öllum körl-
um og konum aðstöðu til þess að
fá útrás fyrir sína orku í íþróttum,
útivist og öðrum heilnæmum
leikjum og athöfnum.
Vafalaust má einnig rekja
mikla cyðslu til áhrifa frá verð-
bólgunni. Raunar er það skiljan-
legt, að menn vildu nota fé sitt
sem fyrst, þegar verðbólga var
mikil og fjármagnið fékkst ekki
tryggt gegn rýrnun. Sá tími er
hins vegar sem betur fer liðinn.
Verðbólga er orðin brot af því sem
var, og sparifé er vel verðtryggt.
Mikil eyðsla enn veldur því undr-
un og áhyggjum.
Er hagur almennings þrátt fyrir
allt svo góður, það færi betur, eða
er verðbólguhugsunarhátturinn
enn um of ráðandi? Því miður er
líkiega hið síðara rétt.
Umsvifamikill kaupmaður sagði
mér nýlega, að ekkert lát væri á
sölu, en flest væri keypt á láns-
kjörum. Hann kvað hins vegar
vanskil viðskiptavina hafa marg-
faldast og skiptu nú milljónum
hjá honum einum. Þetta er illt og
dregur dilk á eftir sér. Væntan-
lega mun reynslan kenna mönnum
ráðdeild á ný, en sá skóli er oft
erfiður.
Ég get heldur ekki vafist þeirri
hugsun, að spennan í þjóðfélaginu
hafi aukið deilur á milli þéttbýlis
og dreifbýlis. Menn, sem gera
verður kröfu til að tali af ábyrgð,
virðast t.d. telja það leysa efna-
hagsvanda þjóðarinnar að hætta
sem mest framleiðslu landbúnað-
arafurða í okkar eigin landi. Ef-
laust má fá landbúnaðarafurðir,
sem eru stórlega niðurgreiddar og
offramleiddar erlendis, á lægra
verði en hér, a.m.k. tímabundið.
En það er aðeins falskur stund-
argróði. Aðrar þjóðir leggja á það
áherslu að vernda framleiðslu
sína á grundvallarþörfum þjóðfé-
lagsins. Hollar og góðar landbún-
aðarafurðir eru þar fremstar í
flokki. Sú þjóð er ekki sjálfstæð,
síst af öllu eyþjóð, sem ekki nýtir
gróðurlendi sitt til framleiðslu.
Auk þess hafa þúsundir manna at-
vinnu af landbúnaði og hann skap-
ar jafnvægi bæði í búsetu og
mannlífi. Bændamenningin hefur
og verið einn hornsteinn íslenskr-
ar menningar. Án landbúnaðar
væri þjóðin fátæk.
Hitt er svo annað mál, að gera
verður þær kröfur til landbúnað-
arins sem annarra atvinnugreina,
að gætt sé hagsýni og framleiðsl-
an aðlöguð þörfum þjóðarinnar. Á
því sviði hefur reyndar mikið
áunnist, fyrst og fremst fyrir að-
gerðir bænda sjálfra.
Af sama toga virðist mér hávær
mótmæli við aðstoð við fámenn
byggðarlög, þegar um tímabundna
erfiðleika, t.d. í útgerð, er að ræða,
jafnvel þótt atvinnuleysi og flótti
blasi að öðrum kosti við íbúum
staðarins. Það gleymist fljótt hve
mikinn auð fjölmargir slíkir stað-
ir hafa fært í þjóðarbúið, þótt
smáir séu. Staðreyndin er einnig
sú, að þau eru orðin æði mörg
sjávarþorpin, sem fengið hafa að-
stoð vegna tímabundinna erfið-
leika en mala nú á ný gull fyrir
þjóðarheildina.
Með þessum orðum á ég ekki
við, að illa rekin fyrirtæki, hvort
sem er til lands eða sjávar, megi
ekki stöðvast. Þau hijóta að stöðv-
ast og aðrir að taka við rekstrin-
um, sem betur geta gert. Slík
Nteingrímur Hermannsson
fyrirtæki verða ekki rekin á kostn-
að heildarinnar.
En þjóðina má ekki kljúfa í
fylkingar. Á því höfum við Islend-
ingar ekki efni. Hver hlekkurinn
er öðrum ómissandi. Við erum ein
þjóð og höfum miklar skyldur
hvert gagnvart öðru.
Ef til vill má rekja slíkar deilur
til þess að þjóðerniskenndin er
ekki eins sterk nú og áður var, og
þjóðleg fræði ekki eins í hávegum
höfð m.a. í skólum landsins. Ég
efast um að annað hlutverk skól-
anna sé mikilvægara en að tengja
nemendur sem best landi sínu og
þjóð.
Þjóðerniskenndin er ekki í tísku
nú, eins og fyrr. Þó er það líklega
sú tilfinning, sem tengir þjóðina
best saman og tryggir sjálfstæði
hennar því eins og Grímur Thom-
sen segir:
„Sá er bestur sálargróður,
sem að vex í skauti móður,
en rótarslitinn visnar vísir,
þó vökvist hlýrri morgundögg”.
Allt ber þetta að sama brunni.
Bæði af efnahagslegum og mann-
legum ástæðum er nauðsynlegt að
ná traustum tökum á grundvallar-
forsendum heilbrigðs þjóðlífs.
Þessi vandamál eru innlend.
Lausn þeirra er í okkar eigin
hendi og I raun óafsakanlegt, ef
við fáum ekki við þau ráðið. Þó er
ekki sama hvernig það er gert.
í þeim tímabundnu erfiðleikum,
sem við eigum við að stríða nú,
hljóta kjör einstaklinga að skerð-
ast og ýmiss konar sameiginleg
þjónusta að dragast saman um
skeið. Annað er blekking. Mikil-
vægast er, að þessum byrðum sé
dreift þannig, að þeir beri, sem
borið geta. Mér er ljóst, að þetta
er ekki í fyrsta sinn, sem minnst
er á breiðu bökin. Eflaust er það
einnig rétt, að oft hefur mistekist
að dreifa byrðunum réttlátlega.
Engu að síður er krafan réttmæt
og að því verður að stefna.
í þessu sambandi vil ég minna á
grundvallarforsendu okkar þjóð-
félags um öryggi öllum til handa.
Við viljum ekki, að menn líði skort
eða þurfi af efnahagsástæðum að
kvíða elli eða sjúkleika. Sjálfsagt
er að leita leiða til að veita sömu
eða betri þjónustu með minni til-
kostnaði, en aldrei má missa sjón-
ar af þessu grundvallaratriði.
Á alþjóðlegum vettvangi hafa
hins vegar hrannast upp óveð-
ursský, sem ekki er á okkar valdi
einna að stöðva. Eftir tuttugu ára
kjarnorkuvopnakapphlaup virðist
svo sem stórveldin hafi misst
taumhald á framleiðslu gjöreyð-
ingarvopna. Friðurinn byggist á
hræðslu við tortímingu. Friður í
skjóli ótta er ekki góður friður.
Mannkynið þarf frið og frelsi frá
ótta og ánauð.
Stöðug umræða um gjöreyðingu
veldur vonleysi um framtíðina,
ekki síst hjá þeim yngri, sem sjá
fram á fleiri ár í skjóli óttans.
Rótleysi og kæruleysi fylgir.
Við íslendingar leyfum hvorki
kjarnorkuvopn né eldflaugar á ís-
lensku landi. Við höfum á alþjóð-
legum vettvangi lagt áherslu á
gagnkvæma afvopnun. En við
þurfum þó enn að herða róðurinn
og leggja þyngra lóð á vogarskál
friðar án ótta. Við krefjumst þess
að viðræður hefjist á ný án tafar,
stórveldin komi sér saman um ör-
uggt eftirlit, stöðvi jafnframt
framleiðslu gjöreyðingarvopna og
eyði þeim, sem nú eru til. Um slíka
stefnu, án öfga en með festu, get-
um við íslendingar sameinast. Þá
mun verða eftir okkar rödd tekið,
þótt smáir séum.
Þótt skuggi kjarnorkunnar hvíli
stærstur yfir heimsbyggðinni nú,
eru aðrir daglegir erfiðleikar
mannkyns margir. Stöðugt berast
fréttir af styrjöldum, hryðjuverkj-
um, náttúruhamförum og hungri.
Okkar erfiðleikar eru litlir í sam-
anburði við það. Á þessu hafa ís-
lendingar skilning, eins og glöggt
kom fram í söfnun kirkjunnar nú
fyrir jólin, en ótrúlegt er það, að á
þessum tíma tækninnar, þegar við
á norðurhveli jarðar búum við
allsnægtir, líður stór hluti íbúa
heimsins af vaxandi hungursneyð.
Um þessa öfugþróun virðast
þjóðirnar furðu skeytingarlausar.
Fræðimenn spá því þó, að fram-
undan séu stórum meiri erfiðleik-
ar vegna mikillar fólksfjölgunar,
þverrandi auðlinda og enn vax-
andi hungurs hinna fátækari, ef
ekki er þegar snúið við blaði, lifn-
aðarháttum breytt og horfið af
braut eyðslu og sóunar.
Hver er staða okkar íslendinga í
slíkri heimsmynd? Hvernig getum
Svívirtir áhorfendur
Sýning á vegum stúdenta-
leikhússins í Tjarnarbæ
Leiklist
Ólafur M. Jóhannesson
Ég hrökk við er mér barst her-
kvaðning þess efnis að ég a‘tti að
sjá leiksýningu hjá Stúdentaleik-
húsinu er nefndist Svívirtir áhorf-
endur. Gagnrýnendur eru varir
um sig og því létti mér óumræði-
lega er vingjarnleg stúlka skipti
um sæti við mig og ég færðist af
öðrum bekk yfir á þann seytj-
ánda. Ég hafði á tilfinningunni að
ég væri óhultari fyrir svívirðing-
unurn aftast í salnum en rétt við
sviðið. Auðvitað hefði ég átt að
setjast út við dyr en allt fór þó vel
að lokum. Það gleymdist nefni-
lega að svívirða áhorfendur, nema
svona rétt undir lokin, þegar leik-
húsgestir gengu á rauðum dregli
útaf sýningunni þvert yfir Tjarn-
argötuna við lúðrablástur og í
fylgd logandi kyndla og prúðbú-
inna lögregluþjóna. Ég er sam-
mála vinkonu minni er ég bauð á
sýninguna að svona nokkuð mætti
endurvekja í henni Reykjavík.
Af hverju fara menntaskóla-
nemar ekki í blysfarir, í kjól og
hvítt og síðkjól á dansleiki þar
sem er dansaður menúet og
menn upphefjast um stund í
þann heim sem aðeins rætist í
draumi. Þá fengju menn for-
smekk af lífinu í höllu álfakon-
ungsins í stað þess að húka í
klettaskoru í fylgd útilegu-
manna svælandi skít. En hér er
víst um tómt mál að tala meðan
þeir sem skapa vímumenning-
una ráða yfir digrum sjóðum.
Ég veit ekki af hverju ég fer hér
út í þessa sálma. En ég get ekki
að því gert að í hvert sinn sem
ég geng framhjá Tjörninni,
þessum eðalsteini Reykjavíkur,
þá setur að mér trega og ég óska
þess að hinir hjartahreinu í
heimi listarinnar hverfi aftur
til náttúrunnar, þessarar frum-
uppsprettu allrar listar. Sú
hugsun sækir æ fastar á að
listskapendur sæki ekki lengur
styrk sinn til lífgjafans mikla.
Þannig fannst mér textinn í
Svívirtum áhorfendum ekki
sækja styrk í gróður jarðar
heldur þær lífvana lendur er
eiturgufur skilja eftir sig. Ég
ætla ekki að eyða frekari orðum
að þessum texta sem minnti
einna helst á orðaflækjur Zen-
presta, nema stöku sinnum þeg-
ar lúmskt grín var gert að
áhorfendum. Ég vil bara taka
undir með Má Jónssyni er gaf
eftirfarandi yfirlýsingu í
leikskrá að lokinni vélritun
handrits: Hrefna — aldrei hef-
ur mér liðið jafn vel að ljúka
nokkru verki og þessu. Þetta er
leiðinlegasta leikrit sem ég hef
lesið og vonandi ber verkefna-
valsnefnd gæfu til að velja
betra verk en þetta og skemmti-
legri. Áþján, kvöl og pína. Ég
kem ekki nálægt þessu meir og
þvæ hendur mínar.
Svo mörg voru þau orð Más
vélritara enda sá hann aðeins
textann en ég upplifði orðin af
munni leikaranna. Það er nú
annar handleggur eins og mað-
urinn sagði. Tel ég að leikstjór-
anum, Kristínu Jóhannesdóttur,
hafi tekist stórvel að magna hið
sjónræna í leiknum. Held ég að
leiksýningin hefði náð í hæðir
hefðu leikararnir bara haldið
kjafti, slíkt er vald Kristínar yf-
ir sjónsviðinu. Leikararnir léku