Morgunblaðið - 03.01.1984, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.01.1984, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 15 við tryggt okkar framtíð sem best? Hvernig getum við lagt okkar af mörkum til þess að draga úr þeim erfiðleikum, sem virðast blasa við heiminum? Þetta eru stórar spurningar og þeim verður að svara. Allar áætlanir munu reynast marklausar skýjaborgir og hrynja ef grundvöllurinn er ekki traustur. Það hefur reynsla undanfarinna ára kennt okkur svo ekki verður um deilt. Því verður það að vera okkar fyrsta markmið að eyða verðbólgunni og treysta undir- stöður efnahagslífsins. Þetta er nú á góðri leið með að takast og skal takast til hlítar. Við íslendingar deilum um margt. Við deilum um stefnur, um málefni og menn, við deilum um hagsmuni einstaklinga og stétta. Já, við deilum líklega um flest. Um leið og við viðurkennum að svo mun það vera, skulum við jafnframt hugleiða, að slík bar- átta, ef hún keyrir úr hófi fram, getur verið hættuleg þjóðarhag. 011 viljum við heill þjóðarinnar, heildarinnar. Ættjarðarástina eigum við saman, um það deilum við ekki. Ég skora á íslendinga að sam- einast um að kveða niður verð- bólgudrauginn, helst í eitt skipti fyrir öll. Við skulum setja okkur það markmið að skapa atvinnulíf- inu traustan grundvöll á nýju ári. Ég legg einnig áherslu á, að það svigrúm, sem við höfum, verði notað til þess að bæta kjör þeirra, sem lökust kjör hafa. Éfnahagur einstaklings og fjölskyldunnar er einnig mikilvægur. Þegar þetta hefur tekist, er ég sannfærður um, að aðstaða okkar íslendinga verður talin óvenju góð og betri en flestra annarra þjóða. Við eigum nóg landrými og landið er gott og mengun lítil. Gróðureyðing hefur að visu orðið of mikil, en því má auðveldlega snúa við. Auðlindirnar til lands og sjávar eru endurnýjanlegar og geta, ef rétt er með farið, tryggt þau lífskjör, sem við höfum nú. Á þess- um sviðum má auk þess enn stór- lega auka verðmæti með betri nýt- ingu og nýjum framleiðslugrein- um. Ég nefni fiskeldi og loðdýra- rækt sem dæmi um stórkostlega möguleika. Aðrar auðlindir lands- ins eru enn lítið nýttar og geta orðið grundvöllur nýrrar sóknar til betri lífskjara. Orkan í fall- vötnum og jarðvarma er aðeins að litlu leyti nýtt og verður verðmeiri með hverju ári. Allt er þetta mikilvægt, en þó er ótalinn sá auður, sem liklega er mestur, auðurinn í okkur sjálfum. íslenska þjóðin er vel menntuð og býr yfir mikilli þekkingu. Sú þekk- ing er þegar orðin grundvöllur að ýmiss konar háþróaðri fram- leiðslu, þótt í smáum stíl sé enn. Hugvitssemi þeirra, sem haslað hafa sér völl á ýmsum sviðum raf- eindaiðnaðarins, er aðdáunarverð, svo dæmi sé nefnt. Ég er sann- færður um, að í þekkingunni ligg- ur okkar mesti vaxtarbroddur. En slíkt framtak er vonlaust nema efnahagslífið sé heilbrigt. Þekk- ingin getur jafnvel orðið til að- stoðar vanþróuðum löndum, því fátt skortir meira þar. Vel má vera að hagvöxtur næstu ára verði aldrei eins mikill og hann hefur verið undanfarin ár, en það er líka óþarft. Okkur er áreiðanlega hollt að hægja á í lífskjarakapphlaupinu, en huga meira að því sem mannlífið bætir. Fyrir skömmu var ég daglangt á fjöllum í dásamlegu vetrarveðri. Állt var svo hreint, fagurt og frið- sælt. Vandamálin hurfu og svörin urðu augljós. Slíka staði eigum við um allt land, aðeins steinsnar frá flestri byggð. Þær eru ekki marg- ar þjóðirnar í mannfjöldahafinu, sem eiga slíkan auð. Gæði landsins og þeir kostir, sem við eigum, eru margir og góð- ir. Framtíðarþróun má hins vegar ekki ráðast af tilviljun. Henni vilj- um við ráða sem mest sjálfir. Til þess að svo megi verða, er nauð- synlegt að við búum okkur sem best undir framtíðina. Því hef ég lagt til í ríkisstjórninni, að fram- kvæmt verði langtímamat og spáð um þjóðfélagsþróun næsta aldar- fjórðung. Slíkt starf þarf að vinn- ast af vandvirkni, ef það á að verða raunhæft og unnt að byggja á því framfarasókn. En þannig unnið getur það orðið ómetanlegt fyrir opinbera aðila, atvinnurekst- urinn og einstaklinga. Við gerum okkur þá betur grein fyrir því, hvar við stöndum og hvert við stefnum. Á þeim miklu tímamót- um, sem nú eru, er það nauðsyn- legt. Tímabært er, að við hefjum okkur upp úr þeirri bölsýni, sem einkennt hefur verðbólgu- og lífskjarakapphlaup undanfarinna ára, enda framtíðin björt, ef vel er á málum haldið. Góðir íslendingar. í þessu ávarpi hef ég forðast talnalestur um erlendar skuldir, vísitölu og fleira í efnahagsmál- um, sem stöðugt glymur í eyrum. Þann mikla árangur, sem náðst hefur, finnur hver maður í sínu eigin lífi. Ég hef hins vegar talið nauðsynlegt að benda á ýmis al- varleg vandamál, sem rekja má til efnahagsástands undanfarinna ára. Með því vil ég leggja áherslu á þá bjargföstu skoðun mína, að þjóðinni sé lífsnauðsynlegt að ná föstum tökum á efnahagsmálum. Um það skulum við taka höndum saman á nýju ári. Vafalaust getur framtíðin í okkar fagra og góða landi orðið ágæt. Það mun hún verða ef við snúum bökum saman í nýrri sókn til bættra lífskjara og betra mannlifs. Við skulum jafnframt vona, að í heimsmálunum verði breyting og þokist til betri vegar. Að því mun- um við íslendingar stuðla eftir mætti. Megi þessar vonir rætast á ár- inu 1984. Þá ósk flyt ég íslending- um öllum um leið og ég þakka það ár sem er að líða. Megi friður og farsæld ríkja á nýju ári. líka í höndum hennar eins og tuskubrúður og náðist fágætt samspil milli leikstjóra og Höfundurinn Peter Handue leiksviðs. Samspil sem næst að- eins þegar leikarar eru vandan- um vaxnir og leikstjórinn er gæddur ómældum viljastyrk og óvenjulegum listrænum gáfum. En það þurfa ekki endilega að fara saman listrænir hæfileikar og tilfinning fyrir því er passar í kramið hjá áhorfendum. Þegar slíka tilfinningu vantar sitja bæði leikendur og áhorfendur uppi með svívirðinguna. P.s. Sú regla verður ekki brot- in hér að geta ekki sérstaklega á haus greinar um aðstandendur leiksýningar, sé þeirra ekki get- ið í leikskrá, en ég fann slíka skrá ekki í annars ágætu leik- skrárplakati Stúdentaleikhúss- ins. MÁ KVNNA ÞIG FYRIR TÖLVUM: ÞÆR BÆTA STÖÐU ÞÍNA í ATVINNULÍFINU Eins og alltaf þegar ný tækni er tekin í notkun verða allskonar árekstrar og vandamál skapast sem rakin verða til þekkingarskorts og vankunnáttu. Talsvert hefur skort á að menn hafí getað hagnýtt sér hina nýju tölvutækni í jafn ríkum mæli og þeir hefðu kosið. Með bættri þekkingu má koma í veg fyrir vandamál og óhöpp í tölv- uvinnslu. Tölvunámskeið Stjómunarfélagsins gera ekki kröfu um sérstaka menntun eða þekkingu þátttakenda á tölvum. Nokkur námskeið gera þó ráð fyrir þekkingu þátttakenda á viðkomandi efni. Skipta má námskeiðum Stjórnunarfélagsins í þrjá meginflokka: Almenn grunnnámskeið um tölvur og tölvuvinnslu-, Tölvunámskeið þar sem kynnt eru eða kennd sérstök forrit eða forritakerfí-, Tölvu- námskeið stjórnunarlegs eðlis. Kynntu þér tölvunámskeið Stjórnunarfélagsins sem haldin eru í janúar. Eitthvert þeirra er þér að skapi og getur bætt stöðu þína í atvinnulífínu. Ritvinnsla Notkun ritvinnslukerfa í staö ritvéla hefur veriö aö færast mjög í vöxt hér á landi sem annars staöar á undanförnum árum. Til skamms tíma hefur þó ritvinnsla á minni tölvur átt erfitt uppdráttar hérlendis vegna erf- iöleika við íslenska stafrófið. Nú má segja aö þeir séu aö miklu leiti aö baki og ber fjöldi rit- vinnslukerfa á markaönum í dag vott um það. Tilgangur námskeiðsins er að kenna rit- vinnslu á minni tölvur. Námskeiöiö hentar sérstaklega fyrir ritara, sem starfa við eöa hyggjast starfa við rit- vinnslu, og vilja fylgjast með tækninýjungum í starfi sínu. LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guöjohnsen, rit- vinnslukennari hjá Stjórnunarfélagi íslands. Multiplan Markmiö námskeiösins er aö gefa stjórn endum og öðrum sem starfa viö áætlanagerð og flókna útreikninga innsýn í hvernig nota má tölvur á þessu sviði, meö sérstöku tilliti til þeirra möguleika sem Multiplan býöur. Notagildi Multiplan er m.a. við: — Áætlana- gerö. - Eftirlíkingar. — Flókna útreikninga. — Skoöun ólíkra valkosta. — Meðhöndlun magntalna jafnt og krónutalna. Námskeiöiö krefst ekki þekkingar á tölvum, ætlaö öllum sem vilja tileinka sér þekkingu á forritinu Multiplan. LEIÐBEINENDUR: Páll Gestsson, flugumferöarstjóri, starfar nú hjá Flugumferðastjórn og sem ráögjafi viö tölvuáætlanagerð. Valgeir Hallvarösson véltæknifræðingur Grunn námskeið I Grundvallarhugtök í tölvufræöum. — Stutt ágrip af sögu tölvuþróunarinnar. — Lýsing helstu tækja sem notuð eru í dag. — Hug- búnaður og vélbúnaöur. — BASIC og önnur forritunarmál. — Notendaforrit: Kostir og gallar. — Æfingar á tölvuútstöövar og smá - tölvur. - Kynning á notendaforritum. LEIÐBEINENDUR: Óskar J. Óskarsson, deildarstjóri. Sigurbergur Björnsson, viöskiptafræðingur Páll Gestsson, flugumferðarstjóri. Ragna S. Guðjohnsen, ritari. 16-19 ian. kl. 13-17 e.h. 9-12 jan. kl. 13-17 e.h. Tölvur eru i dag fyrst og fremst notaðar við úrvinnslu gagna Samt er það svo aö hefö- bundin forritunarmál s.s. Basic og Fortran eru fyrst og fremst ætluð fyrir tölulega útreikninga og því ekki þjál viðgagnavinnslu. Gagnasafnskerfi hafa því augljósa kosti fram yfir önnur mál, þegar unniö er meö gagna- söfn. Dæmi um gagnasöfn eru m.a. birgöa- skrár, fasteignaskrár og viðskiptamanna- skrár. Eitt vinsælasta gagnasafnakerfiö á mark- aönum í dag er DBASE II sem fá má á vel- flestar smátölvur. Á þessu námskeiöi fá þátt- takendur innsýn í þaö hvernig skal skipuleg- gja gögn, gagnameðhöndlun og gagnaúr- vinnslu, og eftir námskeiðiö skulu menn vera færir um aö nota DBASE II í þessu skyni. Námskeiðið er ætlaö stjórnendum og öðrum þeim sem vilja tileinka sér notkun gagnasafn- skerfa á smátölvur. LEIÐBEINENDUR: Valgeir Hallvarðsson, véltæknifræöingur, rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi hf. 16-19 jan. kl.9-13f.h. 9-12 jan.kl. 9-13 f.h. 30 jan.-2 feb. kl.9-13f.h. Bókhald með smátölvum Tilgangur námskeiðsms er aö gefa þátt- takendum innsýa í og þjálfun við tölvuvætt fjárhags-, viðskiptamanna- og birgðabókhald og kynna hvaöa möguleikar skapast meö samtengingu þessara kerfa. EFNI: Tölvuvæöing bókhalds og skráningarkerfa. — Sambyggö tölvukerfi og möguleikar þeirra. — Æfingar og kennsla á tölvur. Námskeiöiö er ætlaö þeim aöilum er hafa tölvuvætt eöa ætla aö tölvuvæða fjárhags-, viðskiptamanna- og birgöabókhald sitt og einnig þeim sem vinna við kerfið á tölvurnar. Gert er ráö fyrir þekkingu í bókfærslu. LEIÐBEINENDUR: Jón Sigurösson, viöskiptafræöingur, rek- strarráögjafi hjá Hagvangi h/f. 23-25 jan. kl. 9-13 f.h. Basic Tilgangur þessa námskeiðs er aö kenna for- ritun í Basic og þjálfa þátttakendur í meöferð þess. Að námskeiðinu loknu skulu nemendur vera færir um aö leysa eigin verkefni. Kennslan fer fram meö verklegum æfingum undir leiösögn kennara. Jafnframt er stuöst við kennsluefni af myndböndum. Farið veröur yfir skipanir i Basic, þær utskýrðar, og helstu aöferðir við mótaöa forritun kynntar Raunhæf verkefni veröa leyst. Námskeiöið er ætlað öllum þeim sem læra vilja forritun í Basic. LEIÐBEINANDI: Björn Guðmundsson, forritari hjá Proco hf. 23-26 jan. kl. 13-17 e.h. ENDURMENNTUN Sljórnunarfclagið hcfur gcrt samkomulag Iwcði við Vcrslunarmannafclag Kcykja víkur og Slarfsmannafclag ríkissiofnana |>css cðlis að fclagsmcnn (icssara fclaga jjeia soil um slvrk lil setu á namskeiðum félagslns. Nanari upply singar um fjárhæð og |>au namskcið scm siyrki cru, cru vcillara skrifslofum \ iðkomandi fclaga. ^STJÓRNUNARFÉIAG ISIANDS SIÐUMULA 23 SÍMI 82930

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.