Morgunblaðið - 03.01.1984, Side 17

Morgunblaðið - 03.01.1984, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 17 Útflutningur á 150 hryssum: Búnaðarfélagið mælir með útflutningi án lágmarksverðs „Búnaðarfélagið hefur ekki sent umsögn sína frá sér, en ég get upp- lýst að hún verður jákvæð og ég hef þegar tilkynnt hlutaðeigandi aðilum það, Búnaðarfélagið mun ekki leggj- ast gegn þessari sölu,“ sagði Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, er hann var spurður um um- sögn BÍ um útflutning á 150 hryss- um. Gn eins og skýrt var frá f frétt Morgunblaðsins fyrir helgi, liggur nú og bíður afgreiðslu hjá landbún- aðarráðuneytinu umsókn um leyfi á útflutningi 150 hryssa. Búnaðarfé- lagið er umsagnaraðili ásamt Fram- leiðsluráði landbúnaðarins, sem þeg- ar hefur skilað umsögn og mælt með erindinu. Umsókn þessi um útflutning vekur athygli vegna þess, að sótt er um leyfi til að flytja hryssurnar út á jafnaðarverði, 20 þúsund krónum fyrir hvert hross, en nú um áramótin tóku gildi nýjar regl- ur um lágmarksverð undaneld- ishrossa. Þar eru hryssur í neðsta verðflokki, settar á 30 þúsund króna lágmarksverð. Birna Bald- ursdóttir sölufulltrúi hjá SÍS sagði í samtali við Morgunblaðið, að verðið, 20 þúsund krónur, væri í samræmi við mrkaðsverð nú. Þá sagði hún, að væntanlega yrði á næstunni sótt um leyfi til að flytja út 60 hross til Svíþjóðar, bæði Sauóárkróki, 30. desember. í GÆR var fjölmenni samankomið í nýrri byggingu heilsugæslustöðvar við Sjúkrahús Skagfirðinga á Sauðár- króki. Við það tækifæri afhenti Matthías Bjamason heilbrigðisráðh- erra stjórn sjúkrahússins hluta bygg- ingarinnar til afnota, það er aðra hæð og kjallara. Framkvæmdir við heilsugæslu- stöðina hófust í september 1977, þegar þáverandi heilbrigðisráð- herra, Matthías Bjarnason, tók fyrstu skóflustunguna. Húsið er þrjár hæðir auk kjailara á 600 fer- metra grunnfleti. Fyrirhuguð starf- semi í byggingunni er í stórum dráttum sú, að í kjallara verður hryssur og vanaða hesta, og yrði þar um að ræða umsókn á „gamla verðinu". Gunnar Bjarnason ráðunautur um útflutning hrossa, sagði er sjúkraþjálfun, þvottahús, viðgerða- þjónusta og fleira. Á 1. hæð verður heilsugæslan til húsa, læknamót- taka með tilheyrandi aðstöðu, bið- stofum og slíku og öll aðkoma að sjúkrahúsinu í framtíðinni. Á 2. hæð verður setustofa sjúklinga, röntgenþjónusta, rannsóknarstof- ur, verslun og fleira. Á 3. hæð verða skurðstofur sjúkrahússins. Ríkis- sjóður greiðir 85% byggingarkostn- aðar og heimaaðilar, þ.e. Sauðár- króksbær og Skagafjarðarsýsla, 15%. Hönnuðir byggingarinnar eru Knútur Jeppesen arkitekt ásamt Gunnari Pálssyni og félögum hans hjá Verkfræðistofnuninni önn. blaðamaður spurðist fyrir um málið hjá honum, að sannleikur- inn væri sá, að ekki þýddi að setja neitt lágmarksverð á hross til út- flutnings. Um væri að ræða mark- Til þessa hefur byggingin verið unnin í þremur áföngum. Fyrsta áfangann byggði Byggingarfélagið Hlynur hf., 2. áfanga byggði Tré- smiðjan Ás og 3. áfanga, sem nú er verið að ljúka við, annast Hlynur hf. Með þeim áfanga verður lokið við að innrétta 2. hæðina og búa hana tækjum að miklu leyti. Við athöfnina í gær töluðu Sæ- mundur Hermannsson sjúkrahús- ráðsmaður, Ragnar Arnalds alþing- ismaður og Matthías Bjarnason, heilbrigðisráðherra. Ráðherrann bar í ræðu sinni lof á samhug Skagfirðinga í heilbrigðismálum og sagði hann til fyrirmyndar. Sjúkra- aðsverð eins og á hverri annarri vöru, sem lágmarksverð gæti engu breytt um. Hann nefndi sem dæmi, að vegna mikillar eftir- spurnar hér heima árið 1982, hefðu hross verið það há í verði, að útflutningur var mjög lítill. Inn- anlandsverð lækkaði í fyrra, árið 1983, og þá jókst útflutningur um rösklega 75%. Ljóst væri að nú væri markaður fyrir hendi erlend- is fyrir hross bænda, en sá mark- aður yrði að engu með setningu lágmarksverðs hér heima. húsinu bárust nokkrar góðar gjafir við þetta tækifæri. Sólveig Arn- órsdóttir, formaður Sambands skagfirskra kvenna, afhenti sónar- tæki, sem er gjöf frá kvenfélögum sýslunnar og fleiri aðila. Séra Þór- steinn Ragnarsson á Miklabæ færði sjúkrahúsinu tvö segulbandstæki frá Rauða krossi Skagafjarðarsýslu og Fjóla Þorleifsdóttir afhenti les- lampa frá aðstandendum hjónanna á Þorbjargarstöðum, þeirra Krist- ínar Arnadóttur og Guðmundar Árnasonar. Formaður stjórnar sjúkrahúss- ins, Jón Guðmundsson bóndi á Óslandi, þakkaði góðar gjafir. Kári. Ný heilsugæslustöð við sjúkrahúsið á Sauðárkrðki tekin í notkun Þú gctiir oróió cmn af vmnings- höíum á þessuárí En til þess að það geti gerst þarftu að eiga miða. Hann kostar 100 kr. á mánuði. Eigir þú miða getur allt gerst. - það er bara spuming um heppni þína hvort og hvenær þú hlýtur vinning. Nú er hæsti vinningur 1 milljón. Hvemig væri að siást í hópinn. Við drögum þann 10. janúar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.