Morgunblaðið - 03.01.1984, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984
Þarf að leggja meiri áherslu á
rannsóknir á vistfræði sjávar
— segir Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur,
en Mbl. leitaði álits hans og Þórunnar Þórð-
ardóttur sjávarlíffræðings á ummælum dr.
Jóns Gunnars Ottóssonar í Mbl. á aðfangadag
f VIÐTALI í Morgunblað-
inu á aðfangadag gagnrýndi
dr. Jón Gunnar Ottósson
líffræðingur fiskifræðinga
fyrir að taka ekki tillit til
fæðu fiskanna þegar verið
væri að skýra stofnsveiflur
og spá fyrir um þær. Sagði
dr. Jón Gunnar m.a. efnis-
lega, að þar sem allt líf í sjó
byggðist beint eða óbeint á
þörungunum og þörunga-
svifinu, hlytu jafnvel hinar
smávægilegustu breytingar
á því að hafa áhrif á af-
komu fiskanna.
Á einum stað sagði dr. Jón
Gunnar: „Vandamál þorsksins
þarf ekki endilega að felast í
stærð hrygningarstofnsins, það
gæti alveg eins verið að hafa
næga fæðu handa ungviðinu og
rétta. Nýklakin seiði þurfa aðra
fæðu en eldri seiði, sem nærast
síðan á öðru en fullvaxnir fiskar.
Ef fæðuna vantar á einhverju
stigi hlýtur árangurinn að
hrynja. Þess vegna verðum við
að afla vitneskju um almenna
líffræði þorsksins og tengsl hans
við aðrar lífverur í sjónum. Á
þessu sviði virðist vera misbrest-
ur.“
Mbl. bar þessi ummæli dr.
Jóns Gunnars undir ólaf Karvel
Pálsson fiskifræðing og Þórunni
Þórðardóttur sjávarlíffræðing
hjá Hafrannsóknastofnun.
ólafur Karvel sagði að það
væru engin ný sannindi að allt
líf í sjónum byggðist á þörunga-
svifinu. „Það er sjálfur grund-
völlurinn," sagði hann, „en það
má til sanns vegar færa að ekki
hafi verið nógu mikið gert af því
að leita svara við ýmsum vist-
fræðilegum spurningum um
samspilið i lífríki sjávar. En
stjórnvöld hafa einfaldlega ekki
gefið okkur það fé úr að spila að
hægt sé að reka slíkar rannsókn-
ir af þeim krafti sem þarf.
Hvers vegna er þorskstofninn
minni nú en áður? Hvers vegna
er þorskurinn léttari? Þetta eru
vistfræðilegar spurningar sem
við fáum ekki svör við með því
að rannsaka þorskstofninn sem
slíkan, heldur verður einnig að
kanna samspil stofnsins við líf-
ríkið í heild.
Hitt er svo annað mál, að
rannsóknir á fæðu fiska í sjón-
um hafa verið stundaðar um
árabil. En það er annar hand-
leggur að beita niðurstöðum
slíkra rannsókna við stjórnum
fiskveiða. Það er gífurlega flókið
mál og rannsóknir eru ekki það
iangt á veg komnar að hægt sé
að beita þessum niðurstöðum af
viti,“ sagði Ólafur Karvel.
Þórunn Þórðardóttir er ein
þeirra sem fengist hafa við
rannsóknir á svifi sjávar um
áratuga skeið. Þórunn sagði
m.a.:
„Ég er sammála Jóni Gunnari
um mikilvægi plantnanna, hvort
sem er á landi eða í sjó. Sömu-
leiðis er ég sammála honum um
það að fæðan skiptir meginmáli.
En á einum stað segir Jón Gunn-
ar að smávægilegustu breyt-
ingar á þörungasvifinu geti haft
mikil áhrif á afkomu fiskanna.
Ég veit ekki alveg hvaða smá-
vægilegar breytingar, eða breyt-
ingar á hlutföllum á milli ein-
stakra tegunda, það er að segja,
breytingar á flórunni.
Ef hann á við breytingar á
samsetningu flórunnar benda
þær rannsóknir sem gerðar hafa
verið á íslenska hafsvæðinu ein-
dregið til að flóran haldist mjög
stöðug frá ári til árs, þrátt fyrir
ótrúlegha mikla sveiflu á vor-
komu gróðurs. Á Selvogsbanka,
til dæmis, virðist samsetning
flórunnar alltaf vera mjög svip-
uð, en þar getur þó munað allt að
mánuði á vorkomu gróðurs á
milli ára. Þetta svæði var fyrst
rannsakað um aldamótin af
Dananum Paulsen, síðan aftur
1932,1958,1976 og 1981, og alltaf
hefur flóran verið nokkurn veg-
inn eins.
En sveiflurnar í vorkomu
gróðurs hafa auðvitað sitt að
segja. Þörungasvifið breytist
mjg ört yfir árið, hver tegundin
tekur við af annarri og þarna er
um fíngert samspil að ræða.
Fyrst eftir klak lifa þorskaseiðin
að miklu leyti á eggjum og lirf-
um rauðátunnar, sem aftur lifir
á þörungasvifinu. Og það getur
haft sitt að segja um fæðumagn-
ið sem ungviði þorsksins stendur
til boða hvenær vorkoma gróð-
ursins er.
Við höfum rannsakað þetta
kerfisbundið allt frá árinu 1970.
Vorkoman var mjög seint á ferð-
inni árin 1977 og ’79, en hins veg-
ar voraði snemma í sjónum 1973,
’76 og ’81, en einmitt þessi þrjú
síðastnefndu ár var rauðátu-
magnið á Selvogsbanka og út af
Reykjanesi yfir meðaltali ár-
anna 1961 til 1982.
Að öðru leyti vil ég segja það,
að við höfum fylgst nokkuð náið
með breytingum á íslenska haf-
svæðinu undanfarin ár, en við
erum fáliðuð og getum ekki gert
allt það sem þyrfti að gera. Við
höfum fyrst og fremst stefnt að
því að kanna svörun plöntusvifs-
ins við þeim öru breytingum sem
ríkja á hafsvæðinu í kringum
landið, auk þess að afla upplýs-
inga um það hvað hafsvæðið gef-
ur af sér. En við höfum aldrei
litið fram hjá þætti samfélags-
ins og reynt að kanna hann eftir
því sem tími hefur unnist til,“
sagði Þórunn Þórðardóttir.
Samningur borgarinnar, Samtaka aldraðra og Armannsfells á lokastigi:
Á milli $0 og 90 söluíbúðir
fyrir aldraða við Bólstaðarhlíð
„A ÞESSU íri var hafin bygging á
Seljahlíð, þar sem eru 60 leiguíbúðir
fyrir 80 manns, en þar er jafnframt
meiningin að byggja smáhýsi á lóð-
inni, þannig að þar geti orðið mið-
stöð fyrir 130—140 manns,“ sagði
Páll Gíslason borgarfulltrúi í sam-
tali við Morgunblaðið, en talsverðar
umræður hafa orðið að undanfórnu
um byggingar aldraðra, en nýlega
var upplýst að á milli 1000 og 1100
manns eru á biðlista eftir húsnæði
hjá Félagsmálastofnun Reykjavík-
urborgar.
Þá sagðt Páll að á þessu ári
hefði verið gerður samningur við
Verzlunarmannafélag Reykjavík-
ur, vegna byggingar 55 til 58 sölu-
íbúða fyrir aldraða, en vegna
bygginganna mun borgin taka að
sér að byggja og reka þjónustu-
kjarna sem nýtast myndi íbúum
Hendrik Berndsen
formaður SAA
HENDRIK Berndsen var kosinn
formaður framkvæmdastjórnar
Samtaka áhugafólks um áfengis-
vandamálið, SAÁ, á fundi á fimmtu-
dagskvöld. Að öðru leyti mun stjórn-
in skipta með sér verkum á næsta
fundi sínum, sem verður nk. þriðju-
dag.
Þrír nýir men voru kosnir í
stjórnina, en þeir eru: Othar Örn
Petersen, Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson og Ingólfur Margeirs-
son. í stjórninni sitja alls átta
menn, en þeir eru auk Hendriks
Berndsen og hinna þriggja nýju
stjórnarmanna: Ragnheiður B.
Guðnadóttir, Gísli Lárusson,
Ragnar Aðalsteinsson og Eggert
Magnússon.
Ur stjórninni gengu þeir Björg-
ólfur Guðmundsson, fyrrverandi
formaður, Jón Steinar Gunn-
laugsson og Magnús Bjarnfreðs-
son.
og öðrum sem koma vildu og nýta
sér þjónustuna. Þá sagði Páll að
verið væri að ganga frá samningi
við Samtök aldraðra og Ármanns-
fell, um byggingu 80—90 íbúða við
Bólstaðarhlíð, en að því er stefnt
að hafa þar samskonar þjónustu-
kjarna og borgin sér um í bygg-
ingarframkvæmdum VR, þ.e.
þjónustu sem borgin rekur.
Páll sagði að með þeim hætti að
borgin tæki þátt í byggingar-
framkvæmdum frjálsra félaga-
samtaka, nýttist fjármagnið mun
betur en ella. Til dæmis væri
reiknað með því að Seljahlíð 1
Breiðholti II myndi kosta 128
milljónir, en þar eru íbúðir fyrir
80 manns. Hins vegar þyrfti borg-
arsjóður að leggja 32—33 milljón-
ir í byggingar VR og Samtaka
aldraðra, en þar yrðu íbúðir fyrir
um 200 manns alls. Með þessum
hætti nýttist fjármagn borgarinn-
ar miklu betur en ella.
Af öðrum framkvæmdum á
þessu ári í þágu aldraðra nefndi
Páll opnun B-álmu Borgarspítal-
ans og nú yrði fljótlega opnuð ný
deild innan B-álmunnar, B-5,
langlegudeild fyrir aldraða.
Þá gat Páll þess að nú ynnu um
500 manns á vegum Félagsmála-
stofnunarinnar við heimilishjálp,
en einkum væri þar um að ræða
aðstoð við eldra fólk og einnig
nefndi Páll að dagvistun fyrir
aldraða hefði verið aukin á þessu
ári.
Kínakál
íssalat
Stóraukin rækt-
un á salati
RÆKTIJN salats hefur aukist mik-
ið hér á landi á undanförnum ár-
um og á aukin notkun hverskonar
hrásalata mestan þátt í því. Mest
er notað af hinu venjulega höfuð-
salati en notkun íssalats og kína-
káls hefur aukist mikið á síðustu
árum. Þetta kom fram í samtali við
Axel Magnússon ylræktarráðu-
naut.
Á árinu 1976 voru til dæmis
borðuð hér á landi 102 þúsund
salathöfuð, en árið 1982 var
neyslan komin í 340 þúsund
stykki, þar af voru 80 þúsund
stykki flutt inn. Árið 1979 voru
ræktuð hér 700 kíló af íssalati en
árið 1982 voru ræktuð 4.500 kíló.
Sama er að segja um kínakálið,
ræktun þess hefur aukist mikið
á síðustu árum. Það er forrækt-
að inni í gróðurhúsum og fram-
ræktað undir plasti úti. Ræktun
þess gekk ágætlega í sumar
þrátt fyrir óhagstætt veðurfar.
Árið 1980 voru ræktuð hér 200
kíló af kínakáli, árið 1981 950
kíló, árið 1982 4.500 kíló og lík-
lega um 6.000 kíló í ár. Axel
sagði að notkun kínakáls ætti
örugglega eftir að vaxa mikið á
næstu árum en innflutningur á
því hefur stóraukist þrátt fyrir
aukna ræktun hér heima.
Sem dæmi um breyttar
neysluvenjur sem garðyrkju-
menn væru að reyna að full-
nægja, sagði Axel, að aukist
hefði ræktun á sérstakri gerð
tómata, svokölluðum bufftómöt-
um. Það væri viss hópur neyt-
enda sem sæktist eftir þessari
tegund tómata. Bufftómatarnir
væru stærri og fylltari og fynd-
ist sumum þeir betri á bragðið
en venjulegu tómatarnir. Sagði
Axel að þeir væru mest notaðir
til steikingar og sem álegg.
opiðtilsjöíkvöldlící ] Yörumarkaöurinnhl. eiðistorgih
mánudaga — þriðjudaga — miðvikudaga