Morgunblaðið - 03.01.1984, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984
VALDARÁNIÐ I NIGERIU
„Við erum skuld-
ug betlaraþjóð“
Nmirobi, Kenym, 2. janúar. AP.
NÍGERÍA þekur um 923.773 ferkfló-
metra á vesturhluta Afríku. Að Níg-
eríu liggja Benin, Níger, Tjad og
Kamerún. Landið dregur nafn af
Níger-fljóti sem rennur um austur-
hluta landsins.
Samkvæmt síöasta manntali í land-
inu árið 1963 voru þá 55,6 milljónir
manna í Nígeríu, en áætlað er að
Ókunnugt
um örlög
Shagari
EKKI er vitað hver hafa orðið
örlög Shehu Shagari forseta Níg-
eríu í framhaldi af stjórnarbylt-
ingunni í landinu.
Shagari var endurkjörinn for-
seti í kosningum sem fram fóru
sl. sumar. Hann hlaut um 12
milljónir atkvæða eða 48%.
Flokkur hans, Þjóðarflokkurinn,
náði einnig meirihluta á þinginu.
Hann var fyrst kjörinn forseti
Nígeríu árið 1979, en þá hafði
herforingjastjórn ráðið ríkjum í
13 ár.
Shagari var virtur og vinsæll
þjóðarleiðtogi, lítillátur og
hógvær í framgöngu. Hann er
ættaður úr norðurhéruðum
Nígeríu og telst til Hausa-
Fulani-ættflokksins. Um 60%
Nígeríumanna teljast til
þriggja stórra ættflokka,
Hausa-Fulani, Yorba og Ibo, en
250 ættflokkar aðrir búa í
landinu. Meðal minnihluta-
hópa hefur ætíð verið ríkjandi
mikil tortryggni gagnvart hin-
um stærri ættflokkum, og þeir
óttast misbeitingu valds af
þeirra hálfu. Það hefur verið
talið Shagari sérstaklega til
gildis að hann naut trúnað-
artrausts minnihlutahópanna,
og sagt hefur verið að flokkur
hans, Þjóðarflokkurinn, hafi
fyrstur nígerískra stjórnmála-
flokka risið undir nafni.
íBygjft á Washinglon Posl Service).
íbúafjöldi nú sé nálægt hundrað
milljónum. Nígería er byggð fólki af
ýmsum kynstofnum, þar má nefna
íboa, Hausa og Jórúba og í landinu
eru töluð yfir 200 tungumál og mál-
lýzkur. Enska er opinbert mál lands-
ins. Röskiega helmingur íbúanna er
múhameðstrúarmenn, aðallega í
norður- og austurhluta landsins, en í
suðri eru kristnir menn fjölmennir.
Nígería var brezk nýlenda og
fékk sjálfstæði þann 1. október
1960. Stefnt hafði verið að því að
þar yrði þingbundin stjórn, að
brezkri fyrirmynd. Herinn greip í
taumana sex árum síðar og tók
völdin og árið 1967 brauzt út
Biafra-stríðið er íboar í austur-
hluta Nígeríu börðust fyrir því að
fá að stofna sjálfstætt rfki. Barátta
íbóanna var harðskeytt og hafði
hinar ömurlegustu afleiðingar í för
með sér og um það bil sem stríðinu
lauk, hafði ein milljón manna látið
lífið. Það var í janúar 1970 og her-
inn hélt enn um stjórnartaumana
fram til 1978, að starfsemi stjórn-
málaflokka var leyfð á ný og kosn-
ingar haldnar árið 1979 og var She-
hu Shagari kjörinn forseti og síðan
endurkosinn í ágústmánuði síðast-
liðnum.
Meðan herinn var enn við völd
var samin stjórnarskrá sem að
ýmsu leyti var gerð eftir banda-
rískri fyrirmynd, ekki hvað sízt er
varðar völd forsetans.
Nígería auðgaðist mjög skyndi-
lega er olía fannst í landinu og
spilling hverskonar þreifst í skjóli
olíugróðans. Nígera hafði áður ver-
ið mikið matvælaframleiðsluland,
en eftir olíuævintýrið lögðu menn
ræktunarstörf á hilluna, og á sl. ári
var svo komið, að Nígeríumenn
urðu að flytja inn matvæli fyrir
milljarða. Lækkun olíuverðs á
heimsmarkaði hafði mjög miklar
og alvarlegar afleiðingar í för með
sér og útflutningstekjur, sem höfðu
verið 22,4 milljarðar dollara árið
1980, voru aðeins 9,6 milljarðar
dollara tveimur árum síðar. Níg-
ería er skuldum vafin og gjald-
fallnar skammtímalánaskuldir eru
taldar a.m.k. 7,5 milljarðar dollara.
Þegar útvarpið í Nígeríu skýrði
frá valdatöku hersins var sagt „að
Nígería væri að verða skuldug betl-
araþjóð, þar sem fáir einstaklingar
högnuðust og sópuðu að sér fé með
mútum og spillingu meðan meiri-
hluti landsmanna byggi við óboðleg
og oft hörmuleg kjör. Nú yrðu gerð-
ar ráðstafanir til að hreinsa til í
spilltu embættismanna- og stjórn-
málamannakerfi landsins og ekki
linnt látunum fyrr en Nígeria hefði
áunnið sér þann sess að vera land
sem væri fært um að búa við heil-
brigt efnahagslíf.
Enginn hefur borið Shagari for-
seta þeim sökum, að hann hafi
sjálfur gerzt sekur um spillingu.
Hins vegar viti hann vel hvað fram
fer í æðstu stöðum í landinu og hafi
lítið að gert. Um góðan vilja forset-
ans fráfarandi hefur ekki verið ef-
ast, að sögn AP, en hins vegar hafi
efnahagsmál, atvinnumál og önnur
vandamál hrannast upp á stjórnar-
árum hans.
Muhammed Buhari, hinn nýi leiðtogi Nígeríu.
Sýnir veikburða
lýðræði í Afríku
New York, 2. janúar. AP.
BYLTING hersins í Nígeríu á gamlársdag, fjölmennasta ríki Afríku og þar
sem mestar líkur þóttu að lýðræðislega kjörin stjórn næði fótfestu, sýnir
Ijóslega hversu veikburða tilraunir með lýðræði í þessum heimshluta eru.
Aðeins rúmir fjórir mánuðir eru
liðnir frá þvf að Nígeriumenn
endurnýjuðu sitt veikburða lýð-
ræði i kosningum þar sem kjörinn
var forseti, 19 fylkisstjórar, 96
öldungadeildarmenn og 450 þing-
menn. Þrátt fyrir ásakanir um
svindl og götuóeirðir þar sem 60
manns féllu í valinn, þóttu kosn-
ingarnar hafa heppnast vel, en
fimm flokkar tóku þátt í þeim.
Lýðræði komst á í Nígeríu 1979
þegar herinn afhenti lýðræðislega
kjörnum valdhöfum völd. Virtist
mikill áhugi meðal landsmanna að
lýðræði dafnaði í heimsálfu þar
sem stjórnarfar einkennist af ein-
ræði eða flokksræði. Og önnur
Afríkuríki fylgdust með þróun
mála í Nígeríu vegna eigin ráða-
gerða um að koma á lýðræði.
Herforingjarrir í Líberíu, sem
hrifsuðu völd 1980 í einhverri
blóðugustu byltingu í sögu Afríku,
lofuðu fljótlega að koma á lýðræði
1985 og fylgdust því gerlega með
framgangi lýðræðis í Nígeríu. En
ekki er almennt búist við því í Líb-
eríu að herforingjarnir efni þau
loforð sín.
Annars staðar í Afríku, svosem
í Ghana, Mali og Súdan, hafa til-
raunir með lýðræði verið skamm-
vinnar og herinn aftur snúið til
valda.
Ýmsir sérfræðingar í málefnum
Afríku töldu verulega litlar líkur á
valdatöku hersins í Nígeríu, þar
sem það væri hernum kappsmál
að vernda það lýðræði, sem hann
hafði beint og óbeint stuðlað að
1979. En almenningur hefur að
undanförnu verið að missa þol-
inmæðina vegna efnahagsráðstaf-
ana stjórnar Shagaris fyrir ári og
vegna óheftrar spillingar valda-
manna.
Sjálfum er Shagari lýst sem
ráðvöndum manni, en hann hefur
verið harðlega gagnrýndur fyrir
að þola spillingu ráðherra sinna.
Hafði hann enga stjórn á mönnum
sínum á fyrra kjörtímabili sínu,
þrátt fyrir áform um „siðgæðis-
byltingu", en talið er að breyt-
ingar sem hann gerði á stjórn
sinni eftir kosningar bendi til að
hann hafi ætlað að taka ákveðið
til hendi í þessum efnum. Herfor-
ingjarnir virðast ekki hafa haft
trú á að honum tækist að uppræta
spillingu, því þeir sögðu stjórnina
gerspillta og valdatökuna nauð-
synlega til að forða landinu frá
yfirvofandi hruni.
Valdarán eru óvíða
algengari en í Afríku
Nairoby, Kenya, 1. janúar. AP.
VALDARÁNIÐ í Nígeríu leiðir hugann að þeirri staðreynd, að yfir rúmlega þriðjungi hinna rúmlega 50
landa Afríku drottna nú herforingjastjórnir og valdarán eru afar algeng í heimsálfunni. Það er annað
einkennið, í afar mörgum tilvikum, að það eru ungir hermenn sem valdaránin fremja, hins vegar hefur
stjórnunum vegnað misjafnlega og farið þar öfganna á milli.
Claude E. Welch,
stjórnmálafræðingur í Buff-
alo, New York, hefur rannsak-
að valdarán í þriðja heiminum
um 20 ára skeið og hann segir:
„Valdarán koma í sveiflum og
eru aldrei fleiri heldur en þeg-
ar efnahagsástand er slæmt
eða versnandi. Því spái ég því
að þeim muni fara fjölgandi á
næstu árum takist ekki að
snúa blaðinu við.“ Um ástæð-
una fyrir því að valdarán í
Afríku eru jafn algeng og raun
er, segir Welch: „Besta leiðin
til að koma sjálfum sér áfram
í þriðja heiminum er með því
að komast í stjórnmál. Hrað-
astur getur framinn orðið í
hernum og því leita þangað
margir ungir menn sem telja
sig ganga með lausn á öllum
vanda í huganum. Þegar þeir
komast til áhrifa í hernum
getur allt gerst, því þar kom-
ast þeir oft í aðstöðu til að láta
til sin taka svo um munar."
Einhver frægasti herforingi
Afríku er eflaust Idi Amin,
sem hrifsaði til sín völdin í
Uganda árið 1971. Það tókst að
koma honum frá eftir átta ár
og var Uganda þá rjúkandi
rúst og flakandi sár. Landið
sem oft var kallað „Perla
Afríku". Minna fer fyrir öðr-
um herforingja sem heitir Juv-
enal Habyarimana sem stjórn-
ar í Rawanda. Er smáríkið
skuldlaust og býður upp á ein-
hver bestu lífsskilyrði i allri
Afríku, þó telst það fátækt
land og mannfjölgun er þar
mikil. Habyarimana náði völd-
um í valdaráni án blóðsúthell-
inga 1973.
Nokkra herforingja má
nefna við þetta tækifæri,
kunnastur er kannski Moamm-
ar Gaddafy, leiðtogi Líbýu,
sem var aðeins 27 ára gamall
er hann stóð fyrir valdaráni í
Líbýu, 1969. Aðrir eru Thomas
Sankara sem tók völdin í
Moammar Gaddafy
Efri-Volta 1982, Jerry Rawl-
ings sem tók völdin í Ghana
1981 og fleiri og fleiri.
Welch segir að valdaránum
sé í vaxandi mæli beitt gegn
öðrum herforingjum, til þess
að klekkja á þeim, en ekki gegn
alþýðu landanna. Þá ber við að
kveikjan að valdaránum stafi
af öðrum ástæðum, svo sem að
valdaræninginn eigi sér mikla
Jerry Rawlings
drauma um völd og dýrðar-
ljóma. En ástæðurnar geta
verið aðrar, svo sem í Ghana,
þar sem undirforingi stóð fyrir
valdaráninu ásamt nokkrum
óbreyttum hermönnum. Segir
Welch jafnframt, að oftast
nær standi herforingjastjórnir
sig sist betur en stjórnir skip-
aðar óbreyttum borgurum. Og
oft miklu verr.