Morgunblaðið - 03.01.1984, Page 22

Morgunblaðið - 03.01.1984, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 Ýmsar uppákomur fylgdu komu nýs árs: Fyllerí, morð, jarðskjálftar barsmíðar — já og mun fleira Manila, Köben og víðar um nýársbilið. AP. EKKI KVADDI gamla árið alls staðar með þeim rólegheitum sem efni höfðu staðið til og sums staðar enduðu hátíðarhöld fólks með skelfingu. í Mílanó varð það slys á slag- inu klukkan tólf, að hinn 21 árs gamli lögregluþjónn Giovanni Bottari hugðist þrífa skamm- byssu sína úr beltinu og skjóta til lofts nýja árinu til dýrðar. Ekki fóru leikar eins og búist var við og reiknað með, því byssan festist eitthvað, skot hljóp úr henni og í kvið lögreglumanns- ins. Hann liggur nú milli heims og helju eftir langa og umfangs- mikla aðgerð á Niguarda-sjúkra- húsinu. í dönsku borginni Holbeek var lögreglan kvödd að húsi einu, en þar höfðu kveðið við skothvellir og vitað var að talsverð ölteiti hafði farið fram. Þegar á staðinn kom, varð lögreglan að grípa til táragass til þess að svæla út byssumanninn. Hann hafði skot- ið rúmlega sjötuga konu til bana með haglabyssu. Hann var svo drukkinn að ekki var búist við því að hann yrði yfirheyrður fyrr en í dag. í Frankfurt varð lögregla að skakka einhver mestu áflog í manna minnum, en um 500 bandarískir hermenn börðust þar með hnúum og hælum. Ekki er vitað um hver átti upptökin, en framan af vörpuðu hópar her- manna „kínverjum" hverjir að öðrum og tóku slagsmálin við. Rimmurnar stóðu yfir í alls 6 klukkustundir, í hvert sinn sem þýska lögreglan mætti með mik- ið lið, dreifðist mannfjöldinn og slagsmálin fjöruðu út. En er lögregluliðið yfirgaf svæðið byrjaði ballið jafnan upp á nýtt. Vitni sögðu að allmargir þýskir 'áhorfendur hefðu séð hermönn- unum fyrir nægu magni af „kín- verjum" til að halda leiknum áfram í hvert sinn sem færi gafst. Tugir manna slösuðust, en meiðsli voru í fæstum tilvikum alvarleg. Áramótin voru ófriðleg á Filipseyjum, en þar létu 10 manns lífið og 250 slösuðust. Eyjaskeggjar drekka mikið áf- engi við þetta tækifæri, sitja veislur og sprengja flugelda. Sjö hinna látnu voru ýmist stungnir til bana eða skotnir, en hinir slösuðu voru ýmist barðir, stungnir, skotnir, eða þá að flug- eldar sprungu í höndum þeirra. Um síðustu áramót létust færri, en fleiri slösuðust. Eldar brutust víða út í Manila, tveir skólar, bílasala, opinber bygging, nokk- ur íbúðarhús, bakarí og tvær verslanir brunnu til grunna. í borginni Castro í Brasilíu varð harmleikur, er göngubrú yfir ána Iapo hrundi. Fjöldi manns var á brúnni og 60 manns fóru í ána, hröpuðu 11 metra ofan í vatnsfallið sem þarna er straumþungt. Fjórir drukknuðu, en fimmtán var saknað. Margt bar við á þessum tíma- mótum, íbúar borgarinnar Puzz- ouli, sem er útborg Napólí, þustu oft út í næturrökkrið, er hver jarðskjálftinn rak annan. Alls mældust 24 smákippir á nýárs- nóttinni, en allir þó nógu sterkir til að hús nötruðu. Napólí átti annars metið yfir fjölda slasaðra og mun það vera hefð. Þar slös- uðust 202 af 661 sem slösuðust í landinu í heild. Margir voru særðir skotsárum, en ítalir hleypa margir af skammbyssum til að fagna nýja árinu og miðið er ekki alltaf upp á það besta er glaumurinn stendur sem hæst. Hefð Sardiníubúa er klukkan slær er að varpa alls kyns gömlu drasli út um glugga, skóm, tepp- um, stólum, bókum og fleira í þeim dúr, sem ekki er reiknað með að verði notað á nýja árinu. Er hefð þessi öllu hættuminni en hefð ítala að hleypa af byssum, nema auðvitað fyrir þá sem eru á vappi fyrir neðan umrædda glugga á Sardiníu. í Brasilíu tóku milljónir manna þátt í athöfn til dýrðar sjávargyðjunni Yemania, sem nýtur mikillar hylli í landinu. Átrúnaður á gyðjuna tengist voodoo- og galdrakukli og marg- ir í hópi hinna fyrrgreindu millj- óna voru í einkennilegu hugar- ástandi. Hápunktur athafnanna var þegar eins margir og fyrir komust fóru í fjörur og færðu Yemania gjafir sínar sem voru allt frá ilmvatni til matvæla. Þungan undirtón sáu tugir trumbuslagara um og mikill fjöldi gat ekki á sér setið að hrista sig og. skaka í takt við trumbusláttinn. Fjörug, for- vitnileg og ofbeldislaus athöfn. Frakkar fá Síberíugas um gasleiðsluna miklu París. 2. ianúar. AP. París, 2. janúar. AP. JARÐGAS tók að streyma til Frakklands frá Síberíu á nýjársdag um gas- leiðsluna miklu, en eftir er að semja um nýtt verð á gasinu í Ijósi mikillar verðlækkunar á olíu. Frakkar hafa skuldbundið sig til að kaupa átta milljón- ir rúmmetra af Síberíugasi. Á sínum tíma var verð það sem samið var um miðað við verð á olíu, en í millitíðinni hafa orðið miklar lækkanir á olíuverði, og því telja Frakkar það réttlætismál að samið verði um nýtt og „raunhæf- ara“ verð. Jafnframt því sem sovézka gas- ið streymir nú til Frakklands sagði Moskvuútvarpið að byrjað hafi verið að dæla gasi til Vestur- Þýzkalands, Austurríkis og Ítalíu auk ýmissa ríkja Austur-Evrópu, en þar hefur eitthvað skolazt til, því það er ekki fyrr í vor að byrjað verður að dæla gasi til V-Þýzka- lands. Lagning gasleiðslunnar miklu frá Síberíu til Vestur-Evrópu olli djúpum klofningi í Atlantshafs- bandalaginu (NATO) þegar Ron- ald Reagan Bandaríkjaforseti greip til refsiaðgerða gagnvart evrópskum fyrirtækjum sem seldu Rússum búnað, sem byggði á bandarísku hugviti, til að ljúka lagningu leiðslunnar. Um síðir afléttu yfirvöld í Washington refsiaðgerðunum vegna öflugrar andstöðu evrópsku bandalagsríkjanna. Bandaríkja- menn lögðust gegn samningum um smíði leiðslunnar miklu þar sem þeir töldu Rússa geta notfært sér orkuþörf Evrópuríkjanna í pólitískum tilgangi gagnvart vest- rænum ríkjum. Bandalagsríkin vísuðu þessu á bug og héldu því fram að Bandaríkjamenn þreyttu „efnahagsstríð" við Moskvu á kostnað Evrópuríkja. Öfgamenn sprengja í Frakklandi: Fimm létu lífið Parí.s, 2. janúar. AP. SÉRSVEITIR frönsku lögregl- unnar hófu í dag skipulcga sprengjuleit í hraólestum og á brautarstöðvum í Frakklandi í kjölfar atburðanna á nýársdag. Þá létust fimm manns og a.m.k. 39 slösuðust er tvær sprengjur sprungu, önnur í hraðlest á leið frá Marseille til I’arísar og hin í farangursgeymslu á brautarstöð í Marseille. Tveir létust um borð í lestinni og þriðji farþeginn lést á sjúkrahúsi í dag. Þá létust tveir á brautarstöðinni. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar og eru í bígerð í lestum og á lestar- stöðvum í Frakklandi vegna sprengjuárásanna. M.a. hefur Charles Fiterman, samgönguráðherrs Frakklands, virðir fyrir sér sundur- tætta hraðlestina eftir sprengjuárásina á nýársdag. Þrír farþegar létu þar lífið. lögreglumönnum verið veitt leyfi til að grandskoða farang- ur manna ef ástæða þykir til. Ýmis samtök öfgamanna hafa lýst ábyrgð verknaðanna á hendur sér, en sérfræðingar lögreglunnar hafa ekki látið skoðun sína uppi enn. Þeir vilja láta rannsaka sprengj- urnar áður en afstaða verður tekin í málinu. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa leitt getum að því að sprengjurnar tengist veru franskra hersveita í Líbanon, og meðal þeirra sem lýst hafa ábyrgð á hendur sér eru sam- tök sem kenna sig við vopnaða baráttu Araba. Lech Walesa Lech Walesa: Bandaríkja- menn hætti refsiaðgerðum Vín og Varsjá, 2. janúar. AP. PÓLSKI verkalýðsleiðtoginn Lech Walesa, handhafi friðarverðlauna Nóbels 1983, hefur hvatt til þess að Bandaríkin láti af efnahagslegum refsiaðgerðum sínum gagnvart Pól- landi. „Ég er þeirrar skoðunar að aðgerðir Bandaríkjamanna hafi náð tilgangi sínum. Þess vegna ættu þeir að láta af þeim,“ sagði Walesa í við- tali við vikublað í Vínarborg. Walesa sagðist ekki vera viss um hvort vestræn ríki ættu að halda áfram eð veita pólsku stjórninni lán og aðra fjármála- fyrirgreiðslu. „Við höfum ekki hugmynd um hvort lánin eru not- uð á réttan hátt,“ sagði hann. Walesa spáði verðhækkunum á matvörum í lok janúar, og kvaðst eiga von á þögulum mótmælum al- mennings þegar til þess kæmi. Fregnir frá Póllandi herma að stjórnvöld treysti sér ekki til að hrinda verðhækkunum í fram- kvæmd fyrr en í febrúar, en meðal þeirra sem hafa mótmælt þeim eru hin opinberu verkalýðssamtök sem stjórnin viðurkennir. Búist er við að verðhækkanir, sem ná til brauðs, sykurs, kjötvara og fleiri matvæla, verði mjög misjafnar, sumar mjög litlar en aðrar á bil- inu 37—50 prósent. Skæruliðar fagna sigrum um áramót San Salvador, 2. janúar. AP. VINSTRI skæruliðar gerðu stjórn- arhernum tvær stórar skráveifur á þremur dögum um áramótin, eyði- lögðu mikilvægustu brú landsins og felldu tvo ofursta og 39 hermenn í stærstu árás á herstöð frá því sand- inistar komust til valda í El Salva- dor. Skæruliðar sögðust hafa sprengt Cuscatlan-brúna á þjóð- veginum um Mið-Ameríku meðan 200 hermenn sem gæta hennar fögnuðu nýju ári. Stjórnarher- menn sögðu hins vegar að skæru- liðar hefðu notað fallbyssur í árásinni og hæft stögin sem héldu brúnni uppi og hún því hrapað í ána Lempus. Brúin var 450 metra löng, en sá hluti sem „hékk“ og féll 275 metra langur. Þá fögnuðu skæruliðar vel- gengni í árás á herstöð við E1 Paraiso, 56 kílómetra norður af San Salvador, þar sem fjórða stór- fylki fótgönguliðs stjórnarhersins hefur aðsetur. Auk þess að fella tvo ofursta og 39 hermenn aðra, tóku þeir 135 hermenn til fanga. Herstöðin er mjög nýtízkuleg og er þetta í fyrsta sinn frá því átök hófust í október 1979 að skærulið- ar vinna á herstöð stjórnarhers- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.