Morgunblaðið - 03.01.1984, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984
Nýir samningar auð-
velda töku skamm-
tíma gjaldeyris-
lána erlendis
NÚ UM áramótin taka gildi samn-
ingar, sem auka verulega heimildir
Seðlabankans til þess að taka
skammtíma gjaldeyrislán erlendis
sé þess þörf vegna óhagstæðs
greiðslujafnaðar. Annars vegar
hækkar kvóti íslands hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum um 16 millj. SDR
eða að jafnvirði 480 millj. kr. og hins
vegar hækka heimildir til töku gjald-
eyrislána hjá seðlabönkum Norður-
landa um 20 millj. SDR eða að jafn-
virði um 600 millj. kr. segir m.a. í
fréttatilkynningu frá Seðlabanka ís-
lands.
Þar segir ennfremur:
„Kvóti íslands hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum hækkar nú úr
43,5 millj. SDR í 59,6 millj. SDR
og aukast möguleikar íslands á
því að fá yfirdráttarlán hjá sjóðn-
um í samræmi við það, en lög um
þetta efni voru samþykkt af Al-
þingi í lok nóvember sl. Lán Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins eru veitt
til þess að auðvelda aðildarríkjum
að komast fram úr aðsteðjandi
greiðslujafnaðarerfiðleikum. Frá
því á árinu 1960 hefur ísland fjór-
um sinnum tekið slík yfirdráttar-
lán, nú siðast 21,5 millj. SDR í lok
ársins 1982, auk þess sem þá var
dregið á gjaldeyrisinnistæðu
Seðlabankans hjá sjóðnum sem
nemur 9 millj. SDR.
Seðlabankar Norðurlanda hafa
gert með sér samkomulag um að
auka við heimildir um skammtíma
gjaldeyrislán sín í milli frá og með
Listvinafélag
Hallgrímskirkju:
Dagskrá um
Kaj Munk
frestað
áramótum, en samningur um slík
gjaldeyrislán hefur verið í gildi
allt frá árinu 1962. Hefur Seðla-
banki Islands getað tekið að láni
allt að 30 milljónir SDR hjá seðla-
bönkum hinna Norðurlandanna,
sé þess þörf vegna óhagstæðrar
gjaldeyrisstöðu. Sömuleiðis tekur
Seðlabanki íslands á sig þá skyldu
að lána seðlabönkum hinna Norð-
urlandanna samtals allt að 20
milljónum SDR, ef þörf krefur.
Samningur þessi var síðast endur-
skoðaður 1976, en samkvæmt hon-
um voru lántökuréttur og lánveit-
ingarskylda íslands takmörkuð
við 10 milljónir SDR. Er því um
þreföldun á lántökuréttindum og
tvöföldun á lánveitingarskyldunni
að ræða.
Fyrir seðlabanka hinna Norður-
landanna gildir það jafnframt frá
áramótum, að lántökuréttur hvers
þeirra verður hækkaður í allt að
150 milljónir SDR og lánveit-
ingarskyldan í 100 milljónir SDR,
en hvort tveggja nam áður allt að
60 milljónum SDR.
Pólsku skipin:
Fyrsta skipið
afhent í lok janú-
armánaðar
FYRSTA PÓLSKA skipið af þrem-
ur sem verið hafa í smíðum í Pól-
landi verður afhent í lok janúar-
mánaðar. Er það Gideon, annað af
tveimur skipum Samtogs í Vest-
mannaeyjum. Skip Hróa hf. í
Olafsvík, sem einnig er í smíðum í
l'óllandi, verður sjósett 6. janúar
nk.
Hitt skip Samtogs, Halkion,
verður afhent í febrúar, en skip
Hróa í marzmánuði.
pm ms s
Þau Ragnheiður Ragnarsdóttir og Ólafur Bjarnason hampa hér nýfæddri dóttur sinni sem fæddist í sjúkrahús-
inu í Keflavík laust fyrir kl. 10.00 á nýirsdagsmorgun. Er litla stúlkan fyrsti íslendingurinn sem fæðist á árinu
1984. Ljósm. Mbl./Heimir Stígsson
Fyrsta barn ársins 1984
Þessar myndir eru af fyrstu fs-
lendingunum sem litu dagsins Ijós
á nýja árinu. Sá fyrsti fæddist í
Keflavík kl. 09.45 á nýársdags-
morgun, var það fimmtán marka
stúlka, dóttir Ragnheiðar Ragn-
arsdóttur og og Ólafs Bjarnasonar.
Næstur kom Akureyringur sem
fæddist kl. 12.22 á nýársdag. Það
var einnig stúlka og vó hún tæpar
fjórtán merkur. Litli Akureyringur-
inn er dóttir Agnesar Eyfjörð og
Elíasar Oskarssonar. Fyrsti Reyk-
víkingurinn kom síðan í heiminn á
sjötta tímanum sama dag. Það var
einnig fyrsti drengurinn á árinu,
sonur Stellu Olsen og Birgis
Olafssonar, og vó hann tæpar tólf
merkur.
Á Akureyri fæddist annað barn
ársins. Var það stúlkubarn sem
sést hér í fangi móður sinnar, Agn-
esar Eyfjörð.
Ljósm. Mbl./GBerg
Dagskránni um Kaj Munk, sem
fyrirhuguð var á dánardegi hans á
morgun 4. janúar hefur verið
frestað. Guðrún Ásmundsdóttir
leikari undirbýr þessa dagskrá um
hinn mikla, danska predikara og
skáld, sem myrtur var af nasistum
fyrir 40 árum. Guðrún mun flytja
hana ásamt fleiri listamönnum í
Hallgríinskirkju við fyrsta tæki-
færi.
Þetta er einn liður í fjölbreyttu
listalífi á vegum Listvinafélags-
ins, en í byrjun aðventu hófst 2.
starfsár þess. Enn er hægt að ger-
ast styrktarfélagi, gíróseðlar
liggja frammi í kirkjunni og þá er
hægt að fá heimsenda.
Náttsöngur verður að vanda
sunginn annað kvöld í Hallgríms-
kirkju og hefst klukkan 22.00.
Frétutilkynninf;
Leiðrétting
í frétt sem birtist í Morgunblað-
inu á gamlársdag var sagt frá
ljósmyndasýningu frá Seyðisfirði
sem Ljósmyndasafnið stendur
fyrir. Ranglega var sagt að sýn-
ingin yrði í Ljósmyndasafninu við
Flókagötu, því að sýningin verður
sett upp á Seyðisfirði. Auk þeirrar
sýningar verður á sama stað sýn-
ing sem ljósmyndsafnið hefur
unnið fyrir tilstuðlan mennta-
málaráðuneytisins og fjallar sú
sýning um sögu ljósmyndunar.
Teikningin sem birtist með frétt-
inni á gamlársdag verður ekki á
sýningunni, en sú mynd er eigi að
síður ein gamalla teikninga frá
Seyðisfirði. Morgunblaðið biðst
velvirðingar á þessum mistökum.
Atvinnumálanefnd Stykkishólms um skelfiskveiðar á Breiðafirði:
Breytingar á núverandi skipu-
lagi munu leiða til atvinnuleysis
VEGNA endurtekinna ályktana um
skelveiðar og vinnslu og vegna aug-
lýsingar sjávarútvegsráðuneytisins
um skelveiðar, gerði atvinnumála-
nefnd Stykkishólms eftirfarandi at-
hugasemdir á fundi sínum 29.12.
Þar kemur meðal annars fram að í
heilan áratug 1969—79 sáu einungis
útvegsmenn í Ntykkishólmi ástæðu
til að nýta hörpudisk í Breiðafirði og
það þrátt fyrir að alla opinbera fyrir-
greiðslu skorti.
Þar segir ennfremur að á þess-
um fyrstu árum hafi fyrirtæki í
Stykkishólmi og sveitarfélagið
orðið að færa verulegar fórnir á
meðan verið var að þróa vinnsluna
og markaðir voru ótryggir og megi
rekja gjaldþrot tveggja fyrirtækja
til þess. Á meðan á þessu hafi
staðið hafi önnur sveitarfélög í
nágrenninu fjárfest í skuttogurum
og bolfiskvinnslu og hafi það verið
óskráð samkomulag milli sveitar-
félagana að skelin væri nýtt frá
Stykkishólmi, en skuttogaraút-
gerð rekin frá þeim stöðum sem
byggt hafi upp bolfiskvinnslu.
Segir að svo virðist sem Stykkis-
hólmur hafi veðjað á rangan hest,
ef að skuttogarabyggðalögin eigi
að fá að sölsa undir sig skelveið-
arnar, en erfitt sé að stunda
hefðbundinn bátaútveg frá Stykk-
ishólmi vegna fjarlægðar á miðin.
Þá segir að uppbygging og fjár-
festing í skelfiskvinnslu hafi
byggst á lögum um samræmdar
veiðar og vinnslu sjávarafla frá
1975 og hafi þau verið talin trygg-
ing fyrir því að þessi atvinnufyr-
irtæki yrðu ekki svipt rekstrar-
grundvelli. Segir að gera verði þá
kröfu til stjórnvalda að hún geri
ekki þessa grein sjávarútvegs arð-
lausa með því að fjölga veiði- og
vinnsluaðilum og offjárfesta með
því í greininni.
Ennfremur segir í athugasemd-
um atvinnumálanefndar, að fram
komi í skýrslu Fiskveiðifélags fs-
lands 1982, að verðmæti sjávaraf-
urða á hvern íbúa í Stykkishólmi
sé einungis 57% þess sem sé í öðr-
um verstöðvum á Snæfellsnesi og
skatttekjur 8—14% yfir tekjum í
Stykkishólmi. Greiddar atvinnu-
leysisbætur á tímabilinu 1981-83
hafi í Stykkishólmi numið 52%
þeirra sem greiddar voru á Snæ-
fellsnesi og hafi þar eingöngu ver-
ið um að ræða sjómenn og fisk-
vinnslufólk.
Að lokum segir: „Atvinnumála-
nefnd Stykkishólms hvetur sjáv-
arútvegsráðherra og þingmenn
kjördæmisins til að kynna sér
rækilega allar hliðar þessa máls.
Allar breytingar á núverandi skip-
an skelveiða munu leiða til aukins
atvinnuleysis í Stykkishólmi og
óhagkvæmni í nýtingu á takmark-
aðri auðlind."
Úrslit tilkynnt í skoðana-
könnun Karnabæjar
Á gamlársdag voru kynnt úrslit
í skoðanakönnun Karnabæjar um
viðmót og þjónustu. Þá voru jafn-
framt dregin út nöfn 5 viðskipta-
vina, sem þátt tóku í skoðana-
könnuninni og unnu 5 þúsund
króna fata- eða hljómplötuúttekt.
Þátttakan í skoðanakönnun-
inni var geysimikil og þraut
skoðanakönnunarmjða fyrir jól
í sumum verzlunum. Hlut-
skarpasta verzlunin var ungl-
inga- og barnadeild Karna-
bæjar, Austurstræti 22 eftir
mjög harða keppni við aðrar
verzlanir fyrirtækisins. Flest
stig einstaklinga fékk Svanhvít
Kristjánsdóttir, verzluninni
Garbo. Svanhvít og starfsfólk
unglinga- og barnadeildarinnar
voru verðlaunuð sérstaklega.
Sem fyrr segir hljóta 5 þátt-
takendur verðlaun, 5 þúsund
króna úttekt á fötum eða
hljómplötum. Hin heppnu eru:
Freydís Jónsdóttir, Hraunbæ
82, Reykjavík, Guðrún Gunn-
arsdóttir, Hraunbæ 48, Reykja-
vík, Rut Agnarsdóttir, Grettis-
götu 31, Reykjavík, Jóhann P.
Jóhannsson, Hólabraut 2, Hrís-
ey, og Ásthildur Erlingsdóttir,
Holtsgötu 19, Reykjavík.