Morgunblaðið - 03.01.1984, Page 41

Morgunblaðið - 03.01.1984, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 41 fclk f fréttum Martrað- irnar í lífí Liz Taylor + Elísabet Taylor er ein af síð- ustu stórstjörnunum. Hún er nú 51 árs að aldri og á að baki 55 kvikmyndir, sjö eiginmenn, ástarævintýri fleiri en tölu verði á komið og fjögur börn. Hún hefur líka sett met í fjölda megrunarkúra og oft verið til meðferðar vegna áfengissýki. Nú þegar hún er að taka saman við áttunda eiginmanninn er hún komin til meðferðar vegna hennar enn einu sinni. Að þessu sinni er ástandið miklu alvarlegra en áður. Elísa- bet Taylor, sem er ekki nema 158 sm há, vegur nærri eitt hundrað kfló og nú hafa þau hjónaleysin, hún og mexíkanski lögf.æðingurinn Victor Luna, ákveðið að gera eitthvað í mál- inu. Taylor er nú á stofnun í Kaliforníu þar sem á að reyna að venja hana af lyfja- átinu en þar er einkum um að ræða megrunarpillur, sem hún skolar gjarnan niður með áfengi. Læknirinn hennar segir, að erfiðleikar Liz séu fyrst og fremst sálræns eðlis. Hún leiti sér jafnan huggun- ar í sjúkdómum og ofáti þeg- ar á móti blási. Það sé heldur ekki einleikið hve oft hún hafi verið lögð inn á sjúkra- hús með kjúklingabein í hálsi, flís í auga, nagla í fæti, vegna veikinda í baki eða vegna ákafs astmakasts. Og alltaf þarf að aflýsa einhverju, leiksýningu eða kvikmynda- upptöku þar til Liz er aftur orðin ferðafær. Það gerir Liz ekki auðveld- ara fyrir nú, að hún er ekkert unglamb lengur, og auk þess á hún við það að stríða, sem læknirinn henar kallar „Elv- is-veikina“. Pillurnar, sem hún hefur tekið, eru þær sömu og Elvis Presley var háður síðasta árið sem hann lifði. Þær eru örvandi og valda lystarleysi þar til fólk hefur vanist þeim en þá verða áhrifin af þeim alveg þveröf- ug. Einkum þó ef fólk notar áfengi samtímis. Það hefur Liz einmitt gert og heil vodkaflaska á dag hefur al- varlegar afleiðingar. Þeir, sem verða háðir megrunarpillum, eyðileggja í sér magann. Þær valda krampa í maganum og ef verkjapillurnar bætast svo við verða afleiðingarnar óskaplegar. Elizabeth Taylor — aðeins 158 sm en vegur nærri 100 kfló. + Elizabeth Taylor er alltaf í einhverjum kúr, megrunarkúr eða afvötnun. Efri myndirnar voru teknar 1979 og var önnur tekin fyrir einn kúrinn en hin á eftir. Sömu sögu er að segja um neðri myndirnar, sem voru teknar árið 1982. Píanóin og flyglarnir frá CARL SAUTER og JOHN BROADWOOD & SONS eru sönn úrvals hljóðfæri og hljómfegurðin er í samræmi við það. Einnig mikiö úrval af öðrum góðum píanóum. ÍSÚLI TR PAl.MARSSON HLJÓmM RU'MBDtí S. 30257 mánudaginn 9. janúar JAZZ-MODERN — CLASSICAL TECHNIQUE — PASDEDEUX-SHOW Endurnýjun skírteina í Suðurveri laugardaginn 7. janúar. Framhaldsflokkur kl. 2. Byrjendur frá í haust kl. 4. Nýir nem endur kl. 5. Mætið með stundaskrá. Strákar ath. • Pas de Deux-tímar hefjast aftur og eru á laugardögum. Fram- hald og byrjendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.