Morgunblaðið - 03.01.1984, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984
ficfc/'iAnn
i P,.» S.odld.
„ 'é.y Inef 5cb t'Jorvx Har\r\ cr ob fireyfcaít
i. Fiérildi.’1
Með
morgunkaffinu
Vi<> a-llum að fara It'll im-A 'ann Þú i'Hur trúlega gert þér í hugar-
lu-nnan? lund móttökurnar, ef ég kem
svona heim til mín?
HÖGNI HREKKVISI
'* '* itW.* M. Nmitfht Symliralr, Inr
O HútZNI, ER FALLBGA INHfÖKKOP GJOF
//'
íþróttafélög í Keflavík
Skúli Magnússon, Keflavík, skrif-
ar:
„f Keflavík hefur áhugi á íþrótt-
um verið mikill undanfarin ár.
Ráðamenn bæjarins hafa líka verið
ósparir á fé til framkvæmda þegar
íþróttir eru annars vegar. Ekki er
það undarlegt, þar sem íþróttafé-
lögin hafa átt marga stuðnings-
menn innan bæjarstjórnar og í röð-
um ráðamanna bæjarins. En sá
stuðningur sýnir, að ef vilji er fyrir
hendi, er flest hægt að gera, hvort
sem það er til eflingar íþrótta eða
annars.
Framan af, meðan fámenni var í
Keflavík, var dauft yfir íþróttun-
um. Þau íþróttafélög sem stofnuð
voru lognuðust fljótlega út af. Við
stofnun Ungmennafélags Keflavík-
ur 1929 verða þáttaskil í keflvískri
íþróttasögu. Uppfrá því hafa
íþróttir jafnan verið iðkaðar skipu-
lega og starfið aldrei fallið niður.
Allt fram til ársins 1950 var
UMFK, eina íþróttafélagið í Kefla-
vík sem eitthvað kvað að, en það ár
var Knattspyrnufélag Keflavíkur
stofnað. Hleypti það nýju lífi í
íþróttastarfsemina er á leið. Þessi
tvö félög hafa sl. áratugi haldið
merkinu á lofti heima og heiman.
Heimildir um íþróttir í Keflavík
eru fáar fram eftir árum. í dag-
blöðum cru að vísu víða stuttar frá-
sagnir, en þær ná mjög skammt.
Hef ég haldið þeim saman eftir því
sem ég hef rekist á þær. Árið 1940
verður nokkur breyting á er blaða-
útgáfa hefst í Keflavík, en einkum
eru til góðar heimildir eftir 1950.
Annars væri ekki úr vegi að kefl-
vískir íþróttamenn hygðu örlítið
meira að sögu sinni, einkum fyrir
1940. Enn eru á lífi menn sem þá
tóku þátt í íþróttum og muna sitt-
hvað sem aldrei hefur á blað kom-
ist. Góður árangur og gömul met
verða harla lítils virði ef ekki er
reynt að halda þeim á loft. Eftir
örfá ár getur verið um seinan að ná
slíkri vitneskju saman. Sagan um
frumherjana og erfiðleika þeirra
getur hins vegar orðið hinum yngri
gott fordæmi til frekari sigra.
— o —
Skotfélag Keflavíkur var stofnað í
Keflavík 21. nóv. 1869 af 15 félög-
um. Þeir voru kaupmenn og versl-
unarmenn í Keflavík og bændur úr
nágrenninu. í stjórn þessa fyrsta
íþróttafélags í Keflavík voru: Fakt-
orarnir P.L. Levinsen og ólafur
Norðfjörð, ásamt H.P. Duus, kaup-
manni.
Hvatinn að félagsstefnunni hef-
ur trúlega komið frá verslunar-
mönnum í Keflavík. Hafa þeir
kynnst svipuðu félagsstarfi á veg-
um verslunarmanna í Reykjavík,
en skotfélag hafði starfað þar um
tíma. I einni af Reykjavíkurbókum
Árna Óla er frásögn um það félag
og skotkeppni þess við Keflavíkur-
félagið.
f febr. 1871 ákváðu félagsmenn
að reisa sérstakt hús til funda-
halda. í des. 1872 var húsbygging-
unni að mestu lokið. Húsið var
jafnan kallað Skothúsið, og var það
fyrsta hús í Keflavík sem byggt var
sérstaklega til samkomuhalds.
Skothúsið stóð lengi eftir að Skot-
félagið var hætt starfi.
Félagar háðu skotkeppnir sín á
milli og voru mjög nákvæmar regl-
ur um framkvæmd slíkra móta.
Auk funda hélt félagið skemmtanir
í húsi sínu, t.d. dansleiki.
Fundabók Skotfélagsins er varð-
veitt í Byggðasafninu í Keflavík.
Sagði Helgi S. Jónsson mér, að
hann hefði bjargað henni úr rusli,
sem henda hefði átt á sorphauga.
Er bókin hinn mesti kjörgripur, því
Skotfélagið er fyrsta félagið, sem
stofnað var í Keflavík. Fundir eru
skráðir í bókina fram til 1873, eftir
það er óvíst um starf Skotfélagsins,
og ekki ljóst hvenær það hætti
störfum. Á árum Skotfélagsins
voru íbúar í Keflavík innan við 200.
(Aðalheimildir um Skotfélagið
eru í þremur greinum eftir Helga
S. Jónsson í Faxa 1951, og í grein
eftir Skúla Magnússon í Faxa
1981).
— O —
Áhugi á skák var nokkur hér á
19. öld, en heldur var sú íþrótt
staðbundin sökum erfiðra sam-
gangna innan lands og utan.
í frétt í Þjóðólfi 21. nóv. 1902 er
sagt frá nokkrum nýstofnuðum
taflfélögum úti á landi, þar á meðal
í Keflavík. Forgöngumaður þess
var Konráð Stefánsson, skólapilt-
ur. Ekki veit ég nein deili á manni
þessum og engar frekari heimildir
virðast til um félag þetta. Hygg ég
að Konráð hafi verið hér aðkomu-
maður í stuttan tíma og félagið
hætt starfi er hann fluttist burt.
— o —
Á fyrri hluta þessarar aldar var
Guðmundur Hjaltason einn aðal-
boðberi ungmennafélagshreyf-
ingarinnar. Hann ferðaðist um
landið þvert og endilagt og hvatti
til félagastofnana og hélt fyrir-
lestra um margvfsleg efni. Enda
létu ungmennafélög þeirra tíma sér
fátt mannlegt óviðkomandi.
f febr. 1912 kom Guðmundur til
Keflavíkur og hélt þar tvo fyrir-
lestra. Ferðaðist hann þá vfðar um
Suðurnes. Aftur kom hann til
Keflavíkur í mars og flutti þar 3
fyrirlestra. Um þessar ferðir sínar
til Keflavíkur 1912 skrifar Guð-
mundur í tímaritið Skinnfaxa það
ár (Bls. 93). Þar getur hann þess, ad
ungmennafélag hafi starfað í Kefla-
vík, en sé nú í dái. Ekki hafa fundist
aðrar heimildir um starfsemi þessa
félags.
— o —
Jakob Sigurðsson (f. 1901, d.
1969), síðar kaupmaður í Keflavík,
var fyrsti sundkennari í Keflavík,
sem vitað er um. (Rétt þykir að
geta þess að einhvern tíma var
kennt sund í íshústjörninni, sem
var við hús ísfélags Keflavíkur við
Vatnsnesveg. Trúlega hefur það
verið á árunum 1920—30. Annars
er það ekki alveg ljóst, því mér er
ekki fullkunnugt um hvenær íshús-
tjörnin var gerð og bakkar hennar
steyptir upp. Sbr. Faxa, des. 1950,
ræðu Ragnars Guðleifssonar við
endurvígslu Sundhallar Keflavík-
ur.)
Á unglingsárum sínum dvaldi
Jakob stundum í Keflavík. Fann
hann þá greinilega hve þörfin fyrir
sundkunnáttu í sjávarplássi var
brýn. Árið 1918 hóf Jakob sund-
kennslu í Hafnarfirði og hafði
áhuga á slíkri kennslu í Keflavík.
Fyrstu tilraun til að koma á
sundkennslu hér syðra, gerði hann
í febr. 1923. Þann 11. s.m. fór hann
til Keflavíkur ásamt Steini Sig-
urðssyni, bókhaldara, sem flutti
þar fyrirlestur um sundíþróttina.
Eftir fundinn var kosin 3ja manna
nefnd sem koma skyldi sund-
kennslu af stað. í stuttri frétti í
~ . ... * - iv
Hvenær er ljósatími götuljósa?
Guðbjörg Olafía Gísladóllir skrif-
ar:
„Kæri Veivakandi.
Mig langar til að beina ákveð-
inni fyrirspurn til gatnamála-
stjóra: Hvenær er ljósatími götu-
Ijósa og við hvað niiðast hann?
Eg hef tekið eftir því að nieðan
Sem dæmi vil ég nefna, að núna
í haust kom þvílík þoka, að menn
mundu vart annað eins. Man ég
þá, að götuljósin tendruðust ekki
fyrr en seinni hluta dags. Hvað
veldur þessu? Ég vonast til að
gatnamálastjóri geti skýrt þetta."
tilkynningar eru lesnar í útvarpi,
þar sem bílstjórar eru hvattir til
að nota ökuljósin, þá er ekki
kveikt á einu einasta götuljósi
borgarinnar. Á þetta einkum við á
vetrardögum, þegar umferð er
mikil.