Morgunblaðið - 10.01.1984, Page 7

Morgunblaðið - 10.01.1984, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 7 Karlar — Konur NUDD - NUDD - NUDD Megrunar- og afslöppunarnudd. Megrunarnudd, vöövabólgunudd, partanudd og afslöppunarnudd. Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseöill Opié til kl. 10 öllkvöld Bflastæöi. Sími 40609. Nudd- og sólbaösstofa Ástu Baldvinsdóttur Hrauntungu 85, Kópavogi SÍMI í MÍMI ER 10004 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám Allt á skrifstofuna ★ Skrifborö ★ Skjalaskápar ★ Tölvuborð ★ Veggeiningar ★ Norsk gæðavara ★ Ráðgjöf við skipulagningu E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888 ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRIMSSON & CO Daihatsu Taft d.esel 1982 Hvítur. Ekinn aöeins 9 þús. km. Sportfelgur o.fl. Verö 410 bús. Daihatsu Charade XTE 1981 Rauöur. Ekinn 41 þús. km. Sparneytinn framdrifsbíll. Verö kr. 185 bús. Góö lán M.Benz 300 diasal 1982 Hvitur. sjálfskiptur, m/öllu. Úrvalsbíll meö mörgum aukahlutum. Verö kr. 730 þús. Range Rover 1972 Drapplitur. (Vel og kassi upptekiö). Vél ekin 40 þús. km. Verð kr. 185 þús. Bílar fyrir veðskuldabréf Subaru 1600 G.L. 197» Silturgrár. Fallegur tramdritsbill. Verð kr. 135 bús International Scout 1979 Blár og hvítur. 8 cyl., sjálfsklptur með öllu. Utvarp og segulband, brelð dekk, sportfelg- ur. Jeppi ( toppstandi. Verð 350 þús (Sklbtll. Dataun King cap. 1982 Blár. ekinn 23 þús. km. Lltvarp, segulband. •r með Banz túrbínu. Alh : drif á öllum. Verö 430 þús. Skipti. Toyota Crown diesel 1982 Blágrár. Ekinn 33 þús. km. Sjálfskiptur. afl- stýri, útvarp, segulband, snjódekk, sumar- dekk, grjótgrind, overdrif. Verö 490 þús. Skipti á ódýrari. Nú er rétti timinn til bilakaupa. Ymis kjör koma til greina. Komlö meö gamla bilinn og skiptiö upp i nýrri og semjið um milligjöt. Bilar á söluskrá sem fást tyrir skuldabrál. __________________ Árás Skutuls á flokksfor- ystuna Málgagn Alþýðuflokks- ins á Vestfjörðum, Skutull, Rerði harða hríð að forystu og formanni flokksins í forystugrein síðla í des- ember. „Sjónarmiðið að þora og sigra varð undir í Alþvóuflnkknum," segir þar, ítem að Alþýðuflokk- urinn sé að „hrynja undan sjálfum sér“. Karvel Pálmason og Sig- hvatur Björgvinsson, sem háðu harðan prófkjörsslag á Vestfjörðum snemma árs 1983, beina enn spjótum sínum hvor að öðrum. Kennir hvor hinum um að- för Vestfjarðablaðsins að formanni Alþýðúflokksins. „Ég hef ekki séð Skut- ul,“ segir Karvel Pálmason í Þjóðviljanum um sl. helgi, „en hann er alfarið á ábyrgð Helga Más Arthúrssonar og Sighvatar Björgvinssonar.“ „Eg veit því ekki, hvort þar er rétt greint frá af- stöðu Alþýðuflokksfólks á Vestfjörðum," segir Sig- hvatur Björgvinsson um Skutulsleiðarann. „Hins vegar hefur athygli mín verið vakin á viötali við Karvel Pálmason alþing- Lsmann,“ heldur Sighvatur áfram, „sem birtist í Al- þýðublaðinu á gamlársdag. I lok viötalsins víkur hann að vandamáium sem hann segir vera í Alþýöuflokkn- um og breytingum sem nauðsynlegt verði þar að gera.“ „Það er forustunnar, þingmannanna sex, að ræða það í mikilli alvöru og fyrir opnum tjöldum af hverju þeir eru ekki fleiri. Það er þeirra að taka frum- kvæðið ... Framtíð AF þýðuflokksins er í höndum sex manna og hún ræðst á næstu mánuðum," eru lokaorð Skutulsleiðarans, sem hvorki Karvel né Sig- hvatur vilja kveðið hafa. Spjótalög Karvels og Sighvatar Þau hafa ekki farið fram hjá neinum, spjótalög Karvels Pálma- sonar og Sighvatar Björgvinssonar, sem kenna hvor öðrum um árás Vestfjarðablaðs Alþýðuflokksins, Skutuls, á forystu og formann Alþýðuflokksins, Kjartan Jóhannsson. Þeir eru iðnir við kolann, kratarnir, að elda grátt silfur hver við annan. Æfingin skapar meistarann, segir máltækið, enda veitir ekki af, því það er kúnst að „kljúfa eldspýtu", ef sá er tilgangurinn! Búmmerang? Þjóðviljinn hefur eftir Sighvati Björgvinssyni: „Það er ekkert laununga- mál að síðast þegar for- maður flokksins var gerður ábyrgur fyrir slæmu gengi Alþýðuflokksins í kosning- um og þess krafist, að hon- um yrði vikiö frá, þá var ég mjög andvígur slíkum málatilbúnaði." Kjartan Jóhannsson, for- maður flokksins, segir í viðtali við Morgunblaðiö: „Það er auðvitað nærtækt og hefur oft gerzt, að ósigr- ar séu skrifaðir á reikning flokksforustu en sigrar hjá frambjóðendum. Í*að er ekkert fremur bundið við Alþýðuflokkinn en aðra flokka, eða ísland fremur en önnur lönd.“ Sighvatur ýjar í ummæl- um sínum að aðför að Benedikt Uröndal, forvera Kjartans á formannsstóli, en ófarir Alþýðuflokksins 1979 vóru nýttar til að ýta við Benedikt á sinni tíð. Sú saga öll var undanfari formannskjörs Kjartans og er enn í það fersku minni manna að óþarfi er að tí- unda hér frekar. Spurningin er einfald- lega sú, hvort Kjartan verði nú fyrir samskonar aðfór og á sínurn tíma var gerð að Benedikt Gröndal. Skutulslciðarinn gefur ríkulegt tiiefni til siíkrar spurningar. þó tengjast kunni kjördæmisátökum Karvels og Sighvatar. Allténd höfð- inu hærri en Alþýðubanda- lagið! Tveir „jafnaðarmanna- flokkar", Alþýðuflokkur og Bandalag jafnaðarmanna, fengu samtals 19% kjör- fylgi í aprfl sl., eða gott bet- ur en Alþýðubandalagið, sem fékk aðcins 17,3%. Stjórnarandstaðan, önnur en flokkur harðlíflssósíaF ista, fékk samtals 24,5% kjörfylgi. Það er óþarfl fyrir „jafn- aðarmenn" að þjást af minnimáttarkennd gagn- vart harðlíflssósíalistum — og enn meiri óþarfl fyrir þá og Kvennalistakonur að gerast einhvers konar taglhnýtingar kommúnista á Alþingi. Krötum er í sjálfsvald sett, hvort þeir eyða fremur orku sinni í innbyrðis átök en að skapa sér sjálfstæða tilveru í þjóð- og þingmál- um. Stjórnarandstaðan væri hinsvegar ekki alveg eins ömurleg og raun ber vitni, ef hún sýndi fleiri hliðar en þá sem hönnuð er af Svavari Gestssyni & Co. Hver sem afstaða manna er til núverandi rík- isstjórnar er flestra mál, að hún eigi þó skilið mann- boruiegri stjómarandstöðu en Þá. sem nú dregur ýsur á Alþingi. Victory-V Gums Af gefnu tilefni: Vara þessi er ekki bönnuð Heildsölubirgðir: íslensk erlenda verslunarfélagið hf. Tjarnargötu 18, sími 20400.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.