Morgunblaðið - 10.01.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984
17
Skoðanakönnun í Bretlandi:
Paul Newman, Bo
Derek og Diana
njóta mestrar hylli
Lundúnum, 9i janúar. AP.
KÖNNUN SEM gerð var í Bretlandi bendir til þess að þau Paul Newman
og Bo Derek, sem bæði eru frægir leikarar, séu það fólk sem allur
almenningur á Bretlandseyjum myndi kjósa sér til ástarsambands.
Sprengja í diskóteki
Diskótek í þýsku stórborginni Miinchen skemmdist illa í sprengingu og eldsvoða í kjölfarið um helgina. Átta
manns særðust, en enginn lét lífið. Grunur leikur á að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Voru tveir ungir ítalir
handteknir skömmu eftir að ódæðið var framið, en þeim síðan sleppt. Leitar lögreglan nú sprengivarganna
dyrum og dyngjum. símamynd ap.
Þrátefli í Afganistan:
Sovétmenn leita að
viðunandi lausnum
Bandaríska dagblaðið Los Angel-
es Times sagðist í gær hafa fyrir því
góðar heimildir, að svo vildu Sov-
étmenn losna úr Afganistan-hnútn-
um, að þeir hefðu lagt fyrir stjórn-
völd í Pakistan drög að brott-
flutningi sovéska herliðsins frá Afg-
anistan. Blaðið segir „drögin“ að
vísu hafa verið afar loðin og lítt á
byggjandi, en kjarni málsins hafi
verið sá, að með þeim vildu Sovét-
menn leggja áherslu á vilja sinn til
að leysa Afganistanvandamálið með
öðrum leiðum en hernaði.
Blaðið hafði eftir ónafngreind-
um embættismönnum í Kreml, að
Sovétmenn gerðii sér ljósa grein
fyrir því að ástandið í Afganistan
væri orðið að þrátefli sem engin
leið væri út úr. Því væru Sovét-
menn að athuga aðrar leiðir, meðal
annars þá að flytja herlið sitt
heim. Fyrrgreind drög að brott-
flutningi sovéska liðsins átti að
standa yfir í 18 mánuði. Embættis-
mennirnir, viðmælendur LAT,
sögðu að pólitísk lausn sem tryggði
hlutleysi Afganistan væri æski-
legasta þrautalendingin.
Bandaríska blaðið segir Sovét-
menn og Pakistana hafa rætt þessi
mál á leynifundum, og er Sovét-
mennirnir ræddu um brottflutning
á 18 mánuðum, hafi Pakistanar
stungið upp á, á móti, að brott-
flutningurinn þyrfti ekki að
standa yfir nema um það bil 6
mánuði eða svo. Slitnaði þá upp úr
viðræðunum. Pakistanskir emb-
ættismenn, einnig ónafngreindir,
staðfestu í blaðinu að Rússar
hefðu lýst áhuga sínum á því að
kalla herinn heim frá Afganistan,
en málið hefði siglt í strand er
fyrrgreind gagnuppástunga var
borin fram. Þeir sögðu hins vegar
að í raun hafi Sovétmennirnir
aldrei lagt „drögin" fram sem
formlegt tilboð, heldur hafi hlut-
verk þeirra fyrst og fremst virst
vera til að sýna samkomulagsvilja
Rússa í málinu.
Kvenfólkið reyndist í miklum
meiri hluta skotið í Newman, sem
er 58 ára gamall og hefur verið
giftur Joanne Woodward í -26 ár.
Newman lét sig ekki muna um að
skjóta aftur fyrir sig kyntáknum
á borð við Sting og John Travolta,
einnig var Andrew Bretaprins
ofarlega á blaði, en átti þó engan
möguleika gegn Newman. New-
man varð efstur í fimm liðum
spurningalistans, hann reyndist
vera „hinn fullkomni maður",
„hinn útvaldi í ástarsamband",
„myndarlegasti maðurinn", „mest
aðlaðandi og kynþokkafulli mað-
urinn" og síðast en ekki síst
„mest spennandi maður að vera
með“. Geri aðrir betur.
„Gamalt brýni" ef svo mætti að
orði komast var þó útvalinn
„maðurinn sem ég vildi deila ævi
minni með“. Það var hinn siungi
poppari Cliff Richard, sem nú
stendur á 43 árum. f öðru sæti í
þessum bás var Clint Eastwood,
leikari með meiru, 53 ára gamall.
Þó að kynbomban Bo Derek sé
sá kvenmaður sem flestir breskir
karlmenn vildu næla í til ástar-
sambands, bar þó ein kona af öll-
um öðrum í öllum hinum spurn-
ingunum. Var það engin önnur en
Diana prinsessa hin sívinsæla.
Var hún efst nema á heimavelli
Bo Derek, og í flokkinum „falleg-
asta konan". Þar skaut söngkon-
an Olivia Newton-John öðrum ref
fyrir rass, en Diana varð önnur.
Gáfaðasti maður Bretlandseyja
var kjörinn í athugun þessari
David Steel, formaður Frjáls-
lynda flokksins í Bretlandi. Úr-
takið i könnuninni var 1010
manns og það var dagblaðið
Sunday Mirror sem að henni stóð.
Bo Derek
Paul Newman
Saumuðu 9 fing-
ur á prentarann
Árangur aðgerðarinnar „fágætt afrek“
Peking, 9. janúar. AP.
Kínverska fréttastofan Xinhua
greindi frá því í gær, að þarlendir
skurðlæknar hefðu saumað níu
fingur á prentstofustarfsmann í
Peking og hefði aðgerðin staðið yf-
ir í 30 klukkustundir.
Slysið átti sér stað fyrir
nokkru, er maðurinn var að
vinna við prentvél. Setti hann
hendurnar óvart inn í og svipti
hún umsvifalaust níu fingrum af
og stórskaddaði þann tíunda.
Var maðurinn drifinn á sjúkra-
hús og þurfti að fljúga með
hann, því slysið átti sér ekki stað
í Peking. Fjórir hópar skurð-
lækna unnu saman að verkinu.
Síðan hafa sár mannsins gróið
og hann er í meðferð. Læknar
gera sér vonir um, að sögn
Xinhua, að maðurinn muni í
framtíðinni hafa næstum full
fyrri not af fingrum sínum og
árangur aðgerðarinnar hafi ver-
ið „fágætt afrek".
Olíuleiðsla í
Túnis sprengd
Túni.sborg, 9. janúar. AP.
Varnarmálaráðuneytið í Túnis
skýrði frá því í dag að fjórir vopn-
aðir menn frá Líbýu, sem komið
hefðu með ólögmætum hætti inn í
landið, hefðu sprengt í loft upp
olíuleiðslu á landamærum Túnis
og Líbýu.
Talsmaður ráðuneytisins
sagði að mennirnir fjórir hefðu
komið til Túnis snemma á
sunnudagsmorgun og komið
sprengjunum fyrir við Henchir
A1 Bassasa olíuvinnslustöðina,
en hún er um tvo kílómetra frá
landamærunum.
Ekki tókst að ráða niðurlög-
um eldsins sem kviknaði við
sprenginguna fyrr en síðdegis á
sunnudag.
AUGLýSING
UM INNLAUSNARVERD
VERÐTRVGGÐRA
SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSNARVERÐ*1 10.000 GKR. SKÍRTEINI
1970-2. fl. 05.02. 84 kr. 17.415,64
1972 - l.fj. 25.01. 84-25.01. 85 kr. 12.886,60
1973 - 2. fl. 25.01. 84-25.01. 85 kr. 7.046,76
1975 — l.fl. 10.01. 84- 10.01. 85 kr. 4.002,39
1975-2. fl. 25.01. 84-25.01. 85 kr. 3.021,25
1976- 1.fl. 10.03. 84- 10.03. 85 kr. 2.877,97
1976- 2. fl. 25.01. 84-25.01. 85 kr. 2.273,74
1977 — 1. fl. 25.03. 84 - 25.03. 85 kr. 2.122,16
1978- 1.fl. 25.03. 84 - 25.03. 85 kr. 1.438,89
1979 - 1.fl. 25.02. 84 - 25.02. 85 kr. 951,45
Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframtframmi nánari upplýsingar um
skírteinin. Sérstök athygli skal vakin á lokagjalddaga 2. flokks 1970,
sem er 5. febrúar n.k.
Reykjavík, janúar 1984
SEÐLABANKI ÍSLANDS