Morgunblaðið - 10.01.1984, Síða 18

Morgunblaðið - 10.01.1984, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 Kosið í Danmörku í dag Poul Schliiter, forsætisráðherra Dana á blaðamannafundi: „Afturförinni snúið upp í endurreisn“ Kaupmannahörn, 9. janúar. Frá fréttaritara Mor^unhlaösins, Sveini SigurdHHyni POUL Schliiter forsæti.srádherra átti í morgun fund með blaða- mönnum í danska þinginu í Kristjánsborg og voru þar saman komn- ir nokkrir tugir erlendra fréttamanna víðs vegar að úr heiminum. Var það megininntakið í máli hans, að á ferli sínum hefði stjórnin snúið þróuninni við í dönskum efnahagsmálum og að ekki yrði hvikað frá aðalatriðunum í fjárlagafrumvarpinu. Eins og kunnugt er, var efnt til kosninganna vegna þess að ekki náðist samkomulag um það á þingi. „Á þeim 16 mánuðum, sem stjórnin hefur starfað, var efna- hagslegri afturför breytt í efna- hagslega endurreisn. Atvinnuleysi hefur ekki aukizt frá því í apríl á síðasta ári, útflutningur hefur aukizt, vextir lækkað og nú ríkir almenn bjartsýni í landinu,“ sagði Poul Schlúter. Hann benti á ýmis önnur atriði máli sínu til stuðn- ings, eins og minni halla á ríkis- búskapnum en gert hafði verið ráð fyrir, og ekki hvað sízt á nýjar skýrslur frá OECD, en þar kemur fram, að hagvöxtur í Danmörku hefur aukizt meira en víðast ann- ars staðar og áframhaldandi hag- vexti er spáð. Schlúter lagði mikla áherzlu á, að góður árangur stjórnarinnar yæri ekki sízt að þakka samstöðunni innan hennar, sem væri meiri en verið hefði þeg- ar jafnaðarmenn voru einir í stjórn. Hann sagði það ekki koma til mála af hálfu núverandi stjórn- arflokka að hverfa frá megin- stefnu fjárlagafrumvarpsins, enda væri það forsenda fyrir skynsam- legri stjórn. Hann kvaðst líka vona, að borgaraflokkarnir fengju styrk til þess að stjórna áfram og þá myndi verða bjart framundan í Danmörku. Ef vinstri flokkarnir tækju við, færi allt í gamla farið. Schlúter var spurður um at- vinnuleysið og þær fullyrðingar stjórnarandstöðunnar, að það væri allt stjórninni að kenna. Minnti hann þá á, að vaxandi at- vinnuleysi hefði verið allan síð- asta stjórnartíma jafnaðarmanna. Það hefði stafað af heimskrepp- unni og rangri stjórnarstefnu, en nú væri það hætt að aukast og myndi fara minnkandi. Það væri alrangt, að stjórn borgaraflokk- anna vildi danska velferðarsamfé- lagið feigt, þvert á móti væri hún að koma því til bjargar. Sannleik- urinn væri sá, að 95% af þeim niðurskurði, sem stjórnin hefði orðið að grípa til, hefði verið í síð- asta fjárlagafrumvarpi jafnað- armanna. Erlendir fréttamenn, sem komnir eru til Danmerkur til að fylgjast með kosningunum, eru nú fleiri en oft áður, og segir það sína sögu um þann áhuga, sem er á dönsku kosningunum erlendis. Leiðtogar dönsku stjórnarflokkanna við upphaf sjónvarpsumræðnanna á sunnudagskvöld. Þeir eru talið frá vinstri: Poul Schliiter, forsætisráð- herra og leiðtogi íhaldsflokksins. Til hægri við hann á myndinni situr Henning ('hristophersen, fjármálaráðherra og leiðtogi Venstre. Vinstra megin á myndinni stendur Erhardt Jacobsen, leiðtogi miðdemókrata og til hægri á myndinni stendur Christian Christensen, umhverfismálaráð- herra úr Kristilega þjóðarflokknum. í STUTTU MÁLI Ihalds- flokkurinn tapar fylgi SAMKVÆMT skoðanakönnun sem nýlega var birt í breska vikublaðinu The Sunday Times hefur íhalds- flokkurinn undir forystu Margrétar Thatcher forsætisráðherra tapað verulegu fylgi frá því í kosningunum á síðasta ári, og munar nú aðeins einu prósenti á honum og Verka- mannaflokknum. íhaldsflokkurinn fengi, sam- kvæmt könnuninni, 40,5% at- kvæða ef nú væri gengið til kosn- inga, Verkamannaflokkurinn fengi 39,5% og Bandalag jafnað- armanna og frjálslyndra fengi 18%. S.-Afríku- menn áfram í Angóla? ióhannesarhorg, 9. jan. AP. Suður Afríkumenn halda því fram að þeir haft kallað herlið sitt frá Angólu, en heimildarmenn í her þeirra segja að einhverjar hersveitir verði enn um kyrrt í landinu til að leita uppi skæruliða svartra þjóð- ernissinna sem hafast við þar. Herlið Suður-Afríkumanna fór upphaflega inn í Angólu 6. des. til að reyna að tefja fyrir árás skæruliða SWAPO inn í Namibíu eða Suðvestur-Afríku. Stjórnar- skipti í Suriname Paramiribo, Suriname, 9. janúar. AP. DESI BOUTERSE, einn af leiðtog- um hersins í Suriname, greindi frá því á sunnudag að Errol Alibux, for- sætisráðherra, hefði beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Bouterse sagði að afsögn ríkisstjórnarinnar kæmi til framkvæmda í dag og þá yrði ný stjórn skipuð. Tilkynningin um stjórnarskipti kom í sjónvarpsávarpi herforingj- ans og kom mjög á óvart. Tveir dagar eru síðan herforingjastjórn- in dró til baka ákvörðun um skattahækkanir í því skyni að lægja öldur á vinnumarkaðnum. Nokkur órói hefur verið í Surin- ame að undanförnu og á föstudag má heita að verkfallsaðgerðir starfsmanna rafveitunnar hafi lamað allt líf í landinu. Níu Rauða kross menn látnir lausir Kampala, 9. janúar. AP. NÍU AF ellefu starfsmönnum Kauða krossins í Úganda, sem skæruliðar rændu sl. laugardag, hafa verið látnir lausir. Franskur læknir og Cgandabúi eru enn í haldi, að því er útvarpið í Úganda og talsmenn Rauða krossins skýrðu frá í dag. Búist er við því að þeir tveir verði látnir lausir innan skamms. Skæruliðarnir sem rændu Rauða kross fólkinu eru taldir til- heyra andspyrnuhreyfingu þjóð- ernissinna í Vestur-Kampala- héraði. r Arangurs- laus fundur tjsló, 19. janúar. Frá Jan-Erik Lauré, frétUriUra Mbl. ENGINN árangur varð í dag á fundi samninganefnda Dana og Norð- manna í deilunni um skiptingu haf- svæðisins milli Jan Mayen og Austur-Grænlands. Af hálfu samn- inganefndanna hefur verið lögð áhersla á það að þessi fundur sé aðeins einn af mörgum, og engin kaflaskipti hafi orðið í málinu. Danir gera kröfu til 200 mílna fiskveiðilögsögu við Grænland, en Norðmenn vilja að miðlína verði dregin. Ef krafa Dana næði fram að ganga mundu þeir fá í sinn hlut 70 þúsund ferkílómetra hafsvæði sem nú telst vera norskt yfirráða- svæði. Kínverjar vilja kaupa vopn í Bandaríkjunum Washington, 9. janúar. AF. ZHAO Ziyang forsætisráð- herra Kínverska alþýöulýð- veldisins er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, og á þriðjudag mun hann eiga fund með Ronald Reag- an forseta og ráðgjöfum hans. Meðal þeirra mála sem búist er við að beri á góma í þessum viðræðum eru óskir Kínverja um kaup á vopnum í Banda- ríkjunum, en Weinberger varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna lýsti því yfir í Peking í september sl. að Bandaríkja- menn væru reiðubúnir að selja Kínverjum hervopn. Þá er talið að í viðræðunum beri málefni Norður-Kóreu á góma, en Bandaríkjastjórn hefur vaxandi áhyggjur af framferði stórnar Kim II Sung. Talið er að það hafi ver- ið erindrekar frá Norður- Kóreu sem reyndu að myrða forseta Suður-Kóreu, Chun Doo-Hwan, í Rangoon í Burma í október sl. Kínverjar hafa stutt stjórn- ina í Norður-Kóreu fram að þessu, en talið er að tilræðið við forseta Suður-Kóreu kunni að breyta viðhorfum þeirra að einhverju leyti. Zhao Zhiyang forsætisráðherra Kínverska alþýðulýðveldisins. Alger kúvending Sovétmanna: Heita samvinnu við könnun á Halley-halastjörnunni 1986 Það hefur komið vísinda- mönnum á Vesturlöndum mjög á óvart, að Sovétmenn hafa sam- þykkt að hafa við þá samvinnu í öllum undirbúningi að fylgjast með halastjörnu þeirri, sem kennd er við Halley og fara mun í kring- um sólina 1986. Á undirbúningsfundi, sem haldinn var í Japan fyrir skemmstu, sögðust sovézkir stjamfræðingar vera reiðubúnir til þess að miðla starfsbræðrum sínum í Bandaríkjunum, Japan og Vestur-Evrópu af þeirri þekk- ingu, sem þeir ættu eftir að afla sér um halastjörnuna, þar á meðal af þeirri þekkingu, sem á að fást frá tveimur sovézkum geimförum, er eiga að verða þau fyrstu til þess að mæta hala- stjörnunni, eftir að hún er búin að fara hring umhverfis sólu i marz 1986. Af hálfu Sovétríkjanna var þess farið á leit, að Bandaríkja- menn láti í té aðstoð sína, svo að geimförin komist eins nærri halastjörnunni og frekast er unnt. „Þetta er í fyrsta sinn, sem Sovétmenn hafa beðið okkur um að aðstoða sig úti í geimnum," var haft eftir bandarískum stjörnufræðingi, sem sótti ráð- stefnuna í Japan. „Þetta var ein- hver árangursríkasta ráðstefna, sem við höfum nokkru sinni set- ið með Sovétmönnum." Ráðstefnan hófst með því, að Sovétmenn buðust til þess að láta Geimferðastofnun Evrópu í té upplýsingar varðandi þá tækni, sem geimfar þeirra mun beita í myndatækni 6. marz 1986 og með því ætti að fást fimm sinnum meiri nákvæmni, er Giotto-geimfarið frá Geimferða- stofnuninni mætir halastjörn- unni 13. marz þar á eftir. „Fyrir fimm mánuðum sögðu Sovét- menn nánast það eitt við vísindamenn í Vestur-Evrópu, að þeir yrðu að finna halastjörn- una upp á eigin spýtur," sagði bandaríski stjörnufræðingurinn. „Hér hefur orðið alger kúvend- ing í afstöðu Sovétmanna."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.