Morgunblaðið - 10.01.1984, Síða 23

Morgunblaðið - 10.01.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 31 íslandsmet í akstri traktorsgröfu á íscross-braut sett. Case 4x4 frá Dalverk undir stjórn Svavars Svavarssonar kemur á fullri ferð að Jóni Hólm, starfs- íslandsmet á traktorsgröfu „1.16 mínútur og áttatíu sek- úndubrot," tilkynnti þulur í ís- cross-keppni á Leirtjörn eftir að íslandsmet í akstri traktorsgröfu á íscross-braut hafði verið sett. Það var tíminn sem Svavar Svavarsson notaði til að aka Case 4x4 gröfu sinni frá Dalverki hf. hlykkjóttan hringinn. Ekki er ljóst hvort fyrirhugað er að halda stórmót með þessum farartækj- um, en hins vegar viðurkenndi Landssamband íslenskra aksturs- íþróttafélaga þetta einstaka met... manni BIKR, sem flaggaði metið. Svavar í stýrishúsinu. Hann kvað gröfuna fjórhjóladrifna, með keðjur á öllum og því væri lítill vandi að leggja aðrar gröfur að velli á ísn- um... Morgunb I a ð i d / Gunnlaugur Hæstiréttur dæmdi í 246 málum f fyrra HÆSTIRÉTTUR dæmdi í 246 málum á síðastliðnu ári. Dómar féllu í 186 áfrýjuðum málum til Hæstaréttar, 126 einkamálum og 60 opinberum málum. Kærumáí voru 42, þar af 21 kæra vegna einkamála og 21 kæra vegna opinberra mála. Útivistardómar voru 18. Alls var 238 málum skotið til Hæstaréttar á árinu 1983, þar af voru áfrýjuð mál 175 og kærur 42. Af áfrýjuðum málum voru 123 einkamál og 52 opinber mál. í árslok 1983 biðu flutnings 130 einkamál og 5 opinber mál eða alls 135 mál. Þessar upplýs- ingar koma fram í yfirliti frá Hæstarétti íslands. voru: 6 ára, 8 ára, 10 ára og 12 ára börn svo og 8. og 9. bekkir og ör- fáir nemendur úr 7. bekk. Sérstök áhersla var lögð á, að yngstu nem- endurnir færu ekki heim nema í fylgd með fullorðnum. Nokkru fyrir hádegi kom til- kynning um það í hljóðvarpi að kennsla í grunnskólum Reykjavík- ur yrði felld niður eftir hádegi. Foreldrar margra barna komu strax í skólann þegar séð varð hvernig veðri var komið og sóttu sín börn og annarra. Reynt var að leyfa börnum að hringja heim til sín, eftir því sem við varð komið, en álagið á síma skólans var slíkt, að um tíma var ekki hægt að hringja úr skólanum. Foreldrar voru beðnir að sækja börn sín yrði því við komið en annars dveldu þau í skólanum. Börnunum var safnað saman á bókasafni skólans, þar sem þau voru við lestur og spil, léku borðtennis í samkomusal eða tefldu og fengu þau smurt brauð meðan það entist og mjólk eða ávaxtasafa á kennarastofu. Lengst af voru í skólanum á bilinu 25 til 30 börn og fóru þau síðustu heim laust fyrir kl. 17.00. Elstu nemendurnir fengu heim- ild til þess að fara heim og komu sumir þeirra aftur í skólann vel búnir til þess að bjóða fram aðstoð sína. í nokkrum tilvikum fylgdu kennarar börnum heim og tel ég að í Hólabrekkuskóla hafi vel ver- ið staðið að málum þó að vafalaust sé ætíð hægt að bæta það sem gert er. Ég vil benda foreldrum á að gera ætíð upp við sig, þegar veður- útlit er slæmt, hvort forsvaranlegt sé að senda börn í skóla. Lokaorð Það vill oft hrenna við þegar óveður geisar að þá skapist mikil spenna hjá fólki. Foreldrar óttast um börn sín sem von er og ef eitthvað fer úr- skeiðis er það vatn á myllu ein- staka fólks, því þá finnst suraum kjörið tækifæri til þess að klekkja á skólanum. Sem betur fer hugsa fáir svo lágt, en reyna þess í stað að benda á hvað betur hefði mátt fara og bjóða fram aðstoð sína. Kennarar og annað starfsfólk skólans ásamt yfirkennara og skólastjóra telja fréttaflutning sem þennan varhugaverðan og ósanngjarnan og líta svo á að rétt hefði verið að fá umsögn einhvers nafngreinds starfsmanns skólans til þess að lýsa ástandinu um- ræddan dag. Vonandi verður þessi umfjöllun til þess að allir leggist á eitt og komi í veg fyrir mistök, hafi þau þá á annað borð orðið, því að áfram verða veður válynd eins og þau hafa ætíð verið. Sigurjón Fjeldsted er skólastjóri Hólabrekkuskóla. einu sinni var. •a svona byrja mörg ævintýri, en okkar ævintyri byrjará: Fyrir aðeins 415,000 kr. bjóðum við þér PEUGEOT 505 GR 83. • innifalið i verði er ma: • Vökvastýri • Læst mismunadrif (sjalfvirkt) • 5 gira kassi • 6 ára ryðvarnarábyrgö Ef gamli billinn þinn er i goðu ásigkomulagi tökum við hann upp i nýjan PEUGEOT HAFRAFELL VAGNHOFOA 7o 85-2-11 [PUQJJCeiEECDfiT Þegar þessi ord eru sögd er undirbúningi fundarins lokið og sjálf fundarstörfin framundan. Eigiþau að ganga fyrirsig á fljótan og árangursríkan hátt, verðuraðstaðan að vera fyrsta flokks. Á Hótel Loftleiðum eru funda-og samkomusaliraf öllum gerðum og stærðum. Og öll þau tæki sem nútima fundatækni krefst, myndvarpar, sýningarvélar, töflur- aðstaða til að vélrita og fjölrita, jafnvel túlka yfir á ólík tungumál. Veitingar eftir því sem óskað er. Leitió upplýsinga þar sem reynslan er mest og aðstaðan best. FUNDURER SETTUR!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.