Morgunblaðið - 10.01.1984, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.01.1984, Qupperneq 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 Kveðja: Hallgrímur Jóns- son frá Ljárskógum Þeim fækkar nú óðum, frændum og vinum, er fyrst litu dagsins ljós á morgni aldarinnar. Einn af öðr- um hverfa þeir yfir móðuna miklu að afloknu löngu og viðburðaríku ævistarfi.Þeir hafa séð og lifað tímana tvenna. Öldin okkar hefur séð fyrir því með öllum þeim breytingum og byltingum, sem yf- ir land og þjóð hafa gengið á þess- um áratugum. En víða er skarð fyrir skildi. Þau sæti, sem áður voru vel skipuð, eru vandfyllt. Hallgrímur Jónsson frá Ljár- skógum andaðist 2. desember sl., síðastur af systkinunum átta, börnum Jóns Guðmundssonar, bónda í Ljárskógum frá 1900—1944, og konu hans, Önnu Hallgrímsdóttur frá Laxárdal á Ströndum. Hallgrímur var næst elztur þeirra systkina, fæddur 22. júní 1901. Yngstur var skáldið og söngvarinn góðkunni Jón frá Ljárskógum, annar bassi í MA- kvartettinum fræga. Hann féll frá langt um aldur fram aðeins 31 árs að aldri. — Margir eru þeir, sem eiga bjartar og hugljúfar minn- ingar um Ljárskógaheimilið frá þeim árum, er hinn fríði og föngu- legi systkinahópur var að alast upp og vaxa frá æsku til mann- dómsára. Þar ríkti gleði og góð- vild. Einlæg gestrisni og hjálp- semi við hvern sem var. Sönggyðj- an var í hávegum höfð. „Lífsins fyrstu, fögru helgidóma, fann ég hér, í ríki söngs og hljóma, — þar er alltaf sumardýrð og sól,“ — kvað Jón frá Ljárskógum. En árin liðu og systkinahópur- inn dreifðist, eins og gerist og gengur. Hallgrímur átti heima í Ljárskógum og vann að búi for- eldra sinna meira og minna til 1939. Tvo vetur var hann við nám í Hjarðarholti. Hlaut einnig nokkra kennslu í orgelleik. Þrjú ár var hann búsettur á Skagaströnd. En frá 1942 var hann póst- og sím- stjóri í Búðardal, unz hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir. Hinn 7. júlí 1934 kvæntist Hall- grímur Önnu Ragnheiði Fritz- dóttur Berndsen frá Skagaströnd. Þau eignuðust sex börn, sem öll eru á lífi. Þau eru þessi: Regína Anna, húsfr. í Reykjavík, maður hennar er Sveinbjörn Svein- björnsson; Ragnheiður Anna, húsfr. í Búðardal, gift Ólafi Jó- hannssyni frá Staðarhóli; Yngvi, skipv. á Mælifelli, Rvík., kona hans er Hanný Karlsdóttir; Gylfi, starfsm. hjá Hagvirki, Rvík, kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur; Ingibjörg Anna, húsfr. í Árósum, Danmörku, gift Hreini Guðlaugs- syni; Hrafnhildur Anna, húsfr. og hreppstjóri, Tungu, Hörðadal, Dalasýslu, gift Sæmundi Gunn- arssyni bónda þar. Niðjar eru fjölmargir og ætt- boginn stór. Störf póstmeistara og símstjóra eru ábyrgðarmikil og áreiðanlega oft og tíðum erilsöm og þreytandi. En hjónin, Anna og Hallgrímur, voru mjög samhent og ötul við að leysa störfin vel af hendi og sjá búi sínu borgið með sóma. Hall- grímur var félagslyndur að eðl- isfari og eftirsóttur til starfa sök- um margþættra hæfileika og mannkosta. Hann starfaði lengi í ungmennafélaginu Ólafi pá og sat í stjórn félagsins lengi svo og í stjórn Ungmennasambands Dala- manna. Einnig átti hann sæti í ýmsum nefndum fyrir sveit sína og sýslu og stjórnum félaga. Starf- aði mikið að söngmálum. Hann var lengi organisti í Hjarðar- holtskirkju. Og góður söngfélagi var hann. Hann var einn af stofn- endum Lionsklúbbsins í Búðardal og ötull félagi um áraraðir á þeim vettvangi. Hallgrímur var alla ævi búsett- ur í Laxárdal að frátöldum þrem árum svo sem fyrr greinir. Hann kenndi sig jafnan við Ljárskóga, enda tengdur því óðali sterkum böndum. Engin jörð önnur ber þetta nafn. Það er víðlendasta jörð í Dalasýslu. Landið liggur upp frá il Hvammsfjarðar. Árnar Ljá og Fáskrúð eru landamerki jarðar- innar við fjörðinn og svo langt sem þær ná til uppsprettulinda, en að öðru leyti má segja, að merkin stikli eftir hæstu tindum kenni- leita á Ljárskógafjalli um Hjarð- arfell, Rjúpnafell og Gaflfell. Ekki færri en tíu jarðir eiga land að Vilhjálmur Þorsteins- son — Minningarorð Njörður Jakobsson verkstjóri — Minning Fæddur 19. september 1902 Dáinn 3. janúar 1984 í dag fer fram útför Vilhjálms Þorsteinssonar, Reynimel 40, Reykjavík. Hann lést að morgni hins þriðja dags þessa nýbyrjaða árs. Langar mig til að minnast hans með nokkrum fátæklegum orðum, þakka honum alla hans vináttu og tryggð frá því að við vorum börn og lékum okkur saman. Þar sem ég dvaldi á heimili foreldra hans á sumri hverju um marga áratugi, á ég margar fagrar og ljúfar minn- ingar frá þeim tímum, sem ég mun ávallt geyma en ekki gleyma. Vilhjálmur fæddist á Húsatóft- um á Skeiðum, sonur hjónanna Sigríðar Vigfúsdóttur frá Stóra- Hofi í Gnúpverjahreppi og Þor- steins Jónssonar frá Húsatóftum. Eignuðust þau fimm börn, en misstu stúlku á barnsaldri. Konu sína missti Þorsteinn á miðjum aldri. Bjó hann þá eftir- leiðis með börnum sínum fjórum, sem voru Katrín og Þórdís, Vigfús og Vilhjálmur og var Vilhjálmur yngstur af þeim. Þau eru nú öll látin. Þegar Þorsteinn var kominn á gamals aldur, hætti hann búskap sínum og tók Vigfús sonur hans við búi hans. Fór Vilhjálmur þá að leita sér vinnu annars staðar og vann hann á ýmsum stöðum. Flutti hann svo til Reykjavíkur og bjó hér allan sinn búskap. Árið 1939 giftist hann eftirlif- andi konu sinni, Kristínu Maríu Gísladóttur, frá Stóru-Reykjum í Flóa. Var hún honum elskuleg og góð kona, sem var honum allt í lífi hans. Þau byrjuðu búskap sinn með því að ganga inn í sitt eigið hús, sem Vilhjálmur hafði komið sér upp með dugnaði og elju á þeim erfiðu tímum sem þá voru. Eign- uðust þau þar sitt hlýja og fallega heimili sem bar vött um þann mikla myndarskap í öllu sem var þar alla tíð. Átti ég og fjölskylda mín þar margar góðar samveru- stundir. Þau Vilhjálmur og Kristín eign- uðust fjögur börn en urðu fyrir þeirri reynslu að missa son sinn Hannes að nafni fjórtán ára gaml- an. Dró þá ský fyrir sólu. En börn þeirra eru nú Þorsteinn, eðlis- fræðingur og kennari við Háskóla fslands, Sigríður, húsmóðir og kennari, og Svanlaug, húsmóðir og einnig kennari. Barnabörn þeirra Vilhjálms og Kristínar eru nú orðin níu og eitt barnabarnabarn og hafa þau ávallt verið augasteinar afa og ömmu. Árið 1940—41 réðst Vilhjálmur til Eimskipafélags fslands og vann þar sem skrifari á vörum í mörg ár. Var hann vel látinn eins og alls staðar þar sem hann var, enda var hann vel greindur maður og fær í margt. Sótti hann vinnu sína fram á 74. aldursárið. Vilhjálmur gekk fljótt í Verka- Ljárskógum. Þarna eru landkostir afburðagóðir. Víðar lendur og fagrar. f Ljárskógum hafa sömu ættir búið öldum saman. En um þetta skal ekki fjölyrt, heldur bent á bækur þær, er Hallgrímur sjálf- ur hefur skráð og gefið út um æskustöðvar sínar: „Hver einn bær á sína sögu.“ Bækur þessar hafa að geyma stórmerkar frá- sagnir af mannlífi og atburðum, þjóðsögur, örnefnalýsingar og annan fróðleik. Bera þær fagurt vitni um ræktarsemi höfundar og átthagaást. Árið 1958 gaf Hall- grímur úr ljóðabókina Undir Dal- anna sól. Þar er m.a. kvæðið Heimtaug, sem hefst á þessum ljóðlínum: Við báruhjal þitt, Hvammsfjörður, ég [bernskusporin rann, í Breiðafjarðardölum ég lífsins [hljómgrunn fann, - og lítið blóm að leggja mér að hjarta. - Og kvæði Hallgríms um Breiða- fjarðardali í sömu bók lýkur á þessa leið: og þegar röðull rennur hljótt til viðar, ég raula ennþá bernskusönginn minn og leita hjá þér dalsins djúpa friðar. — Ó Dalabyggð, ég hníg til svefns í [faðminn þinn. — Annan laugardag í aðventu, 17. desember sl., var Hallgrímur frá Ljárskógum lagður til hinztu hvíldar að Hjarðarholti í Dölum. Við þau vegamót færum við hjón- in honum alúðarþakkir fyrir góða samfylgd, vináttu og órofatryggð og sendum Önnu, eiginkonu hans, og ástvinum öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Friðjón Þórðarson mannafélagið Dagsbrún. Vann hann þar ötullega að því að hjálpa þeim sem minni máttar voru. Vildi hann rétta hag þeirra eftir bestu getu. Vilhjálmur var vel gerður mað- ur, léttur í lund, hrókur alls fagn- aðar í vinahópi og lét margt fjúka, sem hlegið var að. Nú þegar komið er sólarlag og leiðir skilur, bið ég Guð að leiða kæran vin til hans nýju heim- kynna. Hann gefi honum þau laun, sem hann hefur unnið til. Eiginkonu Vilhjálms, börnum og öllum ættingjum og vinum sendi ég mínar bestu samúðar- kveðjur, með þökk fyrir öll árin. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Blessuð sé minning hans. Guðbjörg Guðnadóttir Fæddur 28. júlí 1935 Dáinn 29. desember 1983 Þær stundir koma í lífi hvers einstaklings, að hann langar til að neita að trúa, eða sætta sig við orðinn hlut. Ein slíkra stunda var í lífi mínu fimmtudaginn 29. des- ember sl. er ljóst varð að Njörður Jakobsson var ekki lengur í tölu lifenda, hann hafði orðið bráð- kvaddur við vinnu sína. Kynni okkar Njarðar hófust er hann réðst til fyrirtækis míns, Loftorku, fyrir 19 árum, þar sem hann vann lengst af sem verk- stjóri. Öll voru samskipti okkar á einn veg. Þarna var maður, sem treysta mátti, bæði til orðs og æð- is. Samviskusemi hans, góðum vinnubrögðum svo og sérstökum frágangi við verkslok var við brugðið. Það kom oft fyrir að viðskiptavinir okkar er af honum höfðu kynni báðu um að hann stjórnaði þeim verkum, er þeir fólu okkur. Fleiri kosti hafði hann sem vert er að nefna, t.d. var geðprýði hans og lipurð einstök. Það er ekki vandalaust að taka á hverju vori við stórum hluta vinnuflokksins nýstignum upp af skólabekk, þrek- litlum og jafnvel alveg óvönum átakavinnu. Þetta reyndist Nirði auðvelt, um hann mátti segja „að öllum kom hann nokkuð til manns". Þeir munu því margir, sem nú minnast leiðsagnar hans og þakka samfylgdina. Njörður var með hærri mönnum, þéttur vel og þrekinn, fáir vissu afl hans, enda gengu kraftar hans oft fram af mönnum ef afli þurfti að beita. Það brá því engan í grun að honum yrði ekki lengra lífs auðið. Að leiðarlokum vil ég tjá honum einlægar þakkir fyrir samstarfið, þar bar aldrei neinn skugga á, og óska honum blessunar guðs. „Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir, traust og fast. Hér er nú starfsins endi. í æðri stjórnar hendi er það, sem heitt í hug þú barst." E. Ben. Ég votta konu hans og börnum, barnabörnum, tengdasyni og öðr- um aðstandendum innilega sam- úð. Sigurður Sigurðsson „Eitt sinn skal hver deyja". Það er víst það eina sem við vitum með fullri vissu um framtíð okkar. En þegar dauðinn kallar svo skyndi- lega án nokkurs fyrirboða stendur maður agndofa og skilur ekki hvers vegna. Á slíkri stundu virð- ist maðurinn ósköp lítill gagnvart máttarvöldunum. Venjulegur vinnudagur er langt að kveldi kominn er kall heyrist úr talstöð Njarðar Jakobssonar verk- stjóra hjá Loftorku. Það er vinnu- félagi hans sem kallar og tilkynnir að alvara sé á ferðum. Þrátt fyrir skjót og rétt viðbrögð vinnufélag- anna og örstuttu síðar sérþjálfaðs hjúkrunarfólks var hin stutta bar- átta við dauðann töpuð. Við starfsfélagar Njarðar sem fylgd- umst með úr fjarlægð áttum erfitt með að trúa þessum málalokum, okkar stóri og hrausti félagi hlyti að hafa betur í þessari baráttu sem öðrum. Það er erfitt að skilja tilgang og sætta sig við er maður á besta aldri er hrifinn burt svo snögglega í blóma lífsins. Ótímabærir við- komustaðir dauðans eru í þessu tilviki sem í svo mörgum öðrum illskiljanlegir okkur sem eftir lif- um og kalla fram spurningar um tilgang lífs og dauða, sem erfitt er að fá svör við. Njörður Jakobsson var fæddur í Reykjavík 28. júlí 1935. Foreldrar hans voru hjónin Jakob Björnsson lögregluvarðstjóri og Eggþóra Kristjánsdóttir. Systkinahópurinn var stór, bræður hans tveir og sex systur ásamt tveim uppeldissystk- inum er foreldrar hans tóku í fóst- ur. Var Njörður næstyngstur af systkinum sínum. Njörður byrjaði ungur að vinna fyrir sér, byrjaði til sjós en vann síðan við fiskvinnslu í landi, allt þar til hann hóf störf hjá Loftorku í Reykjavík fyrir nítján árum. Þar starfaði hann óslitið við ýmiss konar jarðvinnuframkvæmdir og lengst af sem verkstjóri. Er Njörður lést var hann sá starfsmaður Loftorku er lengstan starfsaldur átti að baki og með víðtækustu reynsluna við verk- stjórn ýmissa jarðvinnufram- kvæmda. Þar bar hæst umsjón hans með allri sprengivinnu fyrir- tækisins í grjótnámum Reykja- víkurborgar í Selási og á Korp- úlfsstöðum svo og í hinum mörgu gatnagerðarframkvæmdum fyrir- tækisins í Reykjavík og nágranna- byggðum. í þessum vandasömu og ábyrgðarmiklu störfum komu eðl- iskostir Njarðar sér vel. Traustur, verklaginn og prúður svo orð fór af. Síðustu ár stjórnaði Njörður einnig mörgum verkum við gerð varanlegs slitlags úti á landi, sem Loftorka hafði á höndum fyrir Vegagerð ríkisins. Þá ber og að geta starfa hans við malbikunar- framkvæmdir í Reykjavík og víð- ar. Vandfyllt verður það skarð er Njörður skilur nú eftir hjá Loft- orku. Betri starfsmann er erfitt að hugsa sér, þar sem vandvirkni og samviskusemi var númer eitt, hvort heldur var í stjórnun verka úti á mörkinni eða í frágangi þeirrar pappírsvinnu sem fylgir verkstjórninni. Starfsmaður sem viðskiptavinir Loftorku sóttust eftir að fá sem stjórnanda sinna framkvæmda. Árið 1959 kvæntist Njörður eft- irlifandi eiginkonu sinni, Guð- mundu Halldórsdóttur. Þau eign- uðust þrjú börn. Þau eru Þórdís og Jóhanna Ásdís, báðar uppkomnar, og Njörður yngri, aðeins átta ára gamall. Barnabörnin eru tvö og hefur Hulda dóttir Þórdísar alist upp á heimili þéirra. Njörður og Guðmunda hófu búskap í litlu húsi við Árbæjarblett 45 í Reykja- vík. Þessi staður átti eftir að verða þeirra framtíðarheimili, því seinna byggðu þau sitt fallega hús á sama stað, sem nú heitir Fagri- bær 18. Húsið er rétt ofan við ár- bakka Elliðaár í fögru umhverfi þar sem útsýni er óheft niður Ell- iðaárdalinn. Á þessum stað átti Njörður sínar bestu stundir með fjölskyldu sinni, sem hann bar svo mikla umhyggju fyrir. Fyrst við að koma upp sínu framtíðarhúsi og síðan við ræktun garðsins, sem er skrúðgarður í orðsins fyllstu merkingu. Þar naut sín vel vand- virkni hans og natni við aðhlynn- ingu margvíslegra gróðurtegunda og voru þeir ófáir er leituðu ráða hjá honum í garðyrkjunni. Nú þegar Njörður hefur svo skyndilega verið á brott kvaddur er söknuður okkar vinnufélaganna sár þó lítill sé miðað við hina miklu sorg sem eiginkona og börn mega nú bera. Ég vil biðja allar góðar vættir að styrkja ykkur þessa erfiðu daga er nú fara í hönd með þá von í brjósti, að minningin um vammlausan eiginmann og föður megi styðja ykkur í næstu framtíð. Fari félagi og vinur í friði. Sævar Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.