Morgunblaðið - 10.01.1984, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.01.1984, Qupperneq 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 fle&/urín „ l.áXto mig fá kredit'korlii pitl. b Éc) actlaab kaupa \>essar Worvda þ#r í afm«lís9jö'í.,, er ... óneitanlegB dásamleg. TM R«g U S. Pal 0« -aH flghts reservad C1983 Los Angem Tlmes Syndlcate l*á er búið að rífast um allt, aðeins fjármálin eru eftir! HÖGNI HREKKVlSI „þeiR hafa haft oppá bahkareikhimguum HANS r SVISS/ " Nokkrar spurningar til ráðamanna Ríkisútvarps- ins og Landssíma íslands Ólafur Briem, Stokkhólmi, Svíþjóð, skrifar: „Sendingar Ríkisútvarpsins til íslendinga erlendis eru í megnum ólestri. Af því tilefni leyfi ég mér að leggja eftirfar- andi spurningar fyrir ráðamenn Ríkisútvarpsins og Landsíma íslands: 1. Þegar íslendingafélög og einstaklingar búsettir erlendis bera fram kvartanir um léleg hlustunarskilyrði, fá þeir ein- göngu loðin svör og árangur veður enginn. En er það ekki Ríkisútvarpið (þ.e. almenning- ur) sem ber kostnaðinn? Og liggur þá beinast við að forráða- menn þess svari því, hvort ætl- unin sé að hafast ekkert að, þegar allt sem þarf er eingöngu að lyfta símtóli. 2. Af hverju er ekki sent á mismunandi bylgjulengdum yf- ir sumar- og vetrartíma, þegar allar útvarpsstöðvar, með BBC og Voice of America í farar- broddi, leggja mesta áherslu á há bylgjusvið að sumarlagi (þ.e. 13, 16 og 19 m) en lægri bylgju- svið að vetrarlagi (þ.e. 31,41 og 49 m)? 3. Hvað er á móti því að senda á tveimur bylgjulengdum samtímis, t.d. á núverandi 13.797 khz og t.d. einnig á svið- inu 6500—6900 khz, en sending- artími samtímis styttur, þannig að sent yrði út i 45 mínútur, í stað einnar og hálfrar klukku- stundar, eins og nú er ? Svari þeir enn, ráðamenn útvarps og síma: 4. Hvernig stendur á því að það virðist ekki skipta neinu máli, hvort sent er út á SSB (vanalega nefnt Single side- band) eða á venjulegan hátt? Eins og flestir vita, er ekki hægt að taka á móti „Single sideband-sendingu á venjulegu viðtæki og þurfa menn að leggja í mikinn aukakostnað, ef þeir eiga að geta hlustað á „Single sideband“-sendingar. Er nú best að ráðamenn sím- ans svari: 5. Ef skortur á sendum skyldi koma í veg fyrir að hægt sé að senda út á tveimur bylgjum samtímis, þá ætti Gufunes að geta tekið upp fréttirnar á seg- ulband og sent þær síðan aftur út seinna sama kvöld á annarri bylgju. Eða hvað? Vænst er svara við fyrstu hentugleika, enda málið búið að dragast fram úr hófi á langinn. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til Tóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisróng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Þessir hringdu . . . Haframjölið getur drepið smáfuglana Anne hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að minna fólk á að gefa fuglun- um. Ég heyrði á tal konu nokk- urrar í verslun einni hér um dag- inn og sagðist hún gefa fuglun- um haframjöl. En það má ekki gefa litlum fuglum haframjöl. Það þrútnar út í maga þeirra og getur hreinlega drepið þá. Nú er alls staðar hægt að fá, bæði í gæludýrabúðum og matvörubúð- um, alveg sérstaklega gott korn handa villtum fuglum. við land. Hann finnst ekki á sálmabókum. Getur einhver sagt mér, hvar sálm þennan er að finna og eftir hvern hann er, og vill Velvakandi gera svo vel að birta hann í dálkum sínum? Upplýsingadeild Borgarbóka- safns upplýsir eftirfarandi: Kvæðið er eftir Sigurð Eggerz ráðherra og birtist í bókinni Sýn- ir, sem Þorsteinn M. Jónsson gaf út á Akureyri 1934; ort eftir bátstapa í Vík í Mýrdal, skv. grein Jóns Guðnasonar i And- vara 1946. Lag við kvæðið er eft- ir Sigvalda Kaldalóns. Alfaðir ræður Alfadir ræóur, öldurnar hníga. EiliTðin breiðir út faðtninn sinn djúpa. Ilelþungar stunur í himininn stíga. Við hásæti Drottins bænirnar krjúpa. Alfaðir, taktu ekki aleiguna mína. Alfaðir, réttu út höndina þína. Aldan er hnigin, auð hímir ströndin. Á eilífðarbylgjunum sálirnar dreymir. Þú hreyfir ei, dauði, heilogu böndin. Því himininn tárin ekknanna geymir. Alfaðir, sjórinn tók aleiguna mína. Alfaðir, réttu mér höndina þína. Yfir úLsænum mikla englarnir syngja. Ástina draumblæju himnanna krýna. Dánarklukkurnar deyjandi syngja. Drottinn réttir fram höndina sína. Finnst ekki á sálmabókum Sigurbjörg Jónasdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Sálmurinn Alfaðir ræður var ortur út af sjóslysi sem varð hér

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.