Morgunblaðið - 15.01.1984, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANtJAR 1984
Slippstöðin á Akureyri:
Starfsmenn neita
að vinna eftirvinnu
Akureyri, 13. janúar.
ALVARLEG deila er komin upp í
Slippstöðinni hf. á Akureyri á milli
stjórnenda stöðvarinnar og um 120
manns, sem vinna í járnsmíðadeild
fyrirtækisins. Deilan snýst um það,
að starfsmenn neita að vinna auka-
Sverrir Hermannsson um
verkfall í álverinu:
Myndi valda
erfiðleikum
í viðræðum
„í BYRJIJN næsta mánaðar hefjast
formlegar samningaviðræður við Alu-
suisse um framtíð ISAL. Vinnustöðvun
hjá því fyrirtæki einu saman myndi
valda okkur stórkostlegum erfiðleik-
um í þeim samningaviðræðum og
stefna málum í mikla óvissu," sagði
Sverrir Hermannsson iðnaðarráð-
herra, er Mbl. ræddi við hann í gær.
Sverrir var spurður álits á boðuðu
verkfalli starfsmanna við ÍSAL, en
þeir hafa boðað verkfall frá mið-
nætti 27. janúar nk.
vinnu nema þeir fái fyrstu tvo tím-
ana greidda með 80% álagi líkt og
næturvinnu, en ekki á eftirvinnu-
kaupi eins og samningar kveða á
um, en þá er um 40% álag á dag-
vinnu að ræða.
Gunnar Ragnars, forstjóri
Slippstöðvarinnar, er í Reykjavík
og ekki reyndist unnt að ná sam-
bandi við hann í dag. Svo var einn-
ig um Örn Einarsson, aðaltals-
mann starfsmanna, og aðrir sem
til náðist, vildu ekki tjá sig um
þetta deilumál. En eftir því sem
Mbl. hefur fregnað, er mikið
kergja komin upp í stöðinni og
málið allt hið alvarlegasta, þar
sem ákveðin verkefni stöðvarinn-
ar krefjast þess ávallt að unnt sé
að vinna verkin á sem skemmstum
tíma. Er jafnvel útlit fyrir að
Slippstöðin verði af einhverjum
verkefnum vegna þessara aðgerða
starfsmanna, og virðist mönnum
sem á öllu öðru hafi fyrirtækið
þörf á þessum tímum en deilum
innbyrðis. Fyrir liggur að eftir
einn og hálfan mánuð koma til
framkvæmda uppsagnir þær sem
boðaðar voru i byrjun desember.
G. Berg
Björn Björnsson skipaður
póstmeistari í Reykjavík
Samgönguráðherra, Matthías
Bjarnason, skipaði í gær Björn
Björnsson póstmeistara í Reykjavík.
Björn hefur starfað hjá Póst-
stofunni í Reykjavík frá árinu
1946, þar af verið útibússtjóri sl.
20 ár. Þá hefur Björn gegnt fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
póstmenn og m.a. verið formaður
Póstmannafélagsins sl. átta ár. Er
það í annað sinn sem hann gegnir
formennsku í stéttarfélagi sínu,
auk þess sem hann hefur gegnt
fjölmörgum öðrum trúnaðarstörf-
um.
Björn er 55 ára að aldri. Hann
er gagnfræðingur frá Austurbæj-
arskólanum í Reykjavík, auk þess
sem hann hefur setið fjölmörg
námskeið varðandi starfsgrein
sína. Hann er kvæntur Jónu
Finnbogadóttur og eiga þau fjögur
börn.
Skipasmíðastöð Þorgeirs &
Ellerts brátt verkefnalaus
— Vonandi kemur ekki til uppsagna, enda
örþrifaráð segir framkvæmdastjórinn
Akranesi, 11. janúar.
HJÁ SKIPASMÍÐASTÖÐ Þorgeirs & Ellerts hf. á Akranesi, er verið að
Ijúka við síðara raðsmíðaverkefnið svokallaða sem stöðinni var úthlutað
að tilhlutan síðustu ríkisstjórnar. Standa vonir til að skipið verði afhent í
marsmánuði nk. Ekki hefur enn verið gengið frá kaupsamningi á þessu
skipi, en um tíma leit út fyrir að aðilar á Akranesi keyptu þaö.
Þegar þessu verkefni er lokið
bendir ekkert til þess að skipa-
smíðastöðin fái nýsmíðaverkefni
og er því atvinnuástand í skipa-
smíðaiðnaðinum á Akranesi
mjög ótryggt. „Við höfum miklar
áhyggjur af útlitinu eins og nú
stendur," sagði Jósef H. Þor-
geirsson, framkvæmdastjóri
Þorgeirs & Ellerts hf., í samtali
við Morgunblaðið.
„Þegar þessu raðsmíðaverk-
efni lýkur nú í mars, sjáum við
fram á verkefnaskort, því við
höfum engin stærri verkefni, að-
eins nokkur lítil viðgerðarverk-
efni. f raun mun þá ríkja neyðar-
ástand hjá fyrirtækinu. Upp-
sagnir hafa ekki komið til um-
ræðu hjá okkur og koma vonandi
ekki, enda eru þær algjört ör-
þrifaráð. Hjá okkur vinna mjög
góðir starfsmenn. Sumir þeirra
hafa unnið hjá okkur áratugum
saman, gegnum þykkt og þunnt.
Stór hluti starfsmannanna eru
menn á besta aldri sem kunna
orðið til allra verka við skipa-
smíðar. f þriðja lagi erum við
með töluvert marga nema og
eitthvað verðum við að hafa
fyrir þá. í raun má segja að við
séum dauðhræddir við þetta
ástand en við neitum að trúa því
að fiskveiðiþjóðin geti ekki hald-
ið gangandi nokkrum velbúnum
skipasmíðastöðvum," sagði Jósef
að lokum. J.G.
Hófu afbrot á ný eftir að
félagi losnaði úr fangelsi
Björn Björnsson
Mbl./ Kristján Einarsson.
ÁTJÁN ára piltur hefur verið úrskurð-
aður í gæsluvarðhald og tveir 14 ára
piltar voru yfirheyrðir af Rannsókna-
lögreglu ríkisins vegna innbrotsins í
Vilja hluta af ágóða
erlends fyrirtækis
— segir Gudmundur J. Guðmundsson um kröfur starfsmanna ÍSALs
„ÉG HELD þeir hugsi bara sem svo
að um rífandi góða útkomu sé að ræða
hjá fyrirtækinu og þetta sé erlent fyrir-
tæki og þeir vilji fá hluta af þessum
ágóða. Þó einhverjir erfileikar séu hjá
öðrum líta þeir bara á ÍSAL,“ sagði
Um og yfir
20 stiga frost
VÍÐA um land er um eða yfir 20
stiga frost nú um helgina, að
sögn Þórönnu Pálsdóttur veður-
fræðings.
Þóranna sagði mest frost
vera inn til sveita fyrir norðan
og upp til fjalla, en öllu minna
út við sjóinn. Annars væri
hæglætisveður, austankaldi og
smáél á stöku stað. Hún sagði
þetta veður væntanlega standa
yfir helgi, en útlit væri fyrir að
áttin yrði norðlægari í dag,
sunnudag.
Guðmundur J. Guðmundsson er hann
var spurður álits á verkafallsboðun og
kröfum starfsmanna ÍSAL.
Guðmundur sagði að það ynnu
þarna margir Dagsbrúnarmenn, en
Dagsbrún væri ekki samningsaðili
heldur verkamannafélagið Hlíf í
Hafnarfirði. Þarna væri í gildi sér-
samningur sem væri að mörgu leyti
hagstæður fyrir verkamenn.
Aðspurður hvort fólk liti til þess-
ara krafna til viðmiðunar sagði
Guðmundur að hann byggist fremur
við því, en hann héldi að starfsmenn
ÍSAL litu svo á að þótt aðrir þyrftu
að ganga með skertan hlut frá borði
væri ástæðulaust að þeir gerðu það
líka.
„Það er greinilegt að þessar kröf-
ur skera sig úr, en mér skilst að
röksemdin sé sú sem ég hef nefnt.
ÍSAL hefur oft verið sér í samning-
um og þeir líta á þetta ákaflega
mikið sér, það hefur gerst áður,"
sagði Guðmundur.
— Áttu von á því að kröfugerð
Alþýðusamtakanna verði í líkingu
við þetta eða meira í lfkingu við
kröfur BSRB?
„Ég skal ekkert um það segja, en
ég get sagt fyrir mig að ég mun
berjast hatramlega gegn því, að það
verði einhver jöfn prósenta, sem
muni leggjast jafnt á öll laun. Það
kemur ekki til greina. Það verður að
vera meiri hækkun á lægri laun,
hæst á lægstu laun og tempra það
eftir því sem ofar dregur, hvar sem
stoppað verður. Jöfn prósenta er
stórháskalegur hlutur," sagði Guð-
mundur.
Miðbæjarmarkaðinn skömmu fyrir
áramót og innbrot 1 Bókabúð Snæ-
bjarnar aðfaranótt þriðjudagsins.
Piltarnir földu sig í húsakynnum
Miðbæjarmarkaðarins að kvöldi 28.
desember síðastliðins. Þegar allt
fólk var farið úr húsinu, þá hófust
þeir handa. Þeir fóru inn í öll fyrir-
tæki í Miðbæjarmarkaðnum og
stálu allri skiptimynt sem þeir
komust yfir. Þeir stálu tékkhefti úr
Ferðamiðstöðinni og vantaði 30
eyðublöð þegar RLR komst yfir það.
Þá stálu þeir 30 úrum. í verslun SS
á götuhæð stálu þeir tóbaki og
skiptimynt en létu þar ekki staðar
numið. Þeir köstuðu eggjum í veggi
og gerðu sér far um að ganga sem
sóðalegast um verslunina.
Aðfaranótt þriðjudags fóru pilt-
arnir inn í Bókabúð Snæbjarnar.
Brutu þeir rúðu og komust þannig
inn í verslunina og stálu 60 þúsund
krónum auk þess að þeir brutu upp
hurðir og unnu skemmdarverk.
Yngri piltarnir hittu þann eldri í
fyrsta sinn í haust og hefur hann
síðan verið með þá í „námi", ef svo
má að orði komast. Þeir voru hand-
teknir fyrir innbrot og var sá elsti
sendur í afplánun fyrir eldri brot.
Hann losnaði síðan úr fangelsi
þann 15. desember síðastliðinn.
Yngri piltarnir höfðu haldið sig frá
innbrotum á meðan, en það var eins
og við manninn mælt — um leið og
þeir komu saman hófst afbrotasaga
þeirra að nýju. Síðan 15. desember
hefur elsti pilturinn orðið uppvís að
7 innbrotum og þeir yngri gerst
sekir um alvarleg afbrot.
Fannborg,
ekki Hamraborg
í DAGBÓK Morgunblaðsins í
blaðinu í gær er skýrt frá því að á
morgun, mánudag, verði á vegum
félagsstarfs aldraðra félagsvist í
Hamraborg 1 og hefst hún klukk-
an 16. Þetta er rangt. Hið rétta er,
að félagsvistin er í Fannborg og
hefst á áðurnefndum tíma.
Skákmótið í Gausdal:
Margeir og Jóhann
í 2.-4. sæti
MARGEIR Pétursson og Jóhann Hjartarson eru í 2.-4. sæti á alþjóðlegu
skákmóti í Gausdal í Noregi að loknum fimm umferðum. Þeir hafa hlotið 3'/z
vinning ásamt Östermayer frá V-Þýzkalandi en Finninn Valkesalmi hefur
forustu með 4 vinninga.
en tapaði fremur slysalega fyrir
Velkesalmi í 4. umferð. Hafði betri
stöðu og peð yfir, en lék slysalega
af sér í tímahraki og Finninn náði
að knýja fram sigur.
Stefán Þórisson hefur 1 vinning
að loknum fimm umferðum. Hann
gerði jafntefli við Bjerke í 4. um-
ferð en tapaði fyrir Brekke í 5. um-
ferð.
Margeir gerði jafntefli í þremur
fyrstu skákum sínum en hefur
unnið tvær síðustu. í 3. umferð
lagði hann Finnann Yrjola eftir að
skákin hafði farið í bið, en Yrjola
hefur 2515 Elo-stig. í 5. umferð
vann Margeir svo Norðmanninn
Leif Ögaard í 45 leikjum.
Jóhann Hjartarson vann Hart-
mann frá V-Þýzkalandi í 5. umferð