Morgunblaðið - 15.01.1984, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.01.1984, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 fMtogtti Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Þetta land á ærinn auð egar harðnar á dalnum, eins og nú hefur gerzt í íslenzkum þjóðarbúskap og aflasamdráttur og skertar þjóðartekjur þrengja að lífskjörum, er eðlilegt að huga að ýmsu því sem vannýtt er í hlaðvarpa. Ef rétt hefði verið staðið að stórvirkjunar- og stóriðju- málum sl. tíu ár værum við komnir mun lengra áleiðis í þá veru að breyta orku fall- vatna okkar í atvinnu, verð- mæti og grjótharðan gjald- eyri. Þvergirðingsháttur Al- þýðubandalagsins á þeim vettvangi seinkar lífs- kjarabótum í landinu um all- nokkur ár. En fleira er matur en feitt kjöt, segir máltækið. Og mörg I matarholan hefur legið ó- eða vannýtt á hraðferð þjóðarinn- ar inn í tæknivædda framtíð meintrar velmegunar. Því ber nauðsyn til að gera arðsemis- úttekt á ýmsum möguleikum, sem til þessa hafa þótt of smáir í sniðum en gáfu, sumir hverjir, gull í mund á geng- inni tíð. Björn Dagbjartsson, mat- vælaverkfræðingur, flutti síðla liðins árs tillögu til þingsályktunar um fullnýt- ingu fiskafla, sem vakti nokkra athygli. Hann telur fslendinga skila sjávarfangi, sem nemur milljónum króna að verðmæti, ónýttu aftur til sjávar. Tillaga hans gerir ráð fyrir því að fiskiskip verði skylduð til að koma með allan fiskafla að landi, þar með tal- inn smáfisk og fiskúrgang sem fellur til í veiðiferð. Auk þess að nýta smáfisk, sem slæðist með í afla, telur flutningsmaður að tryggja þurfi betri nýtingu á fiskúr- gangi, s.s. slógi, hrognum og lifur; sem og „svokölluðum úrgangsfiski, t.d. kolateg- unda, gaddaskötu, blágómu, gulllaxi o.fl.“ Þó að ekki sé miðað við nema 200 þúsund tonn af þorski, segir Björn, þá erum við að tala um allt að 40 þús. tonn af slógi, „þar af þriðjungurinn lifur eða um 10 þús. tonn af lýsi að verðmæti um 150 m.kr. á ári“. í fyrradag birti Morgun- blaðið viðtal við Árna G. Pét- ursson, hlunnindaráðunaut Búnaðarfélags íslands, sem fjallar um „vannýtt og van- virt hlunnindi um land allt“. Höfuðþættir viðtalsins fjalla um þrenns konar hlunnindi: • 1) Æðarrækt: Ársfram- leiðsla á dún er um 2.000 kíló, en þegar bezt lét helmingi meiri, eða um 4.000 kg. Hvert kíló selst nú á 8.000 kr. en verðlag, sem er sveiflukennt, hefur farið upp í tvöfalt það verð. Árni telur að auka megi dúntekju mikið með hagræð- ingu í varplöndum svo sem æðarungauppeldi, hreiður- gerð og vörnum gegn vargi, bæði fuglvargi og minki. • 2) Silungsveiði: Mörg veiði- vötn eru vannýtt, að dómi Árna. Með skipulagningu og vinnslu á silungi, einkum fyrir innlendan markað, megi auka allnokkuð þær nytjar, sem af þessum hlunnindum megi hafa. Vinnslu- og mark- aðsmál á þessum vettvangi séu komin á nokkurn rekspöl. • 3) Reki: Stjórnvöld gera ekkert, að dómi Árna, til hvetja til nýtingar rekaviðar, en þessi fjöruskógur sé auð- lind, sem geti gefið mun meira í aðra hönd en nú er. Mikið er af reka allt í kring um landið, „mest alveg van- nýtt“. Borðvið þarf að vinna, segir ráðunauturinn, annað fer í girðingarstaura og úr- gangurinn til upphitunar. Lurkakatlar til upphitunar, sem fluttir hafa verið til landsins síðustu tvö árin, borgi sig upp á 7 til 9 mánuð- um. Þá víkur ráðunauturinn að nýtingu selastofnsins. Meðan þessi hlunnindi vóru nýtt veiddust að meðaltali 4—5 þúsund kópar, jafnvel allt að 7 þúsund á stundum, „og þótti hæfilegt til að halda við stofninum". Selaskinn gáfu góðan arð og útselur var einn- ig veiddur til matar. Síðan þessi nýting hætti að mestu er „selurinn orðinn vandamál út af hringorminum". „Hlunnindi vóru fjölbreytt hér áður fyrr,“ segir ráðu- nauturinn, „þar má nefna sölvafjöru, fjallagrös, krækl- ing, hrísrif, fuglatekju, egg- ver og fleira. Þessu er lítill eða enginn gaumur gefinn í dag“. Það er áreiðanlega engin tilviljun að sjónarmið af þessu tagi, sem fram koma í tillögu Björns Dagbjartsson- ar, matvælaverkfræðings, og blaðaviðtali við Árna G. Pét- ursson, hlunnindaráðunaut Búnaðarfélags íslands, koma fram á tímum sem okkar, þegar harðnar á dalnum í þjóðarbúskapnum og þjóðar- tekjur og kaupmáttur launa rýrna. Nýtni og fyrirhyggja hafa fleytt þessari þjóð yfir marga erfiðleika í aldannna rás, og, samhliða framtaki og áræði, leitt til efnalegs örygg- is margra hygginna einstakl- inga. Okkur þarf að lærast að nýta þær auðlindir til lands og sjávar, sem forsjónin hefur lagt okkur í hendur til fram- færslu, þann veg, að þær gefi hámarksafrakstur án þess að gengið sé á höfuðstól. Þetta á fyrst og fremst við um fiski- stofna og gróðurlendið. Ef tryggja á atvinnuöryggi til frambúðar sem og hlið- stæð lífskjör hérlendis og bezt þekkjast í V-Evrópu og N-Ameríku þurfum við jafn- framt að breyta orku fall- vatna okkar í atvinnu, verð- mæti og gjaldeyri, en það verður ekki gert að ráði nema með orkuiðnaði, er tryggi markaðsforsendur nýrra stór- virkjana. Slíkt verður ekki gert innan ramma þröng- sýnnar einangrunarstefnu. Samhliða þarf að byggja upp margs konar iðnað, af öll- um gerðum og stærðum, því iðnaðurinn, stór og smár, þarf að taka við drjúgum hluta af því vinnuafli, sem haslar sér völl á vinnumarkaði á næstu árum og áratugum. Sá iðnaður þarf að festa rætur í öllum fjórðungum landsins. Þótt hátt sé horft, þegar til framtíðar er litið, má okkur ekki sjást yfir þau hlunnindi margs konar, er lítið láta yfir sér en hvarvetna er að finna í landi okkar. Að þeim þarf að hyggja og nýta, allstaðar þar sem aðstæður og arðsemi leyfa. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ | Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 14. janúar ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ íslenzkt gód- templarastarf 100 ára Síðastliðinn þriðjudag vóru hundrað ár liðin frá stofnun fyrstu góðtemplarastúkunnar á fslandi. Forgöngu hafði norskur maður, Ole Lied, en forystumaður hennar var Friðbjörn Steinsson, bóksali á Akureyri. Frá Akureyri barst reglan með skjótum hætti um landið. Árið 1886 var Stórstúk- an stofnuð í Alþingishúsinu í Reykjavík. Fyrsti stórtemplar var Björn Pálsson. Hann stofnaði síð- an fyrstu barnastúkuna hérlendis það sama ár. Núverandi stórtemplar, Hilmar Jónsson, rekur stefnu og starfsfer- il reglunnar hér á landi í grein í Morgunblaðinu á aldarafmæli reglustarfsins. Þar segir m.a.: „Höfuðtilgangur góðtemplararegl- unnar var og er tvíþættur. Að vinna að bindindi og bræðralagi." f grein stórtemplars segir ennfremur: „Áhrif Goðtemplarareglunnar á þjóðlífið hafa verið mikil og marg- vísleg. Á mörgum stöðum stóðu templarar fyrir byggingu sam- komuhúsa, sem sum standa enn eins og Góðtemplarahúsið í Hafn- arfirði. Þeir stofnuðu fyrstu verkalýðsfélögin, bárufélögin, og Leikfélag Reykjavíkur var stofnað af þeim. Af starfi síðari ára er vert að benda á sumarstarf templ- ara á Jaðri í áraraðir og bindind- ismótin í Húsafelli, þjálfun ung- menna í fundarstjórn, framsögn og dansi." Höfuðþáttur reglustarfsins tengist bindindi á áfenga drykki og viðleitni til að fá sem flesta til að undirgangast slíkt bindindi. Viðhorf fólks til neyzlu áfengis eru margvísleg. Ýmsir syngja því lof og prís. Enginn getur hinsveg- ar lokað augum fyrir þeirri stað- reynd, að einhver hluti fólks, sem neytir áfengis að staðaldri, verður áfengissjúklingar. Enginn „sem lyftir glasi á góðri stund" veit fyrirfram, hvort hann býr yfir við- námi gegn þeim „sýkli", sem hér kemur við sögu, eða ekki. Áfengi er og meðvirkandi orsök fjöl- margra slysa og afbrota. Mörg heimili hafa sundrast sökum áfengisneyzlu annars eða beggja forsjármanna (foreldra). Allnokk- ur hluti sjúkrakostnaðar, að ekki sé minnst á glataðar vinnustundir, rekur rætur til þess. Allt forvarnarstarf á þessum vettvangi, en undir það flokkast starfsemi góðtemplara, er af hinu góða. Þessvegna er ástæða til að þakka Góðtemplarareglunni á ís- landi aldarstarf og árna henni farsældar í framtíðinni. Undir þá ósk geta allir tekið; einnig þeir, sem hafa aðrar skoðanir en góð- templarar á gildi aðflutnings- banns, sem vissulega er umdeilan- legt. Tóbaksvarnir Matthías Bjarnason, heilbrigð- isráðherra, hefur mælt fyrir frumvarpi um tóbaksvarnir á Al- þingi. Það vakti nokkurn úlfaþyt. Einn þingmaður, sem mælti gegn frumvarpinu, dró t.d. í efa, að það væri læknisfræðilega sannað að tóbaksnotkun væri hættuleg. Af því tilefni er rétt að vekja athygli á grein dr. Þorsteins Blöndal, sérfræðings í lungna- lækningum, í tímaritinu Hjarta- vernd (desember/1983). Þar segir m.a.: „Tóbaksreykingar leiða til auk- innar áhættu á sjúkdómum og geta leitt til dauðsfalla fyrr en ella. Fjöldi dauðsfalla á Islandi, þar sem reykingar vógu þungt á metunum sem orsök dauðans, hef- ur verið áætlaður a.m.k. 200 á ári. Rekja má a.m.k. helming þessara tilfella til kransæðastíflu en lungnakrabbamein og sjúkdómar sem valda teppu í lungnapípum eins og lungnaþemba og langvinn berkjubólga fylgja fast á eftir auk annarra sjúkdóma. Það er aldrei of seint að hætta að reykja. Við reykbindindi minnkar áhætta á kransæðastíflu hratt en áhættan á lungnakrabbameini hægar". British Medical Journal (nóv- ember/1983) greinir frá því að þrátt fyrir það að reykinga- mönnum fari fækkandi í hópi full- orðinna megi rekja 15—20% dauðsfalla í Bretlandi til tóbaks- notkunar, a.m.k. sem meðverkandi orsakar. Þar segir m.a. efnislega, að sterkar líkur bendi til, að af hverjum 1000 einstaklingum sem reykja, deyi 250 fyrr en ella (ótímabærum dauða), vegna við- varandi tóbaksnotkunar. Til sam- anburðar er þess getið að af þess- um sömu 1000 einstaklingum „Hvað ungur nemur gamall temur“/ Heilbrigð sál í hraustum líkama“. bendi tölfræðilegar likur til að 6 segir í Læknablaðinu (maí/1982): deyi í umferðarslysum. „Tíðni lungnakrabbameins hefur Hjalti Þórarinsson, prófessor, aukist verulega hér á landi síðustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.