Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR1984 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Stálfélagið hf. mun hefja rekstur stálvölsunarverksmiðju, sem keypt hefur veriö í Svíþjóð, seinni hluta þessa árs, en bræðslustöðvar í lok árs 1985. Á þessu ári veröa ráðnir 22 starfsmenn, en á árinu 1985 20 starfsmenn. Verksmiðjan verð- ur staðsett við Fögruvík í Vatnsleysustrand- arhreppi. Félagiö óskar nú eftir umsóknum um eftirfar- andi stöður: 1. Framkvæmdastjóri til aö hafa yfirumsjón meö uppsetningu verksmiöjunnar og sjá síðan um daglegan rekstur hennar. Æski- leg er tæknimenntun, þekking á stálmark- aðnum og reynsla í stjórnunarstörfum. 2. Skrifstofustjóri til aö annast skrifstofu fé- lagsins, þ.m.t. starfsmannahald, bókhald og innheimtur. Reynsla úr iðnaöi eða viöskiptalífi ásamt viðskiptamenntun. 3. Sölumaður/innkaupamaður til aö annast sölu afurða verksmiðjunnar og innkaup aðfanga. Æskileg reynsla af sölustörfum. 4. Skrifstofumaður til vélritunar og ýmissa annarra skrifstofustarfa. Sænsku- og enskukunnátta nauösynleg. 5. Rafmagnsverkfræðingur/tæknifræðing- ur til að hafa umsjón með rafbúnaöi verk- smiðjunnar og sjá um viðhald og endur- bætur og uppsetningu rafkerfis í bræðslu- stöð. Viðkomandi þarf aö vera um 3 vikur í verksmiðjunni í Svíþjóð í apríl og maí til starfsþjálfunar. 6. Vélstjórar/vélvirkjar til reksturs og við- halds vélanna í völsunarverksmiöjunni. Viökomandi þurfa að dvelja í verksmiöj- unni í Svíþjóö í apríl, maí og hluta af júní. Verksmiðjan veröur rekin þar til 30. apríl, tekin niður í maí og júní og sett upp hér í júní, júlí og ágúst. 7. Rafvirki til að annast rafbúnað verksmiðj- unnar. Viðkomandi þarf að dvelja í Sví- þjóð apríl, maí og hluta af júní til náms. 8. Starfsmaður til aö annast mötuneyti verk- smiðjunnar. Umsóknir meö upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist stjórnarformanni félagsins, Leifi A. ísakssyni, sveitarstjóra Vatnsleysustrandarhrepps, Vogagerði 2, 190 Vogum, fyrir 1. febrúar nk. merkt: „Umsókn“. Upplýsingar veröa ekki veittar í síma. Öllum umsóknum verður svarað. Farið verður meö allar umsóknir sem trún- aöarmál. Skrifstofustarf óskast 36 ára stúlka með stúdentspróf, góöa tungu- málakunnáttu og reynslu í skrifstofustörfum óskar eftir starfi. Upplýsingar í síma 33938. „Teknisk Assistent“ 26 ára stúlka óskar eftir vinnu. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 91-20206. Byggingavöru- verslun Byggingavöruverslun á Stór-Reykjavíkur- svæöinu óskar aö ráöa mann til þess aö sjá um deild sem hefur meö allt efni pípulagna að gera. Viökomandi þarf helst að vera pípu- lagningamaður eöa þá aö þekkja vel til þeirra hluta. Umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri störf svo og meðmæli skulu sendast augl. deild Mbl. fyrir 23. þ.m. merkt: „B — 0754“. íslenska jámblendifétagid ht lcelandic Alloys Ltd. Grundartangi - Skilmannahreppur 301 Akranes lceland vill ráöa til starfa mann með efna- eða eölis- fræöiþekkingu, sem ætlunin er aö sérhæfi sig einkum í fræöum, sem snúa aö kolefnum, innkaupum þeirra og notagildi í ofnrekstri félagsins. Starfsmaöur þessi mun vinna m.a. viö eftirlit ofnanna, úrvinnslu á rekstrartölum og athugunum á eiginleikum kola og koks. Hann verður aö gera ráö fyrir allmiklum feröalögum erlendis. Haldgóö þekking a.m.k. á ensku og einu noröurlandamáli er nauö- synleg. Nánari upplýsingar um starf þetta gefur dr. Jón Hálfdanarson í síma 93-3944 á skrif- stofutíma kl. 7.30—16.00. Umsóknir um starfið ásamt prófskírteinum skulu berast ekki síöar en 31. janúar nk. á eyöublööum, sem fást á skrifstofum félagsins að Tryggvagötu 19, Reykjavík og að Grund- artanga og í Bókaverslun Andrésar Níelsson- ar hf., Akranesi. Grundartanga, 2. jan. 1984. Lögmannsstofa Lögmannsstofa hér í borg óskar eftir að ráða sem fyrst til starfa starfsmann í símavörslu, vélritun og fleira. Umsókn er greini nauðsynlegar upplýsingar leggist inn á augld. Mbl. í síöasta lagi miö- vikudaginn 18. janúar merkt: „Lögmanns- stofa — 741“. Fóstrur — Fóstrur Fóstrur vantar á dagvistir Akureyrar. Ein staöa laus á dagheimili 1. mars og hálf staöa á leikskóla 1. apríl. Skriflegar umsóknir berist fyrir 15. febr. ’84. Allar nánari upplýsingar veittar á Félags- málastofnun Akureyrar alla virka daga frá 10—12 sími 94-25880. Dagvistarfulltrúi. Málmiönaðarmenn Málmiönaöarmaður t.d. vélvirki, blikksmiöur eða bílasmiður óskast til framtíðarstarfa á lyftusamsetningardeild. Við leitum aö lag- hentum manni til að starfa við samsetningu og smíði á lyftuhlutum, þar sem mikillar vandvirkni er krafist. Upplýsingar hjá verkstjóra. Vélsmiðjan = HEfliNN = h.f. Lyftudeild, sími 24260. Atvinna óskast 27 ára kvenmaður óskar eftir hálfsdagsvinnu (f.h.). Er meö stúdentspróf frá Verzlunarskóla Is- lands, máladeild. Reynsla í skrifstofustörfum og hótelstörfum. Tilboö sendist Morgunblað- inu fyrir fimmtudaginn 19. janúar merkt: „A — 1105“. Þrítugur maður með verslunarskólapróf og mikla reynslu í stjórnun og skrifstofustörfum óskar eftir vinnu við slík störf. Vinna úti á landi kemur vel til greina. Þeir aðilar sem áhuga hafa, sendi upplýsingar til augld. Mbl. merkt: „M — 1731“ fyrir 20. jan. nk. Ritari Opinber stofnun óskar eftir ritara í heils- dagsstarf. Starfið er fólgið í afgreiðslu, síma- vörslu og vélritun. Krafist er góörar íslensku- kunnáttu og leikni í vélritun. Laun samkvæmt kjarasamningi ríkisstarfs- manna. Umsóknir merktar „Ritari I — 1102“ sendist afgreiöslu Morgunblaðsins fyrir 20. janúar. Tek að mér almennt bókhald, launaútreikn- inga o.fl. Upplýsingar í síma 33142 mánudag kl. 3—7 og eftir kl. 6 aöra daga vikunnar. Guðmundur R. Jóhannsson. Sími 33142. Atvinna óskast Maöur vanur akstri stórra bifreiða óskar eftir vinnu viö akstur fólks- eða vöruflutningabif- reiðar, engin fyrirstaöa þó úti á landi sé. Er liötækur við bifreiðasmíöi og sprautun, einn- ig kæmi leigubifreiöaakstur til greina. Þeir sem hafa áhuga á góðum bílstjóra sendi uppl. til augld. Mbl. merkt: „Akstur — 0832“ fyrir 22. janúar. Iðnráðgjafi Iðnþróunarfélag Vestfjarða óskar að ráða í stöðu iðnráðgjafa. Um er að ræða sjálfstætt og fjölbreytt starf. Leitað er eftir starfsmanni, sem hefur áhuga og þekkingu á iðnaöaruppbyggingu og/eða rekstri iönfyrirtækja. Umsóknir berist á skrifstofu félagsins að Hafnarstræti 6, 400 ÍSAFJÖRÐUR, fyrir 10. febrúar 1984. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Erling Gunn- arsson í síma 94-3092 (vinnusími) og 94-3323 (heimasími). LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal- inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjara- samningum. Skrifstofumann á Heilsuverndarstöð Reykja- víkur við vélritun og skjáritun. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 22400. Hjúkrunarfræðinga á hjúkrunardeild Drop- laugastaða. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 25991, Aðstoöarmann í mælastöð hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri R.R. í síma 18222. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum eyðublööum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 23. janúar 1984. Heildsölufyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða til sín sölumanneskju. Hér er um framtíðarstarf að ræða. Æskilegur aldur 25—35 ára. Góö vinnuaðstaða. Starfiö felst í að fara í verslanir og taka niður pantanir, einnig selja gegnum síma. Einungis reglu- samt og ábyggilegt fólk kemur til greina. Þeir sem áhuga hafa sendi inn umsóknir sín- ar er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf merkt: „Ábyggileg(ur) — 1101“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.