Morgunblaðið - 15.01.1984, Side 38

Morgunblaðið - 15.01.1984, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 Meryl Streep er í hópi skærustu stjarna kvik- myndanna í dag þar sem hver leiksigurinn rekur annan á ferli hennar. Má þar m.a. nefna myndir eins og „Kramer gegn Kramer", „The French Lautinants Woman“ og „Sophie’s Choice", sem sýnd var við góðar undirtektir hér á landi ekki alls fyrir löngu, en leikkon- an fékk einmitt Óskars- verðlaunin eftirsóttu fyrir leik sinn í þeirri mynd. Að margra dómi er frammistaða Meryl Streep í „Sophie’s Choice" hápunkturinn á ferli hennar til þessa og í eftirfarandi viðtali við blaðakonuna Gisele Galante segir hún m.a. frá því hvers vegna hlutverk Sophiu hafði svo mikla þýðingu fyrir hana og feril hennar. fólks á minni persónu hverfa, fólk er fljótt að gleyma. En þangað til verður maður bara að læra að lifa með frægðinni. Ég er að því leyti betur sett en kóngafólkið, að ég er ekki fædd með frægðina. Fyrir mig er þetta því spurningin um að finna jafnvægið, sem gerir mér mögu- legt að lifa hamingjusömu lífi með þeim forréttindum og ókost- um sem því fylgir að vera fræg- ur.“ Hafa peningarnir breytt ein- hverju í þínu lífi? „Já, alveg tvímælalaust. Nú höfum við miðstöðvarhitun. Fyrir nokkrum árum, þegar son- ur okkar Henry fæddist, bjugg- um við í lélegri íbúð í Soho. Þeg- Óttastu framtíðina? „Já, en eins og flestir aðrir ýti ég þeim hugsunum frá mér. Þessar hugsanir leita þó á af og til og þá verð ég uppfull af máttvana bræði og tek upp á ýmsu furðulegu eins og til dæm- is að hringja í þingmanninn minn. En það gefur auga leið að það er ekki hægt að vera með þessar óþægilegu hugsanir á heilanum í tíma og ótíma svo að maður verður að einbeita sér að einhverju öðru, eins og t.d. inn- kaupalistanum." Ertu metorðagjörn? „Nei, en ég hef verið alveg ótrúlega heppin í lífinu. Ég hef ekki þurft að ganga á milli manna með grasið í skónum til Meryl Streep í hhitverki sínu í .„Sophie’s Choice“ ásamt Kevin Kline í hhitverki Nathans. „Tveimur árum áður en upp- tökur hófust á myndinn! hafði Alan Pakula spurt mig hvort ég hefði áhuga á þessu hlutverki. Þá var ekkert handrit til og ég sagði honum að ég gæti ekki ákveðið mig fyrr en ég hefði séð handritið. Þá fór hann að svipast um eftir annarri leikkonu í þetta hlutverk og réð tékkneska leik- konu til að fara með hlutverk Sophiu. Ári síðar komst ég yfir handritið og eftir að hafa lesið það reif ég í hárið á mér og æpti: „Ó, guð minn góður, hvað hef ég gert. Ég verð að fá þetta hlut- verk.“ Síðan heimsótti ég Pak- ula, féll á kné fyrir framan hann og kyssti fætur hans: „Fyrir- gefðu mér í guðanna bænum. Gefðu mér annað tækifæri og leyfðu mér að leika Sophiu." A næstu dögum fór ég þrisvar til fundar við hann og það endaði með að Pakula lét mig hafa hlut- verkið. Þú hefur einhvern tíma látið svo um mælt að of mikil vel- gengni myndi færa þér ógæfu. Hvað áttirðu við? „Þetta er misskilningur. En mér finnst eins og geigvænlegt sverð Damoklesar hangi yfir höfði mér. Ég hef átt svo mikilli velgengni að fagna að undan- förnu, að þegar ég lít til baka er mér með öllu óskiljanlegt, hvernig allt hefur gengið mér í haginn. Þess vegna er það kjána- skapur að láta sér detta í hug að þetta geti gengið svona enda- laust. Auðvitað veit ég vel að velgengni mina á ég að þakka starfsorku minni, hæfileikum og þrjósku, — og svo örlaganornun- um. En allt hefur sinn tíma og ég er undir það búin að einhvern tíma, fyrr eða síðar, muni eitt- hvað hræðilegt gerast." Þú hefur orð fyrir að vera svartsýn í meira lagi. Hefur þú breyst eitthvað við að verða móðir? „Ég finn meira fyrir gleði yfir því einu að lifa. Ég kann betur að meta lífið og það að eignast barn hefur breytt viðhorfum mínum til tilverunnar. Það þýðir þó ekki að svartsýnin sé með öllu horfin þótt það sé ekkert hjá því sem var fyrir þremur árum. Það er hins vegar almenn skoðun að fólk þurfi endilega að eiga í erf- iðleikum eða vera taugasjúkl- ingar til að vera góðir leikarar. Hvers vegna veit ég ekki.“ En þú virkar feimin og fá- skiptin, — eins og þú eigir í ein- hverri innri baráttu. Ertu að berjast við að yfirvinna eitthvað innra með þér? Nei, mér finnst ég ekki eiga í neinni baráttu, nema kannski þegar ég þarf að koma fram í fjölmenni. Eins og til dæmis við verðlaunaafhendingar, þá líður mér bölvanlega." Hver er mesti ókosturinn við að vera frægur? „Það er í rauninni ekki neitt sem maður getur verið þekktur fyrir að kvarta undan. Ég gæti þess vegna verið atvinnulaus, veik eða soltið heilu hungri, eins og svo margir í þessum heimi. En helsti gallinn er sá, að dags- daglega gefst ekki eitt einasta augnablik þar sem ég get verið ein með sjálfri mér, eða gleymt því um stund hver ég er. Það tekur á taugarnar þegar fólk starir á mann hvert sem maður fer. Þess vegna verður frægt fólk að fara í felur til að geta slappað af. Mér og manninum mínum fannst eitt sinn afskaplega gam- an að fara í leikhús, en nú getum við ekki hugsað okkur það, því það er ekki hægt að einbeita sér að listaverki þegar einhver er á milli þín og verksins, einhver sem starir á þig eða fylgir þér eftir hvíslandi nafnið þitt. Og ef ég fer út að borða get ég ekki tekið augun af disknum án þess að mæta forvitnu augnaráði. Auðvitað er það á vissan hátt notalegt að vera frægur, — en samt er það óþægilegt að mörgu leyti. Fyrr eða síðar mun áhugi ar við loksins höfðum ráð á að flytja breyttist allt okkar líf. Áð- ur hafði ég aðeins tvær hellur til að elda á, en nú hef ég bæði ofn, ísskáp, uppþvottavél og þurrk- ara.“ Ert það þú sem „skaffar" til heimilisins, eins og það er kall- að? „Já, en það hverfur allt jafn- harðan. Bara skatturinn tekur 65 prósent af tekjunum. Það fer svolítið í taugarnar á manninum mínum hvað ég hef miklar tekj- ur, honum finnst það hálfneyð- arlegt fyrir sig.“ Ertu eins fullkomin í einkalíf- inu og þú ert sem leikkona? „Nei, ég er alveg ómöguleg á heimilinu. Heimilishaldið er allt á öðrum endanum hjá mér og eldamennskan ekki upp á marga fiska. Starfið við kvikmyndirnar hefur því mikia þýðingu fyrir mig, það gefur mér sjálfstraust og þá sannfæringu að ég sé ekki ómöguleg á öllum sviðum." Segir leikkonan Meryl Streep um frama sinn og velgengni að fá hlutverk. Frægðin kom mjög skyndilega og óvænt." Meryl Streep varð fyrst þekkt fyrir leik sinn í bandarísku sjón- varpsþáttunum „Holocaust". Hún var þá gift leikaranum John Cazale, sem var fjórtán árum eldri en hún. En á meðan á upp- tökunum á „Holocaust" stóð fékk hann krabbamein, sem dró hann til dauða sex mánuðum síðar. Hálfu ári eftir dauða Cazales fór Meryl að búa með myndhöggv- aranum Don Gummer, sem hún hafði þekkt í mörg ár, en hann er æskuvinur bróður hennar. Um eiginmann sinn sagði Meryl m.a.: „Hann er mjög fálátur og að því leyti líkjumst við hvort öðru. Við höfum bæði mikla þörf fyrir einveru. En gagnstætt mér býr hann yfir miklum sjálfsaga, einkum gagnvart vinnu sinni." Þegar ég sit svona og tala við þig fæ ég á tilfinninguna að þú sért afar dularfull manneskja? „Það er sjálfsagt vegna þess að ég hef yfirleitt leikið afar dul- arfullar persónur og þú ruglar mér saman við þær. Sjálfri finnst mér ekkert dularfullt við mig, þvert á móti finnst mér ég vera eins og opin bók og ég þekki sjálfa mig bæði út og inn.“ (Þýtt og endursagt.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.