Morgunblaðið - 15.01.1984, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984
41
Reyðarfjörður:
Aflaverðmæti togarans
Snæfugls 32,2 milljónir
Re;«*rfirAi 13. janúar.
HÉR VAR gott veður yfir jól og ára-
mót, allir vegir færir og fólk heim-
sótti ættingja og vini í nágrannabæj-
um. Enginn dansleikur var hér á
annan í jólum en unga fólkið brá sér
á dansleik til Eskifjarðar og Egils-
staða. Þann 28. desember hélt kven-
félagið sína árlegu jólaskemmtun
fyrir börn og fullorðna. Þetta er eina
barnaskemmtunin sem haldin er hér
yfir jólin. Kvenfélagið hefur staðið
fyrir þessari skemmtun af mikilli
rausn í mörg ár.
Áramótadansleikur var í Fé-
lagslundi á gamlárskvöld. Hljóm-
sveitin Aspers lék fyrir dansi.
Rúmlega 140 manns sóttu þennan
áramótadansleik og fór allt vel
fram. Húsvarðarskipti urðu í fé-
lagsheimilinu um áramótin.
Markús Guðbrandsson lét af því
starfi og við tók Þorgrímur Jörg-
enson.
Markús hefur opnað hér grill-
stað sem er algjör nýjung í pláss-
inu. Ber hann nafnið Grillhúsið og
er opinn frá 4 á daginn til 11 á
kvöldin og þar er hægt að fá fjöl-
breyttan grillmat. Einnig veitir
Markús þá þjónustu við bæjarbúa
að hægt er að panta mat og fá
hann heimsendan. Þá verður einn-
ig gistiaðstaða á efri hæð hússins.
Á þrettándanum varð sú ný-
breytni hér að æskulýðsráð sem er
þriggja manna nefnd, (Margrét
Traustadóttir, Gerður Oddsdóttir
og Erlendur Júlíusson,) stóðu fyrir
skemmtun upp á iþróttavelli. Þar
var þrettándabrenna. Þar birtist
kóngur og drottning ásamt púkum
og allskyns fólki, sem dansaði í
kringum brennuna. Þá var flug-
36777
AUCLÝSINCASTOFA
MYNDAMÓTA HF
resió af
meginþorra
þjóóarinnar
daglega!
;a-
síminn er22480
•pterj&tmliTatiifo
eldasýning og að henni lokinni var
haldin diskódansleikur í Félags-
lundi, og var þátttaka mjög góð
hjá unga fólkinu og það skemmti
sér vel. Æskulýðsráð hefur margt
á prjónunum í vetur. Þar má
nefna hugmyndir um að hafa opið
hús einu sinni til tvisvar í viku
fyrir ungt fólk, og meðal annars
verður teflt og spilað og farið í
ýmsa leiki.
Þann 3. janúar breyttist veður
til hins verra. Má segja að vetur
hafi byrjað fyrir alvöru þá. Erfitt
var fyrir skólafólk að komast úr
jólafríi, vegir tepptust og flug féll
niður, en allir komust á endanum
leiðar sir.nar. Hefur þetta verið
erfiður tími fyrir bílstjóra og
flugmenn. Er þessi timi mikið
álag fyrir þessa menn, sem fólk
hugsar lítið út í.
Togarinn Snæfugl fór á veiðar 3.
í jólum. Þetta var erfið veiðiferð
vegna illviðra. Togarinn kom heim
í fyrrinótt og gaf þeim sem vildu
siglingarfrí og hélt svo af stað til
Bremerhaven klukkan 4 um dag-
inn í sölutúr. Togarinn er með 140
tonn og á söludag 16. janúar. Afli
Snæfugls 1983 var 2.381 tonn og
heildarverðmæti voru 32,2 millj-
ónir.
Síldarverksmiðja ríkisins tók á
móti rúmum 3.200 tonnum af loð-
nu fyrir jól og nú er beðið eftir að
loðnubátar geti hafið veiðar svo
vinna hefjist aftur í verksmiðj-
unni.
Hjá GSR vinna nú aðeins um 15
manns. Allur blautfiskur er farinn
á markað. Aðeins er eftir 20 tonn
af þurrfiski hjá fyrirtækinu. Hjá
KHB hefur engin vinna verið hjá
frystihúsinu eftir áramót. Rúm-
lega 40 manns er á atvinnuleys-
isskrá, og eru konur þar í meiri-
hluta.
Besta veður er hér nú, en kalt og
mikil hálka á götum.
ACO korktöflur
Teg.: Myra, Faró.
Stærö: 35—42.
Veró frá 338-433.
Litir Hvitt, beige,
rautt, blátt.
Lýsing: Mjúkt skinn,
skinnfóöruð korkinn-
legg.
Póstsendum
samdægurs.
^'''"SKÚRINN
VELTUSUND11
21212
Domus Medica
Egilsgotu 3 Simi 18519.
flÖRDKA
skíðaskór
mest seldu skíðaskór heims
Barna- og unglingaskór
Sprint 24—29
Kr. 878.-
Pulsar 36—44
Kr. 1.386.-
N 950 39—45
Kr. 2.710.-
NL 310 36—42
Kr. 1.495.-
Sprint 30—39
Kr. 1.015-1.175,-
Orion 38—45
Kr. 1.920.-
NS 770 37—45
Kr. 3.410.-
Scalom 36—42
Kr. 1.710.-
Saturn 38—45
Kr. 2.510.-
Tridentair 37—46
Kr. 4.105.-
Dömuskór
| Jm
/
rÆ\
4 W
✓
NL 330 38—42
Kr. 1.950.-
NL 350 37—42
Kr. 2.135.-
Competition 38—42
Kr. 2.135.-
Poseidon 38—46
Kr. 3.196.-
Competition NR 970
Kr. 4.570.-
NL 370 37—41
Kr. 3.196.-
smsi
X' útiUf
Glæsibæ, sími 82922.