Morgunblaðið - 15.01.1984, Page 43

Morgunblaðið - 15.01.1984, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 43 kvöld er liðið og við kyssum ömmu og Dísu. Þegar pabbi og mamma fóru í siglingu, eins og við kölluðum það, bjuggum við systkinin alltaf vest- urfrá hjá ömmu. Þetta var skemmtilegur tími fyrir okkur. Amma og við krakkarnir sváfum öll saman í stóra rúminu hennar. Á veggnum við höfðalagið var mynd af Jesú, hann var með skegg. Þegar maður vaknaði á morgnana gat maður tímunum saman legið í rúminu og virt fyrir sér hina myndina, á veggnum á móti. Sú mynd var af stóru her- bergi, lítið barn lá sofandi í vöggu sinni en við hlið þess vakti vernd- arengill. Út um gluggann sá mað- ur Landakotsspítala. Amma fór snemma á fætur og gerði leikfimiæfingar á svefn- herbergisgólfinu. Ég man hvernig hún teygði úr handleggjunum, hægt, hægt. Þar sem við liggjum þarna og kúrum fer hún upp í efri- skáp í svefnherberginu og sækir bláu innkaupatöskuna sína. Upp úr töskunni tekur hún poka fullan af banönum og gefur okkur. Þegar við höfum klætt okkur bíður okkar heitt kakó og ristað brauð frammi í eldhúsi. Amma veit að við viljum það frekar en hafragraut. Á daginn sátu amma og Dísa í borðstofunni og prjónuðu. Með jöfnu millibili sló klukkan á veggnum, rós og friður ríkti í stof- unni. Oft báðum við ömmu að sýna okkur myndakassann sem hún geymdi í svörtum skáp í borðstofunni. Þykk myndaspjöld af fólki sem við þekktum fæst. „Hver er þetta amma?“ spurðum við. Þá lagði hún frá sér prjónana stundarkorn, leit á myndina og sagði okkur frá viðkomandi um leið og hún hélt áfram að prjóna. Þá fléttuðust oft inn í frásagnir úr lífi hennar sjálfrar. Fyrstu árin í Reykjavík þegar hún vann á Mensa og sá ungu menntamennina og ýmsa þjóðkunna íslendinga sem þangað vöndu komur sínar. Þetta var skemmtilegur tími í lífi hennar. Þegar hún og vinkonur hennar fóru á sunnudagssamkomu hjá KFUM, af því að þær höfðu ekki efni á að fara í bíó. „Þá voru góðir ræðumenn í KFUM, þeir sr. Friðrik og Bjarni. Undir sögunum gekk sr. Friðrik syngjandi fram og aftur um salinn." Þannig sagðist henni frá. En einnig sorglegar minningar frá uppvaxtarárunum í sveitinni. Þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún gæti ekki komist til mennta og lært það sem hugur hennar stóð til. „Þá gekk ég afsíðis upp í hlíð og grét.“ En þrátt fyrir allt mótlæti og mikla erfiðleika var það samt ekki skuggi sem ein- kenndi frásagnir hennar af bernskunni. Nei, margt var sér til gamans gert, þegar stund gafst til. Reiðtúrar og lestur bóka sem þau fengu lánaðar á prestssetrinu eftir messu á sunnudögum. Einnig varð henni tíðrætt um fermingarund- irbúninginn og ferðirnar með Magnúsi, seinna presti í Ólafsvík, á prestssetrið þar sem kennslan fór fram. Stundum kom það fyrir að pabbi hennar fór með kvæði fyrir krakk- ana og brá sér síðan frá stundar- korn. Þegar hann kom aftur áttu þau að kunna kvæðið utanbókar og fara með það fyrir hann. Þetta veittist ömmu auðvelt enda hafði hún alla tíð yndi af ljóðum. Hún kunni feiknin öll af kvæðum og stökum sem hún fór oft með fyrir okkur. Meðan heilsa entist kom það oft fyrir að amma brá sér í bæinn einhverra erindagjörða. Sagði hún okkur frá ýmsum ævintýrum sem hún lenti í á þessum ferðum. Þessi hávaxna, hvíthærða gamla kona vakti athygli hvar sem hún fór. Viðmótið alltaf svo hlýtt og glað- legt. Eins og önnur börn hafði ég ein- hverjar hugmyndir um hvað var gott og hvað vont. Amma var bara góð í mínum huga, hún var ímynd alls hins besta sem ég þekkti. Mannkærleika hennar var við- brugðið og þar fór hún ekki í manngreinarálit. í tugi ára leigðu hún og afi út herbergi til þess að geta staðið í skilum. Sumir þess- ara leigjenda urðu með tímanum að föstum fjölskyldumeðlimum. Þannig var það um Settu, gamla vinkonu ömmu. Þegar Setta veikt- ist færði amma rúmið hennar inn í stofu og annaðist hana þar. Allir löðuðust að henni. í íbúðinni minni, í kjallaranum á Ægisgötunni, heyri ég af og til klukkuna uppi hjá ömmu slá. En ég veit að amma situr ekki lengur í stólnum sínum og prjónar. Amma er dáin, en við erum mörg sem minnumst hennar með þakk- læti í huga. Ragnheiður Ástvinamissir Ég missti manninn minn í bifreiðaslysi fyrir nokkrum mán- uðum. Ég er kristin og veit, að ég ætti að eiga frið í hjarta, en ég er bitur og óhamingjusöm. Mér finnst ég vera hræsnari, þegar ég er í kirkju. Hvernig get ég fundið frið Guðs? Ég skil, að þér hafið orðið fyrir áfalli. Það tekur alltaf á okkur, meira eða minna, þegar við sjáum á bak ástvini, jafnvel þegar við máttum eiga von á því. Ef við missum ástvin óvænt, getur svo farið, að okkur finnist sem kippt sé undan okkur fótunum. Þér vitið, að beiskjan gerir aðeins illt verra. Hún varðar ekki veginn til hamingjunnar eða til Guðs. Guð einn getur gefið yður sannan frið, þegar svona stendur á. Biblían segir: „Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði... vera fjarlægt yður“ (Efes. 4,31). Hún segir ennfremur: „Hafið gát á ... að engin beiskjurót renni upp, sem truflun valdi og margir kunni af henni að saurgast" (Hebr. 12,15.). Ég held, að þessi orð bendi til þess, að eðlislæg tilhneiging okkar til beiskju vaxi og magnist, nema skorið sé á ræturnar, og ef við leyfum henni að vaxa, muni hún smám saman kæfa andlegt líf okkar og hafa áhrif á líf þeirra, sem eru í kringum okkur. Hvað þér eigið að taka til bragðs? Fyrst skulið þér játa þetta í einlægni fyrir Guði. Lýsið fyrir honum af hreinskilni, hvernig tilfinningar yðar eru — hon- um kemur ekkert á óvart! Segið honum síðan, að þér þarfnist hans og friðar hans. Þér eruð kristin og vitið, að Guð elskar yðar, jafnvel þó að þér efist um það eins og er. Þér vitið, að hann elskar yður, því að hann var fús til að láta einkason sin deyja á krossin- um fyrir syndir yðar. Nú þekkið þér sársauka þann, sem fylgir ástvinamessi. Hversu miklu meira hlýtur Guð að hafa fundið til, þegar hann lét son sinn af fúsum vilja verða fórn fyrir syndir okkar! Þar sem Guð ann yður svona heitt, vill hann hjálpa yður og græða sárin. En hann vill ekki gera það, ef þér einangrið yður frá honum. Þér þarfnist hans, og fyrsta skrefið er að viðurkenna þá þörf. Snúið yður síðan að orði hans og sjáið, hversu oft hann heitir að vera með yður. Minning - Högni Erpur Tryggvason Högni Erpur Tryggvason var fæddur 16. janúar 1973. Hann var því ekki nema 10 ára gamall þegar kallið kom skyndilega. Högni hefur verið nemandi í Austurbæjarskólanum alla sína skólagöngu. Það er ekki langur tími, en hann sýndi mjög óvenju- legan þroska af svo ungu barni. Hann var gefinn fyrir að leita svara við áleitnum spurningum, rólegur og yfirvegaður. Hann var sá félaginn sem allir vissu að átti helst svar við því sem um var rætt. Högni var ótrúlega vel lesinn og las jöfnum höndum skemmti- og fræðibækur ýmiskon- ar. Hann hafði ákveðnar skoðanir og-hélt fast ivið þæn á sinn rólega> og kurteisa hátt. Högni sagði okkur í bekknum iöulega frá því sem hann hafði verið að lesa og svo vel var það framsett að allir höfðu gagn og gaman af. Hann var góður félagi sem lét sig engu varða þótt misklíð kæmi upp meðal fé- laga hans, leit aðeins á „óvinina" og brosti. Högni var ekki aðeins lestrarhestur, einnig góður liðs- maður í fótbolta og átti margar skemmtilegar stundir á leikvelli skólans með félögum sínum. Allir sem kynnst hafa Högna eiga minningar um góðan dreng og minningar tekur enginn frá okkur. Við sem kynntumst Högna best í leito stfcrtrf* ssknitm sáfí góðs vinar. Aðstandendum Högna sendum við í stofu 7 í Austurbæj- arskólanum hlýjar samúðarkveðj- ur. , tj oj. i valborg Hélgadóttit ‘ '* t Úttör móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR JÓNASDÓTTUR, Ægisgötu 26, veröur gerö frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. janúar kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu mlnnast henn- ar er bent á liknarstofnanir. Lilja Magnúsdóttir, Guómundur Ástráösson, Svana Magnúsdóttir, Jón Karlsson, Sigrún Magnúsdóttir, Siguröur Sigvaldason, börn og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, KRISTJÓN KRISTJÓNSSON, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriöjudaginn 17. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Elísabet fsleifsdóttir, Bragi Kristjónsson, Nína Björk Árnadóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, Valgeróur Kristjónsdóttir, Björn Theódórsson, barnabörn og Kristjón Kormákur. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför fóstur- móöur minnar, ÓLAFÍU G. BLÖNDAL fró Grjóteyri, Ásbraut 5, Kópavogi. Unnur Pálsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, STEFÁNS M. JÓNSSONAR, Bakkavegi 15, Þórshöfn. Lilja Ólafsdóttir, börn, barnabörn, fósturbörn, tengdabörn og barna- barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför mannsins míns, fööur, tengdafööur og afa, GUNNLAUGS P. HOLM, Álfhólsvegi 61. Jóhanna Jónsdóttir, Herdís Holm, Hreinn Ólafsson, Ásgeir Holm, Reynir Holm, Hreiöar Holm, Guöbjörg Holm, Fríöa Vilhjálmsdóttir, Bryndís Kristinsdóttir, Sigríöur Ólafsdóttir, Rafn Edmondsson. t Þökkum af alhug öllum (jeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar og móöur okkar, ÓLfNU STEINDÓRSDÓTTUR, Beykihlíð 31. Sérstakar þakkir til Snorra Ingimarssonar læknis svo og til alls starfsfólks deildar 11-B Landspítalanum fyrir góöa hjúkrun og umönnun. Einar Pálsson, Geröur Einarsdóttir, Einar K. Sigurgeirsson, Kristrún Einarsdóttir, Erla K. Sigurgeirsdóttir, Guömundur K. Sigurgeirsson. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð PfLPl^ð góðu línubili. _________

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.