Morgunblaðið - 15.01.1984, Page 48

Morgunblaðið - 15.01.1984, Page 48
SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 VERÐ I LAUSASÖLU 20 KR. Sjómenn á skelfiskveidum. Myndin er tekin nú í vikunni. Ljósm. RAX. 30—40% af skelinni flutt frá Stykkishólmi? (■rundarrírdi, 13. janúar.frá Helga Bjarnasyni, bladamanni Mbl. Á ATVINNUMÁLAFUNDI á Grundarfirði í dag þar sem m.a. var rætt um hörpuskelveiðarnar á Breiðafirði voru alþingismenn Vesturlandskjör- dæmis spurðir, hvað þeir hefðu lagt til varöandi veitingu veiði- og vinnslu- leyfa á hörpuskel. Afstaöa Friðjóns Uórðarsonar kom ekki fram, en hinir þingmennirnir lýstu því yfir, að þeir teldu að gefa ætti Deiri bátum kost á að stunda veiðarnar, en ekki ætti að fjölga vinnslustöðvum. Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, sagði, er hann ræddi þetta mál, að sjálfsagt yrðu þingmennirnir engir aufúsugestir í Stykk- ishólmi, ef þeir styddu að 30—40% af skelinni yrðu flutt frá Stykkis- hólmi, en það væri hlutur sem þeir yrðu að líta framhjá. Á sl. ári var 84% af hörpuskelinni unnin f Stykkishólmi, en þá var heimilt að veiða 11 þúsund tonn af hörpuskel. Fram til ársins 1981 var öll skelin unnin í Stykkishólmi, en þá var vinnslustöð í Grundarfirði veitt leyfi til vinnslu og síðan annarri á Brjánslæk. Búist er við að sjávarút- vegsráðherra tilkynni um úthlutun skelfiskveiðileyfanna um næstu mánaðamót, en meira en helmingi fleiri Breiðafjarðarbátar sóttu nú um veiðileyfi en stunduðu veiðarnar á síðasta ári. 7% aukning erlendra ferða- manna til Islands árið 1983 Bræðsla um borð í • • Orvar? Hagnaður af því gæti veg- ið upp á móti olíukostnaði ÚTGERÐ frystitogarans Örvars frá Skagaströnd hefur gengið vel síð- astliöið ár og nú er verið að huga að því að setja litla bræðslu um borð í skipið. Að sögn Karl Berndsen, stjórnarformanns Skagstrend- ings, er tilgangurinn með þessu að nýta að fullu allan fiskúrgang, en aðeins eru um 30% fiskjarins nýtt um borð nú. Reiknaði hann með því að verð fyrir mjöl og lýsi, sem með þessum hætti feng- ist, dygði fyrir olíukostnaði skipsins og væri þá mikið fengið. Bæði mætti þurrka mjölið eða frysta það og selja i loðdýrafóð- ur. Þetta væri mun skynsamlegra en að verka úrganginn í meltu. Það væri reyndar enginn vandi að verka úrganginn í meltu, en það væri nánast ómögulegt að selja hana. Því væri það tómt mál um að tala, að skamma út- gerðarmenn fyrir að sóa verð- mætum í stað þess að verka úr- gang í óseljanlega meltu. Slys um borð í Grund- arfossi ALVARLEGT slys varð um borð í Grundarfossi, skipi Eimskipafé- lags íslands, í Lubeck í V-Þýzka- landi á fimmtudagskvöldið þegar 2. stýrimaður féll niður í lest skipsins. Verið var að loka lestum skipsins þegar manninum skrik- aði fótur. Fallið er á milli 5 og 6 metrar. Hann liggur nú þungt haldinn í sjúkrahúsi í Lubeck og mun höfuðkúpubrotinn og hafa hlotið innvortis meiðsli. ALDREI hafa jafnmargir erlendir ferðamenn lagt leið sína til fslands og á síðasta ári, en þá komu um það bil 77.300 manns til landsins. Er það tæplega 5 þúsund fleiri en árið áður, sem jafngildir 7% aukningu, en árið 1982 komu 72.600 manns til lands- ins. Áður höfðu flestir ferðamenn komið til landsins 1978, 75.700. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að aukningin þýði um 2l/z milljón dollara í gjaldeyristekjur eða um 75 milljónir íslenskra króna að sögn Birgis Þorgilssonar, markaðsstjóra hjá Ferðamálaráði, og er þá gert ráð fyrir að hver ferðamaður dveljist hér að meðal- tali i 6 nætur og eyði 40 dollurum á dag. Samtals eru þetta 30 þús- und gistinætur og auk þess kemur til ferðakostnaður til landsins, sem að miklum meirihluta til kemur í hlut íslenskra aðila. Mest er aukningin á ferðamönn- um frá Bandaríkjunum og Bret- landi, en einnig er um mikla hlut- fallslega aukningu að ræða frá Austurríki. Flestir ferðamenn koma hingað frá Bandaríkjunum, 25.250, þá frá Bretlandi, 8.950, og eru þeir nú fleiri en Þjóðverjar, sem eru 8.800, en um það bil 25% aukning hefur orðið á ferðamönn- um frá Bretlandi á árinu. Samtals frá Norðurlöndunum komu 19.350 ferðamenn, flestir frá Danmörku, 6.650, og rúmlega 5.500 frá Svíþjóð og Noregi. Fækkun varð á ferða- mönnum frá Hollandi og Sviss. Birgir kvað þessa aukningu vera í samræmi við spá sem gerð hefði verið 1982 fyrir næstu 10 ár. Spáin gerir ráð fyrir að á næstu árum muni farþegum fjölga að meðal- tali um 3'/i% á næstu árum. Birg- ir hvað ýmsar orsakir fyrir þess- ari aukningu, þ.á m. nýjar skipa- ferðir til landsins og fleiri við- komustaði flugvéla erlendis, sem og aukna kynningu. 15.000 króna lágmarkslaun tryggð af almannatryggingum? Enginn áhugi að tryggja hag hinna lægst launuðu — segja Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Bjarni Jakobsson í viðtali við Morgunblaðið VERKALÝÐSHREYFINGIN hefur engan áhuga á að bæta kjör hinna lægst launuðu. Nú er svo komið hjá fjölda fólks, að það hefur varla til hnífs og skeiðar, botnlaus örvænting er að grípa um sig meðal fátæks fólks á íslandi og engum virðist liggja á að leysa vanda þess. Ekki verkalýðshreyfingunni, ekki atvinnurekendum og ekki ríkisvaldinu. Þetta er meðal þess, sem fram kemur í viðtali við þau Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, formann Sóknar, og Bjarna Jakobsson, formann Iðju, í Morgunblaöinu í dag. I viðtalinu setja þau Aðalheiður og Bjarni fram hugmynd um að 15 þúsund króna lágmarkslaun verði tryggð í gegnum almannatrygg- ingakerfið, þar sem vonlaust 3é að það gerist í almennum og frjálsum kjarasamningum. Þau leggja til, að launþegar, sem hafa undir 15 þúsund krónum í mánaðarlaun, njóti „afkomutryggingar" frá Tryggingastofnun ríkisins, þ.e. fái mismun milli tekna og 15 þúsund krónanna. Þau leggja einnig til, að afkomutryggingin verði fjármögn- uð að hluta til með núverandi söluskatti og að hluta með því, að barnabætur verði takmarkaðar við þá, sem þurfa á þeim að halda. „Við horfum daglega framan í fólk, sem er í algjörum vandræð- um. Við neitum einfaldlega að horfa upp á ungt fólk í blóma lífs- ins niðurbrotið af örvæntingu," segja þau í viðtalinu. „Við viljum ekki trúa því, að þjóðfélagið sé svo illa statt, að við getum ekki leyst vanda þessa fólks. Hvað verður um fjölskyldur, sem ekki eiga að borða? Við verðum að hugsa um hvað við erum að gera þessu fólki og hvar það lendir,“ segja Bjarni og Aðalheiður. Sjá nánar á bls. 40 I Mbl. ídag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.