Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 28. tbl. 71. árg.___________________________________LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Beirút: AP/Sfmamynd. Geimferjan Challenger hefur níu daga geimferð sína frá Kennedy-geimvísindamiðstöd- inni á Flórída í gær. Barizt með Reyna nyj- an búnað til geimgöngu Kanaveralhöfða, 3. febrúar. AP. Gcimferjunni „Challenger“ var skotið á loft um hadegisbilið til níu daga geimferðar þar sem reynd verður ný aðferð við geimgöngu. Fimm menn eru í áhöfn geimferjunnar. Er það tí- unda skutluferðin á þremur ár- um og fjórða ferð Challengers. í ferðinni verður tveimur fjarskiptahnöttum komið á braut um jörðu, í eigu Indón- esíu og bandaríska fyrirtækis- ins Western Union. Greiða að- ilar NASA 10 milljónir doll- ara fyrir að flytja gervihnett- ina út fyrir gufuhvolf jarðar. En mest athygli beinist að tilraunum með nýjan búnað til geimgöngu, eins konar þrýstiloftsstól, sem kostar 10 milljónir dollara. Verður hann reyndur á þriðjudag og fimmtudag er tveir geimfar- anna fara í geimgöngu. Verða þeir ekki tengdir ferjunni með líftaug, eins og venja hefur verið hingað til. Búnaður þessur verður í framtíðinni notaður er gera þarf við gervi- hnetti og byggð verður geimstöð, sem þegar hefur verið ákveðið að reisa uppúr 1986. Linnulaus átök hafa staðið yfir í Beirút frá því rétt fyrir sólsetur á fimmtudagskvöld. Árangurslausar tilraunir voru Noregur: Tíu þús- und óska vönunar OhIó, 3. feb., frá Jan-Erilt Lauré, fréttaritara Mbl. T/EPLEGA tíu þúsund karlar og konur í Noregi eru á biðiista yfir þá sem óska eftir að verða vanaðir á þessu ári. Fjöldi þeirra sem óska eft- ir ófrjósemisaðgerðum hefur farið vaxandi jafnt og þétt á undanförnum árum. Til samanburðar má geta þess að árið 1960 voru aðeins 717 Norð- menn vanaðir. Árið 1978 voru sett lög sem heimiluðu öllum sem orðnir voru 25 ára gamlir að láta vana sig, en fyrir þann tíma varð að leita eftir samþykki heilbrigð- isyfirvalda. í hópi þeirra sem láta gera sig ófrjóa eru konur langflestar. Árið 1982 voru 737 karlar vanaðir og 2748 konur. Flestir eru á aldrinum 35—39 ára. gerðar til að koma á vopnahléi í dag. Auk átaka við Beirút sagði Rödd Líbanons að shítar í Beka-dal hefðu gert skotárás á borgina Zahle, sem kristnir menn byggja og hótað að ráð- ast inn í borgina ef stjórnar- herinn réðist inn 1 hverfi shíta í suðurjaðri Beirút-borgar. Auk þess að skiptast á skot- um börðust shítar og stjórn- arhermenn með laghnífum, byssustingjum og jafnvel sverðum í háhýsum við gatn- amót á þjóðveginum til Dam- askus. Meðan bardagar stóðu í suð- urjaðrinum héldu drúsar uppi linnulausri flugskeytahríð frá fjallatoppum í miðhluta Líban- ons á hverfi kristinna manna í Beirút. Lentu sprengjur rétt við forsetahöllina og bústað sendiherra Bandaríkjanna. Þrjár stúlkur úr röðum shíta með sovézka AK-47 riflla sína á bardaga- svæðinu í suðurjaðri Beirút í gær. AP/Símamynd. Danmörk: Engin breyting við endurtalninguna Kaupmannabofn, 3. febrúar. AP. ENDURTALNING 119.000 uUn kjörstaðaatkvæða úr kosningunum f Treholt gullnáma KGB Oskí, 3. febrúar. AP. ARNE Treholt var gullnáma fyrir KGB þar sem hann kann að hafa komizt yfir upplýsingar um mögu- lcika sjóhersins til að fást við kafbáta í norskum fjörðum og áætlanir um hvernig fengist skyldi við kafbátana á stríðstíma. Það er rússneski flóttamaður- inn Arkady Shevchenko sem heldur þessu fram í viðtali við blaðið Verdens Gang í Osló. Hann var ráðgjafi Andrei Gromykos og aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna er hann bað um hæli sem pólitískur flóttamaður í Banda- ríkjunum 1978. „Norsku firðirnir eru mjög mikilvægir í allri hernaðar- áætlanagerð Sovétmanna. Treholt Shevchenko Fyrst og fremst myndu Rússar nota firðina sem felustaði fyrir kafbáta sína. Þegar ég var í Moskvu kvörtuðum við til hern- aðaryfirvalda vegna kafbáta- ferða í lögsögu annarra ríkja, þar sem þær ollu erfiðleikum í samskiptum við sömu ríki. Við fengum ávallt þau svör að kaf- bátaferðum yrði haldið áfram þó svo þær yllu sambúðarörðug- leikum." Shevchenko segist sannfærð- ur um að Rússar haldi áfram uppteknum hætti og sendi kaf- báta sina inn á norsku firðina. fyrra mánuði hafa engu breytt um kosningaúrslitin og heldur stjórn Paul Schliiters því þingmeirihluta sínum, að því er tilkynnt var í dag. Af þessum sökum geta þingstörf hafizt að nýju næstkomandi mánudag, en þingið hefur verið óstarfhæft í 10 daga vegna endur- talningarinnar. Fyrsta mál þings- ins verður að svipta Mogens Glistrup þingmann Framfara- flokksins þinghelgi, og mun hann því áfram afplána dóm fyrir stór- felld skattsvik. Hann sat inni en náði kosningu og var því frjáls ferða sinna um tíma. Það var kjörbréfanefnd þingsins sem endurtaldi utankjörstaða- atkvæðin, og sagði Annelise Gotfredsen, formaður nefndarinn- ar, að samtals 700 atkvæði hefðu reynzt ranglega talin en engin breyting yrði á sætaskipan í þing- inu. Krafizt var endurtalningar at- kvæða úr kosningunum 10. janúar Paul Schluter sl. eftir að í ljós komu mistök er leiddu til breytinga á sætaskipan. í húfi var þingmeirihluti stjórnar Schlúters. Fallist var á að lokum að endurtelja utankjörstaðaat- kvæði, og átti Svend Jacobsen þingforseti þá ekki annarra kosta völ en senda þingið í frí þar til endurtalningu yrði lokið. laghnífum og sverðum Beirút, 3. janúar. AP. STJÓRNARHERMENN og shítar háðu harða bardaga í suð- urjaðri Beirút um yfirráð þjóðvegar til borgarinnar og féllu þrír tugir manna í miklu kúlna- og sprengjuregni og rúmlega hundrað særðust, að sögn lögreglu. Bandaríska gæsluliðinu var skipað í viðbragðsstöðu er tvö flugskeyti sprungu rétt við stöðvar þess á Beirút-flugvelli. Flæktust gæsluliðar ekki í átökin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.