Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 19 500. fundur bæjarstjórnar Húsavíkur HásaWk, 31. janúar. B/EJARSTJÓRN Húsavíkur kom saman til síns fyrsta fundar hinn 31. janúar 1950 og 34 árum síðar, eða í dag, heldur hún sinn 500. fund. Minntist hún þessara tímamóta meó því að stofna svokallaðan Framkvæmdasjóð og var eftirfar- andi tillaga samþykkt samhljóða: Bæjarstjórn Húsavíkur sam- þykkir að stofna Framkvæmda- lánasjóð og leggja fram sem stofnframlag krónur 100 þúsund. Hlutverk Framkvæmdalána- sjóðsins verði að örva atvinnu- starfsemi á Húsavík, m.a. með því að veita þeim aðilum, sem hyggjast reisa atvinnuhúsnæði lán til greiðslu á gatnagerðar- gjöldum og heimæðagjöldum hitaveitu og rafveitu. Bæjarstjórn felur bæjarráði að semja nánari reglur fyrir Fram- kvæmdalánasjóðinn. Fyrsti bæjarstjóri var Karl Kristjánsson, en núverandi bæj- arstjóri er Bjarni Aðalgeirsson. Upphaflega voru bæjarfulltrú- ar sjö en síðar var þeim fjölgað í níu og er meðfylgjandi mynd af þeim, sem sátu 500. fundinn ásamt bæjarstjóra og bæjarrit- ara. Fréttaritari. Guðbjörg ÍS aflahæst og með mesta verðmætið Ögri og Vigri með næstmesta aflaverðmætið GUÐBJÖRG ÍS varð á síðasU ári aflahæst íslensku togaranna og ennfremur með mest aflaverðmæti og mest skiptaverð á úthaldsdag, að undanskildum frystitogaranum Örvari, sem fiskaði fyrir um 80 milljónir. Annar aflahæsti togarinn var Ottó N. Þorláksson RE og þriðji í röðinni var Kaldbakur EA. Togararnir Vigri RE og Ögri RE voru hinsvegar með næstmesta aflaverðmætið. Afli togara af Vestfjörðum var yfirleitt meiri en í öðrum lands- hlutum svo og aflaverðmæti þeirra hærra, enda var meiri þorskur í afla þeirra en í hinum landshlutun- um. Hér fer á eftir listi yfir aflahæstu togarana eftir landssvæðum unninn upp úr skýrslu LÍÚ. Þeirra stórra togara, sem fengu meira en 4.000 lestir á árinu, eða voru með mikið aflaverðmæti, er getið svo og þeirrá togara á Vestfjörðum og svæðinu frá Vestmannaeyjum að Snæfells- nesi, sem náðu 4.000 lestum eða meiru. Á hinum svæðunum, Norð- urlandi og Austfjörðum, er viðmið- unarmarkið 3.000 lestir. f listanum er fyrst nafn viðkomandi togara, síðan aflamagn, þá meðalskipta- verðmæti á úthaldsdag og loks afla- verðmæti: Stórir togarar Lestir Kr. Millj. kr. Kaldbakur EA 4.800 88.033 40.883 Harðbakur EA 4.576 80.021 40.264 Svalbakur EA 4.548 86.579 38.201 Snorri Sturluson RE 4.444 88.634 41.913 Sléttbakur EA 4.331 77.388 34.286 Vigri RE 4.031 100.112 52.496 Ögri RE 3.692 96.299 51.351 Litlir togarar Vestmannaeyjar — Snæfellsnes Ottó N. Þorláksson RE 5.143 86.975 38.601 Haraldur Böðvarsson AK 4.700 75.920 33.919 Breki VE 4.637 76.920 44.696 Jón Baldvinsson RE 4.248 74.641 32.644 Ólafur Jónsson GK • 4.046 73.546 32.390 Guðbjörg fS Vestfirðir 5.345 117.856 54.100 Páll Pálsson fS 4.197 102.538 44.057 Júlíus Geirmundsson fS 4.160 92.540 44.776 Sigurbjörg ÓF Norðurland 3.466 76.116 34.453 Stakfell ÞH 3.133 74.736 31.797 Arnar HU 3.070 72.400 31.226 Hoffell SU Austfirðir 3.255 75.611 33.062 Hólmanes SU 3.175 78.413 30.600 Ljósafell SU o inn 72.179 31.383 G/obusf LÁGMÚLI5, SÍMI81555 Um helgina eiga allir leigubílstjórar erindi í Lágmúla 5, því við kynnum hinn frábæra Citroén BX Diesel lauqardaq 4/2 frá kl. 13 til 18 oq sunnudaq 5/2 frá kl. 13 til 18. Citroén BX Diesel er tvímælalaust einn ódýrasti og hagkvæmasti bíll sem hægt er að fá til leigu- aksturs á Islandi og samt sem áður ríku- 'e9a bú'nn: 1905 cm3, 65 DIN hestafla, 4ra strokka, vatnskæld vél, 5 gíra kassi, framdrif, vökvastýri, diska- bremsur á öllum hjólum, litað gler, rafdrifnar rúður og læsingar, loftnet og 4 hátalarar, þurrka á afturrúðu, snúnings- hraða- og smurmælir og kvartsklukka. Citroén BX Diesel með ofangreindum búnaði ásamt skráningu (án þungaskatts) og 6 ára ryðvarnar- ábyrgð kostar aðeins kr. 359.260,- til leigubílstjóra. CITROÉN *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.