Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 45 TFW VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ny</Murv*-uin/-iJU Húseignin að Túngötu 9 er eign sovéska sendiráðsins, þar sem starfsmenn þess hafa aðsetur. Bréfritari spyr hvort ekki sé tímabært að starfsmönnum þessa sendiráðs verði fækkað að verulegu leyti. Starfsmenn sovéska sendiráðsins: Er ekkí tímabært að fækka þeim? Þorsteinn Sæmundsson skrifar: „Velvakandi. Njósnamálið í Noregi hefur verið talsvert í fréttum að und- anförnu. í því sambandi langar mig til að beina þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, hvort hon- um þyki ekki tímabært að fara fram á það við Sovétmenn, að þeir fækki verulega starfs- mönnum í sendiráði sínu hér. Það hefur lengi verið ljóst, að starfslið sendiráðsins er miklu fjölmennara en svo, að unnt sé að réttlæta það með skírskotun til viðskipta- eða menningar- tengsla ríkjanna. Mér sýnist, að Sovétmenn gætu látið sér nægja að hafa hér álíka marga sendi- ráðsmenn og Islendingar hafa í sendiráði sínu í Moskvu. Þurfi þeir á frekara starfsliði að halda, ættu þeir að geta ráðið íslendinga til starfa eins og sendiráð annarra ríkja gera. Rétt er að taka fram, að norska njósnamálið er ekki eina tilefnið til þessarar fyrirspurn- ar, heldur aðeins hið nýjasta af mörgum. Lesendur Morgun- blaðsins minnast þess, að blaðið hefur hvað eftir annað bent á óeðlileg umsvif sovéska sendi- ráðsins hér á landi. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjórn utanríkismála eftir margra ára hlé, bjóst ég satt að segja við því, að eitt fyrsta verk utanríkisráðherra yrði að taka til hendinni í þessu máli. Þótt ekkert hafi gerst ennþá, er ég ekki orðinn úrkula vonar um að- gerðir og bíð því vongóður eftir svari ráðherra. Virðingarfyllst." Rás 2: Lélegur ómagi Útvarpshlustandi skrifar: list — sami grauturinn í sömu „Velvakandi sæll! skálinni. Fyrirspurn til Sverris Hermannssonar Agnar Breiðfjörð Kristjánsson hringdi og vhafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að koma með fyrirspurnir til Sverris Her- mannssonar iðnaðarráðherra. Þær eru svona: Hverjar eru árs- tekjur hátekjuverkamanns í Straumsvík? Hver eru árslaun lágtekjuráð- herrans og þingmannsins Sverris Hermannssonar iðnaðarráðherra með öllum bitlingum og fríðind- um? Hvað vill Sverrir Hermannsson herða sultaról sína um rpörg göt og hvað vill hann láta mörg pró- sent af sínum launum til baka til að geta haldið fjármálastefnu rík- isstjórnarinnar innan rammans? Ekki eru allir ánægðir með það sem kallað er rás 2 hjá ríkisút- varpinu. Ekki er ég ánægður. Mik- ið skelfing finnst mér þetta ómerkilegt, en verst er þó, að allt var þetta að sögn rándýrt. Talað hefur verið um að þarna hafi milljónatugum verið sóað, en eft- irtekjur hafi orðið æði aumlegar. Fyrirtækið átti að fjármagna sig sjálft, en auglýsendur forðast þennan glymskratta sem vonlegt er. Þetta popp og rokk og allt það, er nú víst ekki eins vinsælt og for- ráðamennirnir héldu, enda er flestum farin að leiðast þessi tón- Stundum hef ég opnað fyrir þessa rás, en verið fljótur að loka fyrir hávaðann. Þó píndi ég mig til að hlusta á hana frá klukkan 14 til 16 einn daginn. Og guð veit að þá fékk ég meira en nóg. Ósköp hefur útvarpinu orðið illilega á í messunni með þetta fyrirtæki. Þetta er lélegur ómagi og ekki kæmi mér á óvart þó hann ætti eftir að klóra okkur illa með hækkun á afnotagjöldunum í framtíðinni. Ódýrast er að losna við rás 2 sem fyrst — betri er hálfur skaði en allur." SVFR SVFR SVFR SVFR SVFR SVFR flrshatió svfr Stangaveiðifélags Reykjavíkur veröur haldin í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 10. febrúar. í dag verða aögöngumiöar afhentir og borö tekin frá á skrifstofu SVFR frá kl. 13—16. í dag eru því síðustu forvöö aö tryggja sér gott borö. Skemmtinefnd SVFR. SVFR SVFRSVFR SVFR SVFR SVFR BREIÐHOLTS- r Ásgeir Breiðholtskjör Tindaseli Arnarbakka Hólagarður Kjöt og fiskur Lóuhólum Seljabraut Straumnes Valgarður Vesturbergi Leirubakka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.